Morgunblaðið - 06.11.1973, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÖVEMBER 1973
7
HÉR fer á eftir spil frá leiknum
milli V-Þýzkalands og Spánar I
Evrópumótinu 1973.
NorSur
S 7
H 10-9-6-3
T G-5
L 10-9-8-7-4-3
Vestur Austur
S D S A-K-10-9-8-4
H A-K-8-5 H G-7
T Á-K-D-10-8-7-3-2 T 6-4
L — L G-6-5
Suður
S G-6-5-3-2
H D-4-2
T 9
L A-K-D-2
Þýzki spilarinn, von Dewitz, sat
f vestri og suður opnaði á 1 spaða.
Hann var ekki lengi að ákveða sig
og sagði 6 tígla!!
Við hitt borðið voru sagnir
kerfisbundnari:
V N A
D P P
3 L P 3 G
4 G P 5 T
6 T Allir pass
Að sjálfsögðu unnust slemm-
urnar við bæði borð, en spurning
er, hvor aðferðin er betri. Við
fáum sennilega aldrei endanlegt
svar við þeirri spurningu.
EIIi minn — nú er komin vika
sfðan þú talaðir við mig.
Sjáðu hana tengdamömmu
þína Gfsli minn — hún er að
Skildu tfkallana eftir svo að ég
geti fengið mér reyktóbak.
DAGBÓK
BARMMA..
Þýtur í skóginum
— Eftir Kenneth Grahame
3. kafli — STÓRISKÓGUR
,-,Hvar er greifinginn?" spurði moldvarpan og setti
kaffikönnuna yfir.
„Húsbóndinn fór inn á skrifstofuna sína,“ sagði
broddgölturinn, „og hann sagðist vera mjög önnum
kafinn og ekki mætti ónáða hann.“
Þessa skýringu skildu auðvitað allir viðstaddir.
Sannleikurinn er sá, að sá, sem er í önnum sex
mánuði ársins, svo að segja allan sólarhringinn, og
liggur því í hálfgeyðum dvala hina sex, álítur ekki
viðeigandi að bera alltaf við svefnleysi, þegar gestir
eru viðstaddir eða eitthvað þarf að gera. Sú afsökun
verður leiðigjörn. Dýrin vissu ofurvel, að greifing-
inn hafði komið sér þægilega fyrir í hægindastól í
bókaherberginu með fæturna á skemli og rauðan
vasaklút fyrir andlitinu og var „önnum kafinn“, eins
og venjulega á þessum tíma árs.
Nú var dyrabjöllunni hringt, og rottan, sem var
útötuð í smjöri af brauðsneiðinni, sendi yngri brodd-
göltinn til að aðgæta hver þar væri. Brátt heyrðist
mikið stapp í anddyrinu og loks kom Jónsi inn aftur
og oturinn á hæla honum. Oturinn rauk strax til og
faðmaði rottuna aðsér af miklum fögnuði.
„Slepptu mér,“ sagði rottan meðfullan munninn.
„Mér datt í hug, að ég mundi finna þig hér,“ sagði
oturinn. „Ibúarnir á árbakkanum voru mjög miður
sín í morgun, þegar ég kom. Rottan hefur ekki verið
heima í alla nótt.. .og heldur ekki moldvarpan, sögðu
þeir, Eitthvað hræðilegt hlýtur að hafa gerzt. Og
ekki var hægt að rekja slóðina þína í snjónum. En ég
vissi, að þegar vandræði steðja að, þá er vaninn að
leita til greifingjans. Eða greifinginn mundi hafa
fregnir af því, sem komið hefði fyrir, svo ég fór beina
leið hingað í gegnum Stóraskóg í öllum snjónum. Og
það var fallegt, get ég sagt ykkur, þegar sólin kom
upp. . .þar sem hana bar við hvítan snjóinn og svarta
trjábolina. Sumar greinarnar höfðu jafnvel brotnað
undan snjóþunganum og litlir þrestir spígsporuðu
um allt alveg rígmontinir eins og þeir hefðu
valdið öllum veðurhaminum. Upp yfir höfði
mér flugu nokkrar gæsir í flokki, og tvær krákur
hnituðu hringa yfir trjánum og héldu svo
heimleiðis með vandlætingarsvip. En
ég hitti engan, sem væri svo viti
FRAMHALÐSSAGAN
borinn að hægt væri að leggja fram nokkrar spurn-
ingar. Þegar ég var kominn næstum hálfa leið, rakst
ég á kanínu, sem sat á rótarhnyðju og var að þvo sitt
heimskulega andlit. Hún varð, ef satt skal segja,
meira en lítið skelkuð, þegar ég kom aftan að henni
og lagði aðra framlöppina á öxlina á henni. Ég varð
að snoppunga hana tvisvar áður en nokkurt orð af
viti hafðist upp úr henni. Loks komst ég á snoðir um,
að moldvarpan hefði sézt á ferð í Stóraskógi í
gærkveldi. Það hafði verið altalað í tófugrenjunum,
sagði hún, að nú væri moldvarpan, einkavinkona
vatnsrottunnar, komin í laglega klípu. Moldvarpan
hafði auðvitað villzt, og allir skógarbúar höfðu verið
samtaka um að hrekkja hana og hrella. „Því kom
enginn ykkar henni til hjálpar," spurði ég. „Að vísu
er ekki gáfunum fyrir aðfara hjá ykkur, en þiðeruð
hér í skóginum svo hundruðum skiptir, stórar og
sterkar og feitari en smjörið. Þið hefðuð getað tekið
hana að ykkur og látið fara vel um hana í einhverri
holunni ykkar. Þið hefðuð að minnsta kosti átt að
reyna það.“ „Hvaða við?“ spurði kanínan bara.
Er auga þitt næmt?
Tvær af þessum nýju myndum eru nákvæmlega
eins. Hlutverk þitt í dag er að finna, hvaða myndir
það eru.
u§æq §o ujsuia jij iuuiqojqiui i jeuJipuAi\[ :usneq
Smáfólk
X HAVE TO UlRITE A KEPDRT
ON RIVER5 ANP IT'S PUE NÐ(T
UEEN.ANP I JUSTKNOW l'LL
6ET A FAIUNS 6KAPEÍ
10HV DONT HÖO UJORK REAL
HARD ANP TURN IN THE
6E5T REPORT THAT 4ÖU CAN
POSSISLV IPRlTE?
1) Ég er glötuð!
FERDINAND
2) Ég á að skrifa ritgerð um árnar 3) Hvers vegna leggurðu þig ekki 4) Aidrei datt mér þetta f hug!
og skila henni f næstu viku, og ég virkilega fram og skilar beztu rit-
veit, að ég fæ falleinkunn fyrir gerð, sem þú mögulega getur
hana! skrifað?
AJAX
MUSIC
'/
ei