Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1973 _______SKÁK Haustmót T.R. Þegar þetta er ritað, er einni umferð og biðskákum ólokið á haustmóti T. R. og staða efstu manna þessi. 1. Ingi R Jóhannsson 8H v., 2. Kristján Guðmundsson 7 v. + biðsk., 3. Ómar Jónsson 7 v., 4. — 6. Jón Kristinsson, Jón Þorsteinsson og Gunnar Gunnarsson 6H v. + biðsk. Af þessari upptalningu má ljóst vera, að Ingi R. er mjög líklegur sigurvegari. Þátttaka Inga er mjög ánægjuleg, hann setur alltaf svip á þau mót, sem hann tekur þátt í, en hefur því miður ekki getað verið mikið með að undanförnu. Það er þó enn gleðilegra, að taflmennska Inga ber þess ljósan vott, að hann er að komast aftur I sitt gamla góða form. Fari nú svo, að Ingi sigri I mótinu, hefur hann unnið sér rétt til þátttöku í alþjóðamótinu, sem haldið verður á næsta ári, og er von- andi að hann neyti þess réttar. Frammistaða þeirra Krist- jáns og Ómars hefur vakið verð- skuldaða athygli og er glöggt vitni þess, að breiddin í Is- lenzku skáklífi fer sífellt vax- andi. Ekki skal að svo stöddu bollalagt meira um einstaka þátttakendur eðavæntanleg úr- slit, en hér kemur ein skák frá mótinu. Hún var tefld í 7. um- ferð mótsins, og kannski hefur þetta verið úrslitaskákin. Hvftt: Ingi R. Jóhannsson Svart: Kristján Guðmundsson Sikileyjarvörn. 1. e4 — c5,2. Rf3 — d6,3. Bb5+ (Kristján teflir Ngjdorfaf- brigðið við hvert tækifæri og þekkir það eins og buxnavas- ana sfna. Með þessum leik vík ur Ingi sér undan því að þurfa að tefla gegn uppáhaldsafbrigði andstæðingsins og því hefur þessi leikur e.t.v. ekki sfzt sál- rænt gildi). 3. — Rd7, (Þetta er að vfsu ekki af leik- ur, en algengara og betra er að leika hér 3. — Bd7. Þá ætti hvftur um tvær leiðir að velja, 4. Bxd7+, sem er algengast eða 4. a4, sem Bent Larsen hefur oft leikið meðgóðum árangri). 4. c3 — Rf6, 5. De2 — a6, 6. Ba4 — Dc7, 7.0-0 — b5 (?), (Betra var að láta þennan leik bíða og hyggja fyrst að lið- skipaninni á kóngsvæng og leika t.d.7. — g6 ásamt Bg7). 8. Bc2 — Bb7,9. d4 — Hc8 (?), (Svartur reynir að þrýsta á hvfta miðborðið, en áætlur hans stenzt ekki. Eiin var betrí að leika g6). 10. a4! (Ræðst á svörtu peðastöðuna á drottningarvæng og bægir um leið hættunni frá eigin mið- borði). 10. — bxa4, (Svartur á tæpast betri kosta völ, 10. — cxd4yrði einfaldlega svarað með 11. axb5). 11. e5! (Skemmtileg peðsfórn, sem tryggir hvítum yfirburða- stöðu). (11. — dxe5,12. dxe5 — Bxf 3, (Þar fauk bezti maður svarts, en svartur á ekki annarra kosta völ en að láta biskupinn af hendi og þiggja peðsfórnina, 12. — Rd5 eða Rg4 hefði verið svarað með 13. e6). 13. Dxf3 — Rxe5, 14. Bxa4+ — Rc6, (Þessi leppun riddarans á eftir að reynast svörtum erfið). 15. Ra3 — e5? (Þessi leikur gengur sjálfs- morði næst. Með 15. — e6, eða g6 gat svartur veitt mun meiri mótspyrnu, þótt hvitur hefði að sönnu yfirburðastöðu sem fyrr). 16. Rc4 —e4,17. Df5— Dd7, (Svartur fær engan tíma til að koma kóngsbiskupnum i gagnið. Hvítur hótaði Re5). 18. Df4—De6,19. Ra5— Bd6, (Loksins kemur biskupinn út, en nú er það bara of seint). 20. Dh4 — Be5, 21. Rxc6 — Hxc6,22. Dg5, (Skiptamunurinn hleypur ekki í burtu). 22. — Rd7, 23. Bxc6 — Dxc6, 24. Hd 1-0-0, (Með 24. — Bf6 gat svartur að vísu komist hjá mannstapi, en staðan var vonlaus hvort eð var). 25. Df 5 — Bd 6, (25. — Hd8 gekk ekki vegna 26. Dxe5). 25. Dd5 og svartur gafst upp. Hraðskákmót haustmótsins verður haldið í skákheimilinu sunnudaginn 11. nóvember n.k., og sfðar í mánuðinum mun fara fram helgarmót, sem nánar verður auglýst síðar. Jón Þ. Þór. Jón Asgeirsson skrifar um tónlist AÐ GEFNU tilefni vill undir- ritaður gera grein fyrir þeim leiðu mistökum, er leiddu til þess að ekki var rituð gagnrýni um tónleika Gfsla Magnús- sonar, pfanóleikara. Övið- ráðanlegar orsakir réðu því að ég þurfti að vera austur á fjörðum sama dag og tón- leikarnir voru haldnir. Við eftirgrenslan kom f ljós, að miðar á umrædda tónleika höfðu ekki borist afgreiðslu Morgunblaðsins og mér tókst ekki að ná f framkvæmda- stjóra Tónlistarfélagsins, áður en ég fór austur. Af þessum sökum gerði ég ekki ráðstafan- ir til að fá annan i minn stað. Eftir á fékk ég þær upp- lýsingar, hjá framkvæmda- stjóra Tónlistarfélagsins, að hann hefði afhent, samtimis fréttatilkynningu, miða á umrædda tónleika, sem, þvf miður, af einhverjum ástæðum komu ekki til skila. Leyfi ég mér hér með, fyrir hönd Morgunblaðsins, að biðja hlutaðeigandi afsökunar á þessum leiðu mistökum. Jón Ásgeirsson TÓNLEIKARNIR hófust með forleik Mozarts að óperunni Don Giovanni. Verkið er létt og leikandi, og eins og mörg verk frá þessum tfma, er þungamiðja þess í höndum strengjasveitarinnar. Nokkuð vantaði á skýra framsetn- ingu fingerðra stefja, þannig að t.d. tónendurtekningar þeirra urðu ógreinilegar, heyrðust sem samfelldur tónn. Slfkt stafar þvf miður af samtakaleysi, sem ef til vill mætti rekja til æfingaleysis. Þó áheyrendur viti ekki hvað er að, finna þeir fjarveru þess, sem Mozart er svo rfkur af, enda voru undirtektir þeirra því sem næst kurteisisklapp. Walter Trampler er frábær vfóluleikari og áreiðan- lega á hann margt sjaldgæft og girnilegt til í pokahorninu, sem fyllt gæti í eyður þær, er eiga rót sína að rekja til erfiðra aðdrátta á okkar kalda landi. Undirritaður verður að játa ókunnugleika sinn á víólukonsert Bartoks, þar sem raddskrá af verkinu var ófáanleg. Eftir þvf sem greint verður við fyrstu heyrn, er verkið, framan af, fremur slitrótt. Margvíslegar skiptingar milli hljóðfæra hljóm- sveitarinnar og einleikara voru á einhvern hátt ekki samtengd tónhugsun og má vera að ókunn- ugleiki hljósveitarmanna á verk- inu hafi valdið nokkru. 1 seinni hluta verksins kom fram margt af þvf, sem er sér- kennandi fyrir Bartok. Fagrar og allt að þvi rómantfskar línur og danslög, gædd einkennum Balkanskra þjóðlaga. Verkið og flutningur Tramplers, var áheyrendum vel- komið nýnæmi og undirtektir eftir þvf. Sfðasta verkið á efnisskránni var „fyrsta Brahms“, ægifagurt verk. Strax f upphafi var aflleysi strengjasveitarinnar áberandi. Sakir fámennis þurfa strengja- leikaramir blátt áfram að níðast á hljóðfærunum. Við þessar að- stæður er aðdáunarvert hve vel þeim tókst að skila erfiðu hlut- verki sínu, þó þeir væru einstaka sinnum ekki samtaka, eins og t.d. á smá kafla eftir 97. takt. Óhreinn og ónákvæmur leikur er bein afleiðing óeðlilegrar áreynslu. Aflleysi strengjasveitarinnar veldur því að blásarar verða meira áberandi en skyldi. Þessi hlutfallsröskur. verður oft átakanleg og þó sérstaklega vegna þess, hve blásararnir spila oft óþarflega sterkt. I öðrum þætti verksins er fiðlueinleikur, sem framan af er studdur samleik valdhorns. Bæði var hraði þessa kafla aðeins um of og leikur hornleikar- ans of sterkur, til að einleikur konsertmeistarans Þorvaldar Steingrfmssonar (Jón Sen lék á 1. víólu, vegna mannfæðar) nyti sfn. Við endurtekningu línunnar er lagið leikið á horn, en sólófiðlan flytur hlaupandi tónflúr, sem drukknaði í of sterkum undirleik sveitarinnar. Niðurlag þessa kafla er sérstak- Iega fagurt og á fiðlusólóin þar stóran hlut, sem vegna kæru- leysislegrar spilamennsku, fór fyrir ofan garð og neðan. Tempó kaflanna voru of jöfn, rétt eins og hljómsveitin væri að spila verkið f fyrsta sinn. Sérkenni þeirra runnu saman i eina þung- búna mynd og þó Brahms sé ávalt alvarlegur, var leikur sveitar- innar einum of þungur, t.d. var sama og enginn munur á 2. og 3. kaflanum. Annar kafli á að vera hægur og angurvær, en sá þriðji frekar hraður, þokkafullur og reisulegur. Okko Kamu er áreiðanlega góður stjórnandi. Það kom fram t.d. í vfólukonsert Bartoks. Um skilning hans á Brahms verður ekki dæmt að þessu sinni. Miklu mun hafa ráðið, hve seint hann kom til landsins og þvf orðið minna, en til stóð, úr samstarfi hans og sveitarinnar. Jón Asgeirsson. Sighvatur Björgvinsson: í BOÐI HVERS VAR SVAVA ? Hr. ritstjóri. I Morgunblaðinu, laugardaginn 20. október s.l., er m.a. frá þvf sagt, að Svava Jakobsdóttir, alþm., hafi sótt flokksþing brezka Verkamannaflokksins heim, þegar flokkurinn hélt þing sitt í Blackpool á dögunum, og hafi Svava flutt þar ræðu um land- helgismálið. Þar sem frásögnina mætti misskilja þannig, að Svövu Jakobsdóttur hafi verið boðið til þings brezka Verkamannaflokks- ins og að á þinginu hafi hún flutt ræðu um landhelgismálið, vill Alþýðuflokkurinn gjarna koma eftirfarandi upplýsingum á fram- færi. Aðeins einum fslenzkum aðila var boðið að senda fulltrúa á þing brezka Verkamannaflokksins f Blackpool, og sá aðili var Alþýðu- flokkurinn. Er flokknum jafnan boðið að senda fulltrúa til allra þinga jafnaðarmannaf lokka í Vestur-Evrópu, og fulltrúi Alþýðuflokksins á þingi brezka Verkamannaflokksins I Blackpool að þessu sinni var Finnur Torfi Stefánsson, lögfræðingur, sem er við nám í Manchester. Var hann eini Islendingurinn, sem varopin- ber gestur þingsins og þá jafn- framt sá eini, sem naut þeirra réttinda, sem slíkum áheyrnar- f ulltrúum eru jafnan veitt. Svava Jakobsdóttir, alþm., mun hins vegar hafa fengið boð frá Tribune-hópnum svonefnda um að tala á fundi þess hóps, sem haldinn var f Blackpool sömu daga og þing brezka Verkamanna- flokksins stóð yfir. Eins og yður er eflaust kunnugt hafa félagar í brezka Verkamannaflokknum með sér ýmis smærri félög og klúbba, sem stundum eru beinir aðilar að flokknum, með sama hætti og flokksfélög, en eru stundum alveg sjálfstæð. Þessi félög og klúbbar hafa yfirleitt með sér fundi þá daga, sem þing brezka Verkamannaflokksins stendur yfir. Eitt af þessum fjölmörgu félög- um, eða klúbbum, er Tribune- hópurinn svonefndi, og hafði hann með sér fund í Blackpool á sömu dögum og þing Verka- mannaflokksins stóð, en fjöl- margir slíkir fundir voru haldnir af ýmsum smærri félögum og klúbbum, svipuðum Tribune- hópnum, á þeim tíma. Það var til slíks fundar, sem Svövu Jakobs- dóttur var boðið, og þar flutti hún sína ræðu yfir 150 til 200 manns, að því segir í Þjóðviljanum. Sjálft þing brezka Verkamannaflokks- ins sækja hins vegar mörg hundruð fulltrúar hinna ýmsu flokksdeilda og aðildarsambanda. Af þessu má ljóst vera, að Svövu Jakobsdóttur var aldrei boðið til þings brezka Verka- mannaflokksins, hún var ekki á gestalista þingsins og flutti þvf að sjálfsögðu aldrei neina ræðu á þinginu. Hins vegar mun hún, eftir því, sem Alþýðuflokkurinn kemst næst, hafa fengið aðgang að þinginu sem blaðamaður á blaðamannakorti frá Þjóðviljan- um. I sambandi við för Svövu Jakobsdóttur til Blackpool og þær upplýsingar, sem borizt hafa um, að allur kostnaður við ferðina hafi verið greiddur af íslenzka sjávarútvegsráðuneytinu, vill Alþýðuflokkurinn taka fram, að fulltrúum frá honum er jafnan boðið á allar meiri háttar sam- komur jafnaðarmannaflokka i Vestur-Evrópu. Að undanförnu hefur Alþýðuflokkurinn sent full- trúa sína á ýmsar þessar sam- komur og þing, þar sem þeir hafa flutt ræður um landhelgismálið og víðast hvar fengið mjög góðar undirtektir og oft samþykktir, þar sem lýst hefur verið yfir stuðn- ingi við málstað íslendinga. Þessar ferðir Alþýðuf lokksmanna á vit erlendra jafnaðarmanna- flokka, til þess að kynna land- helgismálið hafa aldrei verið kostaðar af opinberum aðilum á íslandi, hefur það aldrei verið boðið og aldrei verið eftir því leitað, enda hefur Alþýðuflokkn- um ekki verið kunnugt um, að sjávarútvegsráðuneytið eða aðrir opinberir aðilar á Islandi væru reiðubúnir að styðja Islendinga til slíkra sendiferða, hvorki á vit smærri áhugamannahópa um stjórnmál eða heilla stjórnmála- flokka, sem fslenzkir aðilar hafa einhver samskipti við. Hins vegar fagnar Alþýðuflokkurinn því að sjálfsögðu, að íslenzka rfkið skuli styðja sem flesta til þess að kynna landhelgismálið á erlendum vett- vangi og vonar, að slík kynningar- starfsemi, hverjir svo, sem hana annast, geti gefið sem bezta raun til eflingar fslenzkum málstað. Með kveðju f.h. Alþýðuflokksins. Sighvatur Björgvinsson. í tilefní af AA-fundi FUNDUR AA-samtakanna i Austurbæjarbíói var að því leyti óvenjulegur, að allir frum- mælendur. þar á meðal ein kona, töldu fram hver sfna vankanta. Maður er vanari þvf að slíkt sé gert um málefnalega andstæð- inga. AA-menn voru ekki heldur að deila við neina andstæðinga heldur segja sína eigin sorgar- sögu af áföllum sínum vegna áfengis- og lyfjanotkunar, sem nú flæðir yfir þjóðina, segja hver áhrif eiturbyrlarar þjóðarinnar höfðu á líf þeirra öðrum til varnaðar. Öll hófu þau mál sitt á sömu setningu: „Ég er alkóhólisti.“ Þetta minnti mann að vonum á Jónas heitinn Guðmundsson, að spara ekki sjálfan sig f stað þess að segja dæmisögu af einhverjum og einhverjum yfir fullsetnum bekkjum. Sem templari óskaði ég, að það hefði verið ég og mín stúka, sem hefði haldið svo fjölmennan og góðan fund. Hver og einn verður að sjálfsögðu að velja sér félags- skap, sem hverjum veikum á svelli er nauðsyn. Aldrei má ætlast til alls af öðrum, eins og þarna kom vel fram. Heill og heiður hverjum þeim, er leggur fram krafta sína af fullri djörfung til mannbóta. Ingþór Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.