Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1966 31 Ægir gamli afvopnaður langri og dyggri þjónustu lokið ÆGIR gamli, elzta varðskip fs- lendinga, hefur nú lokið störf- um, ef svo má að orði komast, því að Landlielgisgæzlan hefur ákveðið að honum skuii lagt og fjarlægð öll siglingatæki og annar útbúnaður. í gær var svo „veldissprotinn“ fjarlægður, gamla ,,kanónan“, sem fengin var frá danska „söartilleriet“ um leið og skipið var byggt og sem hefur þrumað vanþóknun sína að mörgum landhelgisbrjótum um árin. Hún var smíðuð í Frakklandi einhverntíma um aldamótin og seld Dönum, sem endurbættu hana eitthvað og lagfærðu. ÆgÍT var smíðaður árið 1929 og í fyrstu vopnaður tveim sMkum fallbyssum, en það kom brátt í ljós að slikur slagkraftur var óþarfur og var þá aftari byssan tekin. Og nú ógnar hún land- hel'gisbrjótum af hvalbak flagg- skips Landhelgisgæzlunnar. Au'k gæzlustarfa hefur Ægir verið ei'tt helzta hafrannsóknar- skip okkar um árabil, eða þar til Árni Friðrfksson tók við í fyrra. Það voru margir menn að vinna að því, að afvopna Ægi og taka hann úr umferð, en þar voru Mka nokkrir sem áttu ekki annað erindi en að kveðja þetta góða skip, sem svo lengi og dyggilega hefur þjónað íslend- ingum. Innaupastofnun ríkisins mun hafa verið faiið að bjóða Ægi til sölu, en líklega verður kaup- andi vandfundinn og skipið selt fil niðurrifs. Brezka ’pingið samþykkir hömlur á fólksflutningum — Indverjar frá Kenya eiga fáa stuðningsmenn á þingi þrátt fyrir mótmœlaherferð neitað væri um atvinnu- og verzl unarleyfi í Kenýa, yrðu látnir ganga fyrir öðrum um að setjast að í Bretlandi. Frcnska stjórnin tilkynnir: Hanoistjórnin fús til viðræöna strax — ef Bandaríkjamenn hæita loftárásum á iM-Vietnam París, Washington, 28. febr. NTB-AP UPPLÝSINGAMALARAÐ- HERRA Frakklands, Georges Gorse, skýrrði svo frá í dag, að franska stjórnin hefði undir höndum upplýsingar um að stjórnin í Norður-Víetnam sé fús að hefja friðarumræður í Víetnam, ef Bandarikjamenn hætti þegar í stað loftárásum á Norður Víetnam. í yfirlýsingu frönsku stjórnar- innar, sem birt var að loknum ráðuneytisfundi með de Gaulle, forseta, segir, að verði ekki hafnar friðarumleitanir innan tíðar muni afleiðingin verða sú, að „eyðileggingarstyrjöldin" í Su'ðaustur-Asíu, eins og komizt er að orði, verði æ víðtækari og hættan á heimsstyrjöld muni fara vaxandi dag frá degi. Líklegast er talið, að fulltrúi Hanoistjórnarinnar í París, Mai Van Bo, hafi lá'tið þetta í ljós við franska utanríkisráðherrann Maurice Couve de Murville. Bo, sem er helzti fulltrúi Hanoistjórnarinnar í Evrópu, ræddi við U Thant, framkvæmda stjóra Sameinuðu þjóðanna fyr- ir u.þ.b. tveimur vikum og er líklegt, að ummæli U Thants, er hann kom til New York úr ferðalagi sínu þá, hafi byggzt á upplýsingum frá Bo. Fréttamenn benda á, að franska stjórnin birti yfirlýs- ingu sína rétt á'ður en vitað var, að Johnson, Bandaríkjaforseti, ætlaði að halda fund í Hvíta húsinu í Washington með helztu ráðgjöfum sínum. Þann fund átti að sitja m.a. Earle G. Wheeler, forseti bandaríska her- ráðsins, sem kom í morgun úr ferðalagi um Suður-Víetnam. Talið er víst, að umræðuefni fundarins hafi verið tilmæli frá William Westmoreland, hers- höfðingja og yfirmanns banda- ríska liðsins í Víetnam, um að fleiri bandarískir heimenn vehði sendir þangað. Ekki er upplýst, hversu mikið lið hann vill fá til viðbótar, en NTB hefur fyrir satt, að talað hafi verið um hundrað þúsund hermenn. AP hefur eftir Wheeler, að hann telji kommúnista hafa unnið nokkuð á með árásum sínum undanfarnar vikur. Einn- ig, að hann hafi miklar áhyggj- ur af bardögunum í Laos og ástandinu í Kambodíu Wheeler kom til Washington í dögun og fór beint á fund Johnsons forseta. Þar ræddust þeir við, ásamt fleirum, yfir morgunverði, en áttu svo að hittast aftur sfðdegis. Á þeim fundi var m.a. búizt við að þar yrðu Dean Rusk, utanríkisráð- herra, Richard Helms, yfirmað- ur leyniþjónustunnar, CIA og Hubert Humphrey, varaforseti. Vontioust ó frú Gondhi fellt Nýju Delhi, 28. febrúar NTB NEÐRI deild indverska þings- ins felldi í dag tiliögu um van- traust í stjórn frú Indiru Ghandi, forsætisráðherra, með 203 atkvæðum gegn 72. Tillag- an var borin fram af hinum hægrisinnaða Jan Sangh-flokki vegna meðferðar stjórnarinnar á deilunni við Pakistian um hér aðið Rann of Kutch, en nýlega úrskurðaði alþjóðlegur gerðar- dómur, að Indverjar ættu 90% héraðsins. f umræðunum sagði frú Ghandi, að Indverjkir hygð- ust virffia úrskurðinn. London., 28. febrúar — AP FRUMVARP brezku stjórnarinn ar um að takmarka innflutning fólks af Asúu-uppruna frá Aust- ur-Afríku hefur fengið miklu betri undirtektir í Neðri mál- stofunni en við hafði verið bú- izt, þrátt fyrir öfluga mótmæla- herferð, 9em skipulögð hefur verið gegn frumvarpinu. Frum- varpið va rafgreitt til þriðju um ræðu með miklum meirihluta at kvæða og verður aennilega sam- þykkt sem lög á föstudag. Frum'varpið vaj samþykkt með 372 atkvæðum g»<gn 62 til þriðju umræðu, og gr eiddu 36 þing- menn Verkama nnaflokksins, all- ir þingmenn frjálslynda flo'kks- ins, 14 þingmenn íhaldsflokks- ins og þingirrtenn þjóðernissinna í Wales og Skotlandi atkvæði gegn frumvarpinu. Atihygli vakti, að Ian MacLeod, fyrrver- andi ráð>herra íhaldsflokksins, var í hópi þeirra sem greiddu afkvæði gegn frumvarpinu. 180 þingmenn sátu hjá við atkvæða- greiðsluna eða voru fjarverandi. Samkvæmt frumvarpinu verða s'ettar hömlur á innflutn- ing Asíufólks, sem hefur brezkt vegabréf, en vill flýja frá Kenýa vegna þess, að það er beitt kyn- þáttamisrétti. Frumvarpið kveð- ur á um, að aðeins 1.500 Asíu- mönnum og fjölskyldum þeirra verði leyft að flytjast tii Bret- lands á ári. Andstæðingar frum- varpsins halda því fram, að frumvarpið beri vott um kyn- þáttafordcma og brjóti í bága við s'kuldbindingar gagnvart þessu fólki, sem hafi haldið tryggð við Bretland eftir að Kenýa öðlaðist sjálfstæði 1963. Ýmis samtök í Bretlandi ihafa .haldið uppi ákafri herferð gegn frum'varpinu, staðið fyrir mót- miælagöngum, sent stjórninni mótmæli og gagnrýnt frumvarp- ið í bré'fum til blaða. S'íðan frum varpið var lagt fram 'hefur mik- ill fjöldi Asíumanna frá Kenýa streymt til Bretlands, og náðu þessir fólksflutningar ihámarki í gær þegar 22 flugvélar fluttu fólk frá Kenya í gær. í dag Ikomu 18 flugvélar með um 1500 manns frá Kenýa frá Nairotoi til Londton í Nairobi sagði tals- ■maður brezka sendiráðsins þar í dag, að þeir Asíumenn, sem Hreindýrnnum borgið Egilsstaðir 28. febrúar. HÉR er nú auð jörð víðast hvar og ágætir hagar fyrir hin hart leiknu hreindýr. Þau hafa ekki sést í námunda við bæinn nokk- ra síðustu daga, en hafa það sjálfsagt gott inn til fjalla. Hlá- kan hefur hreinsað burt svell og snjó og við sluppum við rigninguna, þannig að vatnsagi er ekki mikill og vegir ágætir. í morgun var hér tíu stiga hiti og sólskin á tímabili, og ég held að hreindýrunum sé alveg borgið. H.A. Laxaseiði eyðileggjast og hrygn-i ingariaxinn hrekur niður árnar VIÐ fréttum hjá Ingólfi Ágústssyni, að sennilega hefði orðið mikið tjón í klakhúsinu við Elliðaár. Það er eign rafveitunnar, en rekið af Stangveiði- félagi Reykjavíkur. Enn hefir ekki verið hægt að ganga úr skugga um hvað mikið hefir eyðilagst í hús- inu, þar sem ekki hefir verið hægt að komast inn í það. í húsinu voru ein milljón svilaðra hrogna á góðu vaxi- arstigi og hefðu orðið poka- seiði í vor. Pokaseiðin eru seld á 600 kr. (hver 1000 stykki og lætur því nœrri að reikna m&gi tjónið 500 til 600 þúsund krónur. Svo getur ver ið að bakkarnir með hrognun um hafi flotið upp er vatn kom í klakihúsið og þau ekiki farið til spillis og er því nokk ur von um að eitthvað að Ingólfur Ágústsson, rafveitustjóri. minnsta kosti sé enn óskemmt. Við spurðum Ingólf um laxaseiðin í Elliðaánum og ihrygningarlaxinn. Hann sagði, að þótt mikið flóð kæmi í El’liðaárnar þyrftu seiði ekki að ttortím- ast. Þau héldu sig í djúpum hyljum og í vari við steina og stæðust þannig flóðið. Hins vegar hefði talsverður ís ver- ið á ánum, en þær ruddu- sig að mestu í fyrradag. Þegar Lsinn ryðst fram ána skefur hann oft botninn og sópar seiðunum á brott. Um hrygningarlaxinn er það að s&gja, að hann er enn í ánum, en svo slappur, að í flóðum sem þessum ‘hrekst 'hann í sjó út. H'vort hann tortímist fer eftir því hvern- ig aðstaðan er í sjónum. Lax- inn gengur eklki í sjó fyrr en vatnið í ánum er orðið 8—10 gráðu heitt og um svipað leyti er það álfka heitt orðið í sjónum, sagði Ingólfur. i heitt orðið ígólfur. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.