Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐíÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1968
YTRITOLLAR EFTA ERU FJÖTUR UM FÓT
MARKADSÖFLUNAR í BRETLANDI
Sameining eða samvinna fiskvinnslustöðva
nauðsyn vegna aukinnar samkeppni
Rætt við Ólaf Guðmundsson, framkvæmda
stjóra söluskrifstofu SH í Lundúnum
FYRIR nokkru birtist hér í
Mbl. grein um söluskrifstofu
og dótturfyrirtæki Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna á
Bretlandi. Á íslenzkan mæli-
kvarða er hér um allumfangs
mikla starfemi að ræða, þótt
nokkrar sveiflur geti verið ár
frá ári, hversu mikið er selt
af hraðfrystum sjávarafurð-
um til Bretlands. í greininni
kom fram, að á söluskrifstofu
SH í London er auk þess selt
víðar heldur en á Bretlandi,
jafnframt því, sem fylgzt er
með markaðsþróuninni í V-
Evrópu. Gegnir söluskrifstof-
an því mikilsverða hlutverki
í sölumálum í Vestur-Evrópu
og því þýðingarmikið að hæf
ir menn með mikla þekkingu
á þessu sviði veljist þar til
forystu. Framkvæmdastjóri
söluskrifstofu SH í London
og fyrirtækisins Snax (Ross)
Ltd., er Ólafur Guðmunds-
son, en hann hefur starfað
hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna síðan árið 1947. Ól-
afur er 44 ára að aldri, út-
skrifaður frá Verzlunarskóla
fslands og stundaði fram-
haldsnám í framkvæmda-
stjórn við þekkta stofnun í
Sviss, IMEDE, Institut pour
l’étude des méthodes de dir-
ection de l’entreprise (Man-
agement Development Insti-
tute), sem er deild háskólans
í Lausanne í Sviss. Á vegum
SH hefur Ólafur starfað hjá
dótturfyrirtæki SH í Banda-
ríkjunum, Coldwater Sea-
food Corporation, en það var
hann skrifstofustjóri í 4 ár,
þá veitti hann forstöðu af-
skipunardeild SH og síðan í
júní hefur Ólafur verið stað-
settur í Englandi.
Sala og meðferð frystra afurða
hefur sérstöðu og krefst ákveðinna
aðstæðna við geymslu og dreifingu.
Takmark frystingar matvæla er að
halda vörunni sem næst því að vera
I óbreyttu ástandi frá framleiðslu-
stigi til þess tíma er hún er tekin til
neyzlu og því aðeins er fram-
kvæmanlegt að hafa góða vöru á
markaðnum, að hún hafi í upphafi
verið vel framleidd, því að umbæt-
ur eru yfirleitt ekki framkvæman-
legar eftir á. Dreifing er dýr og
tæki þau, sem til þarf, eru fjár-
frek, enda hefur ör tækniþróun
krafizt mikillar endurnýjunar og
uppbyggingar á öllum stigum frysti
keðjunnar. En með frystikeðju er
átt við öll þau stig sem hin hrað-
frysta vara verður að fara í gegn-
um, frá óunnu efni þar til hin full-
unna vara er komin 1 hendur neyt-
andans, þ.e. hraðfrystinguna í hrað
frystihúsi, geymslu í frystigeymsl-
um, síðan flutning í frystiskipum,
frystibílum o.s.frv. Takmarkað
geymsluþol gerir það nauðsynleg1
að neyzla hinna frystu matvæla
eigi sér stað innan ákveðins tíma,
og getur það kallað á nauðsyn þess
að selja jafnvel þótt verð sé óhag-
stætt. Á bernskuskeiði frystiiðnað-
arins var verðlagið frekar hátt og
vörugæði og meðferðin oft misjöfn,
og ekki laust við rð enn eimi eftir
af slæmri reynslu ýmissa, þótt allt
hafi þetta breytzt til batnaðar."
„Hver hefur þróunin verið siðustu
árin“?
Þróunin í framleiðslu og neyzlu
hraðfrystra matvæla hefur tekið
miklum framförum á síðustu árum
í Evrópu með tilkomu „Supermark
aða“ og sjálfsafgreiðsluverzlana. í
þeim efnum hafa Evrópumenn fet-
að í fótspor Bandaríkjamanna. Stöð
ugt fleiri matvælategundir hafa ver
ið teknar til frystingar, nýjar vör-
ur og nýjar umbúðir koma stöðugt
á markaðinn. Aukning í framleiðsl
á meira eða minna tilbúnum mat
hefur verið mjög mikil og njóta
Ólafur Guðmundsson
tilbúnir matarréttir aukinna vin-
sælda, þar sem þeir létta mjög
heimilisstörf húsmæðranna og auð-
velda þeim ýmis störf utan heim-
ilisins."
„Hver er þáttur vörumerkja og
auglýsinga í þessari þróun?“
Ákveðin vörumerki hafa unnið
sér örugga eftirspurn neytenda, og
þeir, sem eiga þau og stærstan
markaðshluta, hafa I smásölunni
leggja alla áherzlu á fjölbreytt
framboð og fullkomin vörugæði
Með því móti og með aðstoð aug-
lýsinga hafa eigendur þeirra skap-
að sér ákveðinn og fastan neytenda
markað. í flestum löndum Evrópu
eru mest keyptu vörumerkin i eigu
stórfyrirtækja, sem reka öfluga aug
lýsingastarfsemi. Fryst matvæli í
neytendaumbúðum voru á árinu
1966 seld í Bretlandi fyrir um kr.
12.000 millj. (gengi kr. 120 pr. )
og til að auglýsa þau var áætlað
að eytt hafi verið kr. 600. millj.
einkum í sjónvarpi, tímaritum og
dagblöðum, en auk þess er kynn-
ingarstarfsemi á vörusýningum eða
í stórverzlunum mikið notuð. Tal-
ið er nú, að útlit sé fyrir meiri
aukningu i notkun frystra matvæla
en flestum öðrum mörkuðum Vest-
ur-Evrópu og nam sú aukning í
Bretlandi 20% árið 1966 og áætluð
meiri 1967.“
„Hvernig er dreifingu frystra sjáv
arafurða háttað?
Dreifingarkerfi á frystum mat-
vælum er nokkuð breytilegt eftir
mörkuðum. Fer það eftir tækni og
neyzlustigi hvers lands. Fram-
Diðsla frystra sjávarafurða skipt-
ist í meginatriðum, annars vegar í
smáar framleiðslueiningar, þ.e. í
neytendaumbúðir, og hins vegar
framleiðsla í svonefndar magnum-
búðir. Vörur í neytendaumbúðum
fara inn 1 dreifingarkerfi smásöl-
unnar, annað hvort beint frá fram-
leiðanda eða í gegnum heildsala. -
Þar ræður úrslitum um árangur,
hvert. nafn vörumerkið hefur getið
sér hjá neytendum. Vörur í magn-
umbúðum og stofnanaumbúðum,
eins og það er stundum nefnt, eru
yfirleitt innfluttar, af stórum heild
sölufyrirtækjum, sem dreifa vör-
unni til smásöluverzlana, ýmissa
stofnana,(hótel, spítala, verksmiðj-
ur o.þ.h.) fiskbara o.fl. Vörur í
magnumbúðum eru yfirleitt frá 5
pundum (lbs.) (2.3KG.) til 20 pund
(91 kg. pr. eining, en vörur i
neytendaumbúðum eru frá %
pundi 225 gr.) í um 2 pund (um
1 kg.)“
„Hvert stefnir þróunin í þessum
efnum í Vestur-Evrópu?“
Það er erfitt að segja ákveðið
um það, m.a. vegna skorts á upp-
lýsingum. Þó er þróunin greinilega
í þá átt, að eftirspurn og sala á
tilbúnum matarréttum eykst stöð-
ugt, sérstaklega í hinum bezt mark
aðsþróuðu löndum, eins og t.d. Eng
landi, Vestur-Þýzkaland, Sviss,
Holllandi og Belgíu. Hraðar fram-
farir í þessum málum eru í Frakk-
landi og á Ítalíu.
Aukning í framleiðslu tilbúinna
fiskrétta kallar á aukna framleiðslu
í magnumbúðum, þ.e. eftir fisk-
blokkum, sem hráefni í fiskstauta
o.þ.h.
„Hvert er sölusvæði skrifstöfu S.H.
í London?"
Það er Vestur-Evrópa Þau lönd
sem hér um ræðir eru Bretland,
Frakkland. Holland og Belgía. Þá
hafa verið gerðar tilraunir, sem til
þessa hafa borið lítinn árangur til
að selja á Spáni, Portugal, Kanarí-
eyjum og víðar. Einnig seljum við
til Ástralíu, en þar hefur tekizt að
opna lítinn en öruggan markað fyr
ir ákveðnar fisktegundir. - Bret-
land hefur um langan tíma verið
alal viðskiptalandið, og þess vegna
er skrifstofan staðsett hér.“
„Hvað segir þú um starfsemi skrif
stof tinnar?.“
„Skrifstofan var fyrst opnuð ár-
ið 1957 í þeim tilgangi að vinna
íslenzkum freðfiski aukinn og ör-
uggan markað í Vestur-Evrópu,
einkum þó á Bretlandi, sem er mik
ill fiskneyzlumarkaður, og þarf að
flytja inn verulegan hluta af fiski
til að fullnægja markaðsþörfinni.
Oft hefur árangurinn orðið hér góð
ur og mikið selt af frystum fisk-
flökum, frystum flatfiski, humar,
rækjum. o.fl., en því miður hafa
ytri aðstæður okkur óviðráðanlegar
oft gripið inn í og truflað þetta
markaðsstarf.
Starfsemi skrifstofunnar er tví-
þætt. í fyrsta lagi almennt sölustarf
í frystum sjávarafurðum á áður-
greindu sölusvæði, og í öðru lagi
er annar þáttur skrifstofunnar að
sjá um rekstur dótturfyrirtækis S.H.
hér, sem heitir Snax (Ross) Ltd.
Fyrirtækið rekur 23 fiskbari, sem
matreiða steiktan fisk, kjúklinga
o.fl.
Ætla má, að heildarviðskiptavelt
an árið 1967 sé um 80-90 millj kr.
Þar af er velta fiskbaranna um
25 millj. kr. Viðskipti fisk-bar-
anna hafa aukizt mikið, en hins
vegar hafa sölur á frystum fisk-
flökum frá íslandi dregizt saman,
sérstaklega s.l. 2 ár. Stafar það af
erfiðum markaðsaðstæðum."
„í hverju eru þessar erfiðu mark-
aðsaðstæður fólgnar?"
Eins og kunnugt er, hefur verð-
lag á frystum fiski, einkanlega á
þorskflökum, lækkað mjög á heims
markaði fyirleitt. - Framboð hefur
aukizt mikið á síðustu árum með
þar af leiðandi áhrifum. Hér var
um verulega breytingu að ræða,
þvi eftirspurn hafði áður verið
stöðug um langan tíma og verðlag
farið hækkandi. Þær ástæður, sem
helzt voru ^aldar valda verðlækkun
á freðfisk á brezka markaðnum
voru einkum:
1) Fram á seinni hluta ársins 1965
var mikið kapphlaup brezkra ir.n
flytjenda um að kaupa allt það,
sem fáanlegt var af þorskflökum,
Það hafði áhrif til verðhækkunnar,
aukins innflutnings og verulegrar
birgðasöfnunar í landinu.
2) Það hafði mikil áhrif, að í árs-
byrjun 1966 höfðu 10 brezkir frysti
togarar (skuttogarar) verið teknir
í notkun, og síðar bættust enn fleiri
skip þessarar tegundar við brezka
fiskveiðiflotann. Framleiðsla þess-
ara skipa hlóðst mjög mikið fyrir
1 frystigeymslum, þrátt fyrir að til
hennar væri gripið og hún notuð,
1 egar lítið var um landanir af fersk
um fiski. Þessi birgðasöfnun olli
svo fjárhagsörðuleikum hjá þeim
togarafélögum, sem voru tiltölu-
lega veikbyggð og bjuggu við lak-
ari markaðaðstöðu heldur en hin
stærri, sem eru í stóru fyrirtækja-
samsteypunum. Til þess að losa um
fé, sem bundið var í vörubirgðum,
neyddust þessi minni fyrirtæki til
að selja stærstu kaupendunum mik
ið magn á mjög lágu verði, sjálf-
sagt langt undir kostnaðarverði.
3 Þegar komið var fram á árið
1966, höfðu nokkrir togarar hafið
framleiðslu á flökum frystum um
borð, og væntanlega með það í
huga, að selja þessa framleiðslu á
svipaðan hátt og við íslendingar
höfum áður selt okkar flök, þe. til
stærri innflytjenda. Þegar þessi
markaður svo brást, vegna ofmett
unnar og framleiðendurnir höfðu
ekki aðgang að neinu dreifingar
kerfi, hófust ýmsar skipulagslausar
tilraunir til þess að koma þessari
vöru út á mjög lágu verði.
4) Þá hafði það einnig sín áhrif
að stöðugt framboð var f frystum
þorskblokkum á mjög lágu verði
en miklar birgðir ''öfðu safnast fyr
ir einkum hjá þýskum framleið-
endum, sem stöðugt buðu þessar
afurðinn inn á brezka markaðinn.
Áhrifa EFTA samkomulagsins
fór einnig að gæta nokkuð á árunu
1965 og hafði það óhagstæð áhrif
fyrir okkur í samkeppninni við
Norðmenn og Dani. Af framan-
greindum ástæðum var því svo til
um engar flakasölur að ræða til
Bretlands árið 1966 og litlar árið
1967. Valin var sú leið, að selja
ekki til Bretlands, en beina við-
skiptum inn á aðra markaði, sem
gáfu betri árangur. Það er alltaf
matsatriði, hve dýru verði skuli
kaupa það, að halda viðskiptasam-
bandi við ákveðið land eða ákveð
inn viðskiptavin, og hér varð það
ofan á, að láta heldur þessi við-
77/ só/u
2ja herb. 2. hæð við Hraun-
teig, um 60 ferm. Svalir.
Tvöfalt gler.
3ja herb. vönduð íbúð í nýju
húsi við Bólstaðarhlíð.
3ja herb. íbúð, 75 ferm. á 1.
hæð við Nýbýlaveg. Sérinn
gangur, sérhiti. Suðursval-
ir. Selst tilbúin undir tré-
verk. Hreinlætistæki upp-
sett.
6 herb. íbúðarhæðir í Kópa-
vogi.
Einbýlishús á Flötunum, full-
gert, 6 herb. íbúðarhæð,
allt á einni hæð. Tvöfaldur
bílskúr.
Einbýlishús, að mestu full-
gerð, ásamt bílskúrum og
stórum eignarlóðum á Álfta
nesi.
Húseign við Laufásveg, 2
hæðir, kjallari og rishæð.
Hvor hæð 114 ferm. Stór
garður. Selst í þremur eign
arhlutum, eða allt saman.
1. hæð og jarðhæð laus.
Óskum eftir
3ja herb. íbúð í sambýlis-
húsi með bílskúr.
Leitið uppl. og fyrirgreiðslu
á skrifstofunni Bankastr. 6.
FASTEIGNASAIAN
HÚS&EIGNIR
BANK ASTRÆTI é
Símar 16637 og 18828.
Heimasímar 40863, 40396.
skipti falla niður, a.m.k. 1 bili held-
ur en að taka verðlækkun.
Þrátt fyrir þessar aðstæður, hafa
árlega átt sér stað til Bretlands
sölur á vissum fisktegundum. Eru
en flestar þessar tegundir eru erf-
iðar í sölu á öðrum mörkuðum, -
Þá má geta þess, að á árinu 1966
tókst í fyrsta skipti sala á frystri
síld til Bretlands svo nokkru næmi.
Eru góðar horfur á, að þau við-
skipti muni aukast í framtíðinni."
„Hvað segir þú frekar um ein-
staka markaði?"
Til viðbótar því, sem þegar hef-
ur verið sagt um brezka markað-
inn vil ég segja eftirfarandi:
Ekki er annað sjáanlegt, en að
Bretar þurfi um langa framtíð að
flytja inn fisk. Þeir eru mikil fisk-
neyzluþjóð. Árleg fiskneyzla á í-
búa er um 20 pund (18.8 lbs.)
(9.1 -kg.) miðað við flök. Heildar-
sala á frystum fiski hefur aukizt
mjög. Salan var árið 1960 57.000
tonn, árið 1964 80.000 tonn og 1966
um 100.000 tonn. Söluaukning á til-
búnum fiskréttum hefur átt drjúg-
an þátt 1 þessari aukningu, og er
sá markaður talin vera 20 millj.
Meir en helmingur fiskneyzlunnar
fer um fisk-barina, en þeir era
taldir vera 16-18.000. Áratugum
saman notuðu Bretar eingöngu ís-
aðan eða ferskan fisk í þessum
fiskbörum. Með stofnun Snax
(Ross Ltd. og rekstri fisk-bara á
þess vegum, vorum við brautryðj-
endur í að nota fryst fiskflök upp-
þídd til steikingar. Nú er frystur
fiskur almennt notaður þannig bæði
flök og togarafiskur, sem er þídd-
ur upp og flakaður í flökunarstöðv
um. Þá hefur einnig orðið veruleg
aukning upp á síðkastið í steikingu
fiskskammta, sem settir eru í feit-
ina beint úr frostinu.
Um skipulag brezka markaðsins
er það að segja, að aðaleinkenni
hans eru, að fáir stórir innflytj-
endur ráða yfir sterkum sölu- og
dreifingarkerfum og geta gert stór
innkaup. Einnig er nokkur fjöldi
smærri fiskheildsala, sem ekki hafa
aðstöðu til að kaupa nema lítið
magn af frystum eða ísuðum fiski
á uppboðsmörkuðum, sem þeir síð-
Framhald á bls. 25
FASTEIGNASALAN
GARÐASTRÆTI 17
Símar 24647 - 15221
Til sölu
2ja herb. íbúð við Lokastíg.
3ja herb. jarðhæð við Goð-
heima, sérhiti, sérinngang-
ur, rúmgóð og vönduð íbúð,
lóð frágengin.
3ja herb. íbúðir við Safamýri
og Stóragerði.
4ra herb. íbúð á 4. hæð við
Sólheima (Efsta hæð). Ný
eldhúsinnrétting og elda-
vélasamstæða, ný teppi, sér
þvottahús, tvöfalt gler, sér-
hiti.
4ra herb. sérhæð við Reyni-
hvamm.
4ra—5 herb. hæðir við Rauða
læk og Laugarnesveg.
5 herb. falleg hæð við Laug-
arnesveg, sérhiti, góð kjör.
3ja herb. einbýlishús við
Langholtsveg.
I smíðum
Einbýlishús við Hagaflöt, 177
ferm., allt á einni hæð, 7
herb., tvöfaldur bílskúr, 50
ferm. Selst uppsteypt.
Glæsilegt einbýlishús tilbúið
undir tréverk við Arnar-
nes.
Raðhús á Látraströnd með
bílskúr (sjávarlóð).
Höfum kaupanda að iðnað-
arhúsnæði í Reykjaík, 600
til 1000 ferm.
Höfum kaupanda að eldra
einbýlishúsi eða raðhúsi í
Kópavogi.
Árni Guðjónsson, hrl.
I»orsíeinn Geirsson, hól.
Helgi Ólafsson. sölustj.
Kvöldsími 40647.