Morgunblaðið - 06.11.1973, Side 19

Morgunblaðið - 06.11.1973, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1973 19 Eiturefni ógna fuglabyggð . VI tryr Eftir William Cemlyn-Jones * í 'e&rvf'i THE OBSERVER / .*i. N. \ 1 EITT stærsta friðunarsvæði fyrir fugla í Evrópu er að verða versta dauðagildra fyrir fuglana, sem átti að veita vernd. Þetta friðunarsvæði er á suðvesturhluta Spánar og er einstakt í sinni röð frá náttúr- unnar hendi. Þar koma m.a. við gæsir á leið frá norðlægum löndum, aðallega frá Rússlandi og Norðurlöndum. Ekki þó frá Islandi og Bretlandseyjum, eins og sagt hefur verið í frétt- um, að því er dr. Finnur Guðmundsson, fulglafræðingur upplýsti Mbl. um. Donana er ákaflega fallegt, óbyggt svæði, um 570 fermílna þríhyrnt land, sem liggur að mýrlendum bökkum árinnar Guadalquivir, nærri þeim stað, þar sem fljótið rennur í Atlantshafið í Sevilla-héraði. Fyrir um það bil áratug tók spænska stjórnin þetta land frá og gerði að verndunarsvæði með hjálp World Wildlife Fund, heimssamtaka um dýra- vernd. Hertoginn af Edinborg var viðstaddur opnun þessa friðaða svæðis. Innan um grenitré og pálma, aspir og eikur reika hirtir, villi- svinogúlfaróáreitt. Otrarleika sér í ánum og gaupan fifir þar enn. Ræninginn mikli homo sapiens er einn að mestu fjar- staddur. Aðgangur að þessu einstæða verndunasvæði er al- gerlega bannaður, öðrum en vörðum og náttúrufræðingum. Donana er heimkynni ein- staklega mikils fjölda fugla- tegundalþar eru gæsir, endur, fálkar ernir, hræfuglar og sníp- ur og ýmsar tegundir af mjög sjaldgæfum sundfuglum. Þetta friðaða svæði er líka mikill við- dvalarstaður fyrir farfugla, sem eru nógu vitrir til að flytja sig frá Norður-Evrópu á haust- in og til sólríkari staða. Hættan kemur frá mýr- lendinu f kring um friðaða svæðið, þar sem bændur og hrísgrjónaræktendur eru farn- ir að nota skordýraeitur og dreifa slfkum efnum úr flugvél- um til vamar uppskeru sinni. Fuglaverndunarsjóðurinn sendi í tíma frá sér aðvörun um þá miklu hættu, sem stafar af því að nota þetta skordýraeitur, sem sagt varmunduóhjákvæmi- legt síast ofan í friðaða votlend- ið við Guadalquivir-ána. Spánska stjórnin studdi til- mæli sjóðsins með því að banna notkun þessara efna þarna, en nú hefur komið í ljós að þvf var ekki nægilega fylgt eftir, fyrr en það var orðið of seint. Fugl- ar eru farnir að deyja í stór- hópum og skordýraeitri um kennt, þó því sé hafnað af sum- um opinberum aðilum. Spánski landbúnaðarráðherr- ann Senor Tomas Allendey Carcia-Baxtar, sem er 53ja ára gamall lögfræðingur frá Madrid hlýtur að bera mikla ábyrgð á þessum umhverfis- spjöllum. Svo meinlega vill til, að Senor Allende er einhver virtasti og samvizkusamasti ráðherrann f stjórn Francos. Hann er gáfaður og viðkunnan- legur og hefur sýnilega einlæg- an áhuga á að leysa af hendi sitt starf, án þess að flækjast inn á hliðargötur stjórnmálanna. En hann hefur á hendi nokk- uð flókið starf, er fyrst og fremst ætlað að sjá um hags- muni landbúnaðarins á Spáni. Afskipti hans af verndunarmál- um, mengun og umhverfis- vernd eru aðeins hliðargrein. Mjög líklegt er, að hann hafi alls ekkert vitað um yfir- vofandi hættu á Donana- friðunarsvæðinu þar til fyrir tveimur mánuðum, þegar þúsundir fugla fóru að falla og málið komst í blöðin með mikl- um gný. Landbúnaðarráðuneytið seg- ir að nú sé endanlega búið að stöðva notkun banvæns skor- dýraeiturs á svæðinu, en að það hafi í staðinn útvegað nýja tegund af dufti, sem á að vera algerlega hættulaust dýrum, að þvf er haidið er fram. Samt sem áður halda fuglarnir áfram að deyja. Það er einhver huliðs- hjálmur yfir þessu slysi og marga Spánverja grunar að ein- hver maðkur sé í mysunni og að vissir hrísgrjónaræktendur hafi kannski haft áhrif á yfir völdin. — Það, sem nú er að gerast í Donana, er álfka og að sprengju hafi verið varpað inn í Prado- safnið, skrifar eitt af áhrifa- mestu blöðunum. Samt sem áður hlýtur maður að hafa nokkra samúð með ráð- herranum, sem fyrst og fremst á skyldum að gegna við land- búnaðarverkamenn Spánar umfram fuglana. En sú stað- reynd, að þetta stórkostlega friðunarsvæði náttúrunnar sé f hættu og geti eyðzt, hefur valdið vaxandi reiði í landinu og aðvörunarbjöllurnar hringja um allan heim. Þegar getur verið orðið of seint að hindra það, að goðið falli af stallinum. Þá gæti þetta verndarsvæði orðið dauðagildra fyrir ótal far- fuglahópa, sem hafa notað það til hvíldar og endurnæringar á leið sinni til Afríku. Til dæmis er álitið að um 130 þúsund villi- gæsir frá Bretlandi og Norður- löndum komi þar við á leið sinni suðurum, þar sem þær nærast sennilega á fæðu í sýktu vatninu. Margir af þessum villtu gæsum munu áreiðanlega deyja áður en þær komast á leiðarenda, að því er sumir sér- f ræðingar fullyrða. WiIIiam Gemlyn-Jones Hilmar Björn Jónsson: Að tvígefnu tilefni I Tímanum 9. sept. er kynning á Kf. Héraðsbúa. Langt viðtal er við kaupfélagsstjórann, Þorstein Sveinsson. Skrásetjari lætur þess getið i greinarlok, að hann hafi skil- merkilega skráð niður orð kaupfé lagsstjórans. Fer því ekki á milli mála, hvers orð eru í kafla um Borgarfjörð. Ummæli kaupfélagsstjórans eru svo illkvittnisleg og lítilsvirð- andi í garð Borgarfjarðar og Borg- firðinga, að ekki er hægt að una við slíkt. Hlýtur að vekja furðu, að hann skuli leyfa sér slíkt sem ábyrgur aðili gegn sveitarfélagi, sem hraktist í hendur honum, illu heilli. Ég mun að mestu leiða hjá mér umsagnir um fólkið, enda Borg- firðinga sjálfra að kveða niður eigin uppvakninga. Fýrst vil ég vekja athygli á tveim myndum frá Borgarfirði, sem fylgja viðtalinu. Tel ég víst, að þær eigi að vera „symbol" stað- arins. A annarri sést torfhús, vafalaust ímynd húsnæðis Borg- firðinga. Þetta hús er nú í eigu listmálara. Og þykist ég vita, að þvf muni lengri lífdaga auðið. Hin myndin á að sýna vetrarríkið í Borgarfirði og tekið fram, að það sé mikið. Má segja, að þetta sé gott sýnishorn frá sveit, sem býr yfir óvenjulegri náttúrufegurð. Þá kemur að sjálfum kaflanum um Borgarfjörð, en hann ber fyrirsögnina „Borgarfjörður eystri. Enn er róið til fiskjar." Kaupfélagsstjórinn er sjálfsagt að gera okkur undrandi yfir þessum stórmerkjum, en bíðum við, hann gefur skýringuna síðar. Síðan er sagt frá því, að Kf. Héraðsbúa hafi yfirtekið rekstur Kf. Borgar- fjarðar, „sem þá hafði stöðvazt". Ef átt er við, að reksturinn hafi áður verið hættur, er það ekki rétt. Kaupfélagsstjórinn tók við rekstrinum beint úr höndum stjórnar Kaupfélags Borgar- fjarðar, sem rekið hafði félagið í marga mánuði á sinn sérstaka hátt. Enda segir fyrrum formaður Kf. Borgarf jarðar í grein í Tfman- um 22. sept. s.l. um yfirtökuna, „að hvorki varð truflun á nauð- synlegri verzlunarþjónustu né heldur á móttöku og umsetningu á framleiðsluvörum okkar Borg- firðinga". Kaupfélagsstjórinn segir rétti- lega, að aðstæður séu erfiðar á Borgarfirði. Þar verða allir að lifa á framleiðslu. Borgarfjörður er ekki „byggðakjarni", en eins og allir vita, er það aðeins í „byggða- kjörnum", sem fólkið getur lifað hvað á öðru. Ekki er mikið, þó að maðurinn sjái muninn. Næst segir, að hafnleysa sé á Borgar- firði. Ég hef ekki leitað til dr. Jakobs í Orðabókinni um rétta útlagningu orðsins, en hélt, að það þýddi engin höfn, eða þá eitt- hvað enn óttalegra. Höfn er á Borgarfirði, þó að slæm sé. Jafnvel er nú farið að tala um tvær hafnir. Að bryggju geta lagzt allt að 15oo—2000 lesta skip. Þó er að minni hyggju nauð- syn að lengja bryggjuna um u.þ.b. 20 metra, þrátt fyrir nýhafnar framkvæmdirvið Hafnarhólma. Um einangrunina má segja, að hún er mjög afstæð. Ef Borgar- fjörður er talinn einangraðri en t.d. Seyðisfjörður og Norðfjörður, er það að nokkru einangrun frá fjármagni. Borgarfjörður hefur umsett sínar vörur sjóleiðis. Verzlunarlega séð hlýtuc ávallt að verða um einangrun frá Egilsstöð- um að ræða, þrátt fyrir sívaxandi flugþjónustu ámilli staðanna. Fyrir Borgfirðinga er ein- angrunin verst hvað varðar læknisþjónustu, sem sinnt er frá Egilsstöðum, og hefur verið ónóg. Þó hafa stöku fyrrverandi læknar reynzt Borgfirðingum mjög vel. Sérstaklega væri þó ástæða til að minnast áranna, sem frú Inga Björnsdóttir sat sem héraðs- læknir á staðnum og sýndi ein- stakan áhuga í starfi. Virðist mér ástæða til að minnast þeirra, sem vel hafa gert, nú, þegar mest er hampað þeim, er sízt skyldi. Þá kemur næst að atvinnulff- inu. Sýnir kaupfélagsstjórinn þar svo mikla vanþekkingu, að furðu- legt má heita. Telur hann búskap og sjósókn Borgfirðinga eins nú og verið hefur um aldir. Liggur við að álykta megi, að hér sé hreinlega verið að rægja staðinn. Það er löngu liðin tíð, að allir í þorpinu eigi kýr og kindur. Kýrn- ar eru aðeins 3—4, að ég held. Nokkrir í þorpinu hafa búskap að aðalstarfi, og hefur fjárfjöldi kolnfzt upp í um 300 ær á einu heimili. Búið er á um 20 sveitabýl- um, og er búskapur þar eins og gengur, búin mjög misstór. Trillurnar á Borgarfirði kallar hann skeljar, þar með tvo nýlega 11 lesta báta. Svo er talað um sjósókn á „opið haf“. Það má segja, að ekki er öll vitleysan eins. Kaupfélagsstjórinn telur, að íbúar á Borgarfirði séu um 250 talsins. Það er sjálfsagt nærri lagi, enda fækkar þar með hverju árinu. Fyrir rúmum áratug var íbúatalan 340—350. Næst skulum við athuga um- sögnina um fyrirtækin. Telur hann þar upp lítið frystihús, slátuhús og fiskimjölsverksmiðju. Frystihúsið, sem jafnframt er sláturhús, tók til starfa árið 1949. Átti að vera hægt að vinna það 8—9 tonn af flökum á dag. Ekki mun þó hafa komið í húsiðnægjan legur vélakostur, til að gera^svo mikla framleiðslu mögulega. Þó komst dagsvinnsla upp í um 20 tonn af slægðum fiski. Annars er húsið alls ekki svo lítið, frysti- geymslur eru t.d. fyrir um 550 tonn. Fremur er að óttast, að ekki sé fyrir hendi nægjarilegur vinnu- kraftur til fullrar nýtingar húss- ins. Nokkrum árum eftir að frysti- húsið tók til starfa, byggði Kf. Borgarfjarðar fiskimjölsverk- smiðju, sem síðar gekk inn í Síldarverksmiðju Borgarfjarðar h/f., þegar hún var stofnuð. Mun þessi samstæða enn mala fiskúr- gang. Kaupfélagsstjórinn segir, að engin loðna berist til Borgar- fjarðar vegna hafnleysis. Mjög virðist þetta ónákvæm frásögn. Vissulega væri ekki alltaf hægt að afgreiða loðnubáta, en er nokkur von til, að loðna berist til staða, þar sem engir kaupendur eru að henni? Rekstur fyrirtækjanna er sagður ganga vel. Það er ljómandi gott. Tel ég þó líklegt, að lágur stofnkostnaður hjálpi þar til. Kf. Héraðsbúa mun hafa fengið allar fasteignir Kf. Borgarfjarðar fyrir verð, er nam tæplega hálfu bruna- bótamati frystihússins eins. Þá sögu heyrði ég einnig eftir kaup- félagsstjóranum hafða, að verð síldarverksmiðjunnar hefði verið kr. 1.000.000.—, en hann vonaðist ‘eftir að geta selt skilvindur og önnur tæki úr verksmiðjunni fyrir þá upphæð. Ekki veit ég, hvort rétt er hermt, en allavega hlýtur að vera mjög gott að reka svo ódýr fyrirtæki. Sönnum kaup- sýslumanni hlýtur einnig að vera hrein nautn að því að komast yfir eignir fyrir brot af raunverulegu verði. Ekki sizt, þar sem um er að ræða svita heillar sveitar f langan tima og mikilsverðustu eignir hennar. Nú er komið að verulega átak- anlegum þætti, sem sé fögnuði kaupfélagsstjórans yfir að eiga sinn þátt í „að hinu sérstæða at- vinnulífi og mannlífi á Borgar- firði skuli haldið áfram“. Mér var kunnugt um, að StS lagði mikla áherzlu á, að Kf. Hér- aðsbúa yfirtæki eignir og rekstur Kf. Borgarfjarðar. Hitt vissi ég ekki, að það hefði þýtt dauðadóm yfir atvinnulífi og mannlífi á Borgarfirði, ef yfirtakan hefði ekki komizt í framkvæmd. Gaman væri að vita, hver felldi eðaætlaði að fella þann dóm yfir Borgar- firði. Það má segja, að ekki var seinna vænna að gefa Borgfirð- ingum til vitundar þátt kaupfé- lagsstjórans í þessari björgun. Nú er auðskilin fyrirsögnin „Enn er róið til fiskjar." Eg leyfi mér að mótmæla því, að þessar aðfarir hafi verið einhver tiiraun sam- vinnuhreyfingarinnar. Þar réð vilji manna, sem ekki íþyngja sér með hugsjónum. Samvinnuhreyfingin var búin að starfa á Borgarfirði í tæplega hálfa öld og koma upp verulegum atvinnurekstri og stuðla að flest- um framfaramálum staðarins. Hjá því varð hreinlega ekki kom- izt vegna þess, að þar var geta hreppsbúa samanþjöppuð í þann kjarna, sem einn var að fram- kvæma í skjóli f jármuna og veltu. Hefði vilji verið fyrir hendi hjá samvinnuhreyfingunni til að rétta Borgfirðingum hjálparhönd, var það mjög auðveit, með því að ráða til þeirra kaupfélagsstjóra 9 mánuðum áður en Kf. Héraðsbúa yfirtók reksturinn. Mér er ekki kunnugt um neinar tilraunir Kf. Héraðsbúa f atvinnumálum Borg- firðinga. Það hefur aðeins endur- bætt og rekið það, sem fyrir var. Að einu leyti er þó um afturför að ræða og þýðir minni tekjur Borgfirðinga og Borgarfjarðar- hafnar. Þar á ég við, hve mikið af vörum Borgfirðinga er skipað upp á Reyðarfirði og flutt með bílum þaðan. Kaupfélagsstjórinn er sem sé mjög glúrinn kaupsýslumaður, og veit sem er, að sum árin hefur bílaútgerðin borið sig bezt af öllum rekstri Kf. Héraðsbúa. Fyrir nokkrum árum var sama flutningsgjald frá Reyðarfirði og Borgarfirði til Jökuldals. Trúlega er svo enn. Umsagnir kaupfélagsstjórans um sérstakan heim á Borgarfirði, svo og um fornlega háttu Borg- firðinga, tek ég sem sérstakar vinarkveðjur frá honum til íbú- anna og tel þær lýsa sérstæðri smekkvísi. Aðeins eitt er ótalið. Því sleppir kaupfélagsstjórinn lika i viðtal- inu, en það er fyrirhugaður flutn- ingur sauðfjárslátrunar frá Borg- arfirði til Egilsstaða. Með fyrirhugaðri breytingu átti að koma til framkvæmda annar draumur stóru mannanna hjá SlS um færri og stærri sláturhús. Hinn var um færri og stærri kaupfélög, og er að nokkru kom- inn til framkvæmda á Austur- landi. Ef seinni draumurinn ræt- ist, getur kaupfélagsstjórinn glaðzt yfir þvf, að þá hefur hann gert Borgfirðingum mögulegt að tölta á eftir kindum og kúm mán- uði lengur ár hvert. Slátrunin tók til sín flesta verkfæra menn þann tíma. Þar sem þetta er í annað sinn, sem kaupfélagsstjórinn víkur á leiðinlegan hátt að Borgarfirði og íbúum þar, fannst mér rétt að senda kvittun. Viðskipti okkar, vegna fyrra viðtalsins, læt ég liggja á milli hluta að sinni, en ef til vill gef st tækif ærisíðar. Ekki er hægt að ganga alveg fram hjá grein Þorsteins Magnúss. Höfn, sem dags. er 10. sept., en birtist í Tímanum 22. sept. s.l. Þorsteinn var stjórnarformaður Kf. Borgarfjarðar, þegar félagið var lagt niður. Hann átti þvi sinn þátt í að „glutra niður fjöreggi Borgarfjarðar", svo vitnað sé til greinar hans með orðaval. Hann hefur þó fengið að sitja i náðum, enda orðinn aldraður. Ekki má hann þó misskilja þessa þögn um orð hans og verk, þau eru geymd, en ekki gleymd. Ætli hann sér að móta „söguna" á þann hátt, sem kjarni greinar hans sýnir, þá verður þögnin rofin. Grein hans er tæplega athugunarverð, en þó vil ég segja honum, að hann getur aldrei talið mér trú um eftirfar- andi,_ Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.