Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1968
Sigurður Bjarnason í rœðu á Alþingi:
Háskólakennsla í blaðamennsku
— mikilvægt menningarmál fyrir þjóðina
— 230-240 blöð og tímarit gefin út hérlendis
— áhrifarík fjölmiðlunartæki
f fyrrad. var til fyrstu um-
ræðu í Neðri deild Alþingis,
frv. um kennslu í blaða-
mennsku sem fimm ritstjór-
ar úr öllum flokkum, sem
sæti eiga á Alþingi flytja en
þeir eru Sigurður Bjarna-
son, Þórarinn Þórarinsson,
Benedikt Gröndal, Magnús
Kjartansson og Eyjólfur
Konrráð Jónsson.
Sigurður Bjarnason hafði
framsögu fyrir frv. og sagði:
Enda þótt við íslendingar
eignuðumst fyrstir norrænna
þjóða okkar eigin bókmenntir
og skáldamál, verður sú stað-
reynd ekki sniðgengin, að blaða
útgáfa og blaðamennska er yngri
okkar á meðal en hjá flestum
öðrrum vestrænum þjóðum.
Raunveruleg bláðamennska
hefst hjá okkur fyrst árið 1773
með útgáfu tímaritsins Is-
landske Mánedstidender sem var
gefið út á dönsku og kom að-
eins út í þrjú ár. Tímarit þetta
var fyrst og fremst fréttablað.
Var það að mörgu leyti hið
sæmilegasta á mælikvarða síns
tíma. Nokkrum árum síðar
byrjuðu íslenzkir stúdentar í
Kaupmannahöfn að gefa út tíma
rit, sem náði nokkurri út-
breiðslu hér á landi. Með upp-
hafi sjálfstæðisbaráttunnar í
byrjun 19. aldar hefst útgáfa
fleiri tímarita, sem flest öll
hafa þáð markmið að kynna
nýja strauma á sviði frelsisbar-
áttu og uppbyggingar. Um miðja
19. öld verður vart nýrra hrær-
inga í íslenzku þjóðlífi. Þær
koma einnig fram á sviði ís-
lenzkrar blaðamennsku, og ó-
hætt er að fullyrða, að hin
gömlu tímarit frá þessum tíma
hafa haft veruleg áhrif til örrv-
unar frelsisbaráttunnar. Árið
1848 má segja, að fyrsta eigin-
lega blaðið á Islandi hafi verið
stofnað. Var það Þjððólfur, sem
kom út tvisvar í mánuði. I
kjölfar hans komu síðan nokk-
ur minni blöð og tímarit.
Næsti stórviðbur'ður í þróunar
sögu blaðamennskunnar á Islandi
er stofnun ísafoldar þjóðhátíðar-
árið 1874. Hefur Isafold kornið
út svo að segja óslitið síðan,
enda þótt hún hafi síðustu ára-
tugi veri'ð vikuútgáfa dagblaðB.
Fyrsta dagblaðið, sem hefur
göngu sína á Sslandi er Vísir,
sem stofnaður var árið 1910.
Árið 1913 er Morgunblaðið
stofnað, árrið 1916 Tíminn, ár-
ið 1919 Alþýðublaðið og árið
1935 Þjóðviljinn. Hér á íslandi
eru því nú gefin út 5 dagblöð,
en samtals munu koma hér út
230—240 bliJð og tímarit. Það
mun því hiklaust óhætt að full-
yrða, að íslendingar séu meðal
mest blaðlesandi þjóða, enda
hefur það komið fram í alþjóð-
legum skýrslum um þessi efni.
Bréf Blaðamannafélagsins
Þegar á það er litið, hve rík
áhrif blaða og annarra fjöl-
miðlunartækja eru í nútíma-
þjóðfélagi, verður auðsætt, áð
mikið veltur á því, að þeir, sem
við þau starfa, séu vel mennt-
aðir og hæfir menn. Þess vegna
sætir það engri furðu, að inn-
an samtaka íslenzkra blaða-
manna hefur um langt skeið
ríkt mikill áhugi á bættri mennt
unaraðstöðu blaðamanna hér á
landi. Hefur Blaðamannafélag
íslands teki’ð málið upp á þeim
grundvelli, að stofna skuli til
kennslu í blaðamennsku við Há-
skóla íslands. Tók stjóm
Blaðamannafélags íslands þetta
mál upp við menntamálaráð-
herra í bréfi, er hún ritaði hon
um 16. ágúst árið 1966. Beidd-
ist stjóm Blaðamannafélagsins
aðstoðar menntamálaráðuneyt-
isins við að upp verði tekið
námskei’ð í blaðamennsku við
Háskóla íslands. I þessu bréfi
til ráðherra kemst stjóm Blaða
mannafélagsins m.a. að orði á
þessa leið:
„Eins og yður er kunnugt, er
blaðamennska nú orðin sérstök
néunsgrein við flesta háskóla.
Enn mun það eiga langt í land,
að slík deild komist upp hér,
þótt hennar sé brýn þörf og
kemur þar margt til. Blaða-
mennska og blöð eru þó sízt
lítilvægari þáttur í þjóðfélag-
inu hér á íslandi en annars
staðar, þar sem óvíða e'ða
hvergi eru gefin út fleiri blöð
að tiltölu en hér á landi. Eng-
inn vafi leikur á því, að blöð-
in em mjög áhrifarík hér á
landi hvað snertir skoðana-
myndun og þróun íslenzks máls
og málfars. Blöðin eru gagn-
rýnd óspart fyrir það, sem af-
laga fer. Því miður er sú gagn-
rýni oftast réttmæt, því að hér
fer fleira úrskeiðis hjá blöðim-
um en í sambærilegum erlend-
um blöðum. Það er afar mikil-
vægt fyrir jákvæ'ða þróun ís-
lenzkrar menningar að unnið
sé að því að sníða þó agnúa
af, sem á islenzkum blöðum og
blaðamennsku eru. Aukin
menntun blaðamanna og hald-
betri eru þar undirstöðuatriði.
Blaðamannafélagið hefur freist-
að þess að fá inn í kjarasamn-
inga félagsins við útgefendur
ákvæði um lágmarksmentun
bláðamanna, en án árangurs.
Vildi félagið, að stúdentspróf
yrði skilyrði fyrir ráðningu
blaðamanns eða önnur mennt-
un, er stjórn félagsins teldi sam
bærilega og fullnægjandi. Nám-
skeið í blaðamennsku, þótt stutt
væru í fyrstu, 5—7 daga, myndu
geta bætt hér verulega úr auk
þeirrar fræðslu, sem þátttak-
endur nytu, væri hagræðið af
slíkum námskeiðum e.t.v. ekki
sízt það, að ritstjórar blaðanna
gætu kynnzt því fólki, sem
sækti námskefðin og áhuga
hefðu á blaðamennsku, og ættu
þeir því mun auðveldara með
að ráða sér áhugasama og hæfa
starfsmenn."
Jákvæð afstaða Háskólans
Þetta bréf stjórnar Blaða-
mannafélagsins sendi ráðuneyt-
ið síðan háskólanum til um-
sagnar. Sendi háskólarektor það
til deildarforseta heimspeki-
deildar, sem síðan samdi álits-
gerð um málið. I álitsgerð þess-
ari, sem dr. Halldór Halldórsson
samdi, er m.a. komizt að or’ði á
þessa leið:
1. Ég tel mikla nauðsyn bera
til, að haldin verði við og við
námskeið fyrir blaðamenn,
helzt kvöldnámskeið, og þau
skipulögð af reyndum blaða-
mönnum eða blaðamönnum, sem
sótt hafa slík námskeið erlend-
is eða teki’ð fullkomin háskóla-
próf í blaðamennsku. Til greina
kæmi svo, eftir að reynsla hef-
ur fengizt í slíkum námskeið-
um að stofna til blaðamanna-
skóla eða gera blaðamennsku
að B.A.-grein í heimspekideild.
Þetta mál ætti hin nýskipaða
nefnd um háskólanám að taka
til athugunar.
2. 5—7 daga námskeið í blaða
mennsku tel ég algerlega gagns
laust. Miklu nær væri að stofna
til 5—7 vikna námskeiðs í
fyrstu.
3. Námskeið í því formi, sem
minnzt er á í bréfi Blaðamanna-
félagsins, tel ég, að ekki komi
til greina að halda á vegum
háskólans. Háskólann tel ég að-
eins eiga að standa fyrir nám-
skeiðum á akademisku stigi. Hér
er greinilega hugsað um miklu
lægri staðal. Hins vegar gætu
háskólakenarar vafalaust að-
stoðað ráðuneytið við skipu-
lagningu námskeiðsins og e.t.v.
einhverja kennslu á því.
4. Mér er ókunnugt um, að
háskólinn hafi yfir nokkru fé
að rá'ða til slíks námskeiðs-
halds. Jafnframt vil ég benda
á, að áður en til námskeiðsins
yrðri stofnað ber nauðsyn til
að gera nákvæma kennslu- og
kostnaðaráætlrm á svipaðan
hátt og gert hefur verið við
þau námskeið fyrir norræna
stúdenta, sem heimspekideild
hefur staðið fyrir“.
Loks lætur háskólarektor,
prófessor Ármann Snævarr, í
ljós skoðun sína á máli þessu
í bréfi, er hann ritar mennta-
málará'ðuneytinu 9. nóvember
1966. I niðurlagi bréfsins kemst
háskólarektor m.a. að orði á
þessa leið:
„Ég legg höfuðáherzlu á, að
það þarf rækilega áætlun um
þetta námskeið, tilhögun þess
og skipulagningu, svo og kostn-
aðaráætlun, áður en ráðist er í
framkvæmdir.
Hér er vissulega hreyft miklu
nauðsynjamáli og ég endurtek,"
segir rektor Háskólans, „að
vænta má ráða og liðsinnis frá
háskólanum við úrlausn þess.“
Mikilvægt menningarmál
Fyrrgreind ummæli deildar-
forseta heimspekideildar og há-
skólarektors lýsa greinilega
mjög jákvæ'ðri afstöðu Háskóla
íslands til hugmyndar Blaða-
mannafélagsins um kennslu í
blaðamennsku við háskólann.
Þeir eru hins vegar sammála
um, að örstutt námskeið í blaða-
mennsku séu gagnslaus eða
gagnslítil. Miklu skemmri nám-
skeið en 6—7 vikur eru ekki
líkleg til mikils árangurs eftir
okkar reynslu, segir háskóla-
rektor í bréfi sínu til mennta-
málaráðherra.
Með frumvarpi því, sem
hér liggur fyrir, er lagt
til, að stofnað skuli til kennslu
í blaðamennsku við heimspeki-
deild Háskólans, þegar fé er
veitt til þess í fjárlögum. Er
jafnframt gert ráð fyrir, a'ð
kveðið skuli á um námstilhög-
un í reglugerð. Það er skoðun
okkar, að styttri námstími en
þrír mánuðir komi naumast til
greina, ef gagn eigi að verða af
þessari fræðslu. Forráðamenn
háskólans, Blaðamannafélag Is-
lands og menntamálaráðuneyt-
ið mundu a'ð sjálfsögðu hafa
nána samvinnu um undirbún-
ing og setningu reglugerðar
um þessi efni.
Það er skoðun okkar flutn-
ingsmanna þessa frumvarps,
að hér sé um mikilvægt menn-
ingarmál að ræða, ekki aðeins
fyrir blaðamannastéttina, heldur
einnig fyrir íslenzku þjóðina í
heild. Blöð og önnur fjölmiðl-
unartæki hafa mikil áhrif í
þjóðfélagi okkar í dag. Á miklu
veltur, að blöðin séu rituð á
hreinu og ómenguðu íslenzku
máli. Sama gildir um meðferð
útvarps og sjónvarps á móður-
málinu. íslenzk tunga yrðri ein
aðalnámsgreinin í blaðamanna-
skóla komandi ára. Islandssaga
og mannkynssaga hlýtur einn-
ig að skipa veglegan sess í slik-
um skóla. Þar mundu einnig
fljótlega verða fengnir til
kannslustarfa sérmenntaðir
menn í blaðamennsku og reynd-
ir menn, sem starfað hafa við
blöð og a'ðrar fréttastofnanir.
Kjarni málsins er, er sem fyrst
verði snúið að því að hefjast
handa um námskeið við Há-
skóla íslands í blaðamennsku.
Enda þótt sú kennsla yrði í
fyrstu í smáum stíl, gæti hún á
skömmum tíma þróazt upp í
það að verða fullkomin
kennslugrein innan stofnunar-
innar, eins og forseti heim-
spekideildar bendir á í álits-
gerð sinni, er ég minntist á hér
áðan.
Erfiðar aðstæður blaðamanna
Á liðnum tíma hefur lengzt
af verið ilia að íslenzkum
blaðamönnum búið. Þeir hafa
flestir starfað við fátæk blöð
við erfiðar aðstæður. Fram á
síðustu áratugi hafa blöð okk-
ar einnig verið mikils til of ein-
hæf. En óhætt er að fullyr'ðra,
að blaðamennirnir sjálfir geri
sér ljósan ófullkomleika blaða
sinna. Það er hiklaus vilji þeirra
að bæta þau og gera þau stöð-
ugt hæfari til þess að gegna
mikilvægu fræðslu- og menn-
ingarhlutverki. Þess vegna hef-
ur stjórrn Blaðamannafélags Is-
lands tekið upp baráttu fyrir
kennslu í blaðamennsku við
Háskóla íslands, og þess vegna
er þetta frvr. flutt. En þótt ís-
lenzk blöð og blaðamenn hafi
lengstum búið vi'ð erfiðar að-
stæður, værri ómaklegt að láta
þess ógetið, að margir þeirra
hafa unnið þjóð sinni mikið
gagn, t.d. á sviði málhreinsun-
ar og málvöndunar. Björn Jóns-
son ritstjóri og ráðherra var
einn hinna fremstu í hópi
þeirra. Um hann kemst Guð-
mundur Finnbogason m.a. að
orði á þessa leið:
fslenzkan var honum
hjartans mál
„íslenzkan var honum hjart-
ans mál til síðustu stundar, og
það, sem hann hefur gert fyrir
hana verður seint ofþakkað.
Um hálfan fjórða áratug stýrði
hann víðlesnasta blaði landsins
og reit mest í það sjálfur, en
hvor.t sem voru greinar hans
eða annarra, hafði hann jafnan
vakandi auga á meðferð máls-
ins. Stíllinn er maðurinn. Það
mátti með sanni segja um
Björrn Jónsson. Hann þurfti
ekki að setja nafn sitt undir
grein, til þess að menn vissu,
hver höfundurinn var. Á hverri
hans setningu var skýrt per-
sónumark, hvort sem fallandi
málsins var létt eða þung var
í blaðamennsku við heimspeki-
deild háskólans, þegar fé er
hún hans og einskis annars.
Hún var hjaTtaslag hans og and-
ardráttur. Aldrei lánaður hljóm-
ur úr annarra sprengju. Tungu-
taki'ð alþýðlegt um leið og það
var persónulegt. Náttúrrugáfan
mikil, en jafnframt tamin af
sterkum vilja. Og vilji menn
vita, hve föst og fim tök hann
hafði á málinu, þá lesi menn
þýðingarnar hans,“ segir Guð-
mundur Finnbogason.
„Stórslys og óbætanleg
minkun".
Einn af samstarfsmönnum
Björns Jónssonar, Einar H.
Kvaran skáld komst einnig að
orði á þessa lefð um afstöðu
hans til íslenzks máls:
„Hann hugsaði um það sem
eitthvert stórslys og óbætanlega
minnkun, ef óíslenzkulegt orð-
færi slapp inn í ísafold eða þar
sást einhver subbuleg setning.
Ástin á íslenzkunni var það, sem
knúði hann áfram dag og nótt
með dönsku orðabókina. Ástin
á íslenzkunni var það, sem
gerði hann friðlausan, eftir að
hann hafði tekið að sér stafsetn-
ingarmálið, þar til er hann
hafði samið og komið út staf-
setningarorðabók og íslenzkan
var líka engum samtíðarmanni
hans eftirlátari en honum.“
Þetta voru orð Einars Kvaran
skálds. Margir ritsnjallir menn
hafa fengizt við ritstjórn á Is-
landi, en enginn þeirra hefur
hlotið slíkan dóm um tungutak
sitt og málfar. Það er ósk og
von okkar flutningsmanna þessa
frumvarps, að með samþykkt
þess verði lagður grundvöllur að
bættri menntunaraðstöðu ís-
lenzkra blaðamanna. Af því mun
síðan leiða, að blöð, útvarp og
sjónvarp verða færari um að'
gegna hinu mikilvæga menning
arhllutverki sínu. Það er megin-
tilgangur þessa frv.
— H-umferð
Framhald af bls. 13.
Enn stendur miálið þannig, að
ástæða er til Þess nú, eins og
l'ögin voru samþykkt, að gera
sér grein tfyrir því fyrst og
fremst, hvort breyting frá vinstri
í hægri handar umferð sé æskt-
leg eða nauðsynleg, eða þvert á
móti, eins og margir telja, óæski
leg eða að minnsta kosti ónauð-
synleg. Jafnframt þarf að gera
sér grein fyrir því, hvorri um-
ferðarreglunni almenningur og
þá sérstaklega vegfarendur hér
á landi muni una betuir.
Minni hluti nefndarinnar er
andvígur því, að hægri handar
umferð verði tekin upp hér á
landi, og mun í um'ræðum gera
grein fyrir ástæðum ttt þess, en
telur hins vegr eðlilegt, eins og
nú standa sakir, að þjóðarat-
kvæðagreiðsla fari fram.
Jafnframt lítur minni hlutinn
svo á, að ekki sé rétt að láta
áfallinn kostnað vegna fyrir-
hugaðrar -breytinga hafa áhrif á
úrslit þessa máls, því að þau
útgjöld, sem eftir eru vegna á-
formaðnr breytingar, munu
reynast mun meiri en það, sem
þegar hefur verið til kostað, og
dýrar að halda áfram- með breyt
inguna en hætta við han-a og
taka á sig áfallinn kiostnað“.
Þingmál í gær
EFRI DEILD
Jóna G-uffjónsdóttir var kos-
inn gæzlustjóri Söfnuarsjóðs
íslands til 31. des. 1969.
Frv. um breytingu á Iausa-
skuldum bænda í föst lán var
áifram til fyrstu umræðu í gær
og tóku til máls Ásgeir Bjarna-
son (F) (þrisvar), Ingólfur
Jónsson ((S) (tvisvar) Steinþór
Gestsson (S) og Iljalti Haralds-
son (K).
Umræðunni var lokið og má)
inu vísað til landíbúnaðar-
nefndar.