Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1998 PÍ ANÖ og orgelstillingar og viðgerðir BJARNI PÁLMARSSON, Sími 15601. HAIR STOP NO HAIR OG VAX SltlYRTIHÚSIB s.f. Austurstrseti 9, irppi. Sími 15766 FÉIAGSIÍF Aðalfundiur Knattspyrnufé- iagsins Vals, verður haldinn þriðjudaginn 5 marz, í félags- neimilinu að Hlíðarenda og hefst kl. 8.30 e.h. Dagskrá: 1. Aðalfundarstðrf 2. Lagabreytingar sem liggja frammi ásamt reikn- ingum félagsins hjá húsv. Fjölsækið stundvíslega Stjórnin Farfuglar. Kvöldvaka í ’kvöld í félags- heimilinu að Laufásveg 41. Myndasýningar og annað til skemmtunar. Kvöldvakan hefst kl. 8.30 Víkingur Meistarafl. og 1. flokkur áríðandi æfingar á föstudag og sunnudag. Verið allir með frá byrjun. Þjálfari. -)< í stöðugri framför -j< Brúnir! -K Bláir! -)< Rauðir! Til allra verka á sjó og landi Reykjavík Aðalbiðsalur. Verzlun Ferðaskri fstofu ríkisins er til vinstri á myndinni. Fullkomin alþjóða flugstöð á Keflavfkurflugvelli — Blaðinu hefur borist eftirfar- andi fréttatilkynning frá Flug vallarstjóranum á Keflavíkur- flugvelli: ÞAR SEM nýlokið er við gagn- gerðar breytingar og endurbæt- ur á flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli, þykir rétt, að nokkur grein sé gerð fyrir því, í hverju þær eru fólgnar. Farþegaflug um Keflavíkur- flugvöll hefur aukist mjög síðan Loftleiðir h.f. fluttu flugstarsemi sína þangað sumarið 1964 og tóku í notkun stærri flugvélar. Þá hefir Pan American flufafél- agið haldið uppi reglubundnu áætlunarflugi um flugvöllinn og nú á síðastliðnu sumri bættist Flugfélag íslands h.f. við, með tilkomu hinnar nýju þotu fé- lagsins. Auk þess hefur leigu— flug með farþega'hópa farið í vöxt á undanförnum árum. Til samanburðar má geta þess að ár- ið 1963 fóru samtals 35.945 far- þegar um flugvöllinn, en 269.442 árið 1967, sem er 750% aukning. Breytingarnar voru gerðar til þess að mæta þessari vaxandi umferð ferðamanna um Keflavík urflugvöll, og er flugstöðin nú orðin fullnægjandi, sem alþjóð- leg flugstöð um nokkurt árabil. Farþegarými í flugstöðinni er nú orðið um 2962 fermetrar og er þá meðtalið það rými, sem þarf til ýmiskonar þjónustu við farþegana, s.s. eldhús, ásamt veit ingasólum, verzlanir, póst- og símaþjónusta, farangursgeymsl- ur, snyrtiherbergi o.fl. Fyrir breytingu var þetta rými um 1596 fermetrar og hefir því aukizt um 85%. Reiknað er með að samtímis geti um 900 farþegar haft við- dvöl í flugstöðinni. Stækkunin var framkvæmd með því að flytja ýmiskonar starfsemi af fyrstu hæð bygg- ingarinnar, svo sem flugumsjón- arskrifstofur, skrifstofur flug- félaganna og ýmiskonar aðrar starfsdeildir. Gistihúsið á annari hæð var lagt niður og þar komið fyrir þeirri starfsemi, sem vék af fyrstu hæð. Far^egar sem búast til brott- farar af landinu koma nú í bif- reiðum norðanvert við flugstöðv arbygginguna, þar tekur við rúm góður brottfararsalur, sem er 335 fermetrar að flatarmáli. í salarkynnum þessum er skrif- stofa farþegaafgreiðslu og mót- taka á farangri. Samband er þaðan við stóran farangursskála fyrir farangur út úr landinu. Ný tengibygging tengir salinn við annan af tveimur veitingasölum flugstöðvarinnar. Þá er þarna verzlun, afgreiðslu pósts og síma og snyrtiherbergi. Úr salnum er innangengt á aðra hæð bygg- ingarinnar, þar sem allar skrif- stofur flugstöðvarinnar eru til húsa. Úr hrottfararsalnum er farið í gegnum vegabréfaeftirlit inn í aðalbiðsal, svokallað „Transit" svæði. Svæði þetta er lokað öðr- um en þeim farþegum, sem eru að fara landa í milli og sérstöku starfsfólki flugstöðvarinnar. Frá svæði þessu fara farþegar út í flugvélar. Aðalbiðsalurinn er um 700 fermetrar. í tengslum við hann eru Fríhafnarverzlun, um 130 fermetrar, minjagripaverzl- un Ferðaskrifstofu ríkisins, um 65 fermetrar, vínbar, afgreiðsla pósts og síma og veitingasalur fyrir um 160 manns í sæti. Einn- ig snyrtiherbergi, ýmiskonar geymslur fyrir söluvarning, að- staða fyrir upplýsingaþjónustu, fjarskipti, ræstingu o.fl. f suðurenda aðalbiðsalar fer fram vegabréfaeftirlit inn í land ið. Þá taka við salarkynni fyrir farþega, sem eru að koma til landsins, bækistöðvar tollgæzlu, tollvörugeymslur, snyrtiherbergi o.fl. Þetta svæði er nú um 520 fermetrar, en var áður tæpir 200. Farþegar fá farangur sinn á færibandi úr farangursskála inn í biðsalinn. Þaðan fara þeir með farangur sinn í gegnum tollskoð un, og eru þá komnir á svæði í flugstöðinni, sem nefnt er mót tökusalur. Þetta rými var tæpast nokkuð fyrir breytinguna, en er nú um 220 fermetrar með snyrtiher- bergjum. Húsakynni þessi eru fyrir þá sem koma til að taka á móti far- þegum, og jafnframt biðsalur fyr ir þá, sem bíða flutnings frá flugstöðinni. Byrjað var á breytingunni í marz á s.l. ári, og hefir verið unnið að verkinu óslitið síðan. Var framkvæmdum þannig hag- að að flugstöðin gat starfað ó- hindrað og truflanalítið, meðan á verkinu stóð. Verkið er hluti af fram- kvæmdaáætlun ríkisins fyrir ár- ið 1967, og fjármagn fengið til þess úr Framkvæmdasjóði ríkis- ins. Teiknistofan s.f. Ármóla 6 í Reykjavík gerði teikningar af breytingunum í samráði við húsameistara ríkisins Helgi Hall grímsson, húsgagnaarkitekt teiknaði innréttingar í minja- gripaverzlun Einar Eyfells, verkfræðingur, annaðist störf við hita— og loftræstingarkerfi. Keflavíkurverktakar h.f. önn- uðust alla framkvæmd verksins í ákvæðisvinnu. íbúð óskast Nýieg íbúð eða einbýlishús ásamt bílskúr óskast á leigu í Grindavík' þarf að vera laust í byrjun júní. Einnig óskast veiðarfærageymsla um 100-200 ferm. í Grindavík. Tilboð merkt: „2945“ sendist Mbl. fyr- ir 15. marz. Óskum að taka á leigu tvær 2ja herb. íbúðir með húsgögnum. Upplýsingar í síma 52485. Skiptafundur verður haldinn í búi Steinstólpa h.f., Súðarvogi 5 hér í borg, sem úrskurðað hefur verið gjaldþrota, í skrifstofu borgarfógetaembættisins að Skóla- vörðustíg 12, laugardaginn 2. marz n.k. og hefst kl. 11 f.h. Á fundinum verða væntanlega gerðar ráðstafanir á eignum búsins. Borgarfógetaenibættið í Reykjavík, 27.2 1968. Prestur kallaöur til að kveða niður draug Newton-le-willows, 27. febr. — AP — BÆJARYFIRVÖLDIN í New- ton-le-willow í Norður-Eng- landi, hafa leitað á fund róm- versk-kaþólsks prests og beð- ið hann að reyna að kveða niður draug. Draugurinn — eða fivað annað sem það er — hefur fyrst og fremst hrel'lt íbúa í nýju leigu'húsi við Fern t Street, hann hefur ekki birzt / þeim en gefið frá sér skelfi- leg óp og öskur. Starfsmenn bæjaryfirvald- anna hafa rifið upp gól'f í hús inu í von um að finna þar ein hverja skýringu á þessum öskrum, en einskis orðið var- ir. Presturinn, Gerald Walker, kom á vettvang og flutti bless un yfir húsinu og ibúum þess og nú bíða menn þess í of- væni, hvort draugsi lætur sér það lynda og leggst til hví'ld- ar fyrir fullt og allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.