Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1973
Minning:
Hannes Guðjónsson
Dísarstöðum
Þann 8. september lézt á sjUkra-
húsi í Reykjavík Hannes Guðjóns-
son bóndi á Dísarstöðum f Sand-
víkurhreppi. Skjótt getur sól
brugðið sumri, og sannast það
einnig hér. Ég hitti Hannes síðast
glaðan og reifan að kvöldi sunnu-
dagsins 22. júlí. Að baki var ein-
stæð heyskaparvika á fegursta
tíma liðins sumars. Þá sá ekki
veikindamerki á Hannesi, þótt
lagt hefði hart að sér á liðnum
dögum. Fám dögum síðar var
hann kominn helsjúkur á sjUkra-
hús í Reykjavík. Utför hans var
gerð frá Selfosskirkju 15. septem-
ber, að viðstöddu fjölmenni.
Hannes Guðjónsson fæddist
þann 20. desember 1910 á Dísar-
stöðum. Þar bjuggu þá foreldrar
hans, Guðjón bóndi á Dísarstöð-
um Tómasson hreppstjóra í Auðs-
holti Tómassonar og kona hans
Þuríður Hannesdóttir bónda á
Skipum Hannessonar. Eru þessar
ættir, Skipamenn og Auðsholts-
ætt, meðal hinna traustustu í
Amesþingi, og nánustu frændur
Hannesar margir, sem gert hafa
garðinn frægan, jafnt heima í
héraði sem í höfuðstaðnum.
Hannes ólst upp á Dfsarstöðum
í fjölmennum systkinahópi. Þar
t
Efsku dóttir mín,
INGUNN ÁRMANNSDÓTTIR,
Öldugötu 7,
verður jarðsungin frá Þjóðkirkj-
unni í Hafnarfirði, miðvikudag-
inn 7. nóv. kl. 14.00.
Þórkatla Sveinsdóttir
og systkini.
var lagt hart að sér, eins og hvar-
vetna í upphafi aldar, þegar allt
þurfti að byggja upp. Dísarstaðir
eru vel i sveit settir; að mörgu
leyti hagkvæm jörð til búskapar,
meðalstór — miðað við jarðir
f Flóa — og vel vellífvænleg
einum bónda. í hópi margra
duglegra systkina mun Hannes
ekki hafa látið hlut
sinn eftir liggja. Hann fór til
vinnu að heiman, þegar hanri
hafði aldur til, ýmist til sjávar eða
í landvinnu í Reykjavik. Var það
á þeim árum, er sveitamenn
flykktust á togara og valinn mað-
ur í rúmi hverju. Þessara ára
minntist Hannes alltaf með hlý-
hug; þau „meitluðu svip og
stældu kjark“, eins og Öm Arnar
son kvað forðum.
En það var jörðin, sem kallaði.
1936 tekur Hannes við jörð og búi
af foreldrum sfnum, aðeins 25 ára
gamall. Var búskapur hans mjög
til fyrirmyndar alla hans
búskapartíð: Sett á jörðina vel við
hæfi og alltaf búiðgóðu meðalbúi.
Hannes hafði eftir því afurðagóð-
ar skepnur, einkum kýr, og bjó
einnig til skamms tíma góðu
hænsnabúi. Má segja, að allt það,
sem að búskap laut, hafi farið
honum vel úr hendi. „Hannes er
prýðisbóndi," heyrði ég föður
minn segja fyrir mörgum árum.
Við frekari kynni og samstarf
með Hannesi sfðar hlaut ég að
sannfærast um þetta sjálfur.
Lítt hélt Hannes hlut sínum
sjálfur á loft. Honum var ekki það
gefið að auglýsa, hversu hátt
hann kæmist með kýrnar í kúa-
bókinni eða hversu stórar út-
komutölur væru á skattaskýrsl-
unni. Það var honum ekki allt.
Honum var meira í hug að standa
t
Systir okkar
JÓNA EGGERTSDÓTTIR
WAAGE.
Litla-Kroppi
andaðist laugardaginn 3. nóv. á
Landspítalanum
Ingibjörg
og Guðmundur Waage.
t
Eiginkona mín
STEINUNN
GUNNHILDUR
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Framnesvegi 42 a, Reykjavtk,
lézt á Landakotsspitala 4 nóv
'73.
Marías Finnbogason.
Eiginkona mín
HALLA JÓNSDÓTTIR,
Eskihlíð 1 6 A,
andaðist i Landspítalanum 3. nóv.
Páll Sigurðsson.
t
Faðir okkar
HINRIK ÓLAFSSON,
Höfðahlíð 11,
Akureyri,
lézt 2. nóvember á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri.
Fyrir hönd systra minna og annarra ættingja
Karl Hinriksson.
t
Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir
SIGRÚN BERGLJÓT ÞÓRARINSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 7. nóv. kl. 1 30
Guðmundur Jónsson,
Helga Sigfúsdóttir, Már Jóhannsson,
Dóra Sigfúsdóttir, Trausti Thorberg Óskarsson
Inger Sigfúsdóttir, Jónas Jónsson.
sig vegna þess penings, sem hann
hafði á fóðrum, hann bar um-
hyggju fyrir skepnum sfnum öðr-
um bændum fremur. Ég býst við,
að hann hafi verið í hópi þeirra,
sem finna til með öllu því, sem
þeir umgangast. Svo mikið er víst,
að nágrannar hans leituðu mjög
hjálpar og ráða hjá honum, þegar
óhöpp bar að garði. Hann reyndist
nærfærinn að hjúkra skepnum,
leið heldur engum það, sem hann
taldi lélega umgengni við þær.
Því gaf búpeningurinn Hannesi
ávallt þann arð, sem hann mátti
teljast stoltur af.
En Hannes á Dísarstöðum bjó
ekki einn. Snemma á búskapartið
sinni, þann 15. nóv. 1941, kvænt-
ist hann Elínu Margréti Sigurást
Bjarndóttur úr Rvík. Asta —
eins og hún erallajafnan kölluð
— reyndist Hannesi sú stoð, sem
bezt var gegnum lífið, samhent
honum í búskapnum jafnt sem
uppeldi bamanna, en þau urðu
þrjú: Hilmar Geir, f. 1942, Erna
Margrét, f. 1945, og Guðrún Jóna,
f. 1949. Hafa þau öll reynzt dugn-
aðarfólk og verða, eins og ættfólk-
ið, með drjúgvirkari þegnum
þjóðfélagsins. Hilmar hefur starf-
að um nokkra hríð hjá Vegagerð
rfkisins, en vinnur nú á eigin vél-
gröfu fyrir vegagerðina og ýmsa
aðra aðila. Erna hefur unnið á
skrifstofu Kaupfélagsins Hafnar
á Selfossi. Hún er heitbundin
Skafta Ottesen, og búa þau f
Hveragerði. Jóna varð stúdent frá
Menntaskólanum að Laugarvatni
1969, tók síðan kennarapróf og
hefur stundað kennslustörf á
Stokkseyri. Bamabörnin eru orð-
in fjögur, elztur þeirra er Hannes,
sonur Skafta og Ernu. Hann var í
heimili með afa sfnum og nafna
og naut verðugs ástríkis, meira en
út á nafnið eitt.
Svo er saga Hannesar Guðjóns-
sonar, og grein mfn um hann væri
hér öll, ef ég hefði ekki átt kost
þess að kynnast honum enn betur
síðustu þrjú árin. Leiðir okkar
lágu saman f hreppsnefnd Sand-
víkurhrepps vorið 1970, báðir ný-
græðingar þar. Ég man, að
Hannes kvartaði sáran yfir því að
vera kominn í hreppsnefnd. Var
það, eftir þvf sem ég ur fann
síðar, engin uppgerð. Hann var þá
kominn fast að sextugu, fjölskyld-
an, jörðin, búið voru honum allt.
Nýflutt var inn í veglegt íbúðar-
hús, jörðin gaf vel af sér. Hvers
þurfti frekar að biðja? En svo fór
Þó, er starfið var haf ið, að Hannes
gerði sér óvenju gott far um að
setja sig inn í hreppsnefndar-
störfin. Þar las hann sér örugg-
lega til, því margt fleira vissi
hann brátt um þau mál en menn
kynntust á venjulegum fundum.
Snemma í fyrravetur var hann
kjörinn varaoddviti Sandvíkur-
hrepps við brottför Péturs M.
Sigurðssonar úr sveitinni. Ekki
kunni Hannes heitinn okkur hin-
um þakkir fyrir það að heldur. En
eins og fyrri daginn tók hann á
sig vandann, og á ég góðar minn-
ingar um það samstarf okkar, sem
nú fór að, en stóð því miður allt of
stutt.
Hvað lyftir mönnum og gerir þá
eftirminnilega öðrum fremur?
Sundum eru það skyndiháhrif:
áhrifa- og fyrirferðarmaður lætur
gamminn geysa í margmenni, en
verður minna úr efnum, þar sem
enginn sér til að bera vitni. Skap-
höfn Hannesar Guðjónssonar var
af gjörólíkum toga spunnin. Vel
vissum við samferðamenn hans,
að hann var skapmaður, en svo
frábærlega tókst honum að dylja
þá eigind, að skapið notaðist hon-
um á þann veginn bezt, að menn
gerðu sér ekki dælt við hann. Það
var eftir lundarfari hans, að hann
byrjaði endurbætur sínar og upp-
byggingu á þann hátt, að seinast
alls bjó hann að sjálfum sér. Fyrst
kom túnræktin, síðan vegleg fjós-
bygging, en allra síðast var reist
nýtt íbúðarhús. Þetta sýndi ráð-
deild Hannesar og rökrétta hugs-
un; framleiðslutækin voru fyrir
öllu, þau skyldu síðar meir byggja
upp húsið.
Það, sem mér þótti þó mest um
vert f lundarfari Hannesar á
Dísarstöðum, var hógværðin og
hæfnin að rata rétt meðalhóf. Oft
hafði fundum okkar borið saman,
og ég kynntist þá fyrst ákafa hans
og áhuga á máli, vissi, að hann
hafði eindregna skoðun — bjóst
jafnvel við öfgum. En ekki höfðu
þau mál verið lengi rædd, er
Hannes dró skoðun sína saman i
fáeinum velgerðum setningum,
unz hann fann hnitmiðaða niður-
stöðu, sem vel var hægt að sætta
sig við. Það var skynsamlegur
meðalvegur, sem hann valdi ein-
att, tillitssemi til beggja átta, en
enginn undirlægjuháttur, því allt
slíkt var honum fjarri. Því fannst
mér sem sem öðrum ómetanlegt
að leita ráða hjá Hannesi. Hans
skoðun tryggði það, að við kæm-
umst út úr hverju máli á mann-
sæmandi hátt.
Nú er Hannes Guðjónsson horf-
inn sjónum okkar samferða-
manna, kominn handan þeirra
landamæra, sem við öll síðan
höldum yfir. Ég veit, að hann á
þar góða samfylgd eins og hérna
megin. Fyrir hönd sveitunganna í
Sandvíkurhreppi þakka ég hon-
um kærlega fyrir samfylgdina.
Aðstandendum hans sendum við
innilegar samúðarkveðjur, eink-
um heim til Astu á Dísarstöðum
og bamanna. Þeirra er missirinn
mestur, en þeim var líka mest
gefið með veru Hannesar á Dísar-
stöðum hér á meðal vor.
Páll Lýðsson.
Minning:
Ragnheiður Blandon
Fædd: 18. ágúst 1890
Dáin: 29.október 1973.
FAGRAR minningar æskuáranna
fylla hugann er kvödd er hinztu
kveðju elskuleg kona, frú Ragn-
heiður Blandon. Er mér ljúft að
minnast hennar, þvl slíka
manngæzku hafði hún til að bera,
að fáar hafa getað jafnazt á við
hana.
Kynni okkar hófust fyrir
rúmum 40 árum, er ég, telpa I
barnaskóla, batzt vináttuböndum
við Rögnu, dóttur hennar. — Dag
eftir dag, I áraraðir, kom ég á
heimilið að Þingholtsstræti 13,
t
Móðir okkar pg tengdamóðir
BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR,
Bergþórugötu 1 7,
Reykjavfk,
andaðist að morgni hins 3. nóvember.
Börn og tengdabörn hinnar látnu.
t
Eiginmaður minn
GÍSLI GUÐMUNDSSON,
alþingismaSur,
Hóli á Langanesi
andaðist á Landspítalanum í Reykjavík að kvöldi 4. nóv.
Margrét Árnadóttir
t
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa
GUNNARSTRYGGVASONAR,
frá Brettingsstöðum,
á Flateyjardal,
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
þar sem allt það fagra sam-
tvinnaðist: Astúð, gleði og
menningarbragur. Enda bera
börnin hennar tvö, þau Ragna,
vinkona mfn, og Þorsteinn, upp-
eldinu fagurt vitni. Bæði elskuðu
þau og virtu móður sína að verð-
leikum, en frú Ragnheiður varð
ein að bera veg og vanda að upp-
eldi þeirra, þar eð maður hennar,
Þorkell Blandon, lögfræðingur,
varð að yfirgefa heimilið, í blóma
lífsins, sökum veikinda.
Frú Ragnheiður fæddist að
Þingholsstræti 13 og ól þar allan
aldur sinn, að undanskildum
nokkrum síðustu árum, er hún
dvaldi á heimili Rögnu, dóttur
sinnar og tengdasonar, Sigurðar
Hauks Lúðvigssonar, vafin um-
hyggju og ástúð. En hlýja
Sigurðar í garð tengdamóður-
innar varsérstök.
Að leiðarlokum vil ég þakka frú
Ragnheiði allt það, sem hún var
mér og bið Guð að blessa himna-
för hennar.
Aslaug Sigurz.
ÞEIR OUKfl
uiBSRiPiin SEm
nuGivsii I