Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 1
32 SIÐUR OG SUNNUDAGSBLAÐ fti>r^«iMaMI* 119. tbl. 59. árg. LAUGAKDAGUR 29. MAI 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kjósendur beiti valdi sínu af kostgæf ni og íhugun — Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja Örugga st j órnar stef nu - Viðtal við Jóhann Hafstein, forsætisráðherra „ÞAÐ kymii að hafa mest áhrif í þessum kosningum, að al- menningur hefur fundið, að Sjálfstæðisflokkurinn er kjöl- festan í þjóðfélaginu. Hann hefur veitt örugga stjórnarfor- ystu um trausta stjórnarstefnu í 12 ár. Fólk veit hvað það kýs, þegar það kýs Sjálfstæðisflokkinn, en hvað kynni að taka við hjá öðrum flokkum eftir kosningar? Myndu þeir halda áfram að klofna eða myndu þeir búa til eitthvert bandalag og á hversu traustum grunni væri það reist? Um það veit enginn. Kjósendur hafa mikið vald á kjördegi. Ég vænti þess eins, að þeir beiti því valdi með íhugun og kost- gæfni," segir Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, í viðtali, sem Morgunblaðið birtir við hann í dag um þingkosning- arnar, sem fram fara eftir tvær vikur og viðhorfin í kosn- ingabaráttunni. í viðtali þessu lýsir Jóhann Hafstein því yfir, að hann telji óráðlegt að hætta verðstöðvun í einu vet- fangi, en að réttast sé að feta sig út úr henni í áföngum. Ef engin breyting yrði á verðstöðvun til áramóta, er talið að það myndi kosta ríkissjóð 130—150 milljónir króna. í viðtalinu skýrir forsætisráðherra frá því, að verði Sjálfstæðisflokkurinn áfram í stjórnarforystu að kosningum loknum, muni hann beita sér fyrir viðræðum við fulltrúa verkalýðs og vinnuveitenda um viðhorfin í haust og að sú 2% vísitöluhækkun launa, sem frestað var um 6 mánaða skeið, muni þá koma óhindruð fram. Viðtalið við Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, fer hér á eftir: — Fólk spyr þessa dagana, hvað gerast muni í haust, þeg- ar verðstöðvunartímabilinu á að ljúka. Hvað viljið þér segja um það, forsætisráðherra? — Menn geta verið alveg viss ir um, að það er engin ástæða til að ætla, að þá gerist undur eða stórmerki og a.m.k. er það alveg öruggt, ef Sjálfstæðis- flokkurinn heldur sínu forystu- hlutverki eftir kosningarnar 13. júní. Það, sem einfaldlega hef- ur gerzt með verðstöðvun, er, að frestað hefur verið vanda- máli, sem við blasti fyrir ára- mót, en það voru vixlhækkanir kaupgjalds og verðlags, sem leitt hefðu til stórfelldrar verð- bólgu, ef ekki hefði verið að gert. Til þessa vandamáls var stofnað með kjarasamningun- um í júnímánuði sl. Vegna verðstöðvunárinnar hefur verðlag yfirleitt verið stöðvað og þar af leiðir, að ekki lagðist á atvinnuvegina sú kauphækkun, sem 1. desember sl. hefði numið 7,5% í hækkaðri kaupgjaldsvísitölu. Hefði sú þróun, sem við blasti, haldið óhindrað áfram, var sú hætta yfirvofandi, að of mikill þungi hefði lagzt á atvinnuvegina, sem kynni að hafa leitt til sam- dráttar á ýmsum sviðum og minnkandi atvinnu. Það gagn- stæða hefur gerzt, að atvinnu- og viðskiptalíf hefur þróazt áfram í örum vexti. Samtimis er svo hin staðreyndin, að kaup máttur launanna er meiri en ella og það skiptir meginmáli i þessu sambandi. Atvinnuvegirnir og efnahags- kerfið er því betur undir það búið að kljást við vandann 1. september nk. en sl. haust. Þau 2% í vísitöluhækkun kaup- gjalds, sem frestað var í 6 mán- uði að greiða, koma þá óhindr- að fram, án þess að valda muni tilfinnanlegum vandkvæðum. Ég teldi óráðlegt að hætta verð- stöðvun í einu vetfangi og rétt- ast væri að feta sig út úr henni í áföngum. — Hvað kostar það ríkissjóð að halda verðstöðvun áfram til áramóta ? — Ef verðstöðvun er haldið alveg óbreyttri áfram, er talið að það kosti til áramóta um 130—150 milljónir króna. Fyrir þeirri fjáröflun var ekki séð á sl. hausti, en ég tel, að staða rikisjóðs sé svo sterk, að hann ætti að geta tekið á sig þá eða meiri byrði. Á tvennt er einnig að lita i þessu sambandi. 1 októ bermánuði kemur saman ný- kjörið Alþingi, sem eðlilegt er að taki framhaldið til meðferð- ar, en þá liggur væntanlega einnig fyrir niðurstaða kjara- samninga, sem eru lausir frá 1. september nk. — 1 sambandi við væntan- lega samninga um kaup og kjör hafa þær raddir heyrzt frá forystumönnum verkalýðsfélag anna, að meðlimir þeirra eigi rétt á verulegum kjarabótum vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Hvað viljið þér segja um það? — Opinberir starfsmenn voru orðnir langt á eftir og samn- ingagerð við þá hafði frestazt, en auk þess taka þær launa- hækkanir gildi í áföngum. — Má búast við því, verði Sjálfstæðisflokkurinn áfram í stjórnarforystu að kosningum loknum, að hann beiti sér fyr- ir viðræðum við verkalýðssam- Framhald á bls. 10. Jóhann Hafstein, forsætisráðhe rra, á skrifstofu sinnl í Btjórn- arráðinu í ffær. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) Mistök ollu slys- inu í Wuppertal Mesta járnbrautarslys í V-Í»ýzka- landi eftir stríð — 45 fórust — þar af 40 börn Wuppertal, 28. maí — NTB-AP TAUGASPENNTIR foreldrar fylltu grangra sjúkrahúsa í Wupp- ertal í Vestur-Þýzkalandi i dag í eftirvæntingrarfullri bið eftir vitneskju um, hvort börn þeirra, Flokksþingið í Prag: Itölskum kommúnistum meinað að taka til máls Hugðust fordæma innrásina Prag, 28. maí. NTB. SENDINEFND ítalska kommún- istaflokksins á þingi kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu, sem nú fer fram í Prag, hefur verið neitað um leyfi til þess að lesa upp orðsendingu frá flokki sin- um á flokksþinginu. Var þetta haft eftir áreiðanlegum heimild- um í Prag í dag og fréttin síðan staðfest af talsmanni kommún- istaflokksins i Róm. I þessari orðsendingu fordæm- ir ítalski kommúnistaflokkurinn enn einu sinni innrás Varsjár- bandalagsríkjannna fimm í Tékkóslóvakíu í ágústmánuði 1968. Var orðsendingin sýnd ráðamönnum innnan kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu, áður en hún skyldi lesin upp og var þá formanni sendinefndar ítalska kommúnistaflokksins, Sergio Segre, neitað um leyfi til þess að lesa hana upp á flokksþinginu. Talsmaður flokksins í Róm sagði í dag, að kommúnistaflokk- ur ítalíu héldi fast við þá skoð- un, að sjálfstæði sérhvers komm únistaflokks og sérhvers ríkis væri grundvallarþáttur í alþjóða hyggju kommúnista. Er ítalska sendinefndin sú fyrsta, sem meinað er að tala á þingi tékkó- slóvakíska kommúnistaflokks- ins, en sextíu erlendir fulltrúar hafa þegar tekið til máls á flokksþinginu. Sendinefnd brezka kommún- istaflokksins átti einnig í erfið- leikum með ræðu sína, sem send var fyrirfram til Prag og ákvað því að fara hvergi á flokksþing- ið heldur sitja heima. Þá hafa einnig borizt fréttir um, að full- trúar spánska kommúnista- flokksins hafi hætt við að sækja flokksþingið af sömu ástæðum. sem slösuðust í jámbrautarslys- inu í grærkvöldi, fengrju lifað slysið af. Þegar höfðu 45 manns — þar af 40 börn — beðið bana af völdum slysslns, en öll kurl voru ekki komin til grafar, því að 26 slösuðust til viðbötar, Bum- ir lífshættulegra. Slysið varð er farþegralest rakst á vöruflutn- ingalest i grennd við borgina Wuppertal í Ruhr-héraðimi. Lestirnar tvær skullu saman á fullri ferð, eftir að vöruflutninga lestinni hafði verið gefið grænt ljós um að halda áfram við Dahlerau-stöðina, um 8 km fyrir sunnan staðinn, þar sem árekst- urinn átti sér stað. Er þetta slys alvarlegasta járnbrautarslys, sem átt hefur sér stað í Veetur- Þýzkalandi eftir strið. Börnin voru á leiðinni heim ásamt kenn- urum sínum eftir skólaferðalag til Bjremen. Vöruflutningalestin ýtti far- þegalestinni, sem vai' með tveim- ur vögnum, á undan sér um það bil 100 metra leið, áður en lest- arnar stöðvuðust báðar. Þá var aðeins eftir brakið af báðum vögnum farþegalestarinnar eftir Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.