Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 1
32 SfODR
51. tbl. 55. árg.
FIMMTUDAGUR 29. FEBRUAR 1968
Prentsniiðja Morgunblaðsins.
EIIMHVER MESTll FLÓD Á ÞESSARI ÖLD:
GífnrlegS tjén n Suðurlnndi
Frá flóðunum á Selfossi í gær, en í því var mikill klaltaburður, eins og sjá má á myndinni. í baksýn er Selfosskirkja, en hún er
umflotin vatni og streymdi vatn inn í kjallara hennar. Innan um klakahrönglið má sjá bifreið sem varð fyrir flóðinu. (Ljósm.
Mbl. Tómas Jónsson).
gær og ru'didist með jakaourði
Hætta á
frekari
flóðum!
FLÓÐIN á Suðurlandi fóru held
ur vaxandi í gærdag og hafa
þegar valdið milljónatjóni. Hef
ur flóðið í Ölfusá vialdið miklu
tjóni á mannvirkjum á Selfossi
og miklar vega- og brúar-
skemmdir hafa orðið fyrir aust
an Fjall vegna flóðannia í Ölf-
usá, Hvrtá og Brúará. Eru flóð
in núna hin mestu, sem komið
hafa frá 1948 og margir telja
þeissi flóð hin mestu, er komið
hafia á þessari öld. Á Selfossi
hefur víða flætt inn í hús, og
þrjár fjölsikyldur urðu að flýja
heimili sín í fyrrinótt, vegna
þess að mittisdjúpt vatn var í
íbúðunum. Við Selfossbýlið hef
ur klaki hrannast upp við bæj-
arhúsin, og eru engar sagnir
skráðar um að það hafi gerzt
áður frá því að liand byggðist.
Víða á Suðurlandsundirlendi
eru bæir umflotnir vatni, og í
Biskupstungunum brast gamla
Brúarárbrúin í gærmorgun, en
hún var opin fyrir umferð þar
til í desember sl. 1 gærkveldi
fór vatnið í Ölfusá enn hækk-
andi, og gerðu menn ráð fyrir
að aftur mundi fljóta inn í hús
á Selfossi.
Þriðja jakastíflan hafði mynd-
azt á Selfossi í gærkvöldi
Ölfusá hljóp þrívegis upp í
'hátt uppí yfir bakka sína. Að
sögn Tómasar Jónssonar, frétta-
ritaira Mbl., kom fyrsta háflæð
ið um fjögurleytið í fyrrinótt.
Hækkaði skyndilega gífurlefa í
ánni og flæddi hún yfir bakka
sína um Selfossveg og Þóristún.
Sex hús standa við Seifossveg
og flædd'i i-nn í þau öll, og urðu
þrjár fjölskyldur að yfirgefa
heimili sín, án þess að tími gæf
ist til þess að bjarga neinu af
innanstokiksmunum. Við Þórís-
tún eru sex íbúðir, og flæddi
þar inn á gólf, en ekki var á-
stæða fyrir íbú.a þa-r að yfir-
gefa heimili sín. Þá flæddi einn
ig inn í Tryggvaskála, og var
u.þ.b. hnédjúpt vatn á jarðhæð-
inni. Mikið tjón varð á verk-
stæðum Kaupfélags Árnesinga,
sem standa við árlbakkann, þeg
ar vatnið beljaði þar inn. Vatn
ið bar með sér mikið af jök-
um, sem voru allt að því nr.et-
ersþykkir og mörg tonn að
þyngd.
Hlátflæði þetta stóð í u.þ.b.
hálfa klukkustund, en þá ruddi
áin sig skyndilega og á örfá-*
um mínútum lækkaði svo í
ánni, að hún var rétt bakkafull.
En þá fór aftur að hækka í
ánni hægt og stígandi og í birt
ingu í gærmorgun sáu menn
að farin var að myndast mdkil
jakahrönn á móts við Selfoss-
bæina. Allur jakaftaumurinn,
sem áin bar með sér, hrannað-
i’st þarna upp, og að sama
skapi hækkaði vatnið í ánni
við Selfoss. Náði flóðið hámarki
um fimm leytið í gærdag. Var
þá flóðlhæðin mjög svipuð og
um nóttina, en 10 sm vantaði
upp á, að hún næði flóðhæðinni
1948.
Vatnavextir í Borgarfjarðarám
valda miklum vegatálmunum
Mestu flóð í Hvítá í aldarfjórðung
MIKLIR vatnavextir eru í Borg-
arfirSi og er Norðurárdalur all-
ur lokaður vegna flóða, Sömu
sögu er að segja um Borgar-
fjarðardali, en þó var stórum
bílum fært fram hjá Hesti, en
þar flaut Grímsá yfir veginn.
Hvítá flæðir yfir veginn hjá
Hvítárvöllum, Norðurá hjá
Hvammi og lokar veginum norð-
ur og Bjarnardalsá fyrir neðan
Dalsmynni.
Fréttaritari Mbl. í Borgarnesi
Hörður Jóhannesson tjáði blað
inu, að ástandið í Borgarfirði
hefði verið mjög svipað í gær
og það var í fyrradag. Flóðið
í Hvítá er eitt hið mesta, sem
menn muna, sennilega um aldar-
fjórðung, og fór áin í gærkvöldi
heldur vaxandi. Þess má þó geta
að sjávarföll hafa töluverð á-
hrif þar á og var stórstreymi
í gær. Allmargt fólk var teppt
í Hreðavatnsskála og fyrir ofan
Hvamm. Einnig munu menn hafa
teppzt í Fornahvammi, m.a. var
heil bekkjardeild úr Reykholts-
skóla þar í nótt, en þangað
höfðu börnin farið á skíðanám-
skeið.
Morgunblaðið ræddi í gær við
nokkra bændur og búendur í
Borgarfjarðarsveitum og fékk
lýsingu þeirra á aðstæðum.
Fyrst ræddum við við Kristján
Fjeldsted, bónda í Ferjukoti.
Kristján sagði að hann myndi
ekki annað eins flóð í Hvítá og
taldi hann allt að 30 ár síðan
slíkt hefði gerzt.
— Hér er allt á kafi - sagði
Kristján og allar leiðir til okkar
hér eru ófærar. Vegurinn við
Ferjukotssíki er eyðilagður og
eins í hina áttina við Hvítár-
velli. Nú er farið að snjóa og
vonumst við til að það boði
kólnandi veður. Má þá búast
við því að fari að sjatna í ánni.
Þó lækkar ekki í ánni fyrr, en
fer að falla út.
Rafmagnslaust í 4 klst.
— Hér út með eru tveir síma-
staurar brotnir og hanga þeir
uppi á línunni. Hefur orðið vart
við töluverðan samslátt á lín-
um í dag, en annars er ómögu-
legt að gera sér grein fyrir
skemmdurri, fyrr en vatnið sjatn
ar. Hér var í morgun rafmagns-
laust í um það bil fjórar klst,
en nokkrir rafmagnsstaurar í
Norðurárdal munu hafa brotnað.
— Mjólkurbíll, sem var að
fara í Bæjarsveitina til þess að
sækja mjólk, fór út af veginum
við síkið í gærmorgun. Kristján
tjáði Mbl., að bíllinn hefði farið
á kaf ’ vatnið og borizt með
straumþunganum nokkuð frá veg
inum. Bifreiðarstjóranum hafi
tekizt að komast upp á bílinn,
sem kom niður á hjólin.
Þá gat Kristján þess að í
kjallaranum hjá sér væri allt
á floti.
Skúli Kristjónsson, bóndi í
Svignaskarði, kvað engin flóð
vera í nágrenni við sig, en hann
hefði heyrt mikið um flóð í
Norðurá og Hvítá. Hann kvað
Norðurá ekki búna að ryðja sig
neðan til í Norðurárdal og ef
hún gerði það mundi Ihún
skemma mikið af engjum með
jakaframiburði. Vatnið í ámni
rennur nú mi'kið til ofan á
Framhald á bls. 23.
Aþenu, 28. febrúar — NTB
BANDARÍSKI flotaforinginn,
Horaciot Rivero, sem er yfirmað
ur herja Atlantshafshandalags-
ins í Suður-Evrópu, hélt í gær
ræðu í Aþenu og hyllti Grikki
fyrir hollustu við „þær grund-
vallarreglur, sem Atlantshafs-
bandalagið byggist á“, eins og
hann komst að orði. Hann sagði
ennfremur, að hann teldi sér það
mikinn heiður að eiga innan At-
Litlu síðar sprengdi áin aftur
af sér og lækkaði þá aftur í
ánni niður í balkkafylli á ör-
fáuim mínútum. Hafði jakastíifl-
an borizt fram undir Sandvíkur
bæi, en þeir eru 2-3 km neðar
en Sel'fossbæirnir. Hrömuðusi,
jakar þar upp í gærkvöldi, og
fór vatnið í ánni enn hækkandi,
Framhald á bls. 10
lantsihafsbandalagsins samvinnu
við leiðtoga griska ríkisins og
gríska hersins.
Ftotaforinginn hélt ræðu þessa
í veizlu, sem gríska stjórnin
hélt bronum til heiðurs. Hann
sagði þar ennfremur: „Mér er
full'komlega ljóst, að frá þeim
degi, sem Grikkland gerðist að-
ili að Atlantsihafgbandalaginu
fyrir sextán árum, Ihefur það
Framlhald á bls. 23.
„Heiður að eiga samvinnu
við leiðtoga Grikklands44
— segir einn af yfirmönnum NATO