Morgunblaðið - 06.11.1973, Side 1

Morgunblaðið - 06.11.1973, Side 1
40 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 250. tbl. 60. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Rússar hafa margtvið 50 mílur aðathuga Tromsö, nóv. NTB. í GREIN, sem sovézkur haf- fræðingur, Vitali Tsapko, við hafrannsóknarstofnun- ina í Leningrad hefur sent blaðinu „Norðurljós" f Tromsö, segir hann m.a., að Sovétstjórnin muni hafa margt við það að athuga, ef Norðmenn grípi til þeirrar ráðstöfunar að færa einhliða út fiskveiðilögsögu sína. Grein þessi er svar við spurningum, sem blaðið sendi I maí sl. til sovézkra yfirvalda fyrir milligöngu sovézka sendiráðsins í Oslo og Tass-fréttastofunnar. Segretti fær sex mánuði Washington, 5. nóvember, AP. DONALD H. Segretti var í dag dæmdur i 6 mánaða fangelsi fyr- ir pólitísk skemmdarverk í barátt- unni fyrir forsetakosningamar 1972. Hann var einn starfsmanna nefndarinnar, sem vann að endur- kosningu Nixons forseta. Þungir dómar Austur-Berlfn, 5. nóvember. NTB. ÞRtR UNGIR Vestur-Þjóðverjar voru í dag dæmdir í sjö til llVí árs fangelsi í Austur-Berlfn fyrir að hjálpa fólki að flýja til Vestur- Berlfnar. Dómarnir eru taldir óvenju- harðir og bera vott um þann ásetning Austur-Þjóðverja, að leysa upp félög atvinnumanna, sem hjálpa fólki að flýja. lsraelskir hermenn f skotstöðu skammt frá Ismailia við Sdezskurð en friðargæzlumaður Sameinuðu þjóðanna fylgist með. Kissinger reynir að afstýra nýiu stríði ísraela og Araba Wasington, Karíó, Tel. Aviv. Parfs, 5. nóvember. AP. NTB. UTANRÍKISRAÐHERRA Banda- rfkjanna, Henry Kissinger, kom f kvöld til fyrsta áfangastaðarins á friðarferð til Arabalanda, Rabat, höfuðborgar Marokkó, þar sem stjórnvöldin höfðu undirbúið hlýjar móttökur. Kissinger fer seinna til Peking, en aðaltilgangur ferðarinnar er að finna varanlega lausn á deilum ísraels og Arabalanda. Hann hef- ur þegar átt viðræður í Washing- ton við forsætisráðherra íraels, frú Goldu Meir, utanríkisráð- herra Egyptalands, Ismail Fahmy og aðstoðarutanríkisráðherra Sýr- lands, Mohammes Zakoryat. Brýnasta verkefni Kissingers er að koma á samkomulagi um fram- kv. vopnahlésins og skipti á stríðsföngum. Auk Marokkó fer Kissinger til Túnis, Egyptalands, Jórdaníu og Saudi-Arabíu og síð an til Irans og Pakistans á leið- inni til Kína. Hann fer aftur til Bandarikjanna 15. eða 16. nóvember með viðdvöl í Japan. I Damaskus vildi sýrlenzki ut- anrikisráðherrann, Abdul Hal- im Khaddam, ekki útiloka þann möguleika í dag að Kissinger eða staðgengill hans, Joseph Sirico, færu þangað. Khaddam kvað Sýr- lendinga og Egypta andvíga bein- um samningaviðræðum við ísrael. Hann sagði, að ekki kæmi til mála Vilja endurskoða samkomulag um Færeyjaveiðar Einkaskeyti London. til Mbl. frá AP. SAMBAND skozkra togaraeig- enda hefur farið þess á leit við brezku rfkisstjórnina, að hún endurskoði drög þau að sam- komulagi um fiskveiðar Bretavið Stuðningsmenn yfirgefa Nixon Færeyjar, sem hún gerði við full- trúa Færeyja og Danmerkur. Seg- ir f málaleitun togaramanna, að verulegir erfiðleikar blasi við talsverðum hluta fiskiðnaðarins verði samkomulaginu ekki breytt. Samkvæmt samkomulagsupp- kastinu er tilteknum fiskimiðum við Færeyjar lokað á tilteknum árstímum og ársafh, sem brezkir togarar mega taka við Færeyjar, takmarkaður við 18.000 lestir á ári. Miðað er við 22.000 lesta meðaltali þeirra á siðustu fimm árum. Fulltrúar skozkra togara- Framhald á bls. 31 að koma á vopnlausu svæði í Sinai eða Golanhæðum og umræður um afsal kæmu ekki til greina. Frú Golda Meir sagði eftir heimkomuna frá Washington í dag, að viðræður hennar þar hef ðu sýnt, að Bandarikjam. væru enn vinir ísraels þótt enn ríkti ágreiningur um viss atriði. Aðal- umræðuefni hennar við banda- ríska ráðamenn voru skipti á stríðsföngum og afnám hafn- banns Egypta á Bad E1 Mandeb- sundi. t París afhenti sérlegur sendi- maður egypzku stjórnarinnar, Mohammes Hassan El-Zayyat, GeorgesPompidouforseta sérstak- an boðskap frá Anwar Sadat for- seta. Áður hafði Zayyat rætt við Michel Jobert utanríkisráðherra um hlutverk það, sem Vestur- Evrópa gæti gegnt í baráttunni fyrir að finna friðsamlega lausn deilumálanna. Zayyat sagði á blaðamanna- fundi, að Frakkar hefðu sérstöðu f augum Egypta og Arabaheims- ins vegna jafnvægis er rikti í st- efnu Frakka. Hann kvaðst sann- færður um, að Frakkar vildu rétt- látan frið, sem kæmist aðeins á með algerum brottflutningi frá öllum herteknum svæðum, og Framhald á bls. 31 Denver, Colorado, 5. nóvember. AP. ÖLDUNGADEILDARMAÐUR repúblikana frá Colorado, Peter H. Dominick, sneri f dag opin- berlega baki við Nixon forseta, ráðlagði repúblikönum að lýsa yfir þvf, að þeir væru óháðir Hvfta húsinu og skoraði á forsetann að láta í té alla vitneskju, sem snerti rannsókn Watergate-málsins. Dominick á sæti í stefnu- mótunarnefnd repúblikana í öldungadeildinni og hefur lengi verið traustur stuðningsmaður Nixons. Hann sagði, að þjóðin stæði andspænis alvarlegri kreppu vegna rýrnandi trausts hennar á getu forsetans til að veita forystu. Þingmaðurinn skoraði á þingið að flýta staðfestingu á tilnefningu Gerald Fords í embætti vara- forseta og sagði, að flýta ætti rannsókninni, sem Archibald Cox byrjaði á, án utanaðkomandi áhrifa. Þingið ætti þegar í stað að taka afstöðu til þess hvort það ætti að láta forsetann svara til saka. Annar öldungadeildarmaður repúblikana, Edward J. Gurney frá Florida hefur lagt fram áætl- un um „vopnahlé“ milli forsetans og andstæðinga hans. Samkvæmt áætluninni skal hinn nýi rannsóknardómari, Leon Jaworski, hafa algerlega frjálsar hendur!! FORSETINN SKAL AF- HENDA ALLAR HLJÖÐRITAN- IR; hlutlaus maður skal rannsaka gögn, sem snerta Watergate; þingið skal þegar í stað staðfesta tilnefningu Fords; leggja skal til hliðar allar tillögur um að þingið lögsæki Nixon þar til rannsókn er Framhald á bls. 31 Arabar draga úr olíuframleiðslunni Haag, Kuwait, 5. nóv. AP - NP-TB. Rfkisstjórnir á Vesturlöndum hafa nú til athugunar hvernig bregðast skuli við þeirri ákvörð- un Arabarfkjanna að draga svo úr olfuframleiðslu, að hún nemi að- eins 75% af þvf magni, sem fram- leitt var áður en styrjöld Araba og Israela hófst Hollendingar hafa hvatt til samræmdra gagn- ráðstafana aðildarríkja Efnahags- bandalags Evrópu og verður mál- ið reifað ýtarlega í Brússel næstu daga. Bandalagsríkin fá um 80% af olíu sinni frá Arabaríkjunum en til þessa hafa Hollendingar einir orðið fyrir verulegum óþægind- unt vegna afstöðu þeirra. Hafa Arabaríkin tekið fyrir olíusölu Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.