Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1968
7
Bjarni Ragnar
sýnir á Mokka
Um þessar mundir sýnirBjarni
Ragnar Haraldsson 20 túss og
kolteikningar á Mokka við Skól
avörðustig.
Bjarni Ragnar er ungur Reyk
víkingur, og hefir áður haldið
tvær sýningar á Mokka, þá
fyrstu, þegar hann var 15 ára.
Hann sagði okkur í fyrradag,
þegar hann heimsótti okkur nið
ur á Morgunblað, að hann hefði
mikinn áhuga á súrrealisma, og
eitthvað af myndunum væru í
anda þeirra stefnu, en einnig
nokkrar eldri og með öðrum
stíl. Sýning Bjarna Ragnars á
Mokka mun standa næstu vikur
og er opið jafnt og hið vinsæla
kaffihús Guðmundar Baldvins-
sonar.
Laugardaginn 27. janúar voru gef
in saman í hjónaband í Neskirkju
af séra Frank M. Halldórssyni ung
frú Hrafnhildur Kristinsdóttir og
Sigurður Ágústsson. Heimili þeirra
er að Rauðarárstíg 32. Loftur hf.
14. janúar voru gefin saman í
hjónaband af séra Árelíusi Niels-
syni ungfrú Kristjana Jónsdóttir og
Halldór Lárusson. Heimili þeirra
verður að Skeiðarvogi 35. Nýja
myndastofan
Laugardaginn 16. des. voru gefin
saman í Langholtskirkju af séra
Árelíusi Nielssyni ungfrú Ingi-
munda Loftsdóttir og Garðar
Ágústsson. Heimili þeirra verður
að Hverfisgötu 42, Rvík. Ljósm.
Þóris.
26. des. s.l. voru gefin saman í
hjónaband í safnaðarheimili Lang-
holtssóknar af séra Sigurði Hauk
Guðjónssyni, ungfrú Guðný L. Guð
mundsdóttir Hvammi Ölfusi og
Heiðberg Hjelm Stóru-Breiðuvík
Eskifirði. Heimili þeirra verður að
Rauðalæk 71, Rvík. Nýja myndast.
Nýlega voru gefin saman í hjóna
band Margrét Böðvarsdóttir, Hafn
argötu 16, Keflavík og Almar Þór
ólfsson, Dalbraut 7 Grindavík.
Heimili þeirra er að Víkurbraut 36,
Grindavík. Ljósmyndast. Suður-
nesja.
Laugardaginn 16. des. voru gefin
saman í Háteigskirkju af séra Jóni
Þorvarðarsyni ungfrú Erna Svan-
björg Gunnarsdóttir og Gunnar Há
mundarson. Heimili þeirra verður
að Reynimel 80,Rvík. Ljósm. Þóris
Á gamlárkvöld opinberuðu trú-
lofun sína, ungfrú Jenný Johan-
sen, Borgarnesi, og Bergsveinn
Símonarson, Borgarnesi.
Síðastliðinn laugardag opinber-
uðu trúlofun sína Guðrún S. Aust-
mar, Brekkustíg 12, og Franklín
Friðleifsson, Lindargötu 60.
Hjónavígslur
1. des. 1967 voru gefin saman í
hjónaband að Heydölum í Breið-
dal, þau Áróra María Sverrisdóttir
frá Bræðraborg í Stöðvarfirði og
Sigurbjörn Stefánsson, bóndi Hóla
gerði í Fáskrúðsfirði. Heimili þeirra
verður í Hólagerði. Séra Kristinn
Hóseason í Heydölum gaf brúð-
hjónin saman.
Á jóladag 1967 voru gefin saman
í hjónaband í Stöðvarkirkju tvenn
brúðhjón, þau Ingunn SóleyJóns-
dóttir, Ásbrún Stöðvarfirði og Árni
Halldór Guðbjartsson frá Efrihús-
um í Önundarfirði. Heimili þeirra
er Ásbrún í Stöðvarfirði.
Ennfremur Svanhvít Þóra Björg-
ólfsdóttir Ártúni, Stöðvarfirði og
Hávarður Helgason frá Seyðisfirði
Heimili þeirra er Ártún, Stöðvar-
firði.
Séra Kristinn Hóseason í Hey-
dölum gaf brúðhjónin saman.
Pennavinir
Weill Jean-Claude, 6 Quai du
Chemin de Fer, Sarreguemines (ýC)
France, óskar eftir íslenzkum
pennavinum.
Piltur frá Tékkóslóvakíu hefir
áhuga á bréfaskriftum við pilt,
eða stúlku 18—21. ára, sem getur
skrifað þýzku. Hann er í Mennta-
skóla og heitir: Igor Stúr, Haslí-
ckova c. 13. Silina C.S.S.R.
Tékknezk stúlka 21. árs og skrif-
ar ensku, óskar eftir pennavini á
aldrinum 20—25 ára frá íslandi.
Nafn hennar er: Stana Vobori-
lova, Praha 1., Poric 48. Ctecho-
slowakia.
23 ára gamall hollenzkur kenn-
ari, A.A. Markenrink, Lange Nieuw
straat 115, Schiedam, Holland, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við íslend-
ing á þýzku eða ensku.
26 ára enskur ljósmyndari óskar
eftir bréfaviðskiptum við íslending,
með áhuga á ljósmyndum, ferða-
lögum og pop músik, Malcolm Ure,
75 Marlow Bottom, Marlow, Bucks.
England.
Cheryl Seeng, átján ára áströlsk
stúlka, óskar eftir bréfaskiptum við
íslendinga. Áhugamál: Frímerki,
mynt, músik. Heimili: 10 Bullen
Street, E. Doncaster, Victoria, Austr
alia.
Staffen Pelling, 14 ára Svía, lang
ar í bréfaskipti við íslenzka jafn-
aldra, hefur áhuga á trúarbrögðum
ýmissa eyja. Heimilisfang: Tjelvar
vagen 9, Visby, Sveden.
Mlle. Bérenger, Monikue, 41 Rue
Pape Carpentier, 03-Moulins, Allier
France, og vinkona hennar óska
eftir bréfaskiptum við tvær Is-
lenzkar jafnöldrur (18—20 ára).
Aheit og gjafir
Minningargjöf afhent sóknarnefnd
Kálfatjarnarkirkju með eftirfarand
bréfi
„Minningargjöf um foreldra okk-
ar og fósturforeldra, hjónin Sigríði
Brynjólfsdóttur og Benedikt Pét-
ursson frá Suðurkoti í Vogum. Sig-
ríður var fædd að Árbæ í Lands-
sveit 1. nóv. 1864, dáin 8. júlí 1948.
Benedikt var fæddur að Bræðra-
parti í Vogum 23. maí, 1867, dáinn
15. sept, 1954. f dag, 23. maí, 1967,
eru liðin 100 ár frá fæðingu Bene-
dikts. Af því tilefni gefum við
undirrituð til minningar um þau
hjón, hjálagða upphæð, 30.000.— kr
til'Kálfatjarnarkirkju. Óskast þessu
fé varið til lagfæringar á sætum
kirkjunnar, eftir því, sem sóknar-
nefnd telur heppilegast.
Suðurkoti í Vogum, 23. maí, 1967,
Virðingarfyllst,
Guðrún Kr. Benediktsdóttir,
Jón P. Benediktsson,
Guðmundur Jónsson.
Til Sóknarnefndar Kálfatjarnar-
sóknar.
Þá gáfu hjónin Sigurbjörg Magn
úsdóttir og Stefán Ólafsson skó-
smiður í Borgarnesi, minningargjöf
kr. 5000.— um foreldra og tengda-
foreldra, hjónin Herdísi Jónsdóttir
og Magnús Magnússon, er bjuggu
í Víðgerði á Vatnsleysuströnd, og
voru bæði ættuð úr Kálfatjarnar-
sókn, og skal gjöfinni varið til sæta
eða lögunar á sætum kirkjunnar.
Snemma á árinu 1967, barst sóknar
nefndinni bréf: „Vinsamlegast fær-
ið Kálfatjarnarkirkju þessar kr.
500.—“ Sjómaður.
Frá G.E. kr. 200. Frá Torfa, kr.
200, áheit. Frá Engilbert Kolbeins-
syni, skipstjóra áheit kr. 1100.
Fyrir allar þessar miklu og góðu
gjafir og áheit, færum við gefend-
um fyrir hönd kirkju og safnaðar
hugheilar þakkir og árnaðaróskir
um farsæla og góða framtíð.
Sóknarprestur og sóknarnefnd
Kálfatjarnarsóknar.
Keflavík Útsala. Terylenepils, crim. plenepils, peysur, prjóna- kjólar. Verzlunin EDDA: Opel Record ’61 til sölu. Nýsprautaður og í góðu ásigkomulagi. Verð 90.000 þús. Útb. 4(5——50 þús. Uppl. í síma 36329 kl. 5—8 í dag.
Einbýlislóð eða byggingarframkvæmd- ir óskast til kaups í Rvík eða nágrenni. Uppl. í sima 11993 næstu daga. Keflavík Útsala. Nælonnáttkjólar, nælonundirkjólar, — mikil verðlækkun. Verzlunin EDDA.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Sendisveinn óskast þyrfti að hafa reiðhjól. ÚLTÍMA, Kjörgarði.
Teiknivélar
Kuhlmann teiknivélar aftur fyrirliggjandi.
Pantanir óskast sóttar.
VERK H.F., Skólavörðustíg 16.
Einbýlishús í Garðahreppi
EINBÝLISHÚS í smíðum 130 ferm. v/Brúarflöt.
EINBÝLISHÚS í smíðum v/Marargrund.
EINBÝLISHÚS v/Faxatún, 180 ferm. fullfrágengið, bílskúr.
EINBÝLISHÚS v/Aratún, fullfrágengið, bílskiúr.
RAÐIIÚS í smíðum á Flötunum, í Hofstaðalandi. Tvofaldur
bílskúr.
Shíp & Fasteígnír
AUSTURSTRÆTI 18 • SÍMl 21735 • EFTIR LOKUN 36329
Utsala - hljómplötur
Hljómplötuútsalan stendur enn.
Hljóðfærahús Reykjavlkur
Laugavegi 96.
Bifreiðaeigendur
í Arnessýslu
Aðalfundur klúbbsins Öruggur akstur á Selfossi
verður haldinn í samkomusal Kaupfélags Árnesinga
miðvikudaginn 7. febrúar kl. 21.
Dagskrá:
1 Ávarpsorð formanns
klúbbsins.
2. Úthlutun viðurkenn-
ingar og • verðlauna
Samvinnutryggmga
fyrir 5 og 10 ára Ör-
uggan akstur, fram að
1968:
Baldvin Þ. Kristjóns-
son og Kar] J, Eiríks.
Þeir bifreið'acigendur sem
hér eiga hlut að máli —
eða telja sig eiga — eru
hér með sérstaklega boð-
aðir á fundinn.
3. Erindi Péturs Sveinbjarnarsonar, forstöðumanns
fræðslu- og upplýsingaskrifstofu Umferðarnefndar
Reykjavíkur: — „H-umferð á næsta leiti."
4. Kaffi í boði klúbbsins.
5. Fréttir af 1. fulltrúafundi klúbbanna Öruggur
akstur: Stefán Jasonarson formaður samstarfs-
nefndar klúbbanna.
6. Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum klúbbsins.
Gamlir sem nýir viðurkenningar. og verðlaunahafar
Samvinnutrygginga fyrir öruggan akstur, eru hvattir
tii að fjöimenna á fundinn.
Stjórn klúbbsins Öruggur akstur á Selfossi.