Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER 1973
Séra Sigurður
Haukur
Guðjónsson:
Spurulum augum
HÚN var svolítið hrædd myndin,
sem ég átti í huganum af Austur-
Þýzkalandi.þegar ferjan nálgaðist
ströndina. Stundum var sem hún
kallaði: Snúðu við, hvað varðar
þig um þetta fólk? Þú veizt þegar
allt um það. Skelfdur lýður, sem
verður að sætta sig við frelsi inn-
an armlengdar Rússlands, lýður,
sem ekki á himin mena gegnum
gaddavír, lýður, sem þorir ekki
að hugsa, nema þegar ljósin hafa
verið slökkt á kvöldin, sveittur i
martröð óttans. Snúðu við áður
en það er um seinan.
En ferjan klauf ölduna og bar
okkur að landi. „Hjartanlega vel-
komin“ var fyrsta kveðjan, er við
fengum frá þessu landi. „Hjartan-
lega velkomin", það var eitthvað
hlýtt við þessi orð, eitthvað, sem
minnti á fólkið mitt heima. Og
þegar inn í borgina kom, þá var
eins og hún brosti öll við okkur,
— fánar og veifur bærðust í blæn-
um, — skrautlýsingar depluðu til
okkar augum. Já, hún var í hátíða-
búningi, Rostock, borgin við haf
friðarins. Yfir henni blöktu veif-
ur, krossfánar Norðurlanda ásamt
austur-þýzka fánanum. Undarleg
tilfinning að sjá þjöðtákn Islands
við allar götur, — aldrei fyrr
hafði ég komið á stað, þar sem
fölk virtist muna svo vel, að til er
lítil þjóð, langt norður í hafi, þjóð
sem berst fyrir rétti sínum t.þ.a.
fá að lifa við hlið þeirra þjóða, er
leggja veg inn í morgundag friðar
og farsældar. En hér mundu þeir
það, settu tákn hennar við hlið
þeirra, sem milljónaþjóðir og víð-
áttumikil lönd hafa kennt heimi
að líta með virðingu til.
Gleðinnar borg kom mér fyrst í
hug, er við keyrðum með leið-
sögumanni okkar, hr. Lohff, um
mjóstrætin. Röddin var stolt, er
hann sagði okkur frá afrekum
hinnar kraftmiklu þjóðar, sem
ráðvillt, hrædd og hrakin stóð í
rúst brjálsemi stríðsins fyrir um
30 árum síðan. Til himins steig þá
bænin um frið, frið t.þ.a. fá að
lifa, frið t.þ.a. fá að starfa, frið
t.þ.a leita að ljósi hamingjunnar,
— í fáum orðum sagt frið t.þ.a.
vera menn, en ekki dýr. Og þeir
tóku til, röðuðu brotunum saman
og gerðu sér borg, borgina við
sundið. Þeir hentu þvf, sem þeir
voru hræddir við, — reyndu að
grafa það meðsprengjubrotunum,
— gleyma því meö sársauknaun.
Hin stolta þýzka þjóð hafði beðið
ósigur^ svo mikinn, að hún var
næstum viss um, að allt nýtt væri
hinu gamla betra. Herramir, sem
nú trömpuðu strætin þeirra innan
um brotin, sögðuþeimfrá þjóð-
félagi, þar sem allir væru jafnir,
allir hefðu rétt t.þ.a. leggja sitt
lóð á vogarskálina sem mælir
hamingju morgundagsins. Ég veit
ekki, hvort þeir þýzku áttu nokk-
urt val, en þeir reyndu þetta.
Borgin tók að rísa, að vísu merkt
þeim hraða, sem hún reis með,
húsin án íburðar, aðeins hugsuð
sem skjól fólki, semleitar ljóss og
stöðu meðal þjóða heimsins. Hér
er ekki kofi hins fátæka, höll hins
rika, heldur eiga þau öll borgina
sina saman, fátæklega á vestræna
auðvísu, en þó eru þau stolt af
henni, telja hana taka öðru fram.
Mér komu í hug foreldrar, er
horfa á barnið sitt, meðan það
enn er fegursta bamið, enn
gáfaðasta barnið. Því er þetta
gleðinnar borg, borg vonanna,
borg fyrirheitanna.
Hvort allt það er rétt, sem gest-
gjafarnir sögðu mér um ágæti
þessa fyrirkomulags, er ég ekki
maður t.þ.a. dæma um, mig vant-
ar alla tenging við það, er var,
vantar tíma t.þ.a. bera það saman
við það, sem ég hingað til taldi
heiminn allan. Kannski síðar? Ég
leita nú eftir, hvernig þjóðfélag
fái staðizt, þar sem allir eru jafn-
ir. Eg hef átt það sem sannleik, að
drifkraftur mannsins væri eðli
hans t.þ.a. verða meiri en náung-
inn við hlið hans, t.þ.a. helga sér
einum. Missi hann þessa hvöt,
missir hann löngunina til að
þroskast frá dýri til manns. Þetta
hafa þeir líka í Rostock fyrir satt.
Hvar sem ég kom fann ég þessu
stað. I gluggum verzlana (sem
voru áberandi fáar) héngu mynd-
ir af bezta sölumanninum, á hótel-
um héngu uppi nöfn bezta
matsveinsins, bezta þjónsins o.s.
frv. Á torgum mátti sjá stórar
myndir af beztu fyrirmyndum
verkamanna. Allt tók ég þetta
sem tilraun þ jóðar til að halda við
og svara eðlishvöt mannsins, t.þ.a.
verða meiri, stærri en félaginn
við hliðina. Þeir hafa sjálfsagt
fundið það, að deyi þessi hvöt, þá
staðnar lífið, menn hætta að vilja
vinna, þekkja ekki lengur sinn
hluta af þeirri byrði, er þjóðin
öll hefur á baki. Mér féll þetta
ekki illa, — en þessi aðferð er
mér ný og vakti athygli mína held
ég fyrst af öllu. Hinu kunni égilla
að sjá áróðursborðana hangandi í
öllum götum. Sumir áttu aðeins
að minna á mátt samtakanna,
aðrir voru með orðum, sem ég skil
ekki enn, hvernig sem ég reyni. A
stórri vörusýningu Ostseemesse
und messe der meister von
morgen sá ég staðhæft, að vinátta
við Sovétþjóðirnar væri aflið sem
hjarta þjóðarinnar (DDR) bærði.
íslenzkur prestur (Ari fróði)
sagði eitt sinn: Oflof er háð. 1
mfnum augum getur þetta ekki
verið annað en háð, það virðast
Rússarnir lfka hafa álitið, er þeir
girtu þjóðina af, tjóðruðu hana
við heimahaga. Víst hafa þeir á
marga lund reynst þessum fyrr-
verandi andstæðingum sínum vel,
hafa rétt þeim bróðurhönd í nauð,
en hinn innri kraftur sækir engin
þjóð nema í arf þess kynstofns,
sem hún er brot af. Hneykslast
get ég þó ekki, því að slfkan
smeðjuhátt má sjá í leiðurum
stjórnmálablaðanna heima, orðað-
an á annan veg, að vísu, en
smeðjuhátt samt.Kannski verður
hinn minnimáttar ætfð að greiða
lífsfrið sinn á þennan hátt?
Saman hafa þjóðirnar þó lyft
grettistökum: Hús rfsa, skólar
rísa, söfn rísa, iðnver rísa, götur
eru lagðar. Já, nýr heimur tekur á
sig mynd, mynd sem þeir vona, að
f ái að vara, verði ekki lögð í rúst.
Margan erfiðan hjallann þurfti að
klífa. Eg veit t.d., að örðugleik-
arnir voru miklir f skólamálun-
um. Yfir 20% kennara voru
áróðursmaskfnur nasista og við
þær vildu þeir ekki eiga leik. Með
hálflærðum kennurum urðu þeir
því að hefja starfið og í kennslu-
stofnunum, þar sem skólaskyldu
börnin urðu að vera í einum hópi,
hvað sem aldri eða þroska leið.
Með dugnaði öfluðu kennararnir
sér viðbótarmenntunar, sóttu
námskeið og kvöldskóla, og fyrr
en varði var kerfið nýja tekið að
virka. Um kennsluskrána veit ég
lítið, en sem gestur get ég fullyrt,
að stolt má sú þjóð vera, sem á svo
öguð, prúð börn. Já, ef börnin
hans hr. Lohff og dætur sambýlis-
konu frk. Bischoff eru sanngjamt
úrtak af þvf, sem skólarnirafreka,
þá eru þeir vissulega góðir, mjög
góðir, hvatar til hugsunar og
þjálfun til tjáningar. Auðvitað get
ég ekki dæmt um, hvort þetta er
rétt, kannski eru þessi ungmenni,
er ég kynntist, ofar venjulegu úr-
taki, en sé svo ekki, þá getur
Austur-Þýzkaland verið stolt.
Fólkið, sem við hittum var bros-
milt og virtist una hag sfnum vel,
átti vart orð t.þ.a. lýsa fögnuði
sínum yfir því, sem áunnizt hefði
og f vændum væri. Ekki skildi ég
alltaf tal þess um hinn pólítíska
þátt uppbyggingarinnar.
Gleymum þvf ekki hér, að ég er
prestur og hefi aldrei getað orðið
svo snortinn af pólitískum stefn-
um, að ég óttist þær ekki. Ég hefi
það fyrir sannleik, að tilveru sína
eigi þær ekki undir gæðum stefn-
unnar sjálfrar, heldur þvf afli
sem þær eru bornar fram af.' Oft
hafa þjóðir orðið að krjúpa brjál-
semisórum manns, vegna þess
eins að honum tókst að fóðra
menn með byssuhólka á réttan
hátt. Slíkt hefir oft skeð og
SKEÐUR. Þjóðir heimsins hafa
varla haft tíma t.þ.a. læra nöfn
sinna nýju foringja, varla haft
tíma til að krjúpa á réttan hátt. Af
þessari skoðun minni leiðir, að
mér féll illa að sjá andlit
foringjanna á öllum skrifstofum, í
leiksölum barnanna, já, hvar sem
auðan blett var að finna t.þ.a.
hengja skurðgoðið upp á. Sá leið-
togi, sem ekki á bústað í brjósti
þjóðar sinnar, en þarf að hanga
uppi á vegg, er feigur. Kannski
vita þeir þetta og halda því í arf
frá 1933 (dögum nasistanna), þar
sem kveður svo á, að í skólunum
skal kristindómsfræðslan aflögð
Kristi ýtt til hliðar, en al-
mennskum peðum troðið inn i
staðinn? Víst getur þetta gengið
um tíma, þjóðir ekki orðið varar
við tómið í brjósti sér, meðan
mæðin er sárust, — meðan hlaup-
ið er hraðast á eftir foringjanum.
Þegar ferðina hægir, hik kemur á
fylgdina, munu menn finna, hve
brjóst þeirra er tómt, til lítils að
leita lykils hamingjunnar þar.
Skilji enginn samt orð mín svo, að
í Austur-Þýzkalandi sé kristin-
dómur bannaður, nei, hann er öll-
um frjáls, er vilja, en ríkið telur
sér engan hag í að stuðla að já-
kvæðu vali. Þó hefir þjóðin,
kannski meir en aðrar, sótt
stefnu sinni fyrirmynd í kristin-
dóm: Hvaðan halda menn að kraf-
an um jafnan rétt allra sé
komin? Hvaðan krafan um frið á
jörðu? Hvaðan krafan um þrosk-
un einstaklingsins? Já, hvaðan?
Kristur kom til þessarar jarðar og
síðan hafa menn verið að reyna að
ýta honum til hliðar, kalla
kenningar hans sínar. Kannski
væri friðarrikið komið, ef við
hefðum ekki átt svo marga, sem
langaði t.þ.a. verða honum jafnir í
hugum fólksins? Þó er friður
Krists annar en sá, sem oftast er
talað um. Hann er ekki tryggður
með byssum eða gaddavír, heldur
vitund mannsins uin samband við
skapara sinn, og vitundinni um að
eiga allt mannkyn að bræðrum og
systrum. En nú er ég víst farinn
að predika, og það var hreint ekki
ætlan mín.
Niðurstaða mfn NU af ferðinni
til Rostock er sú, að með hjálp
þess elskulega fólks, sem skipaði
móttökunefnd Christlich-
demokratisehe Union Deutsch-
lands, Otto Sadlers og hans liðs,
þá hefi ég eignazt bræður og syst-
ur í austurvegi, sem mig fýsir að
kynnast betur, læra að skilja bet-
ur. Með þrotlausu erfiði er þetta
lið að byggja brú milli hjartna
fólks ólíkra landa, og þannig
tengja saman, gera virka og
sterka þrá mannkyns eftir
friðarins heimi.