Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1999 IViAOIMÚSÁR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. J Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR H.F. Einholti 6. Hárskerustólai ódyr og góð vara Verð frá 7.300.00 Sýnishorn fyrirliggjandi Halldór Jónsson hf. Hafnarstræti 18, sími 22170. Jr Þá lá ekki annað fyrir hreindýrun- um en hungur og hordauði Þær ánægjulegu fregn- ít hafa borizt frá Austurland: allra síðustu daga að hrein- dýrin nái til jarðar og séu komin til haga. Verður von- andi framhald á því, en þar sem ekki er fullvíst að enn sé tekið framúr fyrir þessum skepnum telur Velvakandi rétt að birta bréf, sem borizt hafa um þetta mál. Stgr. Davíðsson skrifar: Kæri Velvakandi! Þó nokkuð hafi verið skraf- að og Skeggrætt um eymdar- ástand hreindýranna á Austur landi, þá er furðu hljótt um björgunarstarfið. Sá er þetta ritar skrifaði fyrir nokkru um þetta hryggilega mál. Þar vax það fullyrt, sem og er, að hrein dýrin eru þjóðar eign, og stjórnarvöldum rikisins bæri því skylda til að skerast í leik inn, og það á stundinni, því áreiðanlegar fregnir hermdu að hreindýrin stæðu þegar á hagleysu, og sum komin að horfalli .Þegar fyrir mörgum vikum höfðu hópar hreindýra leitað byggða, vegna þess að hagi var þrotinn uppi á há- lendisslóðum þeÍTra, en svo tókst einnig af hagi í flestum hyggðal'ögum þar eystra. Þá lá ekki annað fyrir blessuð- um dýrunum en hungux og hor dauði, ef ekki var komið þeim til hjálpar í tæka tíð. Frétt barst að austan um að tvö dýr, sem voru heima við bæ væru orðin svo aum, að soltnir hrafn ar væru famir að kroppa í bak þeirra, án þess að dýrin hefðu sinnu á að verja sig. Enda vissi krummi hvað að fór. Hjartagóður bóndi tók hreindýrin í hús og gaf þeim fóður, en vegna þess hve dýr- in voru langt leidd ,tókst ekki að bjarga þeim. Það munu vera þessi dýr, sem Morgun- blaðið birti mynd af í dag, 25/2, liggjandi önduð í snjón- um. Ljót landkynning, ef myndin kemst í hendur er- lendra manna. Morgunblaðið segist hafa unidanfarnar vikur reynt að afla upplýsinga hjá viðkomandi yfirvöldum um hvort eitthvað verði gert til að bjarga hreindýrunum. Blað ið getur ekki um svör við þeim spurningum ,en segir málið vera í höndum ráðuneytis- stjóra menntamálaráðuneytis- ins, en hann hafi verið erlend- is í viku, ekki vikur. En marg- ar vikuir hefur verið haglaust víðast á hálendi, Austurlands, svo og í byggðum þar. Og freistandi er að spyrja: Er menntamálaráðuneytið stjórn- laust, þegar ráðuneytisstj. er fjarverandi? Má ætla að mikil vandræði geti af því hlotizt. Allir, sem skrifað hafa um þetta fyrrnefnda mál eru á einu máli um að hægt hefði verið að bjarga öllum hrein- dýrunum frá hordauða, ef næst viðkomandi aðilar hefðu gæftt Skyldu sinnar. Fyrrum var hordauðinn sök einstakl- inga, sem settu fénað sinn á hagann, sem svo brást í hörð- um vetrum, og einnig komu oft þær náttúruhamfarir, að mannlegum mætti var um megn. En nn í alsnægtunum, þegar nokkurra vikna harðinda skorpa kemur yfir, fellir þjóð- in fénað sinn, sameign sína, hreindýrin. Ljót sögn en sönn. Þakkir alþjóðar ber bóndan- um ,sem leitaðist við að bjarga dýrunum, er um getur hér fyrr, svo og bóndanum, sem býður fram haga handa hrein- dýrunum á sinni jörð. Þá ber að þakka þeim: Valgerði og öðrum dýravini, sem lagt hafa fram peninga úr eigin pyngju, sem a.m.k. getur orðið vísir að bjargráðasjóði, er gripa má til í næstu harðindum, til að forða hTeindýrunum frá hor- dauða. Margur maðurinn mun bregðast vel við og styrkja þann sjóð, þar á meðal sá er þetta ritar. Vonandi bætir sól og sunnanvindur hag þeirra hreindýra nú, er eftir skrimta og með hjálp góðra manna, ef hjálp veðurguðanna ein nægir ekki. Nauðsyn er að vísa til baka þeirri villukenningu, er skotið hefur upp kollinum, — að hreindýrin þoli ekki heyfóður. Hvers vegna leita þau á á gras- lendi, engi og tún, þegar hag- inn þrýtur á hálendinu? Þeg- ar dýrin hafa fengið daglega fylli sína í haglendi byggð- anna b/sda. þau haldið hress til iheiðanna, þegar snjóa leysti þar. Lapparnir beita hjörðum sínum jöfnum höndum á grs- sléttur og fjalllendi. Þessi rök ættu að nægja fyrir þeim sann indum, að hreindýrin þola hey fóður sem önnur jórturdýr, og verður gott af, ef þau eru ekki áður að dauða komin. Fyrrum lifðu hreindýr á heiðunum milli Norður- og Suðurlands, allt frá Eyvindar- staðaheiði að Arnarvatnsheiði Dýrin munu hafa stráfallið, árin 1881—88, en þá gengu ein mestu harðindi, er um getur, yfir allt landið .Á þessum sam felldu harðindaárum féll mik ill hluti búfjár landsmanna. Þau hreindýr er lifðu af harð indin munu hafa fallið fyrir mannshendinni. Það er mín til laga, að nokkur hluti hrein- dýrastofnsins verði fluttur á þetta nefnda svæði. Þar eru góðir hagar, og í flestum vetr- um snjólétt. Stgr. Davíðsson. ^ Unz hægnr hung- urdauðinn bindur enda á þjáningar þeirra Alice skrifar um sama mál á þessa leið: Kæri Velvakandi! Ég las með athygli bréf „Valgerðar" um hreindýrin, sem nýlega birtist í dálkum þínum. Það var eins og talað út úr minu eigin hjarta. Er ekki unnt að gera eitthvað fyr ir þessar Skepnur? Ef þær eru að svelta í hel, er þá ekki hægt að gefa þeim eitthvað að éta? Mundi ekki venjulegt hey betra en alls ekkert? Reyndar hefur það heyrzt, að hreindýr fái ekki þrifizt á öðru en há- lendisgróðri, en ef ekki er hægt að koma þeim þangað, sem hann er að hafa, verður að finna eitthvað annað, sem komið getur í staðinn — og það fyrr en seinna. Ekki er mér kunnugt um, hvað hreindýrum er gefið í dýragörðum, en mér er næst að halda, að þar séu þau alin á einhverju öðru en hálendis- gróðri. Þess háttar fóðurs væri bæði dýrt og torvelt að afla, enda dýragarðar alla jafna víðs fjarri áttihögum hrein- dýra. Ég geri mér grein fyrir því, að heylítið er í landinu og bændur naumast aflögufærir, en ég á bágt með að trúa, að hey, einkum úthey, gæti ekki bætt úr bjargarskorti hreindýr anna, ef það ráð væri í tíma tekið. Það væri e.t.v. fyrirhafn arminna að gripa til byssunn- ar og stytta kvalastundif þeirra — sum eru l'íka kannski svo langt leidd — en væri ek'ki mennilegra að reyna að gera eitthvert verulegt átak þeim til bjargar, jafnvel þótt það kostaði bæði fé og fyrinhöfn? Það er óbærilegt til þess að hugsa, að hreindýrin verði lát in rangla um sveitir eða híma umhirðulaus, unz hægur hung urdauðinn bindur enda á þján ingar þeirra. Alice. „Botnlaust moka mjöll í dý“ P. Q. R. skrifar: Kæri Velvakandi! Ég get ekki stillt mig um að senda þér nokkrar línur um atvik, sem kom fyrir í spurn- ingarþætti sjónvarpsins, sem ég var að horfa á í gærvöldi. Stjórnandi þáttarins spurði um kvæðið Snjógirni eftir Hall- dór Laxness, las kvæðið allt, sem er aðeins eitt erindi ,og spurði eftir hvern það væri. Það er út af fyrir sig, að engan þeirra sex, sem spurðir voru, skyldi ráma í eftir hvern þetta kvæði var ,en hitt fannst mér verra, að spyrjandi fór ekki rétt með kvæðið. Hann sagði: Botnlaust mo»ka fjöll í dý,/ megintröll úr skýjahöll p.s.frv. sem verður endileysa. Rétt er upphafið: Botnlaust moka mjöll í dý o.s.frv. Um mis- mæli var ekki að ræða, þvi spyrjandi hafði erindið tvisvar yfir með þessari villu .Þar sem þetta var ekki leiðrétt og hefur mér vtanlega ekki verið leið- rétt, vil ég biðja þig góðfús- lega að birta þessar línur. P. Q. R. ÍT Ekki ríkisútgáfa námsbóka í tilefni af bréfi Jóhanns Sveinssonar ,sem birtist hér 1 dálkunum 25. þ.m. hefur Ríkis- útgáfa námsbóka beðið þess getið, að enskunámsbók Björns Bjarnarsonar er ekki gefin út á hennar vegum. Furðulega ódýrt Þetta rúm kostar aðeins kr. 7.610.— og kr. 12.580.— með 2 dýnum. Við sýnum yfir 20 teg. af svefnher- bergissettum á lægra verði en þekk- ist annars staðar. H I -22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.