Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER 1973 28 ■ Ed McBain: SAGAI\ 1 ó heljQfþföm 30 Murchinson sat bak við hátt borð- ið í afgreiðalunni og á borðinu var lítið skilti með tilmælum til gest- komandi um að koma þar við og upplýsa um erindi sitt á stöðina. Frá háa borðinu horfði Murchison nú hugsi gegnum opn- ar útidyr stöðvarbyggingarinnar út á götuna. Þetta var fallegt kvöld, og hann var að velta því fyrir sér, hvað hinir almennu borgarar væru að aðhafast á kvöldi eins og þessu. Gengu þeir um skemmtigarðinn með ástvinum sínum? Eða dýrk- uðu þeir frjósemisgyðjuna bak við opna glugga? Eðavoru þeir að spila bingó, tefla skák eða taka bridgeslag? Þeir sátu áreiðanlega ekki bak við borð og svöruðu I sima á kvöldi eins og þessu. Hvern djöfulinn átti varðstjór- inn við? Murchinson revndi að rifia i huganum upp samtalið, eins og það hafði farið fram. Hann fór upp til að vita, hvernig stæði á þessum bölvaða hávaða, og kall- inn hafði sagt, að þetta hefði verið slysni og þá hafði hann sagt sem svo, að það væri allt í lagi, og kallinn svaraði, já, það væri allt í þessu fína eða eitthvað svoleiðis og þá. . . . þarna kom að þessum þýðingarmikla punkti að það var bezt að fá hann á hrint. Hann hafði sagt við kallinn, „Jæja, úr því að allt er í lagi, þá sé égþig seinna, Pete.“ Og Byrnes hafði svarað, „Dældu.“ Þetta var furðulegt svar hjá kallinum, því að á löggumáli þýddi dældu, að maður ætti að tilkynna eitthvað þegar I stað. Eða þá gefa skýrslu þegar I stað. Nú, en hvað átti hann að til- kynna þegar í stað, þegar hann stóð einmitt og talaði við sjálfan aðalvarðstjórann? Náttúrulega hafði hann bara sagt „Ha?“ Og kallinn hafði engu svarað, bara staðið þarna með þetta fífla lega bros á smettinu. Dældu Tilkynntu strax. Ætli kallinn hafi meint eitthvað með þessu? Eða var hann bara að gantast. Ef hann meinti eitthvað með þessu, hvað meinti hann þá? Til- kynna strax. Tilkynna hverjum strax? Eða tilkynna eitthvað strax. Tilkynna hvað? Að skot hefði hlaupið úr byssu? Kallinn hafði sjálfur sagt, að það hefði verið slysni og hann gat ekki betur séð en allt væri í stak- asta lagi þarna uppi. Vildi kall- inn, að hann tilkynnti um óhapp- ið? Atti hann við það? Nei, það stóðst ekki. Að skotið skyldi hlaupa úr byssunni var karlinum varla til sóma og hann myndi örugglega ekki vilja, að það fréttist. Ah, hvað er maður að gera sér grillur út af þessu, hugsaði Murchison. Kallinn hef ur verið að grínast og hérna sit ég og reyni að finna eitthvað út úr bröndurun- um hans. Ég ætti að vera kominn upp til hinna bolanna það hæfði mér. Ég ætti að vera rannsóknar- lögga og vera bara í þvf að grufla í bjánalegum smáhlutum, sem kall- inn segir mér. Það hlýtur að vera sumarið, sem fer svina í mig. Ég ætti að vera kominn heim til Ir- lands og kyssa írskar lössur. Tilkynna þegar í stað. Grænt Ijós kviknaði í skipti- borðinu. Einn úr götuvaktinni að hringja og tilkynna sig. Murchi- son stakk tenglinum í og svaraði, „Attugasta og sjöunda deild, Murchison hér. Nei, sæll Skalli. Japp. Aha. Það er nefnilega það. Gott að heyra f þér. Allt í lagi.“ Tíðindalaust af vesturvígstöðv- unum, hugsaði Murchinson og tók borðinu. Virgina Dodge reis skyndilega á fætur. „Allir hingað yfir,“ sagði hún. „Fljótir nú. Varðstjóri, færðu þig þarna frá fatahenginu." Angelica hrökk upp, reis á fætur og lagfærði mittisstrenginn á pilsinu og gekk yfir að gluggun- um. Hawes yfirgaf varðstöðu sína við hitastillinn og slóst i hópinn með hinum mönnunum, sem færðu sig nú að gluggunum. Byrnes flutti sig frá fatahenginu. „Eg miða byssunni á nitróið,„“ sagði Virginia. „Engin heimsku- pör.“ Gott! hugsaði Hawes og var upp með sér. Hún var ekki aðeins að hugsa um hitann, hún hefur líka áhyggjur af nítróinu. Þetta ætl- ar að heppnast, Jesús minn, fyrsti áfangi samkvæmt áætlun. Vona ég. Virginía hörfaði aftur á bak að fatahenginu. Með snöggri hreyfingu losaði hún kápuna af vinstri öxl, byssan í hægri hendi beinist stöðugt að nítróflösk- unni. Nú skipti hún um hönd setti byssuna i þá vinstri og renndi kápunni fram af hægri öxlinna, og án þess að snúa sér hengdi hún kápuna á einn krók- inn I henginu. „Það er orðið djöflinum heit- ara hér inni,“ sagði hún svo. „Vill ekki einhver lækka hitann?“ „Eg skal,“ sagði Hawes og gekk léttstígur að hitastillinum. Það lék bros um andlit hans. Hann horfði yfir salinn, þangað sem svarta kápan hennar Virginíu Dodge og hatturinn og frakkinn hans Willis hengu hlið við hlið i henginu. I vinstra vasa svörtu yfir- hafnarinnar hennar Virginíu var skammbvssan. sem hún hafði tek- ið af Byrnes inni á skrifstofunni hans. í þýóingu Björns Vignis. VERKSMIDJU ÚTSALA! Opin þriðjudaga kl.2-7e.h. og föstudaga kl.2-9e.h. Á ÚrrSÖLJJNNI: Flækjulopi Vefnaðarbútar Hespulopi Bílateppabútar Flækjuband Teppabútar Endaband Teppamottur Prjónaband Reykvikingar reyníð nýju hraðbrautina upp i Mosfellssveit og verzlið á útsölunni. ÁLAFOSS HF MOSFELLSSVEIT Hvassaleiti Til sölu við HVASSALEITI góð 3ja — 4ra herb. íbúð á 3 hæð. ENDAÍBÚÐ. BÍLSKÚR. ÍBÚÐIN ER LAUS. Fasteignamiðstöðin, Hafnarstræti 11. símar 20424—14120, heima 85798. velvakandi Velvakandi svarar I stma 10- 100 kl. 10.30—11.30. frá mánudegi til föstudags. % Fimm þúsund króna seðlar ekki gildur gjaldmiðill Kona hringdi, og kvartaði undan því, að oft gengi erfiðlega að fá skipt peningum í verzlun- um. Hún sagðist fyrir stuttu hafa komið inn í verzlun í miðbænum snemma dags í miðri viku og ætlað að fá vörur, sem kostuðu samtals um tólf hundruð krónur. Þegar hún hefði svo dregið upp fimm þúsund króna seðil og ætlað að greiða með honum, hefði af- greiðslustúlkan sagt með undrunar- og hneykslunarsvip, að ekki væri hægt að skipta svona stórum seðli. Konan sagði, að nú hefði mátt búast við, að stúlkan- hefði búizt til «ð reyna að skipta seðlinum annars staðar, en ekki hefði hún sýnt á sér neitt farar- snið, heldur farið að taka um- búðirnar utan af varningnum. Konan sagðist þá hafa verið fljót að koma sér út úr búðinni og sagðist ekki hafa hugsað sér að eiga viðskipti við þetta fyrirtæki í framtíðinni. Hún sagði enn- fremur, að sér væru kunnugt um, hver kaupmaðurinn væri, og vissi hún, að stúlkan, sem þama var við afgreiðslu, ætti ekki hlut í verzluninni. Hún sagðist ekki nenna að fara að standa í neinu þrasi, eins og til dæmis því að gera kaupmann- inum viðvart um þessa þjónustu, eða öllu heldur þjónustuleysi, en sagðist reyndar oft hafa orðið fyrir svipaðri afgreiðslu áður í hinumýmsu verzlunum. Velvakandi vill taka undir með konunni. Það er raunar furðulegt að þeir, sem hafa atvinnu sína af þvf að reka verzlun, skuli ekki sjá sér hag í þvf að hafa jafnan hand- bært fé til að skipta, — jafnvei þegar um svo gífurlegar fjár- hæðir er að ræða sem fimm þúsund krónur. 0 „Húsmóðir" skrifar „Jæja, þá fékk þjóðin loksins sænskar fréttir af ástandinu í Chile, og þá eru það vonandi þær sönnu fréttir, sem meiri hluti útvarpsráðs getur sætt sig við. í fréttaspegli þann 30. þ.m. var þannig sagt frá, að manni er vork- unn, þótt sá fróðleikur verði ekki gleyptur hrár. Sænskur fréttaritari kom frá Chile og segir farir sinar og ann- arra ekki sléttar. Þegar almenn- ingur í Chile vissi, að Allende lét verkamenn fá kjöt að borða tvisvar í viku, þá mátti ekki láta við svo búið standa. Herforingjarnir tóku sig til og fangelsuðu og drápu mannskap- inn í stórum stíl, og brenndu marxisk fræði, svo Chile var næstum lýsandi viti, því nóg var af þrennsluefninu. Bókabrennur eru gamall siður í veröldinni, sem hefur alltaf þann galla, að eitt- hvað verður eftir. Rússar eru búnir að sjá þetta og setja nú undir lekann, t.d. með því að banna útgáfur á verkum, sem stjórnvöldum þar í landi líkar ekki. Til að geta verið alveg áhyggju- lausir þá setja þeir bara rithöf- undana á geðveikrahæli eða fangelsi. Þegar ég heyrði sænska fróðleikinn, mundi ég eftir er- indi, sem merk íslenzk kona flutti f útvarpið á sínum tíma. Rússar hafa það þannig, að almenningur þar í landi hefur ekkert ferða- frelsi. Stjórnvöldin taka hins vegar upphæðir af þvf fé, sem almenningur myndi eyða, og bjóða á hans kostnað fólki, sem þeim Ifkar við, í dýr ferðalög um landið. Síðan er til þess ætlazt, að gestirnir borgi fyrir sig með sög- um um dýrðina, sem þeir sáu þar. Þessi merka kona kom til Rúss- lands rétt eftir sjötugsafmæli Stalfns og var boðið að skoða afmælisgjafirnar, sem þessi algóði félagi hafði fengið. Hún sá nú bara það, sem var í 52 herbergjum enn alls voru troðfull 72 herbergi. Á þessu sást, hvað foringinn var elskaður, sjálfsagð að verðleikum. Síðan hitti hún hjón, sem höfðu miklar áhyggjur af því, að tengdamóðir konunnar, sem verið hafði á hressingarhæli á Krím, mundi undireins og hún kæmi heim, éta sig í hel, líklega af því að það var algengasta dánarorsökin í RUsslandi á dögum Staifns. Vitur maður sagði við mig fyrir 30 árum, að hann hefði viljað að Rússar hefðu heldur sýnt í verki, hversu kommúnisminn gæti gert lífskjör fólksins góð, í stað þess að eyða óteljandi milljónum í áróðursrit út um alla jarðar kringluna, en þetta gera þeir enn í dag og finnst það borga sig. Óskandi væri, að maður gæti fengið að sjá á prenti fréttaspegil- inn þann 30. nóv. s.l. og helzt að meira væri flutt af slíku, því ég vil heldur trúa mínum eigin augum og svo er með fleiri. HUSMÖÐIR." Lokad 1 dag vegna jarðarfarar frá kl. 12 — 4. Víf, skóverzlun, Laugaveg 11. Kvenstúdentar Munið opna húsið að Hallveigarstöðum, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 3 — 6 e.h. Kaffiveitingar. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. IÐNAÐAR - VERZLUNARHÚSNÆÐI Frá Ítalíu Vorum að fá til sölu á góðum stað í Reykjavlk, ca. 600 fm. götuhæð ásamt 75 fm. i kjallara. Lofthæð er 3 40 m og 4.80 m. — Húsnæðið getur verið hentugt fyrir alls konar iðnað og verzlun. Angorapeysur. mynstraffar og elnlltar. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN Austurstræti 1 7 Simi: 2-66-00. uiiarpeysur. Skyrtublússur. Glugginn Laugavegi 49.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.