Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1968 23 Þóroddur Th. Sigurðsson, vat nsveitustjóri, bendir út í Elliðaárnar, þar sem rörin úr nýju vatnsleiðsluni liggja. M. Ól.K .M. - MILLJÖNATJÓN Framlhald af bls. 32. flóð koma. Þá var sýnilegt að flóðið í ánum, sem í vatnið falla, var tekið að minnka. f gær hafði verið sprengt dá- lítið skarð við suðurenda Ár- bæjarstíflunnar til þess að greiða jfyrir vatnsrannslinu þar og jreyna að fprða því að stíflan brysti. Þegar skarðið myndaðist í Elliðavatnsstífluna var vatns- 'flaumurinn svo gífurlegur að •þetta skarð í Árbæjarstíflunni Istækkaði að miklum mun, en íeinmitt þar liggja vatnsleiðslurn lar fyrir meginhluta Reykjavíkur tborgar. Þær eru nú í hættu ívegna þess að jarðvegur hefir grafizt frá þeim, en fari svo að !þær gefi sig má búast við mikl- 'um skorti á köldu vatni í Reykj !avík. Það verður þó strax farið jað vinna að því að fylla í þetta fskarð til þess að freista þess teð bjarga vatnsleiðslunum. ! Nú er svo komið að vatns- íborðið hefir fallið um rúma tvo 'metra í Elliðavatni og nálgast !að allt uppistöðuvatnið sé runn- 'ið brott, myndast þá jafnt sí- Irennsli með því að sama magn 'fellur í vatnið og úr þv.í ! Þegar Elliðavatnsstíflan brast !í morgun varð flóðið svo mikið, teð það braut um 20 m. langan !grjótvarnargarð, sem er hér ofan !við aðalspennistöðina og flæddi teokkuð inn á svæði það, sem teún stendur á. ! í gær var fengin 30 tonna jarðýta til að breyta rennsli ár- innar, þannig að verja mætti húsin hér, en þó flæddi hér inn í stöðvarhúsin. Gegnir furðu hve giftusamlega tókst að breyta ár- farveginum, þótt ekki hafi með öllu tekist að bægja flóðinu frá. Austan við spennistöðina var bíl vegur á grjótvarnargarðinum og tók hann af er garðurinn brast. Má telja mikið lán að ekki urðu skemmdir á möstrum og öðrum tækjum í spennistöðinni, en hún er aðalspennistöð fyrir Reykjavík, Ha-fnarfjörð, Reykja- nes, Mosfellssveit og Kjalarnes, Framh. af bls. 14 fl’okkar að ná stjómmlálayfir- ráðum. H'ver þeirra uim sig gerði tilraun til þess að stofna eigið ríki, sem ekki væri í tengslum við samlbandsríkið. ÖHuim mistókst það og eng- inn þessara ættfl'okka getur ásakað hina um neitt, sem þeir eklki reyndu sjálfir að framkvæma. Biafra hefur þegar í reynd foeðið ósi'gur. Það sem unnt er að bjarga, eru þau ré'ttindi, isem Ibounum iber. Það er ólhj ák'viæmilegt að k'oma á sfátt um, einkum vegna þess að styrjöl'din hefur sýnt, að ein- ing Nigeriu er allt amnað en einnig í sambandi við Andakíls virkjun. Hættan er nú að mestu liðin hjá, en mikið verk framundan að gera við hinar stórfelldu skemmdir, sem ómögulegt er að segja hve miklar eru. Byggja þarf nýja varnargarða í Elliða- árnar til verndar stöðvarhúsun- um og aðalspennistöðinni, gera við stíflur og svo á vatnsveitan stór verkefni framundan, þar sem hin nýja leiðsla hennar hef- ir gereyðilagst, þar sem hún liggur yfir árnar, sagði Ingólf- ur að lokum. Þar sem við stóðum úti við Elliðaárnar fyrir ofan aðalspenni stöðina hittum við Þórodd Th. Sigurðsson vatnsveitustjóra. Var toara á yfn’borðinu. Það sem nú s'kiptir m'áli í. reynd, er ek'ki, h'v'ort Biafra tekst að 'stofna eigið ríki, iheldur hvort unnt sé að sam- eina Nigeriu að nýju. Ein- bvers konar sameini'ng virð- ist clhjláikvæmileg. Spurning- in er, með hvaða hætti það á að verða; hvort það eigi að Hkjast Indlan'di eða Sviss um innbyrðis samiband. Við úr- lausn þessa vandam'álsí hlýtur framtíð Iboanna að skipta miklu máli. Ótti, tortryggni og misskilningur Ihlýtur áfram að verða þar miikill iþröskuldur í vegii, en sá þrö'sk uldur er ekki óiyfirstíganleg- ur. hann að kanna skemmdirnar, sem orðið hafa á nýju vatns- leiðslunni til borgarinnar. Hann sagði okkur, að þar hefði verið um aðalæðina til borgarinnar að ræða. Úti í ánni lágu á víð og dreif 80 cm. gild vatnsrör, sem áin hafði rifið með sér. Rör þessi höfðu verið grafin tvo metra undir farveginn og sprengd þar niður í hraun og grjót. Samt fékk ekkert staðist fyrir afli vatnsflaumsins. Vatnsveitustjóri sagði að ekki væri um annað að ræða en grafa þennan 150— 200 metra kafla niður á ný og steypa rörin í heilt. Er það mik- ið verk og hætt við að liðið verði fram á vor áður en það verður gert. Það var raunar til- viljun ein sem réði því, að ekki var nú þegar búið að tengja þessa nýju aðalæð. Hefði svo verið væri Reykjavík nú vatns- laus og tæki að minnsta kosti sólarhring að koma vatni á aft- ur. Frá Elliðaárstöðinni héldum við upp að stíflu og við okkur blasti sundurslitin vatnsæð sú er liggur úr borholunni rétt sunnan við árnar nokkuð neðan við Árbæjarstífluna. Uppi við vatnsveitubrú var verið að gera við skemmdirnar á veginum og sunnan brúarinn- ar stóðu vatnsveiturörin ber upp úr veginum. Niður við Árbæjarstífluna að vestan gat að líta viður,styggð eyðileggingarinnar, þar sem vatnið fossaði gegnum nokkurra metra breitt skarð, en í flaumn- um lá rafmagnsstaur og hélt raf- línan honum í straumkastinu. Þarna sá einnig í vatnsleiðslurn- ar og má ekki mikið útaf bera svo þær bresti, en það þýðir vatnsskort í Reykjavík. Eins og sjá má af þessu hefir ISiýr ritstjóri sveitastjórnar- mála UNNAR Stefánsson, viðskipta- fræðingur, hefur tekið við rit- stjórn Sveitarstjórnarmála. Hann lauk stúdentsprófi 1954 og kanidídatsprófi í viðskipafræð- um 1959. Innbrot unglinga í GÆR stóð lögreglan unga drengi að því að brjótast inrí í reiðhjólaverzl. Fáfni á horni Grettisgiötu og Klapparstígs. Sá kona í næsta húsi til þeirra og gerði lögregiunni að'vart. Var einn 13 ára drengur þar enn inni, er lögreglan kom á vett- vang. eyðileggingin af völdum flóð- anna orðið gífurlegt, en þó er langt frá að öll kurl séu komin til grafar enn. - BORGA RFJÖRÐUR Framlhald af bls. 1. gömlum ís. Skúli kvað símasambandslaust við ýmsa bæi ofar í Borgarfirði og frétt hafði hann af einum símastaur, sem brotnað hafði. Rafmagnslaust var í gærmorgun fram á 11. tímann og biðu menn almennt með mjaltir í þeirri von að rafmagn kæmi. Þó voru bænd ur, sem flestar kýr hafa, farnir að handmjólka. Mjólkurflutning ar voru allir miklum mun seinni svo að rafmagnsleysið kom ekki að sök hvað það snerti. Þó munu mjólkurbílar úr Norðurárdal og Hálsasveit ekki hafa komizt aft- ur til Borgarness, vegna flóð- anna í Hvítá. Nemendur tepptir í Fornahvammi Villhjálmur Einarsson, skóla- stjóri í Reykholti tjáði Mbl. að nokkrir nemendur skólans hefðu farið í Fornahvamm til þess að taka þátt í skíðanámskeiði, sem skólinn hefur gengizt fyrir þar. Er einn bekkur þar veðurteppt- ur og hefur orðið að gista þar í nótt. Við Hvamm í Norðurárdal var svo mikill straumur á veginum í gær að Vegagerðin treysti sér ekki með veghefil til þess að ryðja ís af veginum, en í gær tókst þó að hjálpa stórum bíl- um þar yfir. í gærmorgun fóru farþegar með áætlunarbíl frá Reykholti og var förinni heitið til Akraness. Bifreiðin komst þó ekki nema að Hesti við Gríms á, því að áin flæddi þar yfir veginn. Varð því að ferja far- þegana yfir að öðrum bíl, sem kom til þess að sækja fólkið, og var notaður til þess gúm- bátur. Efri vegurinn um Staf- holtstungur til Borgarness var þó orðinn fær í gærkvöldi. Vilhjálmur sagði að í gærdag hefði byrjað að snjóa í Reyk- holtsdal og var kominn 10 til 25 cm jafnfallinn snjór á jörðu. Einar E. Gíslason bústjóri á Hesti kvað veginn þar ekki hafa skemmst þrátt fyrir flóðið. Hins vegar sagðist hann hafa frétt um miklar skemmdir á vegum við Hvítárbakka, Árbakka og hjá Stafholtsey. Á mörgum fleiri stöðum var algjörlega ófært, þar til vegheflar höfðu fjarlægtklak aframburð ánna af vegunum. Einar sagði að þetta væri mesta klakastífla, sem myndast hefði á Hólmavaðinu, sem hann myndi eftir. Hins vegar hefði flóð oft orðið eins mikið og nú, þótt þetta væri sérlega mikið flóð. Bjóst hann við að mikið tjón væri á girðingum, þótt það væri ókannað enn. Einar fór í fyrradag að Hvítár bakka, en þar er tamningarstöð Hrossaræktunarsambands Borgar fjarðar. Flóðið náði þá nærri að húsunum og var erfitt að hemja hestana er þeir voru fluttir á brott og náði vatnið þeim í kvið. Hann sagði að ofarlega í Lundar reykjadal, við Lund og Stálpa- staði hefði flóðið verið það mikið að jakar hefðu komizt í tún- jaðra. Er þó við eðlilegar að- stæður langt í ána. - GRIKKLAND Framihald af bls. 1. sýnt heilsteyptan og fullkomimn st'uðning við þær grundvallar-. reglur, sem bandalagið byggist á og hefur lagt sameiginlegum imál'stað bandalagsrí'kjanna heils ihugar lið“. George Papad'opoulos, forsætis ráðherra, hélt einnig ræðu og lagði á'herzlu á nauðsyn sam- iheldni innan bandalagsins og sagði, að Grikkir tryðu í e.'.n- lægni á anda þess. „Enda þótt Grikkir séu friðelskandi þjóð, neyðast þeir til þess að 'hafa það í 'huga, að einungis eining og samlheldni getur skapað nauð- synleg sikilyrði friðsamlegra framfara og velmegunar. Trú vor á bandalagið er óihaggan- leg“, sagði forsætisráðherra Grikklands. — Erlent yfirlit Framh. af bls. 15 fyrir krc'kaleið til að kcmiast inn í bandalagið þr'átt fyrir mótistöðu de Gaulles. Nú hafa Vestur-Þjóðverjar 'brugðizt þeim, og ástæðan er irmeðial annars sú að þeir óttast að aðild Breta að Efnalhagslband- laginu geti orðið því efnahags- leg -byrði. Einnig óttast Vestur- Þjóðverjar að tilgangur Breta með umsókn sinni sé frerour pólitískur en efnahagslegur, þar sem þeir keppi að því að verða fiorysturíki Evrópu. AUt -bendir nú til þess, að nýj-ar d'eilur muni rís-a upp með Bretum og Frökk- um. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍIVll lO.IQD Vatnsflaumurinn í aðalspenni stöðinni. — Utan úr heimi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.