Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1968
13
Síldarútvegsnefnd og síldarsöltun til umrœðu á Alþingi:
ER SILDARSOLTUNIN
AÐ FÆRAST Á HAF ÚT?
— Deilt um aðsetur síldarútvegsnefndar og starfssvið
í GÆR var til 1. umræðu í
Efri deild Alþingis, frv. sem
sjávarútvegsnefnd deildarinn
ar flytur um breytingar á
lögum um síldarútvegsnefnd.
Töluverðar umræður urðu
um frv. Jón Árnason (S)
kvað það sína skoðun að
leggja bæri síldarútvegs-
nefnd niður, Jón Ármann
Héðinsson (A) réðst harka-
lega að nefnd sem skipuð
var af sjávarútvegsmálaráð-
herra sl. sumar til þess að
fjalla um framtíðarskipulag
á sölu verkaðrar síldar til út-
landa, og Ólafur Jóhannes-
son (F) lagði áherzlu á nauð
syn þess að aðalbækistöðvar
síldarútvegsnefndar yrðu á-
fram á Siglufirði.
Pétur Benediktsson (S) hafði
framsögu fyrir málinu af hálfu
sjávarútvegsnefndar ag sagði
það flutt skv. beiðni sjávarút-
vegsmálaráðherra, sem hefði
borizt be ðni um það frá 7 manna
nefnd, sem skipuð hefði verið
af ráðuneytinu hinn 2. ágúst sl.
til þess að gera tillögur um fram
tíðarskipulag á sölu verkaðrar
síldar til útlanda. Sagði Pétur
Benediktsson, að engin skuld-
binding fælist í flutningi frv. af
hálfu einstakra nefndarmanna
um stuðning við það.
Gert er ráð fyrir þrenns kon-
ar breytingu frá núverandi lög-
gjöf. í fyrsta lagi fjölgun nefnd-
armanna í síldrútvegsnefnd um
einn og að hann verði skipaður
skv. tilnefningu síldarsaltenda á
Norður og Austurlandi og Suð
vesturlandi sameiginlega. í öðru
lagi að atkvæði formanns ráði
úrslitum ef atkv. eru jöfn og í
þriðja lagi að síldarútvegsnefnd
skuli hafa aðsetur í Reykjavík,
Siglufirði og á Austurlandi en
það mál hefur verið nokk-
urt hitamál ekki aðeins í Siglu-
firði heldur einnig hér í þing-
söl'um. Um það efni hefur verið
flutt sjálfstætt frv. og vildi ég
beina því til flutningsmanna
þess að þeir til vinnuhagræðing-
ar flyttu meginefni þess sem
breytingartillögu við þetta
frv.
Ólafur Jóhannesson (F):
Ákvæði þessa frv. um aðsetur
síldarútvegsnefndar verður að
skilja í ljósi þeirrar fyrirætlun-
ar nefndarinnar að flytja aðal-
bækistöðvar sínar til Reykjavík-
ur og hefuT nefndin hafið undir-
búning að því með uppsögn
starfsmanna á Siglufirði. Ég tel
þá stefnu síldarútvegsnefndar
ranga. Þessar skrifstofur hafa
verið í Siglufirði og eiga að vera
þar áfram. Aðstaða ti‘1 ýmis kon-
ar þjónustu er þar nú betri en
áður og samgöngur eru einnig
betri. Það er tilfinnanlegt fyrir
Siglufjörð að missa slíka stofn-
un og eðlilegt að andúð rísi gegn
því. Margir alþingismenn hafa
talað hátíðlega um jafnvægi í
byggð landsins og eitt atriði í
því er að flytja ekki til Reykja-
víkur stofnanir, sem verið hafa
út á landi. Nú reynir á hver
alvara býr að baki talinu um
jafnvægi í byggð iandsins. í sam
bandi við skipan sildarútvegs-
nefndar sakna ég þess að þar
er ekki gert ráð fyrir fulltrúa
sjómanna. Er nauðsynlegt að
þiingnefndin athugi, hvort rétt sé
að fjölga nefndarmönnum í 9,
tryggja þar með sjómönnum
sæti í henni og sneiða hjá tvö-
földum atkvæðisrétti formanns.
Jón Ármann Héffinsson (A)
kvaðist vera á móti efni frv.
eins og það lægi fyrir og jafn-
framt furðaði sig á nefndarskip-
aninni um framtíð sölu sait-
síldar. Það verður að standa
öðruvísi að söltun síldarinnar en
áður sagði ræðumaður og það
er engin lausn að samþykkja
þetta frv. Það er lagt til að
bæta einum manni 1 síldarút-
vegsnefnd. Ég legg til að það
verði fulltrúi sjómanna. Það er
mikið vandaverk að ná nægi-
legri síld til söltunar, til þess
þarf átök og nýja hugsun af
háifu síidarútvegsnefndar. Síld-
in mun örugglega liggja langt
frá iandi í sumar en síldarút-
vegsnefnd hefur ekkert látið frá
sér heyra um það hevrnig hún
hyggist ná því marki að ná síld-
inni til söltunar. Ég er gjörsam-
lega á móti því að breyta þess-
um lögum nema tekin séu
ákvæði um nýjar söltunarað-
ferð'r, jafnvel á hafi úti. Vinnslu
stöðvarnar sem hafa verið í
landi eru nú að færast út á
hafið, sú hefur verið þróun á
vinnslu freðfisks undanfarin ár
og nú er síldarsöltunin að færast
í sömu átt. Síldin liggur 400 sjó-
mílur á hafi úti og það er full
ástæða fyrir síldarútvegsnefnd
til þess að efna til ráðstefnu um
það hvernig tryggja eigi söltun
þeirrar síldar. Þá tel ég hæpið
I að veita einum manni tvöfald-
Jón Árnason
an atkvæðisrétt þegar svo miklir
hagsmunir eru í húfi sem hér er
um að ræða.
Jón Árnason (S): Þetta frv.
er samið eftir langar viðræður
milli opinberra aðila og þeirra,
sem salta síldina. í þessum mál-
um eru gjörbreytt viðhorf fré
því sem áður var. Áður en Verð-
lagsráð sjávarútvegsins tók til
starfa var það á valdi síldarút-
vegsnefndar að verðleggja síld-
ina en nú hafa aliir aðilar, selj-
endur og kaupendur sína full-
trúa í Verðlagsráði Þess vegna
má segja að eftir að Verðlags-
ráðið kom til sögunnar hefði
átt að leggja síldarútvegsnefnd
niður. Það eru engin rök fyrir
því að sölumálum síldarinnar sé
öðru vísi fyrir komið en ann-
arra sjávarafurða. Þetta er gam-
alt form sem haldið er í og það
er neikvætt.
Varðandi það atriði að sjó-
menn eigi fulltrúa í síldarútvegs
nefnd vil ég segja það, að mér
finnst eðlilegt að þeir eigi full-
trúa við verðlagnmguna en eftir
að þeir hafa se't hráefnið er
eðlilegt, að þeir sem eiga það
og koma því í verð fjalli um
það en ekki hinir sem selja hrá-
efnið. Síðasta ár hafa öli við-
horf í þessum málum gjör-
breytzt, þar sem síldin hefur fjar
lœgst Xandið. Ég tel að það sé
fyllilega til athugunar að saltað
verði um borð í stærri bátum
lagalheimild verði fyrk því og
ég skil það vel að útgerðarmenn
vilji fá aðstöðu til slíkra fram-
kvæmda. Að lokinni ræðu Jóns
Árnasonar var umræðunni frest-
að, þar sem frv. ríkisstjórnarinn-
ar um tollalækkanir var lagt
fram í deildinni en þess er getið
annars staðar í blaðinu.
Matthías Bjarnason um frumvarp að frestun hcegri umferðar;
Köstum fé á glæ með því að fresta breytingu
- slysahættan minni meðan á breytingu stendur
- ríkið skaðabótaskylt ef breytingunni yrði frestað
I FYRRADAG hófst í Neðri
deild Alþingis 2. umræða um
frv. um frestun hægri hand-
ar aksturs og þjóðaratkvæða
greiðslu um málið. Matthías
Bjarnason mælti fyrir nefnd-
aráliti meirihluta Allsherjar-
nefndar, sem leggur til að
frv. verði fellt en Steingrím-
ur Pálsson talaði fyrir nefnd
aráliti minnihlutans, sem lýs-
ir sig andvígan því að hægri
umferð verði tekin upp, en
hins vegar samþykka tillög-
unni um þjóðaratkvæði. Á-
samt framsögumanni skrifa
undir minnihlutaálitið Gísli
Guðmundsson (F) og Jón
Kjartansson (F).
í gær var umræðum haldið
áfram og lauk Gísli Guð-
mundsson ræðu, sem hann
hóf í fyrradag og ennfremur
tóku til máls Þórarinn Þór-
arinsson og Ágúst Þorvalds-
son. Umræðunni var síðan
frestað.
Matthías Bjarnason (S) rakti
í U'Ppbafi máls síns sögu hœgri
umferðar á Allþingi en frv. um
málið var samþykkt á Alþingi í
fyrsta Skipti 1940, en fram-
kvæmd þess frestað vegna her-
námsins. Sáðan vék þmgmaður-
inn að hinu framkomna frv. og
benti á að tvetr af fimm flutn-
ingsmönnum hefðu átt sæti á
þi-ngi þegar hægri umferð var
samþykkt og þótt an-nar hefð'i
ekki verið viðstaddur meðferð
málsins hefði hinn þagað við
allar umræður sem fram fóru
um málið.
Matthías Bjarnason gerði að
umtalsefni þá röksemd að fresta
ætti málinu vegn-a mi'killa fjár-
útliána á erfiðum tímum'. Hann
'minnti á að þegar frv. um
hægri umferð var samþykkt í
maí 196i6 hefði verið góðæri á
Islandi. Um miðjan janúarmánuð
hefði verið búið að verja 32
milljónum króna til bneytingar-
innar og það óviturlegasta sem
hægt væri að gera, væri að
kasta því fé á glæ, enda kostar
þjóðaratkvæðagreiðsla peninga
sagði þingmaðurinin.
Þá gerði ræðumaður að um-
ræðuefni kröfuna um þjóðarat-
atkvæðagreiðslu og sagði að
Svíar hefðu efnt til slíkrar at-
það hefði þá verið fellt. Þrátt
fyrir það hafa Svíar séð sig til-
knúna að framkvæma þessa
breytingu en kostnaðurinn er
margfaldur á við það sem hann
hefði orðið ef ekki hefði verið
efnt til þjóðaratkvæðis.
Því hefur verið haldið fram
sagði ræðumaður, að slysahætta
muni aukast verulega við breyt-
inguna. Allmargar þjóðir hafi
breytt í hægri umferð á liðnum
áratugum og fram á sL haust
og skv. skýrslu þeirra kemur í
Ijós að slysum hefur fækkað
Matthías Bjarnason
verulega um það bil, sem um-
ferðarbreytingin átti sér stað og
fyrstu vikur og mánuði á eftir.
Þetta byggist á því að áróður-
er svo mikill við 'breytinguna að
menn fara varlegar en ella og
það hefur bjargað mörgum
mannslífum. Þessi hefur einnig
orðið reynslan í Sviþjóð. Hins
vegar virðast umferðarslysin fær
ast í sama mark og áður þegar
lengra liður frá.
Ma-tthías Bjarnason benti síð-
an á nauðsyn samræmingar í
umferðarmálum. f lofti og á
legi væri hægri umferð og þar
sem umferð ykist og samskipti
þjóða einnig væri mikilvægt að
samræmi væri einnig í umferð
á landi.
Ræðumaður kvaðst fúslega
játa að ekki væri endilega brýn
þörf á þessari brdytingu í ár en
á það væri að líta að kostnaður-
inn við hana margfaldaðist með
ári hverju og væru Svíar nær-
tækt dæmi um það. Lítum á
hvað undirþiúningur málsins er
maðurinn, hvað búið er að verja
miklu fé til hans, hvað margir
einstaklingar og félög hafa tek-
ið á sig skuldbindingar í þessu
sambandi hvað búið er að
kaupa margar bifreiðar fyrir
hœgri umferð. Það er ekkert
vafamál, að yrði horfið frá
hægri umferð nú yrði ríkið
skaðabótaskylt svo nœmi tugum
milljóna króna gagnvart þessum
aðilum. Þess vegna er fjarstæða
að tala um sparnað í sambandi
við frestun málsins.
Um þá röksemd andstæðinga
hægri umferðar að stórauka
þyrfti löggæzlu á tímabili breyt-
ingarinnar vitnaði Matthías
Bjarnason til ummæla lögreglu-
stjórans í Reykjavík um reynislu
Svía. Þar eru 12000 lögreglu-
menn og af þeim voru 7500 settir
til starfa við beytinguna. Um
6000 þeirra gegrdu beinni um-
ferðarstjórn í borgum, bæjum
og þéttbýli. Auk þess voru 2200
sænskir hermenn við löggæzlu-
störf. Vinnuálag á hið fasta lög-
regl’ulið var stóraukið fyrstu vik
urnar. 12 september s.l. áttu all-
ir hermenn að láta af umferðar-
stjórn nem a 400 sem skyldu
vera til taks sem varamenn.
Milli 20,—30. september átti
50% af lögreglumönnunum. sem
tóku beinan þátt í umferðar-
stjórn að hverfa til venjulegra
starfa. Fjölmennt lið sjálfboðaliða
vann að því fyrstu dagana að
leiðbeina gangandi vegfarendum
og var starfi þess lokið eftir
fyrstu vikuna. Miðað við þessa
reiðatryggingafélagið í Svíþjóð
er nýlega búið að boða 10%
laekkun á iðgjöldum sínum. Ég
skal ekki hafa þessi orð fleiri
en meirhluti allsiherjarnefndar
leggur til að frv. verði fellt
Steingrimur Pálsson (K) mælti
fyrir nefndaráliti minni/hluta
allsherjarnefndar en í nefndar-
ál'itinu segir m.a.:
„Vegna framkvæmdar hægri
umferðar laganna vili hluti
nefndarinnar vekja afhygli á eft
irfamdi atriðum, sem fram
komu á fundi allgherjarnefndar,
þegar rætt var við þá, sem
nefndin kvaddi á sinn fund..
1. Upplýst er að, blindhæðir
og 'blindbeygjur á þjóðvegum
verði yfirl-eitt ekki lagfærðar
fyrir H-dag, en við því munu
margir hafa búizt, að unnið yrðd
að uimbótum á þessum hættu-
stöðum, áður en umferðinni yrði
breytt.
2. Vegræsi á landinu skipta
þúsundum og mörg eru, eins og
kunnugt er, með þeim hætti, að
valdið geta slysum, þegar ekið
er utarlega á vegi. Endurbœtur
á vegræsum munu ekki verða
framkvæmdar í sambandi við
umferðarbreytinguna. Þessar um
bætur á blindbæðum og blind-
beygjum og vegræsum munu
kosta mikið fé.
3. Áformað er, að inngöngu-
dyr á eldri strætisvögnum verði
færðar fyrir H-dag, þannig að
þær verðd 'hæga megin á vagn-
inum, og að nýir strætisvagnar
vevði með slíki dyrasetningu, —
en varðandi sérleyfiisvagna hafa
slíkar ráðstafa.nir ekki verið
gerðar á vegum H-nefndar. Gert
mun ver ráð fyrir þvi, að sér-
leyfisvagnar fái undanþágu frá
reynslu Svía er það fjarstæða i þeirri öyggisráðstöfun, sem
ein sem andstæðingar hægri um-
ferðar hafa haldið fram um
aukin tilkostnað við löggæzlu.
Því er haldið fram, að gífur-
leg slysaihætta skapist við breyt-
inguna vegna hinna mjóu ófull-
kornnu vega um byggðir land's-
ins. Mi'kill hluti af vegakerfi
Svía séu ófull'komnir malarveg-
vegir um dreifbýlið líkt og hér.
Ek.ki er kunnugt um að slysa-
hætta hafi orðið hluttfallslega
meiri við breytinguna í Svíþjóð
dyrasetning hæga megin á al-
menningsvögnum er talin vera.
— Vera má, að slík undanþága
sé heimil. en ekki verður hún
talin æskileg.
4. Það - er athyglisvert, að
þegar lögin um hægri handar
umferð voru samþykkt, fylgdi
þeim kostnaðaáætlun að upp-
hæð 50 milljónir króna, en í
þessari áætlun var ekki gert ráð
fyrir kostnaði vegna löggæzlu
eða eftirlits með famkvæmd um-
kvæðagreiðslu um málið 1955 en I kominn langt á veg sagði þing-
a þessum hluta vegakerfisins ferða'breytingarinnar á H-degi'
en annars staðar. | og mánuðina á eftir. Það er
Flutningsmenn segja að engin ! a'Ugljést, að jafnveigamikil um-
trygging sé fyrir því að trygg- ferðarbreyting veður ekki fram-
ingarfélög muni ekki hœkka ' kvæmd með góðu móti, nema
iðgjöl'd sín vegna breytinganna. 1 löggæzlan verði aukin til stórra
Ég spyr hvar er og hefur verið muna. óvíst er, hvað þessi aukna
trygging fyrir því að trygging- \ löggæzla kostar ríkissjóð, en
arfélög muni ekki hækka iðgjöld 1 fullvíst má telja, að kostnaður-
sín, þótt aldrei hefði verið um inn verði mikill, ef um viðun-
breytinguna talað. En það er I andi löirgæzlu verður að ræða.
eftirtektarvert að stærsta bif- ! Framhald á bls. 12.