Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 32
2HorcumI>Tní>iíi
RITSTJÓRIM • PREIMTSMIÐJA
AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA
SÍIVII 1Q.1DD
Enn árangurslaus leit að Heiðrúnu
Leitað á landi, úr lofti og á sjó í gær án árangurs
Gúmbátur fannst í Vigur, en er ekki af bátnum
LEITAÐ var á landi, úr lofti
og á sjó í gær að vb. Heið-
rúnu II. ÍS-12 með sex mönn-
um innanborðs, en ekkert
hefur spurzt til skipsins frá
því á miðnætti aðfaranótt
mánudags. Áttu skipverjar
þá í erfiðleikum vegna ísing-
Reykhólastaöur eins
og eftir loftárás
Króksfjarðarnesi, 6. febrúar.
UM helgina gekk hér yfir eitt
versta veður, sem menn muna
eftir, og olli það víða tjóni á
mannvirkjum. Mestar munu
skemmdirnar hafa orðið að Reyk
hólum, en staðurinn lítur út
eins og eftir loftárás.
f kirkjunni að Reykhólum
brotnuðu allar rúður, hurðir
sprungu út og er kirkjan mik-
ið skemmd. Fauk hluti af þaki,
barnaskólahússins. Allar rúður
í skólanum og mjólkurbúinu
brotnuðu. Þá brotnuðu rúður í
útibúi kaupfélagsins og urðu þar
miklar skemmdir. Þakplötur
fuku af íbúðarhúsinu að Reyk-
hólum, Mávavatni og allar rúð-
ur brotnuðu. Varð fólkið að
flýja af bænum á sunnudags-
nótt.
Á Höllustöðum fauk upp véla
geymsla og urðu nokkrar
skemmdir á vélunum, en húsið
stórskemmdist.
Á Grund fauk upp bílskúr og
á Litlu-Grund fauk jeppabíll
nokkuð hundruð metra, en
skemmdist ótrúlega lítið. Þak-
plötur fuku víða af húsum.
Rafmagnslaust varð í versta
veðrinu og símasambandslaust
var út úr héraðinu þar til í
morgun. — Sveinn.
ar, eins og áður hefur verið
skýrt frá. Leitað var fram til
myrkurs, en Ieitin bar ekki
árangur.
Fjöldi manna leitaði í gær á
fjörum. Fóru leitarflokkar frá
Bolungarvík með Stigahlíðinni,
sem er nokkuð utan við Bol-
ungarvík, og gengið var á fjörur
víða í kringum þorpið. Þá fóru
flokkar manna frá Hnifsdal út
með Ósihlíð á móti leitarmönn-
um frá Boiungarvík, og bátur
leitaði utan við Óshlíðina.
Alls munu 12—15 skip hafa
leitað á ísafjarðardjúpinu, og
þar á meðal varðskipið Óðinn
sem fór inn á Jökulfirðina. Enn-
fremur leituðu tvær flugvélar úr
lofti, fiugvél Björns Paissonar
og flugvél Landhelgisgæzjunnar,
en skilyrði voru ekki góð.
Leitinni var hætt þegar dimma
tók, en henni verður haldið
áfram á morgun, og þá leitað
aftur á fjörum og reyn: að leita
úr loffi, ef skilyrði verða fyrir
hendi.
Hið eina sem fannst í gær við
leitina voru nokkrir netabelgir,
en þeir geta verið frá hvaða bát
sem er. Þá fannst gúmmbátur
í fjöru í Vigur, en í ljós kom
að hann var ekki frá Heiðrún.
Sem fyrr segir, var sex manna
áhöfn á bátnum, og hinn elzti
þeirra 52 ára en hinn yngsti 17
ára. Þrír af áhöfninni voru
undir tvítugu. Með skipverjan-
um sem var elztur eru tveir
ungir synir hans, en tvær dætur
eru heima.
Samúðar-
kveðjur frá
forsætisráð-
herra og
borgarstjóra
| BJARNI Benediktsson, for-
. sætisráðherra, sendi í gær |
’ Harold Wilson, forsætisráð- |
I herra Bretlands, samúðar-
I kveðjur sínar og ríkisstjórn- ‘
, ar fslands vegna sjóslysa I
þeirra sem orðið hafa við Is- |
I landsstrendur að undanförnu,
| er brezkir togarar og fjöl-
! margir brezkir sjómenn hafa I
>t.
Borgarstjórn Reyk javíkur |
' sendi einnig í gær borgar- |
I stjórn Hull samúðarkveðjur (
j vegna þessara atburða.
Öryrki
gefur Öryrkjabanda-
laginu sjö íbúöir
Verðgildi þeirra er 5 rnilij. kr.
STJÓRN húsbyggingasjóðs Ör-
ykjabandalags íslands efndi til
Skipstjórinn á Notts County, George Burkes, í sjúkrahusinu á ísafirði. — Ljósm. Bj. Pálsson.
sérstaks fundar í tilefni af stór-
gjöfum, er öryrki, Kristján
Júlíusson, og kona hans, Bjarn-
fríður Pálsdóttir, hafa gefið
bandalaginu. Dr. Oddur Ólafsson,
yfirlæknir, skýrði frá því, að
það væri mjög óvenjulegt, að
einstaklingar gæfu slíkar stór-
gjafir. Þetta væri þó merkilegra,
þar sem Kristján væri öryrki,
og hefði verið um langt árabil.
Væri tillag hans til húsbygg-
ingasjóðs svo stórt, að það gerði
bandalaginu kleift að halda á-
fram með húsbyggingu sína að
Hátúni 10, og væri áætlað að
flytja inn í húsið fyrir áramót
1968—69.
Kristján er fæddur á Húsavfk,
23. des., 1906. Árið 1944 varð
hann veikur, og var í mörg ár,
og fékk siðan árið 1956 örorku-
vottorð. Þá ákvað hann að
hjálpa öðum, sem bágstaddir
væru. Siíðan sagðist hann hafa
unnið alla daga sleituil'aust, spar
að og gefið í húsbyggingasjóð
síðan 1965. Hann hefur alls af-
hent sjóði þessum sjö þriggja
herbergja íbúðir að verðgildi
kr. fimm milljóndr. Kvaðst hann
álíta, að með því hefði hann gert
skjólstæðingum sínum hér, ör-
yrkjunum, fulla grein fyrir lífi
sínu.
Sagði hann, að ýmsa hefði
furðað á þessu tiltæki sínu, en
það skipti minnstu máli. Hann
hecfðii góðan stuðning í konu
sinni hún hefði aðstoðað sig mdk-
ið í þessu starfi.
Mikil ófærð enn
KOMIN er allgóð færð á vegum
um Suðurlands'undirlendi, en á
MýrdaJssandi er enn erfið færð.
Einnig var í gær orðið ágætt fyr-
ir Hvalfjörð og Borgarfjörð. Yar
færð að lagast á Snæfellsnesi og
í Dölum.
Á Vestfjörðum var enn gífur-
leg ófærð. Átti að ryðja leiðina
Maðurinn króknaöi í höndunum á okkur
Viðtal við skipstjóra og stýrimenn á Notts County
ÍSAFIRÐI, 6. feb. — í sjúkra-
húsinu á ísafirði, stofu 1,
liggja tveir brezkir sjómenn,
George Burkes, skipstjóri á
Grimsbytogaranum Notts
County og stýrimaður hans,
Barry David Stokes, báðir frá
Clethopers skammt frá
Grimeby. Burkes skipstjóri er
fertugur að aldri og hefur
verið skipstjómarmaður und
anfarin 12 ár.
Þegar Mbl. ræddi við hann
og stýrimanninn í sjúkrahús-
inu í dag voru báðir órakað-
ir og fremur illa haldnir, en
þó málhressir. Skij>stjórinn
sagði: — Við höfðum verið
hér við Vestfirði nokkra und-
anfarna daga. Þegar slysið
varð voru liðnir 10 dagar frá
því við fórum að heiman.
Þegar veðrið brast á, vor-
um við í mynni ísafjarðar-
djúps. Komið var ofsaveður
og mikil snjókoma. Þá bilaði
ratsjáin hjá okkur. Við reynd-
um að hafa sa-mband við tog-
ara, sem voru í grenndinni,
og fórum síðan að reyna að
leita vars. Við vorum að
sigla fram og til baka án þess
að vita hvar við værum,
stundum á fullri ferð, stund-
um á hægri ferð, og yfirleitt
held ég að við höfum verið
að sigla fram og aftur á sama
blettinum. Um 11 leytið á
laugardagskvöld strandaði
skipið. Það var eins og skipið
tæki stökk þegar það kenndi
grunns og við vissum ekki
hvað var að gerast. Ég fékk
strax tilkynningu um það að
sjór væri kominn í vélarrúm-
ið. Vélstjórinn taldi að gat
hefði komið á botninn. Og
sjór væri í skipinu. Stýri-
maðurinn fór fram í og at-
hugaði hvort sjór væri fremst
í skipinu. E nnig fór hann
aftur í, en sá ekki sjó þar.
Við settum út björigunar-
báta. Loiftskeytamaðurinn
hafði samband við fallbyssu-
bátinn Óðinn og þeir sögðu
okkur að bíða. Þeir mundu
koma til okkar. Við settum út
einn gúmmbát og einn maður
stökk út í hann. Bátnum
hvoifdi. En við náðum mann-
inum aftur. Síðan komu varð
skipsmenn og björguðu okkur
út. Sumir okkar voru kalnir
á höndum eða fótum. En það
var tekið vel á móti okkur.
Við erum komnir hér til ísa-
fjarðar heilu og höldnu og
erum sæiir og glaðir með
okkar hlut.
— Ég vil segja einn hlut
til viðbótar. Ég er ákaflega
þakklátur skipherranum og
Framhald á bls. 31
frá Patreksfirði á flugvöllinn, en
þar hafði fallið snjóflóð á um
700 m. kafla og brotnir 10 síma-
staurar.
í gær var hjálpardagur fyrir
bíla milli Akureyrar og Reykja-
ví'kur, en því var frestað þangað
til í dag. í gær var unnið að und-
irbúningi að ruðningi á veg-um
í Húnavatnssýslu, en þar er geysi
legur mjór. Verður reynt að
ryðja veginn yíir Holtavörðu-
heiði í dag og hjálpa bílum yfir
heiðarnar norður.
í gær voru bílar aðistoðaðir
milli Akureyrar og Húsavíkur. Á
NA-landi eru allir vegir ófærir.
Á Austfjörðum er fært kringum
Egilsstaði og um Fagradal. Reyna
á að rýðja Oddsskarð á fimmitu-
dag eða föstudag, ef veður leyfir.
Fundnir
9KEMMDARVARGARÍNIR, sem
urðu valdir að sikemmdum á
sumarbústöðunum og brenndu til
grunna við Lögberg hafa nú
náðzt. Voru þetta sex piltar úr
Reykjavík á aldrinum 12-15 ára.
Lögreglan í Kópavogi hafði með
rannsókn málsins að gera og
náði hún sökudólgunum í gær.
Ekki hefur verið kannað niður í
kjölinn hve stór þáttur hvers og
eins er í skemimdarverkunum,
en piltarnir hafa játað verknað-
,in fyrir lögreglunni.