Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1968 31 Virðuleg útför Þórurins Björnssonar, skólumeistara Akureyri, 6. febrúar. ÚTFÖR Þórarins Björnssonar, skólameistara, var gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag, og hófst at- höfnin kl. 13.30. Sr. Pétur Sig- urgeirsson flutti minningarræð- una og jarðsöng. Mikill mann- fjöldi var viðstaddur, og var kirkjan þétt setin. Meðal við- staddra voru dr. Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra, Magn ús Jónsson, fjármálaráðherra, og rektorarnir Einar Magnússon og Guðmundur Arnlaugsson. Jakob Tryggvason lék á kirkju orgelið og stýrði söng Kirkju- kórs Akureyrar, en auk hans söng blanda'ður kór nemenda M. A. lagið Integer vitae. Þá söng frú Guðrún Tómasdóttir einsöng, lagið „Nú legg ég augun af.tur“ eftir Björgvin Guðmundsson. — Kirkjan var smekklega skreytt blómum, og margir blómsveigar höfðu borizt. í kórdyrum stóð fáni Menntaskólans á Akureyri, sveipaður sorgarblæjum, og skiptust skólapiltar á, tveir og tveir, að standa heiðursvörð við fánann. Athöfnin var í senn fögur og hrífandi. Úr kirkju báru settur skóla- meistari og kennarar M. A. Upp Eyrarlandsveg og Hrafnagils- stræti gengu nemendur skólans undir fána á undan líkvagnin- um, þar til komið var á móts við Menntaskólalóðina. Þar skipuðu þeir sér í þéttar raðir bá'ðum megin götunnar og biðu þar, meðan líkfylgdin fór áfram upp götuna á leið í kirkjugarð. Síð- asta spölin að gröfinni báru pilt- ar úr 6. bekk Menntaskólans. Fánar voru í hálfa stöng víða í bænum, og kennsla féll niður í skólum bæjarins frá hádegi í dag. t morgun fór fram stutt minningarathöfn í Gagnfræða- skólanum. — Sv. P. Háspennulínu- staurar brotnuðu Forráðamenn Rafmagnsveitna ríkisins skýrðu blaðinu svo frá í gær, að nokkrar skemmdir hefðu orðið á háspennulínum á Vestur og Austurlandi í fáviðrinu á sunnudaginn. Hefðu háspennu- línustaurar brotnað t.d. tínan frá Mjól'kárvirkjun, sem rafmagn flytur til kauptúnanna á Vest- fjörðum, en þar brotnuðu t.d. staurar í námunda við Flateyri. Var það veðurofsinn sem kuibb- aði staurana í sundur. Eskifjarð- artínan, milli Egilsstaða og Es'ki- fjarðar varð fyrir miklum skemmdum er 10—14 háspennu- línustaurar brotnuðu. Þetta voru aðalskemmdirnar af völdum ó- veðursins, en þar sem veðrið var harðast urðu mjög víða rafmagns truflanir. Á allflestum stöðum eru vara-rafstöðvar og var grip- ið til þeirra eftir því sem með þurfti. Enn geisa harðir bardagar í Hue og Saigon Stjórnarherinn sœkir fram. Stór bœjar- svœði í Saigon og Hue eru rjúkandi rústir. Matarskortur gerir vart v/ð sig Saigon, Hue, Hong kong, 6. febr. — AP—NTB — HARÐIR bardagar brutust út að nýju á þremur stöðum í Saigon í gær og ollu hersveitir komm- únista miklum skaða og skemmd um með árásum á lögreglustöð, birgðaskemmur og fleiri mann- virki. Þeir lögðu eld í ýmsar byggingar og brenndu þær til grunna. Hópar Viet Cong manna fóru um götur, víða í borginni og rændu og rupluðu. Fyrir norðan Tan Son Nhut flugvöllinn, sem er í útborg Sai- gon króuðu Viet Congmenn her- flokk S-Víetnam stjórnarinnar af og var sagt, að mannfall í liði stjórnarhersins væri mikið. Stjórnin kvað annan herflokk þegar hafa verið sendan af stað til hjálpar. I stöðvum Bandaríkjamanna í Saigon var tilkynnt, að fótgöngu lið Bandaríkjamanna hefði náð á sitt vald aðalstöðvum Viet Cong 5 km. suður af Saigon. I orðsendingunni segir, að um 1000 skæruliðaflokkar kommúnista séu enn í borginni. Frá Hue, hinni fornu höfuð- borg landsins, símaði fréttaritari AP, að hermenn bandarískir hefðu náð aftur á sitt vald aðal- stöðvum héraðsstjórnarinnar. Rifu þeir síðan niður flagg Viet Cong á byggingunni og drógu bandaríska fánann að hún. Fyrr um daginn hafði verið skipað, að fáni S-Vietnam skyldi dreg- inn upp, ef byggingin næðist aft- ur. Annar fréttaritari AP bætir því við, að hersveitir stjórnar- innar sæki fram í borginni og hafi náð aftur ýmsum stöðum, sem Viet Cong hafa haldið und- anfarna daga. Stór bæjarsvæði í Hue og sömu leiðis í Saigon eru nú rjúkandi rústir og tala heimilislausra hækkar stöðugt. Flóttamenn 1 Saigon borg einni eru taldir um 50 þúsund og kveðst lögreglan eiga í erfiðleikum með að vernda þá fyrir leyniskyttum Viet Cong. Bardagar blossuðu upp við Khe Sanh og stóðu í um það bil klukkutíma. Mikil neyð er ríkjandi meðal alls almennings, skelfing og eymd og þar við bætist, að mat- arskortur er farinn að gera vart við sig. Sjúkrahúsið í kínverska borg- arhlutanum í Saigon, Choulon, er yfir-fullt og segist starfsliðið ekki geta tekið á móti fleiri særðum í bili. Sagt er, að sjúkra húsið hafi aðeins matarbirgðir til fimm daga í viðbót. Starfslið sjúkrahússins er að niðurlotum komið, það hefur unnið linnu- laust við að hjúkra særðum í marga undanfarna daga. Hermenn Bandaríkjamanna leit Það verðux að sjálfsögðu bostn aðarsamt að lagfæra mestu skemmdirnar, en með tilliti til hins ofsalega veðurs, urðu skemmdir rninni en við hefði mátt búast, og má m.a. þakka það að lítil ísing myndaðist á staurum og línum.. f dag og á morgun verður væntanlega búið að lagtfæra all- ar þær skemmdir sem urðu, — með bráðalbirgðatengingum. Stykkishólmi, 6. febr. Á SUNNUDAG rofnaði alt sam- band við Flatey, og komst ekki í lag aftur fyrr en um hádegi í dag. Slitnuðu línur og loftnets- stöngin, sem heldur samband- inu í land, og varð allt rafmagns laust. í Flatey fuku hey, þrír hjallar fuku, svo og járnplötur af hús- um og ýmislegt annað. Veður- hæðin var svo mikil, að stöðvar- stjórinn þorði ekki að vera einn í stöðvarhúsinu og leitaði annað. — Fréttaritari. Vilhjólmur Þór landbúuaðor í VILHJÁLMUR Þór, bankastjóri, hefur verið fulltrúi Norðurlanda i stjóm Alþjóðabankans í Was- hington sl. 3 ár og verður til Minning Framhald, af bls. 22 var Skúli og átti góðhesta með- an hann var í sveitinni, og man ég margar gleðistundir, sem við áttum á hestum og skemmtum okkur saman, en alltaf var Skúli hættur leiknum þá hæðst fram fór full sjálfstjórn enda var mér létt að hafa hans ráð, sem eldri manns og reyndist alla tíð vel. Margt mætti freira segja um vin minn Skúla Hallsson ef rekja ætt iöll okkar samskifti, en hér læt ég staðar numið með þessar ófullkomnu minningar mínar. Von mín er sú að nú sértu búinn að sameinast því sem þú misstir og þér var kænast. Við hjónin þökkum þér alla vináttu sem entist frá fyrstu kynnum til skilnaðar stundar, og minn- isst ég góðs drengs minnilst ég þín. Um leið og ég vil lýsa þakklæti fyrir kynni mín af Skúla Halls- syni vil ég tjá konu hans, syni, barnabörnum og systkinum inni- legustu hluttekningu. Far þú í friði friður guðs þig blessi, þökk fyrir allt. H. G. Eyjólfsson uðu í dag að leyniskyttum Víet- Cong í kirkjugarði einum í Mac Dinh Chi meðan syrgjandi Víet- namar jarðsettu jarðneskar leif- ar hershöfðingja eins, konu hans og fimm barna, sem Viet Cong menn drápu. Aðeins einn sonur er á lífi af fjölskyldunni, 9 ára drengur sem særðist alvarlega. Talsmaður bandaríska sendi- ráðsins segir, að öðru hverju sé skotið að sendiráðinu i Saigon, en engin stórárás hafi verið gerð Frá norðurhluta S-Vietnam bárust fréttir um nýjar árásir- kommúnista og harðir bardagar voru um stöðvar héraðsstjórnar innar í Da Nang. Westmoreland hershöfðingi sagði í dag, að mik- ið lið Norður-Víetnama væri milli Da Nang og héraðshöfuð- borgarinnar í Hoi An. William Westmoreland sendi í dag orðsendingu til bandarískra hermanna og bandamanna þeirra með hamingjuóskum fyrir vask- lega framgöngu í hinum hörðu bardögum síðustu dagana. West moreland sagði, að Bandaríkja- Framhald á bls. 3 uthugor lún til Afríku og Asíu októberloka n.k. Nú hefur fram- kvæmdastjórn Alþjóðabankans beðið Vilhjálm um að takast ferð á hendur vegna bankans sem ráð gjafi nefndar, sem athuga á um lánveitingar á sviði landbúnað- ar. Vil'hjáJmur fer i byrjun febrú- ar til Kuala Lumpur i Malasíu og dvelst þar í landi í hálfa aðra viiku. Síðan er ferðinni heitið til Rómáborgar til viðræðna við FAO, en alþjóðabankinn hefur nána samvinnu við þá stofnun um allt er lýtur að landbúnaðar- málum. í byrjun marz fer Vil- hjálmur til Nairobi í Kenya og dvelst þar í tvær vikur. Ráðgert er að hann komi aftur til Was- hington í lok marzmánaðar. Stokes stýrimaður af Notts County. — Ljósm. Maðurinn króknaði Framhald af bls. 32 skipverjum á Óðni. Ég vil flytja þeim kveðju og þakka lífgjöfina. Sömuleiðis vil ég þakka fólkinu, sem hér er að hugsa um mig, lækninum og hjúkrunarkonunni. Mín hugs- un er sú núna, að þó þeir séu að reka mann úr land- helginni á þessum varðskip- um, þá sé gott að eiga þá að þegar svona stendur á. Stokes stýrimaður lá í rúminu við hliðina á Burkes skipstjóra. Hann vildi líka segja frá þessum atburði og við spurðum hann sérstak- lega um manninn, sem hafði farizt með þessu skipi. Stýri- maðurinn sagði: — Þetta er hörmulegt. Gúmmbáturinn var settur út fyrir. Maðurinn kastaði sér út í bátinn. Hann hafði senni- lega fengið tau'gaáfall. En um leið og hann kom út í bát- inn, hálffyllti hann atf sjó og maður varð gegnblautur, en við náðum honum inn atftur. Var hann þá mjög illa farinn og mun þetta hafa orðið hon- um ofraun, því mjög kalt var í veðri og króknaði maðurinn í höndunum á okkur um það bil þremur stundarfjórðung- um eftir að við náðum honum aftur. Á þessari stundu var skyggni ekkert. Við vorum strandaðir þarna og settum neyðárljósavélina í gang og höfðum gagn af henni í hálf- tíma eða 3 stundarfjórðunga. Við höfðum haft samband við varðskipið og Notts Forest, okkar systurskip. Bæði þessi skip fylgdust með okkur og varðskipsmenn sögðu okkur að við skyldiim bíða átekta til morguns, því að ekkert væri hægt að aðhatfast þá um nóttina út atf myrkri. bezt væri að bíða birtu. Okkur fannst þetta heilla- náð og biðum, þar til varð- ski-pið sendi bát til okkar og bjargaði okkur. Sannleikur- inn var s>á, að við höfðum enga trú á því að hægt væri að þjarga okkur. Og við er- um sérstaklega þakklátir þess um mönnum hjá Landhelgi's- gæzlunni, sem hatfa reynzt okkur vinir í raun. Burkes skipstjóra langar til að koma einu á framfæri, og það verður að segjast á hans eig n máli, svo: — The man Who wrote the article in the english paper „The People“ about skippers and mates being sponges should have been with us this trip. Þegar Mbl. spurði við hvað væri átt, þá sagði skipstjór- 1 inn: — Það var einhver blaða maður í Englandi við blaðið The People, sem sagði, að við, brezka sjómannastéttin, vær- um „sponges". Á okkar máli mundi þetta vera kallað svampar, en merkingin er atfætur. Skipstjóranum var þungt um hug, þegar hann sagði þetta og bað sérstak- lega um það, að þegar hann hefði nú lent í þessum vand- ræðum kæmust þessi skila- boð alla leið til Bretlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.