Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1968
3
Mér virtist hann iífvana,
með brostin augu
— segir Eyvindur Hreggviðsson,
sem bjargaði manninum frá
drukknun i Elliðaánum
Vestmannaeying. Ég hef og
frétt aS Sveinn Kristjánsson
sé frá Butru í Fljótshlíð, svo
að hiann er eins konar sveit-
ungi minn, eS a.m.k. móSur
minnar, sem er úr Fljótshlið
inni.
-— Að endingu vil ég segji
það að ég óska manninum
alls velfarnaðar, og að hon-
um megi batna sem skjotast
— og að svo mæltu strauk
Eyvindur klárnum sínum, 9
vetra reiðskjóta, sem aug-
sýnilega var sárfeginn, að
vera nú kominn á þurran qg
hlýjan stall.
MAÐURINN í gráu peysunni,
sem getið var í Mbl. í gær
fyrir það afrek að stökkva
út í straumþungann í Elliða-
ánum og ná í Svein Krist-
jánsson, stem þar var að
drukkna, er Eyvindur Hregg
viðsson.
Eyvindur bjargaði í gær
hestum sinum og bróður síns
Tómasar og fóru þeir með
13 hross upp að Hólmi. í ná-
grenni Geitháls, þar sem
þeir komu þeim í hús. Mbl.
hitti Eyvind þar að máli, er
hann var nýbúinn að kemba
brossunum, og spurði hann
um björgunarafrekið frá því
deginum áður.
— Við fórum uppeftir á
þriðjudag til þess að athuga,
hvað unnt væri að gera hross
unum til bjargar. Hesthús-
ið okkar þar uppfrá er lík-
lega verst staðsett gagnvart
flóðunum. f för með okkur
var Hannes Hafstein hjá
Slysavarnarfélaginu.
— Tveir bílar höfðu festst
í ánni og voru menn þar við.
Við tókum eftir manni, sem
var handan árinnar. Hann
var að reyna að komast yf-
ir ána. Ég veit ekki hvernig
hann hafði komizt þangað,
en nú vildi hann komast aft
ur til baka. Reynt var að
ríða yfir til hans með taug,
en það tókst ekki. Ég hélt í
taugina og sá þá hvar mað-
urinn lagði til atlögu við
ána.
— Maðurinn lagðist til
sunds, en fataðist síðan sund
ið. Þá sleppti ég tauginni og
öslaði út til hans og náði hon
um. Ég komst með hann upp
á grynningar og . þá var
mesta raunin búin, mér tókst
auðveldlega að halda mann-
inum á grynningunum.
— Ég synti til mannsins,
já ef sund skyldi kalla. Ég
vissi varla hvað var upp og
hvað var niður og hugsaði
um það eitt að ná honum.
Þegar ég kom að honum
virtist hann lífvana, með
brostin augu. Þeir sóttu okk
ur svo út á grynningamar á
hesti og þegar í land var
komið hóf Hannes strax lífg
unartilraunir. Maðurinn var
síðan fluttur á brott í jeppa.
— Nei, mér var tekki kalt,
enda vel klæddu-r. Ég var í
ullarfötum og lopapeysu, en
utanyfir hafði ég gæruskinns
úlpu, sem ég reyndar losaði
mig við áður en ég óð út
í. því að hún hefði reynzt
mér of þung.
— Ég byrjaði í hesta-
mennskunni í Vestmannaeyj
um, þegar ég bjó þar. Ann-
ars er ég fæddur í Reykja-
vik og tel mig í rauninni
eins mikinn Fljótshlíðing og
Mengun drykkjarvatnsins veldur
ekki verulegum erfiöleikum
— skip fá þó ekki afgreitt drykkjarvatn og
gosdrykkjarverksmiðjur verða að loka
MENGUN drykkjarvatnsins í
Reykjavík og Kópavogi hefur
víða valdið nokkrum erfiðleikum
en ekki þó alvarlegum. Telur
borgarlæknir að ástandið muni
lagast fljótlega eftir að flóðið
sjatnar. Búið er að taka mörg
sýnishorn af vatninu og reynd-
ist það vera nokkuð mengað en
þó ekkj mikið. Starfsemi sjúkra-
húsa hefur gengið fullkomlega
eðlilega fyrir sig, en hinsvegar
veldur þetta matvælaiðnaðinum
nokkrum erfiðleikum, gos-
drykkjaversmiðjur urðu að hætta
starfsemi, og skip fá ekki af-
greitt drykkjarvatn.
Fréttamenn Morgunbblaðsins
hringdu á nokra staði í Reykja-
vík í gær til að kanna hver áhrif
vatnsmengunin hefði:
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
og Coca Cola verksmiðjan Vífil-
fell urðu að hætta framleiðslu
skömmu eftir hádegi á þriðjudag
Tómas Tómasson, hjá ölgerðinni
sagði að þetta væri mikið áfall
fyrir þá, þeir ætfu sama og
engar birgðir og hvergi vatn að
fá í bili til framleiðslunnar.
Pétur Björnsson, hjá Vífilfell,
sagði að þeir hæfu ekki fram-
reiðslu aftur fyrr en borgarlækn-
ir teldi það óhætt. Þeir ættu
nokkuð góðan lager sem dygði
þeim í tvo eða þrjá daga og von-
uðu þeir að eftir það gætu þeir
fljótlega hafið framleiðslu á nýj-
an leik.
Sanitas hf. hafði einnig orðið
að stöðva svo til alveg starf-
semina, en Sigurður Waage, fram
kvæmdarstjóri, sagði að þeir
hefðu mjög fullkomnar hreinsun.
arvélar sem gerði þeim kleift að
halda áfram nokkurri fram-
leiðslu.
Fiskiðjuver BÚR varð ekki
fyrir neinum skakkaföllum.
Magnús Magnússon, verkstjóri
sagði að þar yrði unnið til kl.
11 um kvöldið og byrjað snemma
daginn eftir. Þeir væru með klór
í öllu vatni og ekki ástæða til
að hætta. Togararnir væru nú í
óða önn að landa og verið að
keppast við að vinna afla þeirra
ef svo færi að verkfall s'kylli á.
Mjólkursamsalan átti í gær
helminginn af því magni sem
Reykvíkingar þurfa daglega.
Stefán Björnsson, forstjóri sagði
að þeir hefðu fengið eina bíla-
lest frá Flóabúinu um miðjan
dag og einn bíl úr Borgarfirði og
ættu um hálfan venjulegan
skammt fyrir daginn í dag. ,Ég
vonast svo til að eitthvað bætist
við, þannig að við komum til
með að hafa nóga mjólk á end-
anum þótt það gangi ef til vil-l
stopult fram eftir degi“.
Reykjavíkurhöfn afgreiddi
ekkert drykkjarvatn til skipa í
gær. Tveir eða Þrír togarar báðu
um vatn en fengu synjun og ef
þeir fá vatn í dag verður það
úr hinum svokölluðu Bullaugum,
við Grafarholt. Þaðan verður þá
að flytja það á tankbílum til
skips.
Landspítalinn, Borgarspítalinn
og Landakot urðu ekki fyrir
neinum áföllum vegna vatns-1 hafa ausið sína kjallara
mengunarinnar. Prófessor Snorril þess þurft með.
Hallgrímsson og Dr. Bjarni
Jónsson, sögðu að þetta hefði
trúlega heldur aukið snúninga
starfsfólksins en annars hefði allt
gengið sinn vana gang.
Sláturfélag Suðurlands gat
haldið áfram eðlilegri starfsemi.
Jón H. Bergs, forstjóri, sagði að
þeir þyrftu ekki mjög mikið vatn
við vinnsluna og það vatn væri
alltaf sótthreinsað hvort eð er,
þannig að þeir ættu nóg af suðu-
tækjum.
Lögreglu og Slökkviliði bárust
engar hjálparbeiðnir frá íbúum
Reykjavíkur eða Kópavogs vegna
flóðanna og virðist fólk sjálft
hefði
Nokkrar rafmagns
og símabilanir
NOKKRAR bilanir urðu á raf-
magni og símalínum í flóðum
þeim, sem orðið hafa undan-
farna daga. Ekki virðast bilanir
þó alvarlegar, en sambandslaust
eða rafmagnslaust hefur orðið
um tíma á ýmsum stöðum.
Ársæll Magnússon hjá Lands
símanum sagði að bilanir á
síma hefðu orðið mestar í nánd
við Reykjavík. Bilun varð á lín-
unni til Brúar í Hrútafirði og
var fljótlega skipt út á aðra
línu. Þá bilaði jarðsíminn, sem
liggur vegna fjarskiptastöðvar-
innar í Gufunes. Mun jarðýta,
sem vann við að for’ða spenni-
stöðinni við Elliðaárrnar, hafa
slitið hann. Landssíminn á jarð-
síma undir vatni á flóðasvæð-
inu, en hann hefur verið í lagi.
Talsverðar bilanir urðu á síma
kringum Selfoss. Ekki var síma
samband við Kaldaðarnes og
fleiri bæi á versta svæðinu, en
skemmdir eru ókannáðar.
í gær var rafmagnslaust í
Hreppunum, á Skeiðum og víð-
ar. Fór rafmagnið frá Ljósa-
fossi og þar sem ekki er vitað
hvar skemmdin er, varð „að
leysa í sundur", eins og Baldur
Helgason hjá Landssímanum orð
aði það. Kom rafmagn aftur
smám saman, um hádegið að
Laugarvatni og í Biskupstung-
ur og með kvöldinu í Hrepp-
ana og á Skeiðin. í Flóanum
urðu tveir bæir rafmagnslaus-
ir skammt frá Oddgeirshólum,
en þar brotnaði staur. Verður
farið í viðgerð þar strax og
vatnið sjatnar.
í Borgarfirði varð rafmagns-
laust í gær. Fór staur á línunni
sem liggur að Skarðshömrum í
Norðurárdal. Þurfti að taka
hann úr sambandi og var í gær
komið rafmagn aftur nema á
þenan eina bæ.
STAKSTEINAR
Atvinnuvegirnir
og góðærið
1 þeim umræðum, sem fram ,
fara þessa dagana um kjaramál,
er það ein eftirlætisröksemd
stjórnarandstæðinga að sú stað-
reynd, að atvinnuvegirnir eiga
við erfiðleika að etja eftir góð-
æri undanfarinna ára, sýni glögg
lega, að stjórnarstefnan í efna-
hags- og atvinnumálum hafi
verið röng. Það er óneitanlega
dálítið kaldranalegt að sjá
írekaðar fullyrðingar um þetta
efni í blöðum stjórnarandstæð-
inga. Við Islendingar höfum
sannarlega búið við góðæri á
undanförnum árum, allt fram á
mitt ár 1966, þegar halla tók
undan fæti. En hver var afstaða
þeirra manna þá til atvinnufyr-
irtækjanna, sem nú hneykslast
á því, að þau hafi ekki getað
safnað varasjóðum á þessu góð-
æristímabili? Sannleikurinn er
sá, að á öllu þessu samfellda
góðæristímabili kyntu stjórnar-
andstæðingar mjög undir alla
kröfugerð á hendur atvinnufyr-
irtækjunum i landinu og raunar
hafa kommúnistar og Framsókn
armenn um áratuga skeið barizt
af mikilli hörku gegn því, að
atvinnufyrirtækin fengju að
safna nokkrum sjóðum, þannig
að þau hefðu yfir einhverju eig-
in fé að ráða í atvinnurekstri
sínum. Það situr því sízt á
stjórnarandstæðingum nú að
hneykslast á því, að atvinnufyr-
irtækin eru illa stödd í dag
vegna áfalla verðfalls og aflá-
brests. Þessir aðilar hafa alla
tíð barizt gegn því með kjafti
og klóm, að atvinnufyrirtækin
fengju að hagnast með eðlileg-
um og heilbrigðum hætti. Það
hefnir sín nú.
b°/o
Kommúnistar reka nú stanz-
lausan áróður þess efnis, að sú
5% kauphækkun, sem verð-
trygging launa nú mundi þýða,
geti engum úrslitum ráðið um
rekstur atvinnufyrirtækja í
landinu. Þetta er býsna fróðleg
fullyrðing, ekki sízt í ljósi þess
að ekki þarf að fletta kommún-
istablaðinu nema nokkrar vik-
ur aftur í tímann til að sjá
skrif þess um slæma stöðu at-
vinnuveganna og ummæli komm
únistaleiðtoganna á Alþingi um
það hörmungarástand, sem að
þeirra dómi ríkir hjá atvinnu-
vegunum. Nú bregður allt í einu
svo við, eftir að ríkisstjórn og
Alþingi hafa orðið að leggja
fram mikla fjármuni til undir-
stöðu atvinnuvega þjóðarinnar
að kommúnistar reyna að telja
fólki trú um, að 5% kauphækk-
un skipti svo sem engu máli
fyrir atvinnufyrirtækin í land-
inu. Kjarni málsins er auðvitað
sá, að hækki öll laun í landinu
um 5%, og jafnvel þótt einung-
is yrði um að ræða hækkun á
launum þeirra stétta, sem vinna
við undirstöðuatvinnuvegina,
svo sem í frystihúsunum, mundi
stórfellt nýtt vandamál skapast í
atvinnuvegum þjóðarinnar, og
allar líkur eru á, að atvinnu-
vegirnir mundu stöðvast nú um
hávertíðina, þar til stjórnar-
völdin hefðu fundið nýja úr-"r-
lausn fyrir þá. Það er þess
vegna alveg ljóst, að ef verka-
lýðshreyfingunni tækist að
knýja fram 5% kauphækkun
nú, eins og ástatt er í atvinnu-
vegum landsmanna og töluvert
atvinnuleysi enn víðsvegar um
landið munu atvinnuvegirnir
stöðvast á ný og ríkisstjórnin
yrði að grípa til nýrra álagna
á þjóðina. Kannski er það ein-
mitt það, sem kommúnistar
vilja?