Morgunblaðið - 29.02.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1968
13
Áttræ&ur í dag:
Einar Guðmundsson
HINN 29. fefcrúar árið 1888
fæddist þeim hjónunum Stein-
unni Sveinbjarnardóttur og Guð
mundi Jóhannessyni, bónda í
Skáleyjum á Brei'ðafirði, sonur,
er í skírninni hlaut nafnið Einar.
í dag, 29. febrúar 1968, hefur
þessi síungi sveinn lifað 80 ár,
enda þótt þetta sé aðeins 20. af-
mælisdagurinn hans.
Hvort sem það var nú fyrir
glettni örlaganna eða af ein-
hverjum öðrum ástæðum að fæð
ing hans bar upp á hlaupársdag-
inn, hlýtur sú spurning að
vakna í hugum þeirra, er við
hann eiga orðræður, hvort þessi
hvíthærði öldungur gæti ekki í
raun og veru verið aðeins 20
ára a'ð aldri. Svo skýr er hugs-
un hans og hnyttin tilsvör, en
úr augunum skín hýra og
glettni hins lífsglaða manns,
þótt andli'tið sé að öðrum þræði
rist rúnum langrar ævi.
Einar ólst upp í Skáleyjum
hjá foreldrum sínum, þar til fað-
ir hans dó, en síðan hjá móður
sinni unz hún hætti búskap, en
þá gerðist hann vinnumaður hjá
Skúla Bergsveinssyni, er tók við
búi í Skáleyjum af móður hans.
Ungur að árum réðst Einar
íil útróðra undir Jökul með
Sveini Jónssyni, mági sínum.
Ekki mun hann þó hafa hugsa'ð
sér að gera sjómennsku að ævi-
starfi sínu, þó sú yrði raunin,
því hann hóf fljótlega smíðanám
hjá Alexander Valintíusyni í Ól-
afsvík og lauk því námi á til-
skyldum tíma. Skömmu síðar
fluttist Einar til Reyðarfjarðar
og stundaði bæði smíðar og sjó-
mennsku, var meðal annars há-
seti á e. Vestra og síðar á Sterl-
ing og þegar gamla Esia hóf
strandferðir hér réðst hann sem
timburmaður þangað og sigldi á
henni alla hennar tí’ð, og svo á-
fram á nýju Esju og síðast á
Heklu, en þar var hann, þar til
er hann hætti á sjónum nær sjö-
tugur að aldri.
í þessu rabbi er aðeins stiklað
á stóru, enda ekki ætlunin að
skrá neina ævisögu, og enn síð-
ur að syngja neina lofsöngva.
Ég þykist þekkja svo Einar
Guðmundsson að honum væri
lítill greiði gerður með slíku.
Hann hefur aldrei verið maður
auglýsinga.
En eitt er þó um hann, sem
ekki verður þagað um með öllu,
en þa'ð er ást hans á bókum.
Einar hefur um langan aldur
lagt stund á bókasöfnun og á nú
mikið og vandað bókasafn.
Grunur minn er, að í þessu
starfi hafi hann kostað öllu til
og sýnt bæði þekkingu og frá-
bæra natrii og jafnvel forðað
ýmsu frá glötun, sem óvíða mun
finnast. Hefur hann í þessu sýnt,
mér liggur við að segja, ótrúlega
kunnáttu og jafnframt smekk-
vísi. Enda er hann víðlesinn og
margfróður. Ætla ég, að ekki
muni margir finnast með hans
aðstöðu, sem afreka'ð hafa meiru
á því sviði.
Einar er kvæntur Steinunni
Beek og eiga þau þrjú börn á lífi
og fimmtán barnabörn.
Ég vil á þessum tímamótum
nota tækifærið og flytja Einari
frænda mínum, þakklæti mitt og
fjölskyldu minnar um leið og ég
árna honum, konu hans og böm-
um allrar blessunar. Og grunur
minn er sá, að stór mundi sá
hópur, sem í dag vildi gjarnan
þrýsta hönd þessa aldna heið-
ursmanns í hljóðri þökk, hvort
heldur er fyrir langa eða
skamma samfylgd.
Theodór Daníelsson.
UarÍMÍarhurÍir
I l\l IM I
L T I
BÍLSKÚRS
HURÐIR
^ ■•ÆBWiaiW
ýhhi- & 'Ktikurtir H. □. VILHJÁLMSSDN
RANARGDTU 12. SIMI 19669
Akureyri og nœrsveitir
VARÐAR-KJÚRBINGÚ
Varðar-kjörbingó í Sjálfstæffishúsinu sunnudaginn 3. marz hefst kl. 20.30 stund-
víslega. Dansaff á eftir til kl. 01.
• Stórglæsilegir kvöldvinningar frá Valbjörku, til sýnis í verzlun VaLbjarkar.
• Spilað um framihaldsvinning: Sjónvarpstæki, ísskáp, sjálfvirka þvottavél,
gólfteppi frá Álafossi, 16 daga páskaferð til Spánar m-eð Útsýn (fyrir einn) eða 7
daga ferð til Kaupmannahafnar og London með Sögu (fyrir tvo).
Affgöngumiffasala í Skrifstofu Sjálfstæffisflokksins, Amaro-húsinu, sama dag kl.
14—15, og frá kl. 19 í Sjálfstæffishúsinu.
VÖRÐUR FUS.
CLUCCATJALDADCILD
Nýkomið glæsilegt úrval af gluggatjaldaefnum.
Stóresar i mörgum gerðum.
Ull og dralon i glæsilegu úrvali.
Rúmteppi og gluggatjaldaefni i sömu litum.
Mesta úrval i allri borginni.
Austurstrœti 22 — Sími 16180
Heildregin rör trá 3j8",
suðubeygjur frá 3j4',
Tœkni M.
Súðavogi 9. — Sírai 33599.
Orðsending
frá Coca-Cola verksmiðjunni
Samkværat ákvörðun verðlagsnefndar er
smásöluverð á Coca-Cola nú svo sem hér
segir:
Coca-Cola minni flaskan kr. 5,25
Coca-Cola stœrri flaskan kr. 7,00
Verksmiðjan Vífilfell hf.