Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 196« Skipuleg bjðrgun hestanna úr flæddum hesthúsunum f GÆBMORGDN var bjargað öllum hestunum úr svokölluð- um „Kardimommubæjar-hest- húsum“ við Elliðaárnar, en þau lentu í versta vatnsflóðinu eins og skýrt var frá í gær. Voru hestarnir, sem vioru eitthvað á annað hundrað talsins, leystir út og reknir á sundi yfir á þurrt land og gekk það vel. En að björgunaraðgerðunum stóðu hestaeigendur, menn frá björg- unarsveitinni Ingólfi og lögregl an í Reykjavík. Upplýsingar um björgun hestanna fengum við hjá Magnúsi Einarssyni, lög regluvarðstjóra, sem stjórnaði aðgerðum ásamt Hannesi Haf- stein frá Slysavarnarfélaginu og Guðmundi Ólafssyni, sem hafði forustu fyrir hestamónnum. Magnús sagði: Á þriðjudagskvöldið komum við þarna að flóðasvæð’nu eft- ir hádegið. Hesthúsin voru þá umflotin vatni. Riðu nokkrir menn út að húsunum og sáu að suimir hestanna voru alveg á þurru, en aðrir stóðu í legg í vatni. Þeir virtust ekki vera í ytfirvofandi hættu, en ekki var talið fært að svo kotnr.u að fara þarna út til þjörgunar svo að neinu næmi. Hesfamenn höfðu hiug á því að fara hver fyrir sig til björgunar hestum sínum. En ég og Hannss Haf- stein töldum það óráðlegt. Ekki var neinn úbbúnaður á staðnum, ekki snærisspotti ef illa færi, og auk þess skammt í myrteur. Var þá ákveðið að hes'tamenn hefðu samtök sín á milli og síð an hittust hóparnir, hestamenn irnir, lögreglan og slysavarnai- dieiLdarmenn í birtingu mnrgun- inn etftir, sem var í gæcmorg- un. Þá var mikill mannskapur mættur, 45-50 manns. Flóðið var svipað eða ef til vill ívið minna en daginn áður, en jaka hrönglið minna. Fljótlega upp úr kl. 8 var hafizt handa. Ing- ólfsmenn settu Mnu milli lands og eyrar einnar rétt við húsin, og vár úimlbátur motaður tiil að ferja mennina út. Þarna voru allt reyndir menn og fullorðmr og gengu þeir í húsin, smöluðu hest unum í smáhópa, sem voru rekn ir yfir og fór ríðandi maður fyr ir hverjum hóp. Al'lir fóru hest airnir á sund, en þeir virtust all ir við beztu heilsu, tóku rösk- lega sundið og góðan sprett er uipp úr var kiomið. Og gefck þetta allt vel. Einu sinni gerðist það að bát- urinn snerist við. Mennirmr í honum vonu al'lir með bjarg- belti. Hafði verið brýnt fyrir mönnum að hanga bara í lín- unni á hverju sem gengi, ef þeir færu í ána. Og gerðu þeir það. Á sama hátt var mönnum sagt að sleppa aldrei klárnum, en það kom fyrir að menn færu af baki í ánni. Allur útbúnaður var nú við hendina, línubyssa, bjargbelti, miaður í froskbún- ingi og anmað sem kynr.i að þurfa. Aðgerðirnar gengu vel. Hestamenn voru samningsliprir og unnu vel saman og Ingólfs- menn eru hörð og vel þjálfuð sveit. Fákur hafði veitt leyfi til að hestunum yrði smalað að efri hesbhúsum þeirra, þar sem breitt var yfir þá, þeim gefið hey og hlynnt að þeim, þar til eigendur gátu komið þeiim fyr- ir og tekið þá. Á miðvikudagskvöldið heyrð ust radldir hestamanna, sem voru óámægðir með að fá ekki að reyna björgunina hve: fyrir sig. En það þótti ekki óhætt, enda varð óh.app. Og nú eru allir ánægðir, sagði Magnús að loku'm. Ilaraldur Teitsson. Reiðmenn vinna að björgu n hesta sinna. - REKSTRARLAN Framh. af bls. 15 Að lokum segir í greinargerð: „Það ,að fundin verði raun- hæf lausn á rekstrarfjárþörf landbúnaðarins, hefur grundvall arþýðingu fyrir alla jarðrœkt í lamdinu og þá fóðuröflun, sem hún skapar. Þess vegna er höfuð nauðsyn, að þessi undirstaða sé sem traustust. Að öðrum kosti getur skapazt efnahagslegt öng- þveiti, sem hefði víðtæk áhrif langt út fyrir raðÍT bændastétt- arinnar, þar sem engin trygg- ing er fyrir því, eins og nú horfir, að það fólk, sem hættir viimu við landbúnað, geti honf- ið að öðrum hagrænni störfum í þjóðfélaginu. Því leggur Búnaðarþing þunga áherzlu á þá staðreynd, að stúr- au'ka þarf rekstrarlán til land- búnaðarins, þar sem þau eru nú í engu samrœmi við aukna framleiðslu og hækkandi verð- lag á rekstrarvörum. Þessi krafa hlýtur að teljast bæði raumhæf og eðlileg, þar sem rekstrarliánin hafa læk'kað úr 60% niður 17%, miðað við verðmæti sauðfjárframleiðslunn ar árin 1959 og 1967, og þjóna því á engan hátt þeim tilgangi, sem til var ætlazt.“ Uppreisn í Vunnan Taipei, 28. febrúar. AP. HEIMILDIR í leyniþjónustu kínverskra þjóðernissiima herma, að andstæðingar komrn- únista hafi gert uppreiisn í vest- urthluta Yunnan, syðsta og vest- asta fylki Kína, sem liiggur að Laos og Burma. Hestarnir voru relknir í smá hópum yfir flóðið og fór ríðandi maður fyrir hverjum hópi. FLÚÐU HEIMILI Framhald af bls. 32. húsinu. Sem fyrr segir urðu einnig miklar vatnssikemmdrr á Tryggvas'kála, cg í gær raedd- um við við Brynjó'lf G'ísla- son, veitingamann: — Já, ég hef orðið fyrir .miklu tjóni, sagði hann, — og þá sérsta'klega á innansbokk's- munum. Flóðalda k'om svo snöggt, að við fenguim ekki við neitt ráðið. Hún skall skyndilega á Ihú'sinu, sprengdi upp allar hurðir og á 5 miínút um eða svo var komið hné- djúpt vatn á jarðhæðinni. A jarðihæðinni sváfu mokkrir næturgestir, og vöknuðu þeir við vondan draum, því vatnið streymdi svo að segja upp í rúm þeirra. Höfðu þeir ekiki tíma til að grípa með sér fatnað eða ‘neitt áður en þeir forðuðu sér hér upp á loftið. — Helztu skemimdirnar, sagði Brynjól'fur ennfremur, .— eru á rafkerfinu, sem er s'vo að segja nýtt, og einnig hafa matarskápar skemmzt. Þá flæddi vatnið inn í skeirnm ur, þar sem ýmigs konar la.ger varningur var geymdur. Loks er enn vatnsflaumur í íbúð- um á jarðlhæðinni, sem ég .byggði fyrir fjórum árum, og li'ggja þær án efa undir skemmduim. Kirkjan á Selfossi var um- flotin vatni í allan gærdag, og áttum við tal við séra Sigurð Pálsson, vígslu'biiskup, um skemm'dir á henni: —• Menn urðu varir við það í nótt, sagði siéra Sigurður, — að vatn var farið að flæða inn í kjallara kirkjunnar, og var þá strax farið þangað inn til að bjarga þaðan ýms- um verðroætuim, svo sem safni af nótum með kirikju- bónlist, fermingar'kyrtlum og einnig var talsvert af hljóð- færum geyrnt í kirkjunni. Tókst að bjanga þessu öllu, og virðast ekki hafa orðið mjög miklar skemmdir á kirkjunni. Loks náðum við tali af Magnúsi, Hall'freðssyni, for- stöðumanni verkstæða K.Á. á Selfossi, og sagði hann, að 45 sentimetra vatnaborð hefði verið inni í verkstæðunum, þegar verst lét. Hafa orðið talsverðar skemmdir hjá verkstiæðunum, og þá aðal- lega á ýmis konar raflmótior- um og vélum. Afmælisfagn- aður Alþýðu- flokksfélagsins á fösfudag ÞRJÁTÍU ára afmælisfagnaður Al'þýðuflokksifélags Reykjavíkur verður haldiiim föstudagskvöldið 1. marz í Lido og hefst kl. 7 með borðhaldi. Veizlustjóri verður Benedikt Gröndal, alþm., en ávarp flytur Björgvin Guð- mundsson, formaður félagsins. Heiðursgestur verður Trygve Brattelie, formaður norska Verkamannafiokksins. Ómar Ragnarsson flytuT skemmtiþátt og Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur leika og syngja. -ATVINNULEYSISFE Framhald af bls. 32. leysiistoótunum væri fyrir d-esem- •ber og tímabilið eftir áramót- in. Félagsmenn í 12 verkalýðs- íélögum í Reykjavík hafa hlot- ið atvinnuleysiabætur. Eikki liggja fyrir upplýsingar um gr'eiðslur at'vinnuleysisibóta utan Reykjavíkur. Eyjólfur Jónsson sagði loks, að enn hefðu ek'ki verið unnar tölu- legar uppiýsingar um iþá, sem hafa hiotið atvinnuleýsislbætur en það mundi verða gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.