Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 196« M. Fagias: FIMMTA Komiv og Axelu Mehely, sigraði Axela ótvírætt í þeirri keppni. Það var enginn vandi að trúa því, að karlmaður gæti látið sér detta í hug að strjúka með henni. Jafnvel Nemetz sjálfum fannst hún sérlega aðlaðandi og það meir en honum sjálfum lík- aði. — Heyrið þér nú til, kæra ungfrú Mehely, sagði hann, of- urlítið fyrtinn. — Þér virðist vera skynsöm ung stúlka — þá vitið þér væntanlega, að þegar lögreglumaður spyr, væntir hann svars. Sama hversu óþægi leg spurningin er. í minna en fimm hundruð metra fjarlægð heyrðust skothvellir. — Og auk þess er það sjaldnast nein á- hætta fyrir vitni að segja sann- leikann. — Já, einmitt. Svo ég er þá talin vera vitni? sagði hún bros andi. — Þakka yður fyrir þær upplýsingar. Og ég sem hélt, að ég væri grunuð. — f þessu máli er enginn grunaður enn. f því er bara eitt fórnarlamb — frú Halmy. — Hún roðnaði. — Já, frá yðar bæjardyrum séð. Svo varð tónninn allt í einu reiðilegur. — En lögreglan gerir sér bara ekki allt af ljóst, að stundum eru það ekki hinir dánu, sem eru fórnarlömbin, heldur hinir, sem eftir lifa. — Við skulum nú ekki vera að fara undan í flæmingi, ung- frú Mehely. Ég var að spyrja um samband yðar við Halmy lækni. Hittið þér hann líka ut- an vinnutíma? Hún leit á hann, kuldaleg og þrjózk á svipinn. — Já, það geri ég. Talsvert oft. Við erum vinir. Eða, svo að þér skiljið það. Okkur þykir vænt hvoru um annað. Já, Halmy læknir er elskhugi minn. Þá vitið þér það. Nokkuð fleira? Nemetz kinkaði kolli. Það var einmitt það. Nú gat hann gengið skrefi framar. í gærkvöldi fór Halmy lækn- ir heim, til að hafa fataskipti. Munið þér, hvenær hann kom ÞEKKIRÐU MERKIÐ? BÖRN Þetta merki er sett þar sem sér- stök ástæða er til að vara öku- mergi við, er þeir nálgast svæði þar sem vænta má barna, svo sem. í grennd við skóla, ieikveili eða leikgötur, sem sérstök ákvæði eru um. Það. er því miður of algengt, að börn fari ógætilega f umferðinni, og yngri börn eru óútreiknanleg. Ökumenn eru þvf hvattir til að gefa gaum að aðvörunarmerkjum og draga úr ferð til að vera við- búnir að stanza, ef barn hieypur óvænt út á akbrautina. FRAMKVÆMDA- NEFND HÆGRI « UMFERÐAR 5 aftur? Hún fölnaði og augun urðu stór og hrædd. Svo lét hún augnalokin síga, rétt eins og þegar tjaldið er snögglega látið falla, vegna ein'hvers ðhapps á sviðinu. Þetta bragð þaulþekkti Nemetz frá fyrri reynslu. Þetta var auknablikið, iþegar það rennur snögglega upp fyrir vitni, að það sé aðili í málinu, og það mál sé fyrirfram tapað. Út frá svona tilviki geta flest- ir ákærendur, ef þeir fylgja leiknum eftir, fengið vitnin á sitt band. Samt vissi Nemetz mætavel, að í þessu máli væri það heimska að vænta neins slíks. Það mesta, sem hægt var að vona, var það, að stúlkan gæti skilið, að eitthvert samband væri með fjarveru læknisins frá sjúkrahúsinu og dauða konu hans. En svo var vitanlega líka hugsanlegt, að hún væri í vit- orði með honum. Alexa opnaði augun, en án þess að líta á hann. — Þér viljið vita, hvað klukk an var? endurtók hún spurn- inguna. Nemetz var það ljóst, að hún var að reyna að vinna tíma, og var reiðubúin að bíða. Stund um getur vel úthugsuð lygi leitt meira í Ijós, en óundirbúin upphrópun. — Jæja, hann hlýtur að hafa verið farinn um sexleytið, en hann var kominn aftur kl. sjö, hélt hún áfram og bar óðan á. — Ég er alveg viss um, að hann var kominn aftur klukk- an sjö. Ég man eftir, að ég leit á úrið mitt. Ég var við smásjárrannsókn, sem átti að vera lokið klukkan sjö. — Ég skil sagði Nemetz. Hann þagði andartak en hélt síðan áfram: — Þér haldið því fram, að hann hafi verið kom- inn klukkan sjö. En einn burð- armaðurinn man það glöggt, að hann kom ekki aftur fyrr en klukkan níu. Hvort er nú rétt- ara? Stúlkan starði niður í gólfið. Han gerði sér ljósa þessa gildru, og var hrædd við að svara án þess að hafa fyrst borið sig saman við lækninn. — Hvort er réttara? endur- tók Nemetz. Hún strauk sér um ennið, rétt eins og hún væri að reyna að nudda úr sér höfuðverk. — Það veit ég ekki. Það veit ég sannarlega ekki. Það er allt af svo margt að gerast hér — stanzlaust. Það eru fimm dagar síðan ég hef sofið í rúmi. Stund- um veit ég ekki einusinni, hvaða dagur er. — Já, en þér voruð samt hár- viss um, að Halmy læknir var kominn aftur klukkan sjö, stundvíslega. — J'á, en ég sagðist hafa litið á úrið. þaut hún upp. — Af því að smásjárrannsókninni átti að vera lokið klukkan sjö. — Halmy læknir var ekki í sjúkrahúsinu klukkan sjö. Á þeim tíma var hann enn heima. Ásamt konu sinni, sagði Nemetz. — Var hann það? Hún yppti öxlum. — Og hvað um það? Þá hlýtur þetta að hafa verið degi fyrr, sem ég er með í huganum. Ég er búin að segja yður, að ég er orðin alveg rugluð 1 ríminu. Til hvers eruð þér yf- irleitt að elta hann á röndum? Rödd hennar var hvöss og ör- væntingarfull. — Þúsundir manna er drepnar hér í borg- inni. Fólkið hrynur niður eins og flugur. Jafnvel hér, innan þessara veggja. Er kannski nokkur að spyrja, hver hafi myrt það? Byltingin. Leynilög- reglan. Rússarnir. Hversvegna er þá verið að gera veður út af einu dauðsfalli í viðbót? Hversvegna í ósköpunum er frú Halmy mikilvægari en drengur- inn, sem dó á skurðborðinu hérna 1 kvöld? Hversvegna? Hvað liggur að baki þessu öllu? Hefnd? Uppljóstranir? Hvað? — Já, eitthvert af þessu. Eða hvorttveggja. Því að sannast að segja, var ljóstrað upp um Halmy lækni. Hún leit á hann, agndofa. — Ljóstrað upp? Það er óhugs- andi. Hver mundi finna upp á því að saka hann um svona ódæði? — Frú Halmy. — Frú Halmy? Hún hleypti brúnum. — Já, en ... er hún ekki ... var hún ekki ... Hún sem er dauð. — Jú, rétt er það. Hún var myrt i gærkvöldi. Samt var hún bráðlifandi þegar hún kærði ihann? — Viljið þér vera svo vænn að endurtaka það, sem þér vor- uð rétt núna að segja? Þessi rödd kom utan úr dyrunum. Halmy læknir stóð á þröskuld- inum. Hann var snöggklæddur og í peysu, ógreiddur og syfju- legur í augunum. Stúlkan þaut til hans og greip í handlegginn á honum. — Zolton. Þetta er ihrœðilegt. Þetta hlýtur að vera misskiln- ingur. Ég veit ekki, hvað full- trúinn er að vilja, en ... Læknirinn klappaði henni ró- andi á kinnina, og gekk til Nemetz. Hún gekk á eftir hon- um og hélt enn í handlegginn á honum. — Viljið þér halda því fram, að konan mín hafi í kvöld leit- að til yðar í lögreglustöðinni? sagði læknirinn. — Það hef ég aldrei sagt. Nemetz hristi höfuðið, en bætti svo við með skökku ánægju- brosi: — Það var nú samt ein- mitt það, sem hún gerði. Þér hljótið að hafa frétt það frá henni sjálfri. Alexa vissi, að þarna var læknirinn króaður inn í horn, og andartak hélt hún niðri í sér andanum. En hann virtist ekkert kippa sér upp við þetta. Hann leit á Nemetz og svipur- inn var bæði hissa og vorkenn- andi. — Segið þér mér eitt, full- trúi. Hversvegna hafið þér ekki látið gera neitt við þetta ör? Duglegur skurðlæknir gæti lag- að það mikið. Spurningin kom alls óvænt og setti Nemetz út úr jafnvæginu. — Svei því þá, læknir, sagði hann. Ég hafði engar áhyggjur af því, meðan ég var ungur. Og hvaða ástæða væri þá til þess nú orðið? Ég er að verða gamall. — Hversvegna höfðuð þér ekki áhyggjur af því. — Afþví að ég leit aldrei í spegil — það var ástæðan. Nem etz yppti enn öxlum. Báðir þögðu stundarkorn. Það var greinilegt, að læknir- inn var búin að koma hinum úr jafnvægi. Nú þurfti hann ofurlítið tóm til þess að jafna sig aftur. — Látum oss nú sjá ... sagði Nemetz og kom aftur að efn- inu. — Konan yðar fór úr skrif- stofunni hjá mér kortéri fyrir níu. Hún sagðist ætla heim. Og þegar klukkan var tíu var hún dáin. Þá lá hún fyrir utan Bozan—brauðbúðina. Og nú vil ég aðeins fá að vita: Hvar vor- uð þér milli þrjú korter í níu og tíu? Ef þér hafið verið heima, gætuð þér kannski hjálp að mér við verk mitt. En ... vit- anlega ... ef þér hafið verið í sjúkrahúsinu, get ég ekki vænzt neinna upplýsinga frá yður. — Þar skjátlast yður nú samt, sagði Halmy og hló. — Vitan- lega hefði ég getað keypt ein- hvern til að myrða hana. Það — Hefurðu af því óþægindi að ég reyki? hefði að minnsta kosti ekki ver- ið neitt fráleit hugmynd. Það versta er, að það hefði ég átt að láta mér detta í hug fyrir ævalöngu. Ekki verið að bíða í tíu ár. Hann þagnaði og neri hvarmarauð augun. — Tókuð þér annars eftir AVOmanninum í luktarstaurnum? f Szentky raliygötunni? Ég skal bölva mér uppá, að hann hefur verið fúl- menni. Og hvað sem hann svo hefur gert, hefur hann aldrei verið verri en konan mín. Því að enda þótt hún hafi kannski al'drei drepið eða kvalið fóllk líkamlega, þá var hún ímynd alls kvalræðis sem yfir okkur toefur gengið undanfarin átta ár. Hún var heimsk ágjörn, spillt, illskufull og lygin. Og nú er hún dauð. Og ég segi bara: guði sé lof. Mönnum stendur sýnilega á sama um þennan AVOmann. Hversvegna þá þessi áhugi á konunni minni? Ég segi yður, að dauði hennar er engu síður afleiðing af byltingunni. Hér fer fram hreingerning í borginni. Það er sannleikur, hvort sem yður líkar það betur eða verr. Burt með óþverran. Verði ljós, sagði Drottinn. Og þá varð ljós. Snögglega bilaði lækninn röddin og magur líkaminn tók að rugga, rétt eins og jörðin gengi skykkjum undir fótum hans. Hefði ekki Alexa gripið í hann, hefði hann liklega dottið um koll. — Afsakið, sagði hann. — Ég er hræddur um, að ég hafi þörf á að leggja mig. Alltof þreytt ur ... ég hefði ekki átt að fara í d eilu við yður.... ég þarf að leysa dr. Kraus af hólmi klukkan fjögur. Halmyhjónin bjuggu í Jósef Attila—götu, eitthvað þremur litlum húsasamstæðum frá Boz- an—brauðbúðinni. íbúðin var á annarri hæð í húsi sem hafði einusinni verið glæsilegt, en var nú orðið herfilega vanrækt. Við hliðina á látúnsplötu með nafni læknisins voru tvö nafnspjöld, fest með teiknibólum og á þeim nöfnin JANOS TOTH og KAR OLY ZLOCH. Undir Totlh stóð: „Vinsamlega hringið tvisvar", ■en undir Zlodh: „Hringið þrisv- var“ og ekkert „vinsamlegast". Nemetz hringdi einu sinni og þegar ekki var svarað, tvisvar. Eftir að hafa reynt aftur heyrði hann einhverja mannaferð inn- an við flugnadrituðu hurðina. Lyklinum var snúið og óhrein hönd með svartar neglur opnaði hægt hurðina um mjóa rifu. Nem | • •' 'WW Hrúturinn 21. marz — 20. apríl. Vertu kurteis og hógvær. Ofmetnastu ekki af því hve vel hefur gengið að undanförnu. Hafðu samband við vini þína. Nautið 21. apríl — 21. maí Reyndu að taka lífinu með ró og oíreyna þig ekki. AIls konar misskilningur getur sprottið upp á vinnustaðnum eða heimili forðastu að blanda þér í það. Tvíburarnir 22. maí — 21. júní. Hvers vegna ekki að gleðjast með glöðum og gleyma um sttrnd eigingirni þeirri, er oft vill ná tökum á þér. Hagstæður dagur til flutninga. Krabbinn 22. júní — 23. júlí. Ágætt að fara í löng eða skemmri ferðalög í dag og hitta að máil nýja kunningja. Gættu þó að þér í umferðinni. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst. Hafðu stjórn á skapi þínu. Bíddu rólegur og málið mun leysast án milligöngu þinnar. Hvíldu þig í kvöld og farðu snemma í háttinn. Jómfrúin 24. ágúst — 23. september. Hittu nýtt fólk, það mun hafa jákvæð áhrif á þig. Mikil umbrot umhverfis þig. Slappaðu af og sýndu þínum nánustu hlýju og nærgætni. Vogin 24. september — 23. oktober. Leggðu til hliðar eigin hugmyndir og bíddu eftir að málin taki aðra stefnu. Þér hættir til afskiptasemi. Hún borgar sig sjaldnast Drekinn 24. okt.ber — 22. nóvember. Gerðu eitthvað elskulegt fyrir ættingja þína. Vertu skyldu- rækinn við vinnu þína. Gerðu engar nýjar áætlanir, þær munu hvort eð er ekki standast. Bogmaðurinn 23. nóvember — 21. desember. Þú hefur verið heppinn í fjármálum að undanförnu og ættir að hlaupa undir bagga með þeim, sem ekki eru eins vel stæðir og þú. Vertu heima í kvöld. Lestu góðar bækur. Steingeitin 22 desember — 20. janúar. Fréttir kunna að vera óljósar og næsta furðulegar í dag, láttu það ekki á þig fá, haltu þínu striki af festu og einurð. Vatnsberinn 21. janúar — 19 febrúar. Hugmyndir þínar standast efkki allar, þegar þú vilt gera þær að veruleika. Vertu ekki mæddur yfir því. fcú skalt hvorki lána peninga né fé að láni í dag. Kvöldið athafnasaimt. Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz. Kímnigáfa þín er stundum harla sérstæð, svo að naumast er við að búast, að allir séu með á nótumun. Vertu ekki að hæða þá sem minnimáttar eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.