Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1968 21 Fleiri gerðir af mykjudreifaran um Guffen, sem nú er völ á, og koma að góðum notum við að dreifa fljótandi mykju. MykjusnígUlinn Spíral í baksýn. Árni C. Eylands: MARGS ÞARF BÚIÐ MEÐ Síðari grein Bændur byggja og ráðgera í Morgunblaðinu 16. nóvember 1967 er viðtal við ungan bónda vel menntaðann og athafnasaman. Þar segir: „Menn brjóta mikið heilann um, hvernig eigi að tæma haughúsin. Þrjár aðferðir koma helzt til greina að láta mykjuna renna sjálfkrafa út úr húsinu, að nota snigil eða dælu og í þriðja lagi að moka henni út með traktor. Sjálfrennslisaðferð in er hagkvæmust og ég hef góða von um að geta notað hana.“ -Rétt ara hefði verið að tala lun fjórar aðferðir, þar eð vart getur talist sama aðferð að nota snigil og að nota dælu við að tæma haughús. í Frey nr. 3 1967 er grein um Bændaför til Englands. Þar segir meðal annars: „Á allra síðustu árum hafa nokkrir bændur hér á landi byggt hjarðfjós, með lokuðum áburðar- kjallara, en vandamál hefir verið hjá mörgum að fá hentug tæki til þess að dæla upp úr þeim.“ Svo segir greinarhöfundur, sem er gegn bóndi á Suðurlandi, frá því, að í förinni sáu þeir mykju- dreifara (“tankdreifara“) einn mik inn, gerðan fyrir fljótandi mykju, og búin þrýstiloftsdælu, bæði til að fylla dreifarann og til dreif- ingar er á völlinn kemur.Og svo segir: „Væri vel af þessir dreifarar gætu leyst vanda þeirra, sem hafa lokaðar haug- og þvaggeymslur:" Þessi greindu ummæli skýra ljós lega hver vandi bændur telja sér vera á höndum, við að koma mykj unni úr áburðargeymslu á völl eða í flög. En ummæli sunnlenzka bónd ans opinbera einnig mjög undar lega hluti og hart nær ótrúlega, sem sagt, að bændur byggja „lokaðar" áburðargeymslur, án þess að gera sér um leið fulla grein fyrir því hvernig þeir eigi að ná mykjunni út úr geymslum þessum. Þetta er gert við faglega forsjá sérfræðiráðu nauta bændanna, 1 þeim byggðum landsins, þar sem leiðbeiningaþjón ustan er best á vegi stödd, að því er ætla má. Slíkt held ég að gæti ekki komið fyrir neins staðar á Norðurlöndum, nema hér á íslandi. Annars staðar, þar sem ég til þekki fer um slíkt ávalt saman: ákvörðun um gerð byggingar og fyrirhugaðurog ákveðinn vélbúnað- ur og tækni við að nota bygginguna það er í þessi viðviki að hirða á- burðinn í geymslu og að koma hon um úr geymslunni þegar til þess kemur. Það bendir í sömu átt, um hve laust í reipum þetta virðist vera hér hjá okkur, er (norðlenzki) bón inn sem Morgunblaðið ræddi við 16. nóv. segist velja „sjálfrennsliaðferð ina“ þar eð hún sé hagkvæmust“, og segir um leið: „Ég hef góða von um að geta notað hana.“ Á orðum hans er auðheyrt, að hann telur sig svo sem ekki hafa að neinu reyndu og öruggu að ganga, aðeins góðrí von. Það er sannarlega ekkert spaug fyrir bændur að byggja dýrar bygg ingar, að verulegu leyti á slíkum forsendum, án þess að vera klárir á því hvernig skuli að unnið þegar til þess kemur að nota byggingarn- ar. Ekki er ég til þess kominn að segja bændum hver sé albezta tækn in við að tæma haughúsin og koma mykjunni á völl. Eitt og sama á ekki við alls staðar, það er aug- ljóst, og ekki er ávalt ljóst að hin fullkomnasta tækni sé það sem hent- ar bóndanum bezt. Hér kemur fleira til, svo sem f járfesting mismunandi mikil, bústærð og vinnuafl o.fl. Mörg um bónda getur hentað jafnvel og ef til vill betur að hoppa ekki í hæzta haft með vélvæðinguna við mykjustörfin. Hér kemur einnig til gerð túnanna og aðstaða við út- keyrslu áburðarins, eins og minnst var á í lok fyrri greinar minnar um þessa hluti. Minna má vel duga í fyrri greininni tek ég fram, „að vel megi hugsa sér að nota hinar stærri gerðir mykjudreifara af Guff en (og „Rotaspreader")-gerð, til að aka fljótandi mykju á völl, í stað dýrari belgvagna." Þar er ég meðal annars að hugsa um fjárfestinguna. Þessi ummæli mín endursagði ég úr bréfaskólabréfi frá árslokum‘66. Síðan hefi ég átt þess kost að kynna mér þetta nánar austur á Jaðri, þar sem mjög hagar svipað til um mykju hirðingu eins og á íslenzkum búum vel flestum. Hefi ég nú sem fyrr örugga trú áþví, að sú tækni sem þar reynist vel eigi einnig erindi til íslenzkra bænda. Vil ég því bæta nokkru við þessi ummæli mín frá ‘66 Rokdreifarinn (Rotaspreader") hefir náð mikilli útbreiðslu og vin- sældum, fyrst og fremst sökum þess að hann vinnur sauðatað öðrum dreifurum betur, Hann dreifir jafn- vel grjóti, er stundum sagt. Telja þeir bændur það til kosta, sem eigi hafa gengið betur frá haughúsdyrum og innkeyrslu í haughús en svo, að hætt er við að grjót geti komist í mykjuna við mokstur í dreifarann. Er tómlegt að þurfa að ræða um þessa hluti, er velja skal tæki til að aka á völl og dreifa mykjunni. Nóg um það.Sem sauðataðsdreifari er Rokdreifarinn álitlegastur það er ljóst. En til þess kemur að dreifa fljótandi áburði verður hlutur hans lélegur. Það er vitanlega hægt að dreifa fljótandi mykju með Rok- dreifara, en slíkum áburði dreifir hann ilia og er seinvirkur. Um norska Guffen mykjudreifarann er þessu þveröfugt farið. Torvelt er að dreifa sauðataði með honum svo vél sé en fljótandi mykju dreif ir hann mjög vel og er mikilvirkur við það. Þetta hefir verið reynt hér á landi svo að ekki er um að villast, en raunar þurfti enga inn- Reynslan á Jaðri skar fyrir löngu úr um það. Reynsla íslenzkra bænda er aðeins bundin við Guffen af þeirri troglaga gerð sem margir bændur kannast við, og sem tekur um 1800 lítra af áburði. En hið nýja þar austur á Jaðri er hinsvegar að nota nyja tunnulaga gerð af Guffen sem tekur 2600 og 3500 lítra af fljótandi mykju, eftir stærð. Hér er mikið 1 efni einnig fyrir þá bændur íslenzka, sem byggja sér lokaðar áburðargeymslur og verka fljótandi áburð til notkunar. Eigi verður annað séð en að Guffen 2600 lítra sé hin viðráðanlegasta og heppileg lausn, við að aka fljót- andi mykju á völl og dreifa henni. Er mikil áatæða til að vekja at- hygli á þessu alveg umbúðalaust. En svo er það dælan. Já, svo er það dælan, til að dæla hinni fljótandi mykju úr haughús- inu í mykjudreifarann Guffen. Fyrst er að vekja athygli bænda á því, einnig alveg umbúðalaust, að það er fjarstæða og hrapallegur misskilningur að byggja lokaðar mykjugeymslur þannig, sem þó nokkrir bændur hafa gert, að gluggur sé á vegggeymslunnar hátt uppi og ætla sér að ná mykj- unni þar út með dælu eða snigU. Flestar álitlegustu mykjudælur eru þannig gerðar. að dælan á og verðu að standa lóðrétt og koma niður I mykjuþróna ofan frá. Það er svo sem völ á nógum dæl- um þannig gerðum og til þessara hluta, en þó er hér ljóður á. Hið algengasta er að smíða rafknúðar dælur með áföstum rafmótor, og góð og stórvirk dæla þarf allt ð því 15 hestafla mótor, og notkun slíkra rafmótora er því miður litt hugsanleg 1 sveitum hér, eins og högum er háttað um raforku. Hingað þurfa að fást dælur sem hægt er að knýja með traktor. Þær munu, verða fáan legar, þótt enn sé ekki um auðugan garð að gresja er velja skal slíkar traktordælur. KylUngstad verksmið urnar, sem smíða Guffen, framleiða einnig mykjudælur sem reynast vel á Jaðri, en til þessa hefir verk- smiðjan gert þær aðeins fyrir raf- magnsmótor. Samt má vænta þess að þeir framleiði einnig dælur fyrir traktor, senn hvað líður, jafnvel á vori komanda. Já, dælan verður að standa lóð- rétt og koma niður í haugahúsið of an frá. Þess vegna verða hinir lok- uðu áburðarkjallarar að vera byggð ir þannig að steypt er útskot i kjall aranum, sem stendur út undan fjós gólfinu.Dælunni er svo komið fyrir á þakpallinum yfir útskotinu, dælan nær niður um pallinn og niður í útskotið, djúpt eða grunnt eftir vild en það verður að vera dálítið dýpra en kjallarinn. En hve margir bænd ur hafa byggt hina lokuðu áburðar kjallara þannig? Ég er því miður hræddur xun að þeir séu fáir. Annað úrræði er að koma dæl- unni fyrir inni í fjósinu, þannig að hún gangi þar niður í gegnum gólf ið, nálægt útvegg. En ef vel á að vera verður að gera þar dyr á fjós vegginn, svo að auðfarið sé til um- svifa út og inn á milli dælu og mykjudreifara þegar verið er að dæla í dreifarann. Sennilega verður margur bóndinn, sem byggt hefir lokaðan mykjukjallara án útskots að grípa til þessa úrræðis, þótt það sé miklu lakara heldur en að koma dælunni fyrrir í útskoti úr kjallaranum sem fyrr segir. Að hirða mykju í lokuðu haughúsi. Svo er nú það. Menn mega ekki vera hræddir við að blanda tölu- verðu af vatni 1 mykjuna, til þess að fá réttilega fljótandi áburð. Það margborgar sig, þótt magnið sem aka þarf á völl aukist verulega við vatnsíblöndunina, samt er fljótandi mykjan og meðferð hennar verka- sparnaður, samanborið við vél- mokstur.Næg vatnsblöndun fæst vi þann þrifnað að skola fjósgólf og flór daglega ríkulega með vatni. Mykjan vill skilja sig frá því sem þynnst er í kjallaranum. hún vill fljóta ofan á, en blanda af hlandi og vatni verða á botninum. Er nokkur vandi að ráða bót á þessu. Þar sem miklu er tilkostað er það gert með því að koma fyrir sérstökum hræritækjum í áburðar þrónni. Það kostar peninga, og sá Þættir úr ævi séra Sigtryggs á Núpi. Finnur Sigmundsson tók saman. MERKILiEGT er að veita því at- hygli, hvað sumir menn virðast vera meira lífi gæddir en flestir aðrir og verða langlífari í minn- ingunni. Ekki fer það að öllu leyti eftir hæfileikjum, giáfum eða glæsi- leik, þó að nokkurs sé um þetta vert. Samt gleymist það og hverf- ur eins og dögg af grasi. Miklu fremur er það annað, sem gildir. Það er skapfesta, vilji og verk. Þetta varir til vitnis'burðar um hvern, sem genginn er. Einn af þeim mönnum, sem ek'ki gleymast auðveldlega þeim, er honum kynntust eða eitthvað höfðu sarnan við hann að sælda var séra Sigtryggur Guðlaugsson, prestur að Niipi. Hann var alinn upp í sárri fátækt og brauzt til mennta nokkuð noskinn að 'árum eins og séra Matthías og fleiri. En dagsverkið varð samt mikið og gott eins og þjóðkunnugt er. Ekki fór hann að heirnan með önnur fararefni en sterkan vilja og góðar gáfur. En hann átti þá ódrepandi seiglu og sjálfsafneit- un, sem bar hann yfir alla örð- ugleika, og þá heilsteyptu skap- gerð, sem aldrei hikaði. Mennta- löngun hans var óvenjumi'kil og áhugaefnin mörg. En öll voru þau holl og góð. Þess vegna varð árangurinn líka rnikill, og ævi- starfið með þeiin hætti, að hann hlaut einróma ást og virðingu sóknarbarna sinna og nemenda. Nýlega kom út minningarrit um séra Sigtrygg, er lærisveinar hans höfðu tekið saman. Sú bók lýsir miklum hlýhug lærisveina hans og gerir einkium skil ævi- ferli hans eftir að hann flyzt að Núpi í Dýrafirði, 43 ára aldri. í þessari bók er einkum lýst þroskaferli 'hans í átthögum hans í Eyjafirði, skólavist hans í Reykjavík og fyrstu prestskapar árunum í Þingeyjarsýslu. Þessi saga er rakin eftir bréfum hans sjálfs og kunningja hans, sem varpa skæru Ijósi yfir ævikjör hans og skapgerðarmótun á þessu tímabili. Er þetta hin mik- ilverðasta heimild. Því að eins og Finnur Sigmundsson kemst að orði í formála: „Sendibréf til vina og vanda- manna eru í senn mannlýsing og saga. Þau sýna ekki aðeins hug- arfar bréfritarans og viðhorf til lífsins á þeim tíma sem þau eru ljóður er á, að ekki er auðvelt að koma slíkum vélbúnaði haganlega fyrir þegar áburðarþróin er kjall- ari undir fjósinu.Slíkur vélbúnaður verður ekki fluttur á miUi fjósa, hann verður fjárfesting á hverjum bæ, þar sem hann er notaður. Þess má um leið geta, að þar sem klifið er í hæsta haft og öllu til kostað með fullkomnustu tækni og mesta fjárfestingu, með því að nota dreif ara með þrýstiloftsdælu, er soga til sín mykjuna, jafvnel út um glugg á kjallaravegg, verður einn- ig að kosta miklu til hræritækja á hverjum bæ, þótt mykjudreifaram ir dýru og fullkomnu geti verið félagseign,hjá þvi verður ekki kom ist. Láti menn sér nægja dælutækn- ina, sem áður var um rætt, og dreif ara t.d. eins og Guffen, verður að velja dælu sem vinnur þannig, að dælan getur dælt hinum fljótandi áburði til í mykjukjallaranum bland að hann þannig og hrært í honum, það er meginatriði. Vinnubrögðin eru þau, að þegar á milli verður að dæla í dreifarann, er dælan látin dæla mykjunni innan húss í kjallaranum, dæla henni upp og spýta henni frá sér án afláts. Við þetta fæst mikil samjöfnun á þykku og þunnu. Þetta mun koma. Ég ræddi í upphafi þessara greina um það sem koma skal.. Ég efast ekki um að tæknin við að hirða mykju sem fljótandi áburð og nota kemst á víða hér á landi senn hvað líður. Mistök hafa verið gerð varð- andi byggingar og tækni, en þetta lagast og kemst í betra horf. Og sennilega á þessi tækni hvergi á Norðurlöndum betur við búnaðar- ar kynslóðar, sem hann á sam- leið með, 'gleðistundir og áhyggjuefni. Aldraðir lesendur munu kannast við margt, sem hér ber á góma, þó að yngri kyn- slóðir hafi hvorki séð það né reynt. En þó að ytri Mfskjör hafi skipt um s'vip, er saga þeirra, sem vel hefur farnazt á lífsleið- inni, þrátt fyrir áföll og mótlbyr, jafnan holl ibugunarefni nngum sem öldnum“. Betur er ekki hægt að lýsa sagnfræðilegu og menningar- sögulegu gildi sendibréfa, auk þess sem sjálfslýsing söguritar- anna er ávallt ómetanleg. Sumir hafa deilt á Finn Sigmundsson fyrir útgáfu á gömium sendi- bréfum, en þar hefur Ihann unn- ið merkilegt stórvirki, og yfir- leitt gert það af svo mikilli smekkvísi og tillitssemi við minningu bréfritaranna að til fyrirmyndar er. Auðvitað láta menn ýmislegt fjúka í kunningja bréfum, sem þeir hefðu kannske orðað öðruvísi, ef þeir hefðu bú- izt við að bréfin kæmu fyrir al- menningssjónir. En bæði kann glöggur lesandi að sía hismið frá kjarnanum, og svo verður bréfið iðulega einmitt fyrir það svo merkileg mannleg heimild, að bréfritarinn er ekkert að gera sig til, heldur segir allt af létta eins og andinn gefur honum ->.ð mæla á þeirri stiund og stað. En það sýnir, hversu séra Sig- tryggur á Núpi var grandvar maður og alvörugefinn þegar á ungaaldri, að lítið mun hafa þurft að fella úr bréfum hans af gáleysishjali. Hann stefnir þegar frá upphafi beint að markinu. Útgefandinn hefur að vanda bætt við bréfin ýmsum upplýs- ingum og margvislegum fróðleik um ætt Sigtryggs og heimahaga, enda er Ihonum þetta næsta kunn. ugt, þar sem hér er um að ræða móðurbróður hans. Eins oig öll bréfasöfn, sem Finnur hefur gefið út, er bók þessi fróðleik og einkar hugð- næm til lestrar, og skil ég ek'ki í öðru en allir Eyfirðingar, Þing- eyingar og Dýrfirðingar að minnsta kosti, svo og hinir mörgu lærisveinar séra Sig- tryggs taki henni fegins hendi og lesi hana sér til ánægju. Ekkert er lærdiómsríkara en að lesa ævisögur merkilegra manna. Benjamín Kristjánsson. Mykjudælunni er komið fyrir ofan frá, í útskoti frá mykju- húsinu. Framhald á bls. 30 Saga í sendibréfum skráð. Þau spegla Hfskjör þeirr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.