Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER 1973
23
... / dagsins önn
Það er eins og sumar konur geti
alltaf átt falleg pottablóm— allan
ársins hring. Þær koma þeim til,
allt frá smá afleggjurum, sem þær
verða sér út um h)á vinum og
vandamönnum, sfðan vaxa þeir og
dafna, og stofur þeirra prýða fal-
leg, ræktarleg blóm. Við hinar
kennum um þessum nýmóðins
plastpottum eða þá einhverju
öðru. En hvernig fara þær að
þessu? Tala þær við blómin eða
hvað?
Þær, sem kenna plastpottunum
um, að blómin dafna ekki, segja,
að blómin hafi dafnað miklu bet-
ur í gömlu leirpottunum. Sú skoð-
un er ríkjandi, að blómin geti
ekki andað i plastpottunum og
konur vilja fá aftur gömlu leir-
pottana.
En hvað segja vísindin um
þetta? Sennilega vilja margar
húsmæður fá úr því skorið, hvers
vegna blómin þeirra eru ekki
lengur eins f alleg og áður f yrr.
Rannsóknir, sem gerðar hafa
verið, sýna, að plastpottamir eru
betri en leirpottarnir. Orsökin
fyrir því, að blómin dafna ekki
eins vel er sú, að húsmæðurnar
vökva of mikið og of oft. Þær
fylgja þeirri gömlu reglu að
vökva annan hvern dag, smá
slettu í einu, en það er alröng að-
ferð.
Nú á að vökva blóm i plastpott-
um þannig, að vökva á alveg upp
að rönd pottsins, !áta síðan þorna
alveg og vökva þá á nýjan leik og
þá á sama hátt, eða alveg upp að
röndinni. Sem sagt — ekki annan
hvern dag og ekki smáskvetta.
Skýringin á þessari aðferð við
vökvun er sú, að uppgufunin í
plastpottunum er hægari en í leir-
pottunum, og með því að vökva of
oft, fá blómin of mikla vökvun og
það þola þau ekki, eins og við
vitum. í plastpottum er uppguf-
unin aðeins á litlum fleti, en f
leirpottunum andar blómið gegn-
um gljúpan leirpottinn. 1 plast-
pottum fer uppgufunin aðeins
fram á yfirborðinu og þess vegna
rniklu hægar. Þess vegna á ekki
að vökva eins oft.
Og sérfræðingamir bæta við:
Vegna blómanna og húsmæðr-
anna eru plastpottarnir betri!
Að ganga undir stiga
Það er til fólk, sem er sannfært
um, að ef það gengur undir stiga,
sem reistur er upp við vegg, komi
eitthvað hræðilegt fyrir.
Auðvitað getur af þvf hlotizt
augljóst slys, svo sem ef verkfæri
dettur úr höndum þess, sem er að
„Au pair” ömmur
Franskur auglýsingaforstjóri,
Jean-Pierre Coffe, hóf í fyrra til-
raun, sem gefizt hefur mjög vel í
heimalahdi hans. Hann var beð-
inn um, af velgjörðarstofnun, að
finna auglýsingaaðferð til að
reyna að bæta kjör aldraðs og
einmana fólks, fá almenning til að
ljá málinu lið með fégjöfum.
Það var þá, sem hann fékk hug-
myndina að „au pair“ ömmum og
öfum, þ.e. að reyna að koma öldr-
uðu, einmana fólki í samband við
fjölskyldur með börn, með sam-
vinnu fyrir augum. Ákaflega
margir foreldrar eru í vandræð-
um með fá fá barna sinna gætt í
langan eða stuttan tíma, áleit
hann, og aldraða fólkið þarfnast
félagsskapar. Hvað var eðlilegra
vinna í stiganum, málningardós
fer um koll o.s.frv. En þeir, sem
hjátrúarfullir eru, forðast að
ganga undir stiga, jafnvel þótt
enginn sé þar við vinnu.
Menn sáu áður fyrr, að stigi
reistur upp við vegg, myndaði þrí-
hyrning ásamt veggnum og jörð-
inni eða gólfinu undir. Þarna var
komið tákn hinnar heilögu þrenn-
en að reyna að sameina þetta
tvennt?
Eftir auglýsingar i blöðum fékk
Coffe bréf, svo þúsundum skipti,
bæði frá öldruðu fólki og svo fjöl-
skyldum. Hann hefur komið 1411
öldruðum konum og körlum fyrir
á heimilum, flestum um skamman
tíma, t.d. sumartíma öðrum til
lengri tfma. Betur gengur að
koma konum en körlum til yngri
f jölskyldna, og er það auðvitað af
þeirri gömlu trú, að eingöngu kon
ur geti haft gaman af börnum og
umhugsun þeirra. En það er auð-
vitað það, sem ætlazt er til ein-
göngu, að hjálpa til með börnin og
hafa ofan af fyrir þeim og fá f
staðinn fæði og húsnæði hjá fjöl-
skyldunni. Þessi tilraun tókst svo
vel, að henni verður sjálfsagt
haldið áfram.
ingar og hver dirfðist að rjúfa
slíkan helgidóm með þvf að ganga
þar i gegn? Forfeður okkartrúðu,
að slfku fylgdi óhamingja og forð-
uðust að fremja slfk helgispjöll.
Óttinn við að ganga undir stiga
á sér því trúarlegan uppruna, þó
að hjátrúafullir nútímamenn hafi
sjálfsagt fæstir hugsað út í þá hlið
málsins.
UMHORF í UMSJÓN ANDERS HANSEN
Eru íslenzkir
kommúnistar
lýðræðis-
sinnar?
ISLENZKIR kommúnistar
halda því jafnan mjög á loft, að
þeir séu lýðræðissinnar og fari
í einu og öllu eftir leikreglum
lýðræðisins. Er þetta vafalaust
ein meginástæða þess, hve vel
þeim hefur tekizt að koma ár
sinni fyrir borð hérlendis. Oft
tekst kommúnistum að slá svo
ryki í augu almennings og and-
stæðinga sinna, að margir
halda, að þar fari raunverulegir
og einlægir lýðræðissinnar. Við
nánari athugun kemur þó f ljós,
að fátt er sameiginlegt með
kommúnistum og lýðræðis-
sinnum.
kommúnistar taka að vísu
þátt f almennum kosningum,
enn sem komið er a.m.k., — en
þar með er líka nánast öll sagan
sögð. Flest annað f starfsemi
þeirra þess utan er síður en svo
i anda lýðræðisins. Eru ýmsar
aðgerðir þeirra í rfkisstjórn-
inni, er nú situr, glöggt dæmi
þess.
Þar hafa þeir margoft svikið
gerða samninga og loforð og
yfirleitt knúið fram sín sjónar-
mið án tillits til áður gerðra
málefnasamninga. Hvað eftir
annað hefur þeim tekizt að
svínbeygja samstarfsmenn sína
svo, að undrum hlýtur að sæta.
Margoft hefur gegngið svo
langt, að stjórnarslit hafa virzt
óumflýjanleg. Til þess hefur þó
enn ekki komið, vegna þess að
framsóknarmenn hafa jafnan
gefið eftir. Virðast nú kommún-
istar ráða öllu þvf, er þeir vilja
ráða f ríkisstjórninni, þrátt
fyrir að þeir hafi þar aðeins tvo
ráðherra af sjö. Má um það
nefna mörg dæmi.
Ráðherrum og þingmönnum
Alþýðubandalagsins hefur tek-
izt að koma fram ýmsum mál-
um á sviðu utanríkismála, sem
jafnvel hafa stangazt á við yfir-
lýsingar og stefnu utanrikis-
ráðherra.
Formaður Alþýðubanda-
lagsins leyfði sér að sýna ríkis-
stjórninni, (sem hann þó
Berlfnarmúrinn — tákn kommúnismans f A-Þýzkalandi. Enginn grundvallarmunur er á stefnu
fslenzkra og erlendra kommúnista.
styður), fádæma óvirðingu, er
heimsókn Josep Luns fram-
kvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins stóð yfir. Þá hafði
hann rætt við islenzka ráðherra
(þ.á m. einn ráðherra Abl.) um
landhelgismálið. En viti menn:
Strax að þeim fundi loknum
kemur formaður Alþýðubanda-
lagsins með yfirlýsingu þess
efnis, að ekki sé æskt neinna
afskipta framkvæmdastjórans
af málinu!
Og nú sfðast, en ekki sfzt,
hefur þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins algerlega hafnað
samningsuppkasti því, er gert
var á fundi forsætisráðherra
Islands og Bretlands nú fyrir
skömmu. Af fenginni reynslu
kæmi ekki á óvart, þótt þeirra
skoðun yrði ofan á, þvert gegn
vilja forsætisráðherra. Þannig
er samstarf við kommúnista.
Þess er ekki að vænta, að
kommúnistar nái, f fyrirsjáan-
legri framtíð, þeim áhrifum hér
á landi, er til verulegrar ógæfu
gætu leitt. Til að svo verði
munu þeir þó einskis svífast.
Kommúnisminn er alltaf eins á
öllum timum, þótt gervin séu
misjöfn. Enginn eðlismunur er
að stefnu íslenzkra komm-
únista og til dæmis kommún-
ista i Sovétríkjunum og A-
Þýzkalandi. Mesta hættan
stafar þvi af því, að til sam-
starfs við kommúnista veljist
nytsamir sakleysingjar, er
kunni að láta fljóta sofandi að
feigðarósi. Vari slíkt ástand til
langframa er þess varla langt
að bfða, að hægt verði að tala
um íslenzkt lýðræði f þátfð.