Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER 1973 15 Dularfullt ferðalag Ebans til Rúmeníu eins örfáum dögum, samkvæmt ísraelskum heimildum. Sendiherra Israels í Rúmeníu, Jochanan Cohen, sagði aðeins, að Rúmenar hefðu átt frumkvæðið að heimsókninni. Hann færðist undan að svara spurningum um tilgang heimsóknarinnar. Vopnaður vörður var í flug- stöðvarbyggingunni við komu Ebans. Óttazt var, að arabískir stúdentar við Búkarest-háskóla mundu mótmæla heimsókninni. Rúmenía er eina aðildarland Varsjárbandalagsins, sem hefur haldið stjórnmálasambandi við Israel eftir sex daga stríðið 1967 þrátt fyrir stefnu Rússa. Rúmen- ar hafa einnig vinsamleg sam- skipti við Arabariki og eru kannski eina þjóðin, sem nýtur trausts beggja stríðsaðila í Mið- austurlöndum. Rúmenar hafa nokkrum sinn- um boðizt til þess að miðla málum I deilum Israela og Araba. 24. október lögðu þeir fram friðar- áætlun, sem gerði ráð fyrir, að Israelar hörfuðu fimm kílómetra frá stöðvum sínum. Rúmenar hafa einnig boðizt til að leggja fram hermenn í gæzlusveitir Sam- einuðu þjóðanna. Embættismenn í ísrael sögðu, að Eban mundi útskýra viðhorf Israela fyrir Macuvescu, þar sem vitað væri, að Egyptum og Rúss- um yrði skýrt frá viðræðunum. Eban neitaði því við brottförina frá tsrael, að hann mundi ræða við sovézka fulltrúa í Búkarest. Því er neitað, að farið verði fram á, að Rúmenar taki við Gyðingum frá Sovétríkjunum. Átök í Aþenu — eftir minningarathöfn um Papandreou Aþenu, nóv. AP. TALIÐ ER, að um þrjátfu manns hafi hlotið meiðsl, þar af tólf lög- reglumenn — og annar eins fjöldi verið handtekinn í blóðug- um átökum, er urðu f Aþenu um hádegisbilið á sunnudag milli lögreglu og um fimm þúsund manns, er komu saman til að minnast þess, að liðin voru fimm ár frá láti hins vinsæla stjórn- málamanns George Papandreous. Papandreou, sem var áttræður, þegar hann lézt, vann einn mesta kosningasigur, sem um getur í sögu Grikklands, í febrúar 1964 og var forsætisráðherra landsins fram í júlí 1965. Þá neyddi Konstantin konungur hann til að fara frá, og í kjölfarið fylgdi bylt- ing herforingjanna og síðar út- legð konungs. Ráðizt yfir Mekong Þeir, sem viðstaddir voru minn- ingarathöfnina um Papandreou á sunnudag, fengu fyrirskipun frá lögreglu um að leysa upp hópinn. Þeir neituðu, og ungt fólk i hópn- um tók að kasta grjóti að lögregl- unni. Liðsauki kom fljótt á vett- vang, en ekki varð lát á átökum fyrr en lögreglumenn höfðu skotið nokkrum sinnum af byssum sínum upp í loftið. Læknaverkfall í 1500 spítölum ITALSKIR sjúkrahússlæknar hófu þriggja daga verkfall í dag. Sjúklingar í 1.500 sjúkrahúsum Italíu fá enga læknisaðstoð frá þeim. Læknarnir eru 35.000 og mót- mæla með verkfallinu þeim til- mælum sjúkrahúsyfirvalda, að vinnuvika þeirra verði lengd úr 30 stunum í 36. Búkarest, 5. nóvember. AP. ABBA EBAN, utanrfkisráðherra Israels, kom f morgun til Rúmen- fu f þriggja daga dularfulla heim- sókn, sem hefur leitt til strangra öryggisráðstafana. Ferðalag Ebans hefur komið af stað vanga- veltum um, að Rúmenar ætli að miðla málum í deilum tsraela og Araba. Eban ræðir bæði við Georg Macuvescu utanríkisráðherra og Ion Maurer forsætisráðherra. Heimsóknin var ákveðin fyrir að- LARSEN EFSTUR í MANILA Manila AP. DANSKI stórmeistarinn Bent Larsen er nú efstur á alþjóða- skákmótinu f Manila, með 12 vinninga eftir fjórtán umferð- ir. Næstur honum er yngsti stórmeistarinn, sem þátt tekur f mótinu, Ljubomir Ljubjevic frá Júgóslavíu, en hann varð 23 ára sl. föstudag. Ljubjevic hefur 11 vinninga. Kavalek er þriðji með 10V4 vinning, en þar næst koma Gligoric frá Júgósivafu og Lombardy frá Bandaríkj- unum. AIIs taka nfu stórmeist- arar þátt f þessu móti. Einmana bifreið ekur eftir þjóðveginum milli Amsterdam og Utrecht á sunnudaginn. Hún er á erlendu skrásetningarnúmeri, en slfk farartæki voru undanþegin akstursbanninu. Þessi vegur er vanaiega ein mesta umferðaræð f Hollandi. 4ra milljóna króna sekt fyrir sunnudagsaksturinn Innrásin frá Mars? Heims- endir? Nei, en andrúmsloftið og kringumstæðurnar ekki ósvipaðar þeim, sem kvikmynd- irnar hafa sýnt af slfkum at- burðum. Næstum allir þjóð- vegir og götur borga voru auðar, — eða þvf sem næst. En orsökin var ekki Marsbúar heldur Arabar, sem bannað höfðu útflutning á olfu til Hol- lands, og þar með neytt hol- lenzku rfkisstjórnina til að banna svo til allan bflaakstur á sunnudögum. Bannið var að vísu ekki ai- gert. Leigubílar, strætisvagnar, mótorhjól og farartæki með er- lendum skrásetningarnúmer- um voru undanþegin banninu. En yfirgnæfandi meirihluti bif- reiða í einkaeign varð að vera kyrr við húshlið eða í bflskúr þennan sunnudag. Þar með hafði yfirvofandi olíuskortur komið i veg fyrir að f jöldi Hol- lendinga gæti notið frfdagsins með skemmtiakstri upp f sveit eða hringferð um borgina. Og þessi ráðstöfun, sem var ein af mörgum neyðarráð- stöfunum vegna útflutnings- bannsins, virtist hafa heppnast býsna vel. A sunnudagsmorgni hafði yfirmaður þjóðvegalög- reglunnar ekki heyrt um nein brot. Hins vegar voru tveir ungir menn handteknir f Haag á bílum sínum. „Þeir vildu aðeins sjá hvað myndi gerast" sagði talsmaður lögreglunnar. I Amsterdam höfðu um tíu manns gerzt brotlegir við bannið. En á strætunum ríkti engu að síður mikil kyrrð. Strætisvagnar og sporvagnar voru yfirfullir f Haag, en hins vegar hálftómir f Amsterdam, og ekki voru þar heldur ýkja margir hjólreiðamenn á ferli. Svo virtist vera sem Amster- dambúar notuðu sér bannið með þvi að sofa fram eftir. Þeim farartækjum sem brýn nauðsyn var á að hefðu ferða- frelsi var að sjálfsögðu veitt það, — lögreglubílum, slökkvi- bflum, herbflum, svo og bif- reiðum lækna og farartækjum öryrkja. En jafnvel margir af þeim einkabflum sem rétt höfðu til undantekningar urðu að vera kyrrir, því bifreiða eftirlit rfkisins sem metur slík tilfelli hafði einfaldlega ekki undan að skoða og meta allar 100.000 umsóknirnar. Sem sagt, meirihluti hinna 3030000 einkabifreiða í Hol- landi hreyfði sig ekki úr stað frá kl. 3 um morguninn til mið- nættis. Vísvitandi brot á bann- lögum þessum getur varðað allt að sex ára fangelsisvist, allt að 4 milljóna ísl. kr. sekt og hugs- anlega sviptingu ökutækisins. Þeir sem nota mótorbáta i trássi við bannið eiga von á allt að 20.000 ísl. kr. sekt. Öku- þórar, sem ekki hlýða skipun lögreglunnar um að nema staðar eiga von á allt að tveggja ára fangelsisvist, og milljón króna sekt. Öll þessi þungu viðurlög gera það ekkert sérlega skemmtilegt að aka um þó svo að maður hefði akstursleyfi. Þrátt fyrir það, að lögreglan haldi því fram, að hún sé ekki með neinn meiriháttar viðbúnað eða auka mannafla til að fylgja banninu Framhald á bls. 31 Þessi Amsterdamfjölskylda hefur ekki viljað fella niður sunnu- dagsferðina sfna, og þvf gripið til sinna ráða. Hún ferðast um hina þöglu stórborg í hestvagni og nýtur þvf enn betur sólskinsins og góða veðursins en unnt hefði verið f drynjandi bifreið. N-Vietnamar ná 2 stöðv- um með skriðdrekaliði Phnom Penh,5. nóv. AP. HERDEILD stjórnarhermanna gerði í dag tvöfalda tangarsókn á austurbakka Mekongfljóts. Hermennirnir réðust yfir á austurbakkann í árásarprömmum við Prek Luohg og Puk Russey og reyndu að hrekja burtu upp- reisnarmenn, sem höfðu náð á sitt vald fimm litlum útvirkjum stjórnarhersins á undanförnum dögum. Fréttir berast af hörðum bar- dögum bæði í Prek Luong, sem er 10 km norðaustur af höfuðborg- inni, og í úthverfum Puk Russey, sem er 14 km norðaustur af Phnom Penh. Lið uppreisnarmanna hefur sótt suður eftir austurbakka Me- kong I sjö daga og reynt að flæma burtu stjórnarhermenn, sem verja leiðirnar, sem liggja í austur frá Phnom Penh. Fallbyssubátum var beitt í árás- inni í dag og skutu þeir á stöðvar uppreisnarmanna úr dauðafæri. Saigon, 5. nóvember. AP. NORÐUR-VIETNAMSKIR hermenn tóku f dag tvær stöðvar suður-vfetnamska hersins, skammt frá landamærum Kambódfu, með stuðningi skrið- dreka og óttazt er, að flestir þeir 3000 hermenn, sem þar voru til varnar, hafi verið þurrkaðir út, samkvæmt tilkynningu her- stjórnarinnar f Saigon. Samkvæmt öðrum heimildum hafa að minnsta kosti 100 norður- víetnamskir hermenn fallið í þessari orrustu, einni hinni hörðustu, síðan vopnahlé gekk íi gildi 28. janúar. Sennilegt er, að tala fallinna, síðan vopnahlé komst á, sé komin yfir 50.000 eftir síðustu bardagana. Suður-víetnömsk flutningaflug- vél fórst af ókunnum orsökum, er hún flutti liðsauka til bardaga- svæðisins i dag. Allir, sem voru i flugvélinni, 25 hermenn og fjögurra manna áhöfn, týndu lífi. Jafnframt berast fréttir af árásum á nokkra þorpshöfðingja og sprengjutilræðum hryðju- verkamanna vfðs vegar í landinu. Le Trung Hien ofursti, aðaltals- maður Saigon-hersins, sagði, að árásirnar á stjórnarstöðvarnar, sem féllu, Bu Bong og Bu Prang, sýndu, að sókn væri í undir- búningi. Búðirnar eru eina mílu hvor frá annarri í Quang Duc- fylki, 125 mílur norðaustur af Saigon. Herlið undir stjórn kommúnista í fylkinu hefur fengið skipanir um að hefja víð- tækar „gagnárásir“ til að ná aftur svæðum, sem Viet Cong segir, að stjórnarhermenn hafi tekið eftir vopnahléð. Báðar búðirnar voru í höndum kommúnista, þegar vopnahléð komst á, að sögn Viet Cong. Stjórnin segist hafa haft búðirnar á valdi sínu samfellt í mörg ár. Jarðskjálftar í nágrenni Napoli Napoli, 5. nóvember. AP. JARÐSKJÁLFTAKIPPIR fundust í dag á 100 km svæði frá Napoli til Cassino. Þúsundir manna hlupu í skelfingu út á götur. Kippirnir voru vægir í Napoli, en vöktu mesta skelfingu þar. Nýtt skólaár hófst þar i dag, ein- um mánuði eftir áætlun vegna kólerunnar, sem varð 23 að bana. Kippirnir voru snarpir f bæjum umhverfis Napoli. Engar umtalsverðar skemmdir urðu og engin slys á fólki. Nýtt gos hófst i Etnu. Smákipp- ir fundust i hlíðum fjallsins, en fólki er ekki talin hætta búin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.