Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1973 16 >1 ! I Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Frétta stjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4 80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innaniands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. borgarstjóri frá því, aðætl- unin væri að taka upp nán- ara samstarf við nágranna- sveitarfélögin um skipu- lagsmál höfuðborgarsvæð- isins á næstunni og nefndi í því sambandi þann mögu- leika, að nágrannasveitar- félögin gerðust aðilar að Þróunarstofnuninni, en þannig yrði kleift að vinna að skipulagsmálum þess svæðis í heild sinni og hag- nýta alla þá kosti, sem fyrir hendi eru, á sem hagkvæm- astan hátt. er staðreynd, sem alltaf hefur legið ljós fyrir. Hins vegar kann vel að vera, að nágrannasveitarfélögin hafi ekki bolmagn til að hagnýta allt það land, sem þau hafa yfir að ráða. Þetta er viðfangsefni, sem finna þarf hagkvæma iausn á, þegar fram í sækir, en er ekki vandamál líðandi stundar. Skipulag borgarinnar og byggingasvæða hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á það umhverfi, sem við búum í, og þegar umhverf- isvernd kemst æ meir á dagskrá er eðlilegt, að at- hygli manna beinist ekki sízt að skipulagi borga og bæja. Það er gagnlegt og líklegt til þess að stuðla að betra skipulagi en ella. Með starfi Þróunarstofn- unar Reykjavíkur er stigið nýtt skref í þá átt að bæta skipulag höfuðborgarinnar og umhverfi fólksins, sem í henni býr. SKIPULAGSMÁL HÖFUÐ- BORGARSVÆÐISINS FELAGS- MÁLASKÓLI Aundanförnum árum hefur uppbygging Reykjavíkur verið mun hraðari en gert var ráð fyr- ir í aðalskipulagi borgar- innar, sem samþykkt var um miðjan síðasta áratug. Þá var talið, að Breiðholts- hverfin yrðu í byggingu allt fram til ársins 1983, en til þess tíma nær áætlunar- gerð aðalskipulagsins. Nú er hins vegar komið í ljós, eins og Birgir Isl. Gunnars- son borgarstjóri, hefur vakið athygli á, að Breið- holtshverfin verða full- byggð að fjórum árum liðn- um, eða á árinu 1977. Þróunarstofnun Reykja- víkurborgar, sem sett var upp fyrir nokkrum misser- um, hefur af þessum sök- um unnið að því að gera grein fyrir hentugustu nýj- um byggingarsvæðum í borgarlandinu. Á fundi borgarstjómar Reykjavík- ur sl. fimmtudag gerði borgarstjóri ítarlega grein fyrir því mikla starfi, sem unnið hefur verið af Þróunarstofnuninni við að rannsaka og kortleggja ný fbúðasvæði við Grafarvog, í Korpúlfsstaðalandi og við Úlfarsfell, en ljóst er, að í þá átt mun byggðin í höfuð- borginni teygjast á næstu áratugum. Jafnframt því, sem Þróunarstofnunin mun áfram vinna að þessu viðfangsefni, skýrði Augljóst er, að málefni sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu eru orðin svo samtvinnuð, að það kallar á náið samstarf þeirra á flestum sviðum sveitarstjórnamála. Slík samvinna er þegar hafin og má benda á samning Hita- veitu Reykjavíkur við Kópavog og Hafnarf jörð og væntanlega einnig Garða- hrepp í náinni framtíð sem dæmi um samvinnu, sem öllum aðilum er í hag. Með sama bygginga- hraða og undanfarin ár er sýnt, að þröngt verður orð- ið um land til bygginga í Reykjavík, þegar líða tek- ur að næstu aldamótum og kannski nokkru fyrr. Þetta Pétur Sigurðsson hefur flutt á Alþingi, ásamt tveimur samþings mönn- um sínum, frv. til laga um félagsmálaskóla launþega- samtakanna og á tilgangur hans að vera sá, skv. greinargerð frumvarpsins, ,,að skapa starfandi og verðandi forustumönnum verkalýðshreyfingarinnar, áhugamönnum um störf hennar og hverjum félaga hennar, sem njóta vill, möguleika til haldgóðrar fræðslu í þeim greinum, sem tengdastar eru starfi alþýðusamtakanna." Enginn vafi leikur á því, að slíkt fræðslustarf yrði mjög þýðingarmikið fyrir verkalýðssamtökin. Þessi fjölmennu almannasamtök hafa fyrir löngu skipað sér áhrifamikinn sess í þjóðlíf- inu og eru raunar ein af veigamestu valdastofnun- um þjóðfélagsins. Þess vegna ríður á miklu, að forystumenn þeirra eigi kost á fjölbreyttri fræðslu, sem geri þeim kleift að rækja betur en ella hið þýðingarmikla starf, sem þeim hefur verið trúaðfyr- ir. Ætla verður, að meiri- hluti geti orðið fyrir þessu frumvarpi á Alþingi og væri þá mikilvægt skref stigið í fræðslumálum verkalýðshreyfingarinnar. Samdráttur vegna skorts á hráefnum SKORTUR er orðinn tilfinnan- legur á mikilvægum hráefnum á nánast öllum sviðum fram- leiðslunnar í Bandarfkjunum. Afleiðingin er allverulegur samdráttur. Fjöldi Bandarfkja- manna hefur komizt að því, að ekki er alltaf hægt að kaupa það, sem þá vanhagar um. Sennilega er það einsdæmi. Olíuskorturinn er því ekki eini skorturinn, sem Banda- ríkjamenn eiga að stríða við. Annar hráefnaskortur er ekki síður alvarlegur, af því draga verður úr framleiðslu f öllum fyrirtækjum, sem nota hrá- efnin. Þannig er vafasamt, að bænd- ur geti framleitt nógu mikið af ávöztum, grænmeti og kjöti á næsta ári, vegna skorts á til- búnum áburði. Minnkandi framboð af kókó og súkkulaði, ásamt verðhækkunum, veldur hækkandi verði á sælgæti og ýtir undir notkun gerviefna. í einni verksmiðju Banda- rfkjamanna í Evrópu, er fram- leiðir landbúnaðarvélar, er ekki hægt að notast við 300 litlar vélar vegna þess, að eitt einasta varastykki vantar í hverja þeirra. Og nú er svo komið, að bandaríski stáliðnað- urinn annar ekki lengur eftir- spurn, þótt hann hafi átt í vök að verjast um árabil vegna er- lendrar samkeppni og minnk- andi eftirspurnar. Þetta eykur erfiðleika þeirra fyrirtækja, sem nota stál í bila, rafmagns- tæki, landbúnaðarvélar, þunga- vinnuvélar, skrifstofuvélar og byggingarvinnuvélar. Skortur á trjákvoðu, sem stafar meðal annars af verkföll- um í Kanada, en einnig af er- lendri samkeppni, hefur neytt blöð til að fækka blaðsíðum eða minnka þær. Utflutningur trjá- kvoðunnar hefur aukizt vegna þess, að markaðsverðið er 350 dollarar tonnið, en verðið í Bandaríkjunum 200 dollarar tonnið, samkvæmt verðákvörð- un stjórnvalda. Þannig er skorturinn á nán- ast öllum sviðum: bæta má við málmum, plasti, baðmull, fata- efni, sýrópi, rúsínum o.s.frv. 1 fyrsta skipti hafa margir séð, hvernig hin ýmsu svið fram- leiðslunnar eru hvert öðru háð, hvernig skortur á einu sviði hefur áhrif á öðrum sviðum o.s.frv. Olía og jarðgas eru til dæmis notuð við framleiðslu flestra plastefna, gervitága, margra lyfja, ýmissa efna, sem eru notuð I landbúnaði, gervi- gúmmfs og ýmissa undirstöðu- efna, sem eru nauðsynleg við framleiðslu mörg hundruð iðnaðar- og neyzluvara. Ottazt er, að afleiðingamar geti orðið alvarlegar, til dæmis að verkamönnum verði sagt upp. Ekkert er talið benda til þess að draga muni úr veru- legum verðhækkunum, sem hafa orðið að undanförnu á undirstöðuhráefnun í heim- inum. 1 ýmsum tilvikum hafa bandarísk fyrirtæki aukið út- flutning á hráefnum vegna Stálfyrirtæki f Bandarfkjunum anna ekki eftirspurn Trjákvoða, sem Bandarfkjamenn hafa fengið, er nú send á markað I öðrum löndum, þar sem verð er hærra. þess, að verðlagið er lægra heima fyrir. Afleiðingin er auk- inn skortur á hráefnunum heima fyrir. Bandarískir hag- fræðingar eru áhyggjufullir. (Verðhækkanirnar sjást á með- fylgjandi töflu). Sýnt þykir, að aukast muni framleiðsla gerviefna i stað þeirra hráefna, sem skortur er á. í pappírsiðnaðinum er til dæmis farið að notast við úr- gangsefni, og notkun fosfats mun aukast við framleiðslu áburðar. En til þess að leysa vandann er sagt að auka verði hráefnaframleiðsluna. Samkvæmt bandarískum hag- skýrslum var framleiðsla þeirra bandarísku fyrirtækja, sem framleiða flest þau efni, er aðrir framleiðendur nota, 94% fullra afkasta í septembermán- uði. Þessi fyrirtæki hafa þvf lítið svigrúm til að auka fram- leiðslu og mæta vaxandi eftir- spurn. Undirstöðugreinar eins og stáliðnaðurinn hafa farið var- Framhald á bls. 31 Verðhækkanir á hrá- efnum f Bandarfkjunum á undanförnum tólf mán- uðum: Baðmull, 215% Hveiti, 118% Feiti, lýsi, 109% Rajon, 104% Salatolfa, 94% Egg, 90% Sojabaunir, 85% Brotajárn, 84% Korn, 84% Gúmmf, 80% Ull, 68% Pappfrsúrgangur, 66% Niðursoðin dýrafeiti, 61 % Tin, 35% Timbur,31% Olíuvörur, 31% Trjákvoða, 20% Kopar, 18% Kvikasilfur, 17% Zink, 17% Tágar, 17%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.