Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1973 Mynd þessi var tekin við opnun Ásgrímssýningar Myndlistarfélags Akureyrar. Á myndinni eru Bjarnveig Bjarnadóttir, Jón G. Sólnes, forseti bæjarstjórnar og Bjarni Einarsson, bæjarstjóri og frú. — Sýningin er f Landsbankasalnum og verður opin til 11. nóv., kl. 5—10 e.h. nema á Iaugardögum og sunnudögum kl. 2—10 e.h. — Formaður Myndlistarfélags Akureyrar er Öli G. Jóhannsson, en framkvæmda- stjóri Öm Ingi Gfslason. Vilja efla skák- líf Sunnlendinga NOKKUR deyfð hefur undanfar- ið ríkt yfir skáklífi á Suðurlandi með undantekningum þó — segir í fréttatilkynningu frá stjórn Skáksambands Suðurlands. Hina hefðbundnu árlegu Hrókskeppni, sem er sveitakeppni innan Ámes- sýslu vann að þessu sinni sveit Taflfélags Selfoss með 12lA vinn- ing. önnur varð sveit Taflfélags Hveragerðis og ölfuss með 9 vinn- inga og þriðja sveit Taflfélags Stokkseyrar með 8 % vinning. Til þess að örva nokkuð skáklíf Sunnlendinga mun Skáksam- bandið til að byrja með gangast fyrir skákmóti á Selfossi helgarn- ar 9. til 11. og 16. til 18. nóvember i þeim tilgangi fyrst og fremst að tengja innbyrðis tengsl sunn- lenzkra skákmanna, en jafnframt er mótinu ætlað að vera eins kon- ar liðskönnun með tilliti til frek- ari keppni á vegum sambandsins. Tefldar verða 9 umferðir, væntanlega eftir Monrad-kerfi, og hefst 1. umferð klukkan 20 föstu- daginn 9. nóvember. Með því að takmarka keppni við þessar tvær helgar er líklegt, að f lestum, sem áhuga hafa,. sé gert auðveldara um þátttöku. 1 núverandi stjórn Skáksambands Suðurlands eru Þórhallur B. Ólafsson, Hvera- gerði, Sveinn Sveinsson, Selfossi og Guðni Ágústsson, Selfossi. Mótmæla afskipta leysi gæzlunnar UTVEGSMENN á Vestfjörðum gerðu á aðalfundi sínum á tsa- firði 1. nóv. sl. tvær ályktanir um landhelgismálefni. 1 annarri er mótmælt augljósu afskiptaleysi landhelgisgæzlunnar af erlend- um togurum innan 50 mflnanna við Vestfirði að undanförnu og í hinni er tekin afstaða til sam- komulagsdraganna í landhelgis- deilunni og sagt, að þau sam- rýmist ekki yfirlýstri stefnu Islendinga í landhelgismálinu. Ályktanirnar fara hér á eftir: Útvegsmannafélag Vestfjarða vill, að gefnu tilefni, mótmæla augljósu afskiptaleysi íslenzku landhelgisgæzlunnar af erlendum togveiðiskipum innan 50 mflna markanna hér úti af Vestfjörðum að undanförnu. Félagið vísar til þess, að skipstjórar á íslenzkum togskipum hafa margoft gefið sannar lýsingar á því, hvernig er- lendir togarar hafa virt að vettugi bann við veiðum á auglýstu friðunarsvæði úti af Horni. Á þetta svæði gekk nú fyrir skömmu allmikið magn af smá- fiski og voru erlendu veiðiskipin þá látin svo til afskiptalaus við veiðarnar á svæðinu. Þess voru og dæmi, að erlendir togarar væru að veiðum innan 12 mílna markanna. Svo undarlega bregður við, að talsmenn landhelgisgæzlunnar á skrif- stöfunni i Reykjavík hafa borið brigður á þessar fullyrðingar íslenzku skipstjóranna og gefið í skyn, að þær hafi ekki við rök að styðjast, með því að senda út yfir- lýsingar um, að landhelgis- gæzlunni sé ekki kunnugt um nein brot eða yfirgang erlendra skipa á þessum slóðum. Það er vandséð, hvað kemur landhelgis- gæzlunni til að vera að bera blak af erlendum veiðiþjófum og þvo þá hreina, en lýsa íslenzku skip- stjórana ósannindamenn. Islenzku skipstjórarnir hafa mörgum sinnum haft tal af varð skipsmönnum, þegar þessir at- burðir hafa átt sér stað, en veiði- þjófarnir hafa fengið að fara sínu fram, án þess að gripið hafi verið tíl neinna aðgerða, sem að gagni máttu koma. Aðalfundur Útvegsmanna- félags Vestfjarða, haldinn á Isa- firði 1. nóvember 1973, telur, að samkomulagsdrög þau um veiðar brezkra togara innan íslenzku fiskveiðilögsögunnar, sem for- sætisráðherrar Islands og Bretlands hafa gert með sér, sam- rýmist ekki yfirlýstri stefnu Islendinga í landhelgismálinu. Verði gengið til samninga, leggur fundurinn ríka áherzlu á það, að í þeim samningum verði tryggt, að ávallt verði tvö veiðihólf lokuð hverju sinni og sé það val íslendinga hvaða hólf séu lokuð. Jafnframt verði það tryggt, að lögsagan verði algjörlega í hönd- um tslendinga. Erlend og innlend list um landið Málverk lánuð gegn gjaldi Norræna listbandalagið hef- ur tekið upp þá nýbreytni að bjóða listaverk til útlána frá almenningsbókasöfnum á Norð- urlöndum. Er listaverkum þannig skipt milli landanna, að íslendingar senda t.d. tíu verk íil útlána þar, en fá i staðinn tíu verk til dreifingar hér. Eftir- taldir islenzkir listamenn eiga nú verk á þessum sýningum: Ágúst Petersen, Benedikt Gunnarsson, Guðmunda And- résdóttir, Hringur Jóhannes- son, Hrólfur Sigurðsson, Eiríkur Smith, Jóhannes Jó- hannesson, Steinþór Sigurðs- son, Valtýr Pétursson, Vetur- liði Gunnarsson. 1000 kr. íslenzkar kostar að fá málverk Iánað I einn mánuð, en einnig er hægt að semja um skemmri tima. Lántaki þarf ekki að tryggja listaverkið. Nor- ræni menningarsjóðurinn styrkir þessa starfsemi, en þetta er fyrsti vísirinn að þvi, að listamenn fái greitt fyrir þátttöku í opinberum sýn- ingum. Ef menn vilja kaupa listaverkin er það hægt, en ekki hægt að fá þau afhent fyrr en sýningarferðinni er lokið. Hver listmálari, sem tekur þátt í þessum sýningum, fær um 15 þús. kr. ísl. fyrir þáttökuna og lánið á myndunum. Hugmyndin er sú, að sýn- ingartimi þessara fyrstu sýn- inga taki yfir fimmtán mánaða tímabil. Fari hver sýning milli fimm bókasafna í hverju Norð- urlandanna, og séu myndirnar til útlána til almennings á sama hátt og bækur, en útlánstími hverrar myndar er frá tvær upp í fjórar vikur. Bókasafnssýningin mun hef ja göngu sína hér í Reykja- vík, og mun bókasafn Norræna hússins og Borgarbókasafn Reykjavikur í Bústaðakirkju sjá um útlán myndanna fyrstu þrjá mánuði sýningartímans. Síðan munu myndirnar verða sendar til bókasafna úti á landi, m.a. til Akureyrar, Akraness og Isaf jarðar. Verk á norrænu ferða- og lánssýníngunni. ís - ft Á þessari sýningu, sem kom í hlut Islands, eiga verk eftir- taldir norrænir myndlistar- menn: Ole Heerup (D), Preben Jörgensen (D), Kimmo Jylhá (F), Sakari Marila (F), Bene- dikt Gunnarsson (I), Ágúst F. Petersen (I), Arvid Eikevik (N), Oystein Selmer (N), Liz- zie Olsson-Arle (S), Alvar Jans- son (S). Verði góður árangur af þess- ari fyrstu tilraun Norræna list- bandalagsins verður þessari starfsemi haldið áfram og þá væntánlega með stærri sýn- ingum, sem færu þá til fleiri staða. Heiðursviðurkenn- ing fyrir teikningar Fýrri hluta s.l. september- mánaðar var haldin í Brati- Haraldur Guðbergsson. slava í Tékkóslóvakíu alþjóðleg sýning á myndum og teikn- ingum úr bókum barna og ungl- inga. Sýndar voru upphaflegu teikningarnar og einnig bæk- urnar, sem myndirnar eru í. Sýningar af þessu tagi eru haldnar annað hvert ár og nefndist þessi Biennale d'illustrations '73. Þátt- takendur voru frá um 50 lönd- um, og dæmdi alþjóðleg nefnd um teikningarnar. Voru veitt nokkur verðlaun og viðurkenn- ingar fyrir hinar beztu þeirra. Ríkisútgáfa námsbóka sendi á sýninguna nokkrar teikningar og bækur og hlutu myndirnar í einni bókinni heiðursviður- kenningu. Eru þær gerðar af Haraldi Guðbergssyni teiknara og eru í Lestrarbök handa 6. bekk barnaskóia. (Fréttatilkynning). „Ég stal frá þér þessum mó í nótt, Björn minn.“ — Teikning við kafla úr Brekkukotsannál Halldórs Laxness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.