Morgunblaðið - 06.11.1973, Side 24

Morgunblaðið - 06.11.1973, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÖVEMBER 1973 Ráðherra með tagl og bláan augnskugga Ritt Bjerregaar fær sinn skammt af gagnrýni, og ef til vill heldur meira en margir aðrir, eftir að hún tók við embætti menntamálaráðherra í Danmörku. En hún lætur sem vind um eyrun þjdta þá gagnrýni, sem snýst um, að hún sé aðeins 32 ára gömul, noti bláan augnskugga, greiði hár sitt f sítttagl, sé smekklega klædd og framgjörn. __Persónugerð mfn er lítt áhugaverð, segir hún. Það, sem er áhugavekjandi, er afstaða min til þeirra mála, sem égsem menntamálaráðherra fjallaum. Ritt játar, að henni hafi þótt það dálítið yfirþyrmandi, þegar gert var út um það á fimmtán mínútum, að hún skyldi verða menntamálaráðherra. Vinnudagurinn er langur, frá klukkan 8 á morgnana til miðnættis, en hún er ekki óþreytt, eins og halda mætti áhuginn sé til þess, að úthaldið endist. SATO SÍÐHÆRÐUR Eisaku Sato, fyrrverandi for- sætisráðherra Japans, ræddi við erlenda fréttamenn á dögunum og var heimspekilega þenkjandi. Hann sagði, að það, sem land hans þarfnaðist, væri „mikil siðfræði- leg bylting". Hann lýsti vonbrigð- um sínum yfir því, hvað æskulýð Japans gengi illa að hafa í háveg- um gott siðferði, ræktarsemi við foreldra, heiðarleika og tryggð. Þetta virtist hörð ádeila á ungu kynslóðina, svo að Sato, sem er 72 ára gamall og síðhærðastur japanskra þingmanna, var spurð- ur, hvort hársídd hans væri ekki í mótsögn við skoðanir hans. „Manneskja," sagði, hann, „sem komin er yfir sjötugt og hefur ennþá svo mikið hár að geta látið það ná þessari sídd, ætti að bera það með stolti. “ STORMAÐI tJT Sovézka skáldið Yevgeny Yevtushenko stormaði út úr blaðamannafundarsalnum á flug- vellinum í Sidney í Ástralíu á dögúnum, þegar bandaríski golf- leikarinn og háðfuglinn Lee Treyino og hjörð golfunnenda gengu inn í salinn. Trevino sagði um þetta: „Mig langaði heldur ekkert til að tala við hann. Andsk..., ég kann ekki einu sinni að stafa.“ Lee kom til Astralíu til að taka þátt í golfkeppni. EKKIBOÐIÐ í BBULLAUPIÐ Hertogaynjunni af Kent hefur ekki verið boðið að vera við hjónavigslu Önnu prinsessu og Mark Phillips. Talsmaður Buckingham-hallar hefur sagt um þetta: „Okkur var aðeins sagt, að henni hefði ekki verið boðið. Ég get ekkert meira sagt.“ Egypzku hermennimir eru skrafhreifnir, þegar konuna i hvítu fötunum ber að garði. Þeir segja henni frá bardögunum, sem þeir tóku þátt í á Sinai-skaganum, hvemig þeir fórnuðu sér fyrir föðurlandið. Konan í hvítu fötunum hlustar á af athygli; stríðið við ísraelsmenn mun ráða svo miklu um framtíð eiginnanns hennar. Ef Egyptar vinna stóra sigra, hefur hann treystst í sessi; ef Egyptartapa hins vegar, eins og í sex daga stríðinu, fer ekki hjá því, að völd hans og virðing þverri að einhverju eða jafnvel miklu leyti. Hann er Anwar Sadat; konan í hvitu fötunum er frú Jihan Sadat, forsetaf rúin egypzka. LEIFUR, PÁSKAEYJAN OG MANNLlF í SOVÉT EFNI SJÓNVARPSÞATTA LINKER-FJÖLSKYLDUNNARI BANDARÍKJUNUM Hal Linker og fjölskylda hans, Halla og David, hafa nú hafið vetrardagskrá sína í bandarfskum sjónvarpsstöðvum með þætti um Island, sem nefndist „Víkingarnir frá landi Leifs Eirikssonar“. .áttur- inn var sýndur 7. október sL, tveimur dögum fyrir Dag Leifs Eiríksson- ar í Bandaríkjunum, til þess að vega upp á móti tilraunum stórra norskra samtaka í Los Angeles að undanförnu til að gera Leif að norskum landkönnuði. I þætti Linker-fjölskyldunnar var lögð áherzla á islenzkt þjóðerni Leifs og íslenzku þjóðina, og hlaut þátturinn góðar viðtökur. Linker-fjölskyldan fer á hverju ári í kvikmyndunarleiðangur, og í ár var haldið til þriggja vikna dvalar á Tahiti, Bora-Bora og öðrum frönskum Kyrrahafseyjum, og fylgzt með Bastilludagshátíðahöldun- um. Franski þjóðhátfðardagurinn er 14. júlí, en á frönsku Kyrrahafs- eyjunum standa hátíðahöldin í raun i tvær vikur eðalengur. Frá Tahiti hélt Linker-fjölskyldan trl Páskaeyjar til að kvikmynda dularfullu steinstytturnar, sem fundizt hafa þar hundruðum saman. Þegar fjölskyldan var komin aftur til Los Angeles barst henni einstætt boð frá sovézkum stjórnvöldum um að heimsækja iandið og kvikmynda, hvar sem hún vildi. David var farinn aftur í skólann, er á öðru ári í læknanámi, og gat ekki f arið með foreldrum sínum, en Hal og Halla lögðu af stað siðla í september í þriggja vikna heimsókn til fjarlægra staða, sem þau höfðu sjálf valið. Þau heimsóttu Síberíu, Uzbekistan í Mið-Asiu, Azerbaijan við Kaspíahafið, Armeníu og Georgíu, þar á meðal borgimar Irkutsk og Novosibirsk, Síberíujárn- brautina, Tashkent, Samarkand, Bokhara, Baku, Yerevan, Tbilisi, Batumi, Sochi og Yalta. Kvikmyndunin heppnaðist mjög vel og náðust einstæðar myndir af trúarathöfnum i kirkjum, Yom Kippurtrúarhátíð- inni í guðshúsum Gyðinga, skólum, verksmiðjum, dönsurum o.m.fl. mjög áhugavekjandi. Linker-f jölskyldan hefur nú kvikmyndað í 144 löndum heims. ást er . . . 6 io-í^ • • • að fara með henni á bekkjar- mót TM Reg. U.S. Pai. Ofí.—All figbts reserved 'C 1973 by lo» Angeles Tímes Hal, Halla og David Linker á Pðskaeyjunni f Suður-Kyrrahafinu. Um eitt þúsund einkennilegar steinstyttur eins og þessar, sem sjást á myndinni, hafa fundizt á eynni. Þær voru höggnar út fyrir mörgum öldum, en enginn veit í hvaða tilgangi þær voru gerðar. HÆTTA Á NÆSTA LEITI — Eftir John Saunders og Alan McWilliams Lee Roy segir Danny bróður sfnum frá nýja starfinu sínu og er hreykinn mjög. Stóri bróðir er hins vegar ekki eins hrifinn. Þú ert að grfnast er það ekki Lee Roy? Þetta er bara brandari. Nei mér en alvara Dan. Goldie Markee ætlar að senda myndina af mér til allra kvikmyndafram- leiðenda. (2. mynd) Það eina, sem vantar á hana er: AÐVÖRUN, talinn vera vopnaður og hættulegur. (3. mynd) Allt f lagi, hlæðu bara. Einn góðan veðurdag verður þú þekktur sem stóri bróðir Rock Ravens. Rock Raven Óó, ég held, að mér sé að verðaóglatt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.