Morgunblaðið - 06.11.1973, Side 12

Morgunblaðið - 06.11.1973, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÖVEMBER 1973 Watergate UM VÍÐA veröld hafa menn fylgzt með Water- gate málinu í Bandaríkjun- um og afleiðingum þess, ýmist með eftirvæntingu, aðdáun, kvíða eða hneykslan, allt eftir því hverjum augum menn hafa litið það, sem þar hefur gerzt. Eftirfarandi tvær greinar birtust samtímis fyrir nokkru í blaðinu Daily American. Þar láta tveir brezkir sagnfræðing- ar í ljós skoðanir sínar á málinu og reynast mjög svo á öndverðum meiði um kjarna málsins. Annar sagnfræðinganna er Hugh Trevor Roper, sem verið hefur prófessor í nútímasögu við Oxford háskóla frá því árið 1957. Hinn er A. L. Rowse, sér- fræðingur í sagnfræði tímabils Elizabetar I Englandsdrottningar og Shakespeare og ritverkum hans. Hann er starfandi við All Souls College í Oxford. Rowse hefur lengi haft mikinn og virkan áhuga á stjórnmálum og var eitt sinn í framboði fyrir brezka verkamanna- flokkinn. Báðir eru menn þessir kunnir af fjölda sagnfræðirita. Það er ekki út- lendinga að dæma um mál er varða frelsi þjóðar Eins og fjölmargir aðrir utan Bandaríkjanna hef ég reynt að fylgjast með Watergatemálinu úr fjarlægð — og þar sem ég er sagnfræðingur, reyni ég að sjá það í sögulegu samhengi. Ég veit að sjálfsögðu, að aldrei er hægt að setja fram fullkomnar sögulegar hliðstæður í neinum málum, því ávallt eru fyrir hendi mis- munandi smáatriði, sem kunna að skipta meginmáli og einungis getur verið um hliðstæðar að- stæður að ræða en aldrei hlið- stæðar manneskjur. Með þessum fyrirvara, verð ég þó að segja, að mér sýnist mál bandaríska forsetans eiga sér aug- ljósa hliðstæðu i máli Karls I konungs Englands. Árið 1635 lagði Karl I nýjan skatt á innsveitir Englands. Þessi skattur var kallaður „skipa- aurar". Aðalsmaður einn í Buckinghamshire, John Bandaríkjamenn mega ekki lamastjóm sína „ÉG ÞYKIST ekki vita tiund þess sem venjulegur Bandaríkjamaður veit um Watergatemálið enda þött ég hafi mánuðum saman fylgzt með því i sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum. En ég get gefið bandarisku þjóðinni vís- bendingu um skoðanir umheims- ins á því. Við erum þeirrar skoðunar — og ekki aðeins við Bretar heldur og ibúar Evrópu og annarra landa heims — að Bandarikjamenn hafi gengið of langt í þessu máli, gert alvarlega og ef til vill hættulega mikið úr þvi, rétt eins og þeir gera of mikið veður út af öllum hlutum. Þetta kann að hljóma óvinsam- lega. En ég bið lesendur að líta á þetta sem skoðun manns, er æfi- langt hefur veriðbundinn Banda- rikjunum vináttuböndum og ber velfarnað bandarísku þjóðarinnar mjög fyrir brjósti, ekki einasta vegna hennar sjálfrar heldur og vegna okkar allra á Vestur- löndum, sem erum henni háðir. Þar með er ég kominn að meg- inatriði málsins. Það eru svo ótal mörg mál mikilvægari Watergate, sem þarf að sinna á þessari stundu — þar er fyrst að telja flóknar og erfiðar samningaviðræður milli Banda- rikjanna og Sovétríkjanna, sem kunna að reynast forsendur heimsfriðar það sem eftir er þess- arar aldar. A þeim byggjast allar vonir okkar um, að létt verði af herðum okkar byrði kjamorkuvopnakapp- hlaupsins, sem vofir eins og dimmt ský yfir framtíð mann- kynsins. Fjölmargt byggist á niður- stöðum þessa viðkvæma en væn- lega ástands, á möguleikum bættra samskipta milli Austurs og Vesturs, sem bera með sér von um að haldið verði í skefjum ófriðarsvæðum á borð við Suð- Austur Asiu og Austurlönd nær. Þrátt fyrir þetta hafa Banda- ríkjamenn — á þessum tímum flókinna mála og vona — hætt að horfa á heiminn i heild og beint athygli sinni að innanríkistftálum. Hversu mikilvæg, sem þauTcunna að vera á heimavelli Bandarikj- anna, hljóta mál, er varða framtíð mannkynsins að hafa forgang. í einu tilliti hafa Bandarikja- menn verið afar lánsamir og virð- ast ekki gera sér grein fyrir því. Þrátt fyrir þessar flækjur, sem Bandaríkjamenn hafa gert það versta en ekki það bezta úr, hafa Rússar ekki notað tækifærið til raun ber vitni, — enda þótt þau hafi orðið að aðhlátri heims- manna og manna, sem hlakka yfir óförum þeirra. En nú er mál að linni og Bandaríkjastjórn fái frið til þess að sinna mikilvægari mál- um. Þriðja atriðið: Þar sem viðnálg- umst nu tveggja alda afmæli sjálf- stæðis Bandarikjamanna leyfist mér e.t.v. að gera smávegis að Eftir A.L. Rowse þess að klekkja á þeim og færa sér aðstæðurnar í nyt. Þetta sluptir miklu máli. Það sýnir, að þeim er alvara í að vilja betri samskipti við Bandariki og komast að samkomulagi, sem létt getur byrðunum af okkur öllum. Mál að linni. Þá kem ég að öðru atriði. Það er hörmulegt að veikja aðstöðu stjórnar — hvaða flokks eða litar sem hún er — á slíkum tímum samninga og möguleika, sem geta ráðið úrslitum. Það torveldar — ég vona aðeins, að það komi ekki í veg fyrir — að Bandaríkjamenn nái beztu mögulegu samningum, ekki aðeins fyrir Bandaríkin heldur og fyrir allan hinn vest- ræna heim. Það er okkur öllum hagur, að aðstaða Bandarfkjanna sé sem sterkust; að forsetinn — hvaða bandarískur forseti sem er hafi þjóð sína að baki sér, þegar hann reynir að tryggja framtiðarhags- muni hennar og öryggi okkar allra. Watergate hefur ekki orðið til neins annars en að veikja það. Það er blessun, að málið skuli ekki hafa náð að gera Bandaríkj- unum meiri skaða erlendis en gamni mínu — og segja, að allt frá 1776 hefur aldrei verið hægt að stjórna Bandarikjamönnum. Þessu fylgir þó nokkur alvara — sem sé, að Bandaríkjamenn hafa jafnan gert stjórnum sínum ákaf- legá erfitt fyrir um störf og tor- veldað þeim að einbeita sér að erfiðum heimsvandamálum, hvað þá að komast að niðurstöðu um hvernig bezt verði við þoim snú- izt. Bandaríkjamenn sýna stjórn- völdum sínum enga miskunn hvaða flokki sem þau tilheyra. Þeir gera ekki nægilega ráð fyrir og líta ekki með nægilegum þroska á þau óyfirstfganlegu vandamál, sem rikisstjórnir þurfa við að glíma nú á dögum, sérstak- lega rikisstjórnir lýðræðisríkja. Byrðar lýðræðisstjórna. Við verðum að athuga, að þrír fjórðu hlutar af tíma og orku lýð- ræðislegrar stjórnar fara í að sinna lýðræðislegum starfsað- ferðum; í starf vegna kosninga, fyrir kjósendur, í að tefla póli- tiskar refskákir, í að ryðja burt steinum, sem andstæðingarnir hafa lagt í götu þeirra, I að svara stöðugri og oft óábyrgri stjórnar- andstöðu. (Allir erum við hlynntir heilbrigðri og ábyrgri gagnrýni, þá skoðun hefur líka Nixon forseti látið i ljósi við mig.) En veitum einu eftirtekt. Slíkt og þvílíkt torveldar ekki störf ein- ræðisstjórna, hvorki stjórna Sovétríkjanna né Kína. Þær hafa frelsi til að hugsa um hvað ríkjum þeirra sé fyrir beztu, þegar til lengdar lætur, og hvernig bezt sé við okkur að eiga; hvernig við verðum helzt bundnir á bása og hvernig skuli ná hagstæðustum samningum — á meðan við sjálfir sköpum okkur erfiðleika og gerum stjórnum okkar stundum ófært að hafast að, lömum þær. Það mega Bandaríkjamenn ekki gera nú á þessum tímamótum. En sú hefur einmitt verið hættan af Watergatemálinu, — að það lami Bandarikjastjórn. Það er kominn timi til að taka fyrir það. Með hátiðahöld vegna sjálf- stæðisafmælis Bandaríkjanna á næsta leyti leyfi ég mér að ljúka þessu máli með einni mannlegri athugasemd. Hversvegna skyldum við svipta opinbert líf öllum betri tilfinningum? Sú byrði, sem pólitískir forystu- menn lýðræðisríkja þurfa að axla er allt að því óbærileg. Við ættum að sýna þeim skilning og samúð. Ég veit, að ég mundi sjálfur brotna niður undan streitu. Það væri Vesturlöndum hin mesta ógæfa, ef Nixon forseti kiknaði undan því nær óbærilega álagi, sem hann hefur orðið fyrir. Ábyrg gagnrýni er heilbrigð og góð, ofsókn er allt annað mál. Merkur frjálslyndur Bandarikja- maður, starfsbróðir minn, sagn- fræðingurinn Allan Nevins hefur sagt við mig „Það er Bandarikja- mönnum I blóð borið að fella stærstu blómin sín“. Þeir,_sem utan standa, hafa meiri yfirsýn yfir leikinn en þeir sem taka þátt i honum og sagn- fræðingur ætti að líta á hlutina í ljósi Iengri tima. Við höfum fengið nóg af Watergate. Leyfum nú Bandaríkjastjórn að sinna þeim málum, sem ráðið geta úr- slitum fyrir heiminn og virðast loksins vera að gefa hrjáðu mann- kyni einhverja raunverulega von. Hampden, neitaði að greiða skatt- inn og málið fór fyrir dómstóla. Af hálfu konungsvaldsins var viðurkennt, að skattur þessi væri nýr en lögfræðingar þess rök- studdu lögmæti hans með því, að hann varðaði öryggi þjóðarinnar; þeir héldu því fram, að konungur gæti teygt úr ramma laganna, þegar öryggi þjóðarinnar væri í veði og hann væri einn dómbær í slíkum málum. Þessar röksemdir toku dóm- stólar gildar en þjóðin ekki. Hún ieit á hugtakið „öryggi þjóðarinn- ar“ sem fyrirslátt I máli þessu. Þannig kom til stjórnarskrár- deilna, sem utanaðkomandi öfl kynntu undir unz þær leiddu til borgarastyrjaldar og byltingar. Oliver Cromwell komst til valda og Karl konungur missti höfuðið. Hliðstæðan við Watergatemálið liggur í því hve þúfan, sem svo stóru og mikilvægu hlassi velti, var lítil. Ensku konungssinnarnir héldu því fram, að skipaaurarnir væru smáatriði. Þeir væru ekki þungbær skattur. Dómarar höfðu lýst því yfir, að hann væri lögleg- ur. Það var viðurkennt, að hann hefði verið óhlutdrægt á lagður. Þeir reyndu að þrengja farveg deilnanna að þessari litlu lænu. Stuðningsmenn Nixons forseta myndu á sama hátt rekja yfir- standandi deilur í Bandaríkjun- um til Watergateinnbrotsins, sem vissulega var lítilfjörlegt mál í sjálfu sér. Hin raunverulegu ágreiningsefni En í báðum tilfellum standa hin raunverulegu ágreiningsefni ofar atvikunum, sem deilurnar kveiktu. Hið raunverulega ágrein- ingsefni í Englandi var ekki skipaauramir sjálfir heldur efling konungsvaldsins á kostnað þingræðisins. Eftir Hugh Trevor Roper „Hin pólitíska Þjóð“ Englendingar, sem hafði fylgzt með Karli um nokkra hríð, var orðin sannfærð um, að hann stefndi að alræði. Nokkrum árum áður hafði hann gert róttækar breytingar á stefnunni i utan- ríkismálum og leitað vináttu tveggja einræðiskonunga, Frakk- lands og Spánar, fyrrverandi fjandmanna sinna. Hann öfundaði þá af alræði hirða þeirra, sem fór vaxandi í sam- ræmi við tilhneigingar þess tíma. Hann leitaðist eðlilega við að hafa hag af þessum sömu tilhneiging- um og á árunum 1930—40 fékk hann tækifæri til þess. Honum tókst að koma á sköttum, fram- kvæma ýmis stefnumál og jafnvel heyja styrjöld án samþykkis þingsins. Þingræðisstéttirnar sáu, að tækist þeim ekki að stemma stigu við þessari þróun, kynni það að breyta eðli enskrar stjórn- skipunar. En hvernig gátu þeir stöðvað hann? Heildarstefna Karls I kunni að vera einræðis- kennd, en einstakar ráðstafanir virtust óumdeilanlega löglegar, þar til skipaaurarnir komu til sögunnar. Af þeim sökum sameinaðist andstaðan á þeim víg- velli, þröngum vígvelli — en hann gat ráðið úrslitum stríðsins. Þegar út í stríðið var komið urðu hinar ýmsu aðferðir og hinar vmsu aðilar, sem hlut áttu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.