Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 196® Skurðstofur útbúnar í þrem- ur varðskipum — umrœður um aðstoð við síldveiði- skip á fjarlœgum miðum TOLUVERÐAR umræður urðu í gær á Alþingi um þingsályktun- artillögu Karls Sigurbergssonar ©g Lúðvíks Jósefssonar um að- stoð við síldveiðiskip á fjarlæg- um miðum. Þátt í umræðunum tóku, auk framsögumanns, þeir Jóhann Hafstein, dómsunálaráð- herra, Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra, Jón Skaftason og Pétur Sigurðsson. Varð umræðu um tillöguna 2ok ið og henni vísað tíi fjárhags- nefndar. «■ Tillaga þeirra Karl's og Lúð- víks, sem sá síðarnefndi mælti fyrir í gær, er svohljóðandi: Al- þingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að gera 'hið fyrsta nauðsyn- legar ráðstafanir tij stuðnings síldveiðiskiipunum, sem veiðar stunda á fjarlægum fiskimiðum, á komandi sumri og Ihausti. í þeim efnum verði m.a. lögð áiherzla á eftirfarandi: að gera síldarsöltun á miðun- um mögulega. að aúka flutninga á sild til vinnslu í landi, að ihafa tiltækar á fiskimiðun- um allar helztu nauðsynjavörur til útgerðarrekstursins, að hafa á fisikimiðunum nauð- synlega þjónustu fyrir skips- hafnir, eins og t.d. læknisþjón- ustu, að skipuleggja öryggisþjónustu á miðunum, m.a. þannig, að tryggt sé, að skipin geti haft eðli legt talstöðvarsamtoand við land. Til þess að hafa á hendi und- irbúning og sj'á um framkvæmd- ir samkv. tilllögu þessari skipi sjávarútvegsmálaráðherra 5 manna nefnd ,og skulu í henni vera að minnsta kosti tveir fuil- trúar útvegsmanna og sjómanna. Heimilt er ríkisstjórninni að verja allt að 1® millj. króna til framk'væmda samkvæmt þessari þingsályktun. í framsöguræðu sinni gerði Lúðvik nánari grein fyrir hug- myndum flutningsmanna um framkvæmd þeirra atriða sem fram koma í tillögunni. Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra, toenti á, að nýlega hefði sjávarútvegsmálaráðherra skipað nefnd til að vinna að til- lögum um aðstoð við síldveiði- skip á fjarlægum miðum. R'áð- herra sagði, að í tillögu Lúðvíks ihefði m.a. verið rætt um lækna- þjónu’stu og kvaðst vilja gera nánari grein fyrir því hvemig þau m'ál stæðu nú. Sagði ráð- herra, að á sl. Alþingi Ihefði ver- ið gerð toreyting á læknaskipun- arlÖgunum, sem miðað hefði að því að ráðinn yrði læknir til þjónustu við síldveiðiflotann. í»ví miður hefði ekki lánast að ráða lœkni sl. sumar þrátt fyrir ítrek aðar tilraunir. Hefði þar maTgt komið til. Ljóst væri, að töluverð um vandkvæðum væri bundið að k'oma slíkri læknaþjónustu við og hefði hann í des. sl. skip- að n'efnd til að kanna möguleika í máli þessu. Nefndin hefði síð- an skilað álitsgjörð sinni fyrir stuttu og yrði af hendi heilbrigð- ism'álaráðuneytisins unnið að því að koma till'ögum nefndarinnar í framkvæmd í sa’mráði við nefnd þá sem sjávarútvegsmálaráð- herra hefði skipað. Ráðherra gat síðan um aðal- atriðin í tillögum nefndarinnar en þau voru þessi: í flyrsta lagi að gerð verði skrá yfir erlendar strandgæzlu- stöðvar sem liggja að síldveiði- svæðinu og síldveiðiskipunum verði síðan látnar þær upplýs- ingar í té. í öðru lagi að samkomulag verði gert við þjóðir sem hafa aðstoðarskip með læknisþjón- ustu á veiðisvæðinu t.d. Rússa og Norðmenn. í þriðja lagi, að íslenzku varð- skipin verði foetur útlbúin til læknisþjónustu. Sagði ráðherra, að landlhelgisgæzlan hefði þegar hafið undirbúning að koma slíku við í stærri skipum sínum, þ.e. Óðni og Þór, svo og því varð- s'kipi sem nú er í smíðum. Væri ætlunin m.a. að koma fyrir í skipunum skurðstofum foúnar nauðsynlegum skurðlækninga- tækjum. í fjórða lagi hefði það verið talið mikil'svert í öryggtemálun- uim að til væri stór tveggja ’hreyfla þyrla. Uppi h'efði verið ráðagerðir um slík þyrlukaup, en af þeim hefði ekki getað orð- Framh. á bls. 21 Tillöguteikningar að nýju stjórnarráðshúsi tilbúnar — 18V2 millj. kr. r byggingasjóði betra að búa við þröngan hag í bili og vanda vel undirbúning málsins, sagði forsœtisráðherra ÞÓRARINN Þórarinsson bar á fundi Sameinaðs-Alþingis í gær fram fyrirspum til forsætisráð- herra, um byggingu Stjómar- ráðshúss. Var fyrirspurnin svo- hljóðandi: Hvað líður undirbún ingi Stjómarráðshúss, sem á- kveðið var að reisa í tilefni af 50 ára afmæli stjórnarráðsins og veitt hafa verið framlóg til á fjárlögum. í svari forsætisráðherra kom m.a. fram, að unnið hefur ver- ið að undirbúningi þessa máls, Nýju Alþingishúsi verði hið fyrsta valinn staður BJARNI Benediktsson forsætis- ráðherra svaraði í gær á Al- þingi framkominni fyrirspurn um byggingu nýs Alþingishúss. Kom fram í svari ráðherra, að hann teldi nauðsynlegt að vinda að því hráðan bug að ákveða nýju þinghúsi stað, og gera síð- an ráðstafanir til þess að það yrði teiknað og framkvæmdir undirbúnar. , Það var Þórarinn Þórarinsson sem bar fram fyrirspurnina, sem var svohljóðandi: Hvenær má vænta álits nefndar þeirrar, sem var falið samkvæmt álykt- un Alþingis frá 28. marz 1961 að gera tillögur um framtíðar- húsnæði Alþingis. í svari sínu sagði forsætis- ráðherra m.a.: Þó að fyrirspurn þessari sé formlega beint til min, er hún, að efni til þess eðlis, að það eru í raun og veru forsetar Alþingis, sem henni eiga að svara. Ég skrifaði því forsetum og óskaði umsagnar um málið og leyfi mér að lesa upp bréf þeirra dags. 5. febr. 1968. Er bréfi’ð svohljóðandi: „Oss hefur borizt bréf yðar, herra forsætisráðherra, þar sem óskað er upplýsinga um, hvern- ig svara skuli fram kominni fyrirspurn Þórarins Þórarinsson- ar 4. þingmanns Reykjavíkur um Alþingishús. Leyfum vér oss að svara þannig: Að svo komnu er ekki unnt að gefa ákveðið svar við fyrir- spurninni. Fundur hefur ekki verið haldinn í nefndinni eftir að nýkjörið þing kom saman og teljum við undirritaðir eðlileg- ast, að þingflokkaarnir tilnefni á ný frá sinni hálfu þá fulltrúa til samvinnu vi’ð þingforseta, sem þingsályktunartillaga frá 28. marz 1961 gerði ráð fyrir, til þess að nefndin gæti talizt fuU- skipuð. Að því loknu er ekkert því til fyrirstöðu, að kveðja nefndina til fundar og kanna þá m.a. hvort hún treystir sér til að setja þau tímamörk, sem spurt er um.“ — Bréf þetta var undirritað af þingíersetum, þeim Birgi Finnssyni, Sigurði Bjarna- syni og Jónasi G. Rafnar. Síðan sagði forsætisráðherra m.a.: Bréfi þessu fylgdi greinar- gerð skipulagsstjórnar og er mönnum meira og minna kunn- ugt um þær bollaleggingar sem í henni eru, og því ekki ástæða til a’ð lesa hana upp. Það er rétt, að fram komi, að á síðustu árum hefur að nokkru leyti verið bætt úr brýnustu þörf þingsins fyrir aukið hús- rými með leigu á húsinu Þórs- hamri hér í næsta nágrenni, og hefur það létt töluvert á notk- un þessa húss. Því fer þó fjarri, að ég telji það fullnægjandi lausn, en til bráðabirgða er það nokkur bót. Einnig er rétt að fram komi, að me’ð samþykki allra þing- flokka hefur ríkisstjórnin fest kaup á meginhluta byggingar- reitsins hér næst fyrir vestan, þ.e.a.s. milli Kirkjustrætis, Tjarnargötu og Vonarstrætis. Er því ljóst, að ríkisvaldið hef- ur nú í hendi sér ráðstöfun á þessum lóðum að langmestu leyti. Með þessu er ekki verið að kveða á um, hvar Alþingis- húsið skuli vera, en aðeins ver- ið að greiða fyrir því, að tiltek- in lausn vetði framkvæmanleg, ef það yrði ákveðið að húsið skyldi reist þarna, þegar þar að kemur, og tel ég það út af fyr- ir sig spor í rétta átt. Ég mundi telja eðlilegast, eins og fram kemur í bréfi for- setanna, að nú tilnefndu þing- flokkarnir á ný menn til sam- starfs við þingforseta, og síðan yrði undinn að því bráður bug- ur, að ákve?ða nýju þinghúsi stað og síðan að gera ráðstaf- anir til þess að það verði teikn- að og undirbúið. Allt tekur þetta töluverðan tíma. Það má að vísu segja, að vissar grundvall- arbreytingar, sem nú eru uppi hugmyndir um, á stj ómskipun- inni, hljóti mjög að hafa áhrif á nýtt þinghús, eins og það hvort þingi’ð eigi í framtíðinni að vera í einni deild eða tveim- ur. En hvað sem því líður, er það fyrir löngu orðið tímabært, fyrst og fremst að ákveða nýju þinghúsi stað, og ennfremur að hefja undirbúning að gerð þess. Þórarinn Þórarinsson tók síð- an aftur til máls og þakkaði forsætisráðherra svör þau og upplýsingar er hann hafði gefið. allt frá árinu 1954. Um þessa byggingu hefðu frá öndverðu verið mjög mismunandi hug- myndir. f fyrstu hefði verið hallazt að því að reisa stórhýsi á stjórnarráðslóðinni, en í ljós hefði komið að slík bygging hefði ekki fallið inn í heildar- skipulag borgarinnar. Nú hefðu verið unnar teikningar af minna húsi, en ríkisstjórnin hefði hins vegar ekki tekið endanlega á- kvörðun um hvort unnið skyldi eftir þeim. 1 byggingarsjóði væri nú um 18 millj. kr., sem teljast mætti góð undirstaða til að ráðast nú í þessar fram- kvæmdir. f framsöguræðu sinni með fyr irspuirninni ræddi Þórarinn Þórarinsson m.a. um þingsálykt unartil'lögu er samþykkt var 1954. Sagði hann að flutnmgs- menn hennar hefðu verið þeir Ólafur Thors og Steingrímur Steinþórsson. Á því ári heíði verið veitt 2 millj. kr. '1 bygg ingar hiússins og einnig á næstu árum á eiftir. Nú um nokkurn tím.a hefði hinsvegar lítið ver- ið talað uim þessi mál, og mætti þvi telja eðlilegt að hann bæri þessa fyrirspuxn fram. Bjami Benediktsson forsæt- isráðherra sa'gði m.a. Það verður að játa, að á framkvæmid þessara mála hefur orðið verulegur dráttur. Þar ti) liggja þó ýmsar ástæður. Að þessu miáili heifur verið unnið meira og minna frá árinu 1954 og þá fyrst og fremst með at- huigun arkitekta á því. hvers konar bygging hið nýja stjórnar ráðdhiús ætti að vera og haía tillögur þeirra verið bornar und ir ríkisstjórnir, bæði þá sem. nú situr, og aðra semi sátu á und- an henni. Um byggingu hússins hafa verið uppi mjög mismunandi huigmynd'ir. í fyrstu var ætl- unin að byggja mjög stórt hús á lóðuim ríkilsins milli Banka- strætis og Antmiannsstígs, og þá var jafnvel hugmyndin að kaupa upp verulegan hlu'ta byggingar- reitsins, alla leið upp að Þing- holtsstræti, en eims og kunn- ugt er, á ríkiissjóður ekki sam- fellt nema frá Lækjapgötu upp að Skólastrœtii. Þá var ætlazt til, að þarna væri um náhýsi að ræða sem gæti rúmað alla starfrækslu st'jórnarráðsins. Þetta hlaut að verða mjög mik- i! bygging og kostnaðarsöm og emnfremur í litlu samræmi við aðrar byggingar á þessum slóð- um. Vegna þess, hvað þarna var um mikla byggingu að æða, kom upp sú hugmynd, að reisa til bráðatoirgða byggingu fyrir ofan gamla s tjórnarráðshúsið, sem l'okaði byggingarreitnum þar fyrir oflan, þ.e.a.s. húsi Sig urðar Kristjánssonar og Garð- ars Gíslasonar, þannig að þau blöstu ekki lengur við. Hús þetta átti að vera allhátt og hefði sett sinn svip á umhverfið. Að athuguðu máli leizt mönn- um ekki á þessa hugmynd, vegna þess að með þessu væri höggvið of nærri stjórnarráðs- húsinu eins og það er. Við enn nánari athugun kom í Ijós, að hugmyndir um stór- hýsi sem rúmaði allar stjórnar- skrifstofur, féll ekki inn í skipu lagið. Er skipulag borgarinnar var endurskoðað kom í Ijós, að þarna þurfti að vera mikliu lægra hús og minna, en í fyrstu var fyrirhugað. Síðusr.u teikn- ingar sem gerðar hafa verið, hafa því gert ráð fyrir minna hiúsi en áður, og þá jafnfram að sumar stjórnarsk rif s'tr.f ur yrðu annars staðar. Sjálfum lízt m.ér miklu betur á þessar teikningar, heldur en hinar fyrri. Húsið er flallegra, sam- svarar sér betur og verður við ráðanl'egri í byggingu. Ríkis- stjónin hefur hins vegar ekki tekið endanlega ákvörðun um, hvort unnið skuli samkvæmt þes-sum uppdráttum, en ég t.el brýna þörtf á því, að hún taki nú skjótlega um það ákvörðun, hvort hægt sé að una við þær teikningar, sem nú eru fyriT hendi. f byggingarsjóði voru í byrj- un fetorúar sl. um 18% milij. kr. Það nægir auðvitað hvergi nærri til þess að ráðast í þá byggingu sem þama er um að ræð-a, en er þó góð undirs+aða. Auk skipul a.gsbreytin ga á þessu umrædda tímabili er tvennt sem gert hetfúr að verk um að menn hafla ekki talið tímabært að hraða mjög ákvörð unurn. Annars vegar er sú m'ikla þensla, sem hér hefur verið á vinnumiarkaði að und- amförnu' og leididd hún til þess að ekki var talin ástæða til að ráðast í slika stórbyggingu. Nú eru hinsvegar horfur á, að breyting sé orðin, eða verði, í þeim efnum. Það kemur í ljós á næstu mánuðum, og þá ein- mitt mjög heppilegt að geta ráði'st í slíka byggingu, sem þessa. Jafnframt hefur það lengi verið Skoðun mín, að þó að brýn mau'ðsyn sé á að koma upp slíkri byggingu, sé þess virði að skoða vel sinn hug um hana. Húr, á Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.