Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. FEBRtTAR I9WS Stjórnendur bókamarkaðarins, talið frá vinstri: Jónas Eggertsson, Lárus Blóndal, Gunnar Ein- arsson, Ambjörn Kristinsson og Oliver Steinn. _ Gamla krónan í fullu gildi: 8. bókamarkaðurinn í Listamannaskálanum „ÞETTA er 8. bókamarkaðurinn í röð, sem haldinn hefur verið hér árlega í Listamannaskólan- um, og sennilega verður þetta jafnframt siðasti markaðurinn, sem haldinn verður í þessum húskynnum, því að skálinn fer senn að syngja sitt síðasta,” sagði Oliver Steinn, formaður Bóksalafélagsins í gær, þegar blaðamenn voru boðaðir á fund forráðamanna 8. bókamarkaðs- ins, sem verður opnaður í dag, fimmtudag kl. 9 árdegis. Á bókamarkaðnum kennir að venju margra grasa, og munu bókatitlar vera rúmlega 3000, og er með herkjum hægt að koma þeim öllum fyrir. „Þetta er sérstakt tækifæri fyrir fólk, sem er að leita að bókum, sem því hefur láðst að kaupa, þegar þær komu út. En engin bók er hér yngri að út- komu en fjögurra ára. Engir möguleikar eru til að sýna allar þessar bækur í bókabúðum, og þess vegna eru ekki í bókabúð- um að jafnaði eldri bækur en 2—3 ára,“ sagði Oliver. „í ár eru hér margar bækur, sem ekki hafa verið á undan- förnum bókamörkuðum, og hafa nú komið utan af landi, og sjálf- sagt munu sumar þeirra ekki sjást framar. Hingað er smalað bókaleifum, heilu upplögunum, ef hægt er, og hér seljast bækurnar upp, hér hverfa þær. f fyrra seldust hér upp 63 „bókatitlar" og ekki verða þeir færri núna. Og það er staðreynd að verð bókanna hækkar, þegar þær fara héðan út, og eru mörg dæmi þvi til sönnunar, þótt ég nefni engin nöfn. Bækurnar beinlinis hækka á milli markaða. Og bækurnar eru hér ek'ki, vegna skorts á kaupendum .heldur hafa kaup- endurnir ekki átt þess kost að leita þeirra í bókabúðum. Og sumar bækur hér hafa verið stórlækkaðar í verði, en allar eru þær ódýrar, því að eins og fólk hefur ævinlega rekið sig á, heldur krónan hér fullu gildi, hér er engin gengisfelling, held- ur miklu fremur hið gagnstæða. Og reyndin hefur alltaf orðið að fól'k hefuT flykkzt hingað, og allir hafa gert hér góð kaup. Bókunum er hér raðað eftir flokkum, og má meðal annars nefna það, að nýr flokkur er hér, en það eru íslenzkar nótur. Forstjórar bókamarkaðsins eru eins og áður bóksalamir: Jónas Eggertsson og Lárus Blöndal", sagði Oliver Steinn að lokum. Við gengum svo um salinn, og það er ekki orðum aukið, að öll borð eru alveg hlaðin af bókum, bókum á ævintýralega góðu verði. Ekki er hægt að telja upp einstök nöfn, en það ætti að vera fengur fyrir eldra fólk, að vita, að þarna er Urania Flammarions á 75 krónur, en sú bók átti sterk ítök í fólki um og eftir síðustu aldamót. Að síðustu má geta þess, að Bókamarkaðurinn verður opinn fimmtudag frá kl. 9 að morgni I stendur alla næstu vi'ku að auki, til 6, föstudag til kl. 10 að kvöldi, og er þá dagiega opinn frá kl. en á laugardag til kl .4. Hann ' 9—6. — Fr. S. Kanadamenn eru samhuga þjóð Stutt samtal við Jón Sigvaldason sendiherra Kanada á Islandi JÓN Sigvaldason, senidherra Kanada á Islandi með aðsetri í Osló hefur verið staddur hér í Reykjavík um viku- tíma. Hann fór utan með Loftleiðaflugvél í morgun. Mbl. hitti sendiherrann snöggvast að máli í gær. Sagðist hann að jafnaði koma hingað til lands tvisv- ar á ári en hann hefur verið sendiherra Iands síns í Osló sl. 4 ár. Að þessu sinni hefði hann rætt hér við marga stjórnmálamenn, þeirra með- al Bjarna Benediktsson for- sætisráðherra og Emil Jóns- son utanríkisráðherra. Einn- ,Nú er mér alveg sama, mér finnst það bara gaman' segir ung stúlka, sem á afmæli aðeins 4. hvert ár f TILEFNI þess að nú er hlaupársdagur 29. febrúar datt okkur í hug að hitta nokkra krakka að máli, siem eiga afmæli fjórða hvert ár. Alltaf eru afmælisdagar til hlökkunarefni hjá krökkum, og hvað skyldu þeir krakk- ar gera sem missa af raun- verulegum afmælisdegi í 3 ár í röð. Við töluðum við nokkra krakka, sem eiga af mæli 29. febrúar. Við ræddum fyrst við Re- bekku Kristínu Guðnadóttur. — Hvenær ert þú fædd, Rebekka? — Ég er fædd 29. febr. 1956 á Flateyri. — Ertu búin að eiga heima lengi í Reykjavík? — Nei, ég er búin a«5 eiga heima í Reykjavík í tvö ár. Ég átti heima tvö fyrstu ár- in í Reykjavík, en síðan í 8 ár á Suðureyri við Súganda fjörð, og svo flutti ég afí- ur til Reykjavíkur. — Hvenær heldur þú upp á afmælisdaginn, þegar hanr. er ekki á dagatalmu. — Ég held upp á hamn 28. febr. — Hvernig heldur þú upp á afmælið? — Ég býð alltaf stelpum í 1 mínum bekk og við förum í ýmisa leiki. fáum kakó og kökur og skemmtum okkur. — Hvernig finnst þér að vera þriggja ára miðað við raunverulegan afmælisdag? — Mér þótti það leiðinlegt fyrst, þegar ég skyldi ekki af hverju minn afmælisdag- ur kom ekki á hverju ári eins og hjá flestum öðrum, en nú er mér alveg sama, mér finnst það bara gaman. — Er eitthvað sérstakt, sem þig langar til að fá í af mælisgjöf? — Nei, ekkert sérstakt held ég. Ég á eiginlega ailt sem ég hef áhuga á. Rebekka Kristín Guðnadóttir Sigurður Jónsson Því næst rabbaði Sigurður Jónsson við okkur. — Hvenær ertu fæddur, Sigurður? — Ég er fæddur 29. febr. 1956. — Hvernig finnst þér að eiga þriðja afmælisdaginn þinn 12 ára gamall? — Mér finnst það allt í lagi, það er bara skemmti- legt. — Heldur þú ekki alltaf upp á afmælisdaginn. — Jú, ég hef alltaf gert það svona þega.r bezt hent- ar, en ég ætla ekki að gera það núna. — Af hverju, — Það stendur illa á heima núna, en ég missi Einar Ölafsson. samt ekkert af afmœlisgjþf- inni. — Þér er sem sagt alveg sama þó að þú eigir ekki al- vöru afmælisdag á hverju ári? — Já, já, mér er alveg sama. Við ræddum að lokum við Einar Ólafsson. — Hvenær ert þú fæddur, Einar? — É er fæddur 29. febr. 1956. — Núna ert þú fæddur á hlaupári, hvenær heldur þú upp á afmælið þegar 29. febr. er ekki í al'manakinu? — Þá held ég upp á af- mælið 28. febr. — Hvernig finnst þér nú að vera þriggja ára miðað við raunverulegan afmælis- dag? — Ég veit ekki hvað skal segja, maður verður bara að taka því. Mér er alveg sama úr því að hldið er upp á af- mælisdaginn annan dag. — Hvernig heldur þú upp á afmælið? — Bara eins og venjulega. Ég býð strákum og það er eitthvað fjör og við fáum kók og pulsur, kakó og brauð. — Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að fá í af mælisgjöf? — Nei, ekkert sérstikt ég á allt sem ég hef áhuga á. ig hafði hann hitt að máli menn úr stjórnarandstöðu- flokkunum. Ég vil gjarnan fylgjast sem bezt með því sem gerist á ís- Jón Sigvaldasson landi, sagði sendiherrann. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að koma hingað oft og ræða við marga menn. Mér fannst ánægjulegt að mæta á fundi hjá Rotaryklúbb Reykjavíkur en þar flutti ég erindi um ein- ingu Kanadamanna. Einnig sat ég bo’ð forseta Islands að Bessa- stöðum. Hafði heimsókn de Gaulle og ummæli hans um frjálst Que- beck veruleg óhrif í Kanada? Það held ég ekki. Ummæli de Gaulle vöktu hins vegar mikla athygli út á við og drógu at- hygli heimsins að sambúð fransk ættaðra manna og engilsax- neskra í landinu. Eru nokkrar líkur til þess að til óeiningar dragi milli hinna tvegja þjóðarstofna, sem byggja Kanada? Það held ég ekki. Kanada skiptist eins og kunnugt er í 10 fylki. Níu þeirra eru enskumæl- andi en eitt frönskumælandi. En í enskumælandi fylkjunum er iögð vaxandi áherzla á kennslu í frönsku. Sérstök nefnd lagði m.a. til að franska verði kennd í öllum fylkjunum. Ég er sannfærður um að Kanada- menn munu framvegis sem hinga'ð til verða samhuga þjóð, segir sendiherrann að lokum. Jón Sigvaldason er eins og íslendingum er kunnugt íslenzk- ur í báðar ættir. Foreldrar hans eru ættaðir úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Sjálfur er hann fæddur í Kanada. En hann talar ágæta ís- lenzku og er vel að sér í ís- lenzkri sögu að fornu og nýju. Hér á landi á hann einnig fjölda vina og kunningja. Sérréttii yfir- matsveinsins SÉRRÉTTIR yfirmatsveinsins, .og annar herramannsmatur, (1.) heitir bæklingur eftir Ib Wessmann, yfirmatsvein í Nausti. Er bæklingur þessi nú fáanlegur í matvörubúðum. Út gefandi er ábm. er Óskar Lárus sion. Prentun og litgreimingu hefur Graiffk hf. annazt. Mynd- ir tók í Nausti, L. Þ. Myndiðn, Efni er margvíslegt, s.s. kjöt- réttir, fuglar, fisk og síldarrétt- ir, grænmetis- og ábætisréttir, sósur. Fjíldr mynda prýðir bæklinginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.