Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÖVEMBER 1973
17
Eftir
Elínu Pálmadóttur
— Um leið og ég sá þennan
mann, sá ég, að hann vissi allt
um fólk — og það vissi hann
allt af bókum. A þessa leið af-
greiddi norski rithöfundurinn
Knut Hamsun sálfræðinginn,
sem fenginn hafði verið til að
tala við hann og gefa vottorð
um, að hann væri ekki heill á
geðsmunum — svo Norðmenn
slyppu við að dæma þennan
merka rithöfund sinn til dauða
fyrir landráð og samvinnu við
nasista eftir stríðið.
Þessi orð gamla rithöfundar-
ins hafa stundum komið upp i
huga minn að undanförnu og að
sjalfsögðu alltaf af alveg
óskildu tilefni. Athugasemd
Hamsuns um að þekkja fólk
aðeins af bókum, á það til að
skjóta upp kollinum, þegar ég
hlusta á fróðleik spekinga, sem
auðheyrilega sitja inni með all-
an sannleikann um allt. Þeir
vita allt um þjóðir og um menn,
hugsanir þeirra og vilja —
þurfa ekkert að sækja þá heim
eða kynnast þeim til þess. Þetta
vita menn allt af bókum — eða
þurfa þeirra kannski ekki einu
sinni með.
Ósköp öfunda ég slíka alvitr-
inga. Þegar ég er sjálf að koma
til einhvers fjarlægs lands og
rembast við að kynnast þjóð-
inni, fólkinu og hugsanagangi
þess, þá gengur þetta í mesta
basli. Ekki nóg með það; ég
virðist aldrei ætla að komast að
niðurstöðu um, hvort ég hafi
rétt fyrir mér eða ekki. Efast
gjarnan því meir, sem ég remb-
ist meira við að •skilja og skil-
greina. Þegar maður loks
hættir sér í að segja
frá því, sem maður telur
sannast og réttast,
þá mundi maður ekki þora
að mdtmæla þeim alvitru —
drottinn minn dýri — ef þeir
halda öðrum skoðunum fram
nógu ákveðið.
Ég lærði talsverða lexíu á
þessu sviði, þegar Biaffrastríð-
ið brauzt út á landsvæði, sem ég
hafði ferðast um. Þar hafði ég
haft sérstakt tækifæri til að
hitta innfædda, því ég ferðaðist
um í kosningaleiðangri með
tveimur þarlendum þingmönn-
um, sem urðu að tala ensku við
alla,sem þeir áttu erindi við,
því kynf lokkamir í þessu ágæta
landi eiga erfitt með að skilja
mál hver annars — og þvf gat
ég skilið, hvað um var rætt, og
spjallað við flesta, þar sem við
þutum frá einu þorpi í annað og
heimsóttum fólk. En eftir að
stríðið hófst, fór ég að sjá á
myndum í blöðúm og öðrum
fjölmiðlum svarta Nigeriu-
menn í Yorubabúningum, sem í
áróðursmyndunum voru kall-
aðir aumingja hraktir Iboar að
berjast fyrir frelsi sínu. Land-
svæði Iboanna stækkaði og ekki
var minnst á, að þar byggju líka
aðrir þjóðflokkar, svo sem Ibi-
bioar, álika hræddir við þá og
þeir við stærri flokka. Allar
landamæralínur milli kyn-
flokka urðu með ólíkindum
ljósar og hægt að setja þær
niður á kort. Fleira þess háttar
vakti undrun mína. Eg reyndi
í fyrstu að benda á, að þarna
væri einhver maðkur í mys-
unni, en auðvitað án árangurs.
Þeir, sem það gerðu, voru bara
á móti hungruðum börnum. All-
ir höfðu lesið grein eða bók og
vissu allt um kynþætti í
Nigeriu og stríð þeirra. Raunar
spurði mig enginn. Og satt er
það, sem segir i málshættinum,
að maður á hvorki að gefa góð
ráð né salt óbeðinn. I rauninni
vissi ég heldur ekki allt um
þetta landsvæði — þvi fór víðs
fjarri.
Þarna varð mér ljóst, hve
miklu betur maður er settur
með að lesa bara eitt blað eða
eina bók — kannski tvær af
sömu gerð, ef maður hefurtima
til. Þá veit maður allan sann-
leikann og getur hiklaust sagt
öðrum, sem koma með annan
sannleika um málið, að þeir
hafi algerlega rangt fyrir sér.
Það sé svívirðilegt að bera
svona á borð — hreinasti áróð-
ur, sem auðvitað eigi ekki að
líðast.
Þeir, sem þannig vita allt um
öll málefni i öllum löndum og
öllum greinum lifsins á þessari
plánetu, eru þeim mun betur
settir, að þeir geta ekki haft
tíma til að lesa mikið um hvert
mál — en slíkt er auðvitað bara
til að trufla. Elf maður er nú svo
heppinn að hafa eitt starf eða
tvö, sem taka tíma, þá eru þeim
mun minni líkur til, að maður
sé þess á milli að láta rugla sig
með mörgum skoðunum. Og sá,
sem að auki hefur áhugamál
eða tómstundaiðju, hlýtur að
vera hólpinn, þar sem hann
hefur nægilega lítinn tíma af-
gangs til að ná rétt að kynna sér
sína ögnina af hverju í heim-
inum. Hann getur því ótrauður
sagt þeim, sem fallið hafa í það
að lesa mikið um ákveðin mál
eða fara á staðinn til að kanna
kenningar sínar, hvað hangir á
spýtunni — og ekkert kjaftæði.
Tökum t.d. mann, sem hefur
fullt starf, er í mörgum nefnd-
um og kannski les og skrifar
bækur eða málar og sýnir
myndir og sækir fundi og sam-
komur. Sá hlýtur að vera
öruggur um að þurfa ekkert að
fara að efast um sannleikann
um allan heiminn og það, sem i
honum er. Hann má þykjast
góður að hafa tíma til að ná sér
í svo sem eins og einn sannleika
um hvert mál. Og þarf ekkert
að hika við að bera þann sann-
leika á borð fyrir hvern sem er
og gegn hverjum sem er.
Og enn má spara kraftana.
Hafi sá hinn sami mannaforráð
og vald til að segja undirmönn-
um sinum fyrir um, hvar hinn
eini rétti sannleikur er, þá má
enn skera niður lestur og alls
konar bardús við að leita frétta
og upplýsinga. Þannig má með
tiltölulega lítilli fyrirhöfn
finna hinn eina sanna sann-
leika um alla hluti.
Hvað á maður líka að vera að
eyða tímanum að óþörfu til að
leita að því sanna um málin.
Tfminn er dýrmætur. Það sést á
þvi, að allir eru önnum kafnir,
en enginn þó svo að hann hafi
ekki tima til að kvarta undan
tfmaleysi. Það er þvi nauðsyn-
legt að fara sparlega með tim-
ann. Þetta er rétt eins og með
dómgreindina. Allir kvarta
undan lélegu minni, en enginh
imdan lélegri dómgreind. Svo
skitt með dómgreindina. Ef
enginn saknar hennar, þá er
óþarfi að vera nokkuð að hafa
áhyggjur af skorti á henni.
Ef maður sezt nú niður og
leggur málið á þennan hátt
niður fyrir sér, má sennilega
komast af með æði litla ögn og
geta samt vitað allt um allt og
alla. Það er bara að skipuleggja
hlutina rétt.
Hrafn Gunnlaugsson skrifar:
Nóbelsskáldið
Patrick White
1. grein
Maðurinn
og líf hans
ÁSTRALSKA rithöfundinum
Patrick White eru veitt Bók-
menntaverðlaun Nóbels árið 1973
„fyrir episka frásagnargáfu og
djúpt mannlegt innsæi, sem hefur
opnað augu umheimsins fyrir
bókmenntasköpun nýrrar álfu“
— segir í ávarpi sænsku
Akademíunnar. Sem persóna er
White hlédrægur meðeindæmum
og tekur sjaldan þátt f umræðum
dagsins. I pólitík er hann gall-
harður íhaldsmaður, en á um leið
sérkennilegar kenjahliðar, sem
jaðra við öfugsnúna sérvizku.
Bústaður hans er í elzta hverfi
Sydney. Þar lokar hann sig inni
og sést sjaldan á ferli. Fyrir-
litning hans á íþróttum er tak-
markalaus, og síðast þegar hann
kom fram opinberlega á fundi
fyrir ári síðan, var það til að mót-
mæla fyrirætlunum borgar-
stjórnar um breytingar á íbúðar-
hverfi þvf, sem hann er búsettur
í, vegna væntanlegra Olympiu-
leika. Kommúnistar stóðu fyrir
þessum fundi, svo þátttaka
Whites kom mönnum mjög á
óvart. En þegar White á f höggi
við opinber yfirvöld eða íþrótta-
hreyfingar, leitar hann banda-
manna hvar sem þá er að hafa.
Að kvöldi þess 18. október,
þegar tilkynningin um verðlauna-
veitinguna varð heyrumkunn,
þusti hópur blaðamanna til
bústaðar Whites. En skáldið hafði
dregið rúllutjöld fyrir alla glugga
og lét tilkynna fréttamönnum, að
hann hefði lagt sig og svæfi.
White hefur alltaf haft imugust á
sjálfsauglýsingum og persónu-
dýrkun.
Skáldið er fætt f Englandi. For-
eldrar hans bjuggu í tvö ár i
Evrópu. White kom sem hvít-
voðungur til Ástralíu, þar sem
faðir hans rak risastóran fjár-
búgarð á óðali ættarinnar. A
þrettánda aldursári sendu
foreldrar hans drenginn á einka-
skóla í Englandi — nánar tiltekið
f Cheltenham. Dvöl White á
skólanum var eilíft strið við
stranga lærifeður og óánægja
með iiámið. Að afloknu stúd-
entsprófi las White tungumál
við háskólann í Cambridge.
Skömmu siðar fluttist hann til
London og sendi frá sér skáld-
söguna Happy Valley — þetta var
árið 1939. Skáldsagan vakti mikla
athygli. A skólaárunum skrifaði
White einnig fjölda ljóða og
samdi revíur og skemmtiþætti, en
þessi skriftagerð er nú týnd og
tröllum gefin.
White hélt aftur til Astralíu og
vann um tima á búgarði föður-
síns. Á striðsárunum starfaði
White fyrir brezku leyni-
þjónustuna og fór víða um löndin
fyrir botni Miðjarðarhafs.
Við stríðslok gekk White aftur í
skrokk á skáldgyðjunni og samdi
nokkur leikrit. Er talið að með-
göngutimi skáldsögunnar The
Aunt’s Sto^ hafi byrjað um
svipað leyti. Skáldsagan var full-
sköpuð 1947 og gekk á prent ári
síðar. Fljótlega aflaði The Aunt’s
Story skapara sinum mikilla vin-
sælda I Englandi og Ameríku —
en undirtektirnar í Astralíu voru
vægast sagt neikvæðar.
White átti lengi framan af litt
upp á pallborðið hjá áströlskum
bókmenntagagnrýnendum, og
þeim verður ekki hælt fyrir að
hafa ýtt undir skáldið eða upp-
götvað það. Fyrst þegar frægð og
viðurkenning skáldsins var
dtviræð bæði i Ameríku og á
Englandi tóku gagnrýnendur í
heimalandi kengúrunnar, White
upp í poka sinn. Skáldsagan The
Tree of Man, ( Lífstréð) varvelti-
punkturinn.
I þau fáu skipti, sem White
hefur birzt á blaðamannafundum
eða í sjónvarpi, hefur framkoma
hans verið afslöppuð en um leið
háðsk. Honum er lýst sem manni
hávöxnum og grönnum með grá-
sprengt hár og innhverf augu,
sem flögri rannsakandi um um-
hverfið. Hann nýtur þess að segja
illskeyttar og næstum ótuktarleg-
ar sögur af sjálfum sér með óút-
reiknanlegu glotti — þannig að
ómögulegt er að segja hvort hann
er að gera grín af sjálfum sér,
viðmælendum — eða að honum sé
kannski fúlasta alvara þegar allt
kemur til alls. En White er ekki
einn meðal Nóbelsskálda um að
hafa skapað sér framkomugervi.
Ekki alls fyrir löngu hótaði
White því, að flytjast frá Ástralíu
fyrir fullt og allt, ef borgaryfir-
völd í Sydney hrófluðu hið
minnsta við Centennial Park
(fbúðarhverfi því, sem hann býr
í) eða legðu það á einhvern hátt
undir Olympíuleikana. 'lYúlega
hugsa borgaiyfirvöld sig nú
tvisvar um, hvort þau eigi að
verða þess valdandi að þjóð-
skáldið flýi land, því þau vita, að
White hikar ekki við að gera al-
vöru úr hótunum sínum.
White leggur mikið upp úr ein-
verunni og hefur haldið sig frá
bókmenntahópum og rithöfunda-
klíkum í lengstu lög. Hann hefur
aldrei óttazt að taka sjálfstæðar
ákvarðanir og oftast verið einn á
báti. Það er ekki úr lausu lofti
gripið að segja, að í lffi sínu hafi
White brotið allar brýr að baki
sér kerfisbundið og af ráðnum
hug. Hann hefur búið með
ímyndunarafli sínu og hugsunum
og verið listagyðjunni trúr í einu
og öllu. Trúmennskan er aðals-
merki snillingsins og um leið
Patricks White.