Morgunblaðið - 06.11.1973, Síða 3

Morgunblaðið - 06.11.1973, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÖVEMBER 1973 3 Utnes j amenn Jóns Thorarensens í nýrri útgáfu Út er komin í þriðju útg. Útnesjamenn, skáldsaga Jóns Thorarensens, og hefur undir- titilinn „Saga Kirkjubæjarættar- innar 1694—1914“. A bókarkápu segir, að skáldsagan um Kirkju- bæjarfólkið sé ástarsaga og ættar- saga Kirkjubæjarfjölskyldunnar, þar sem skotið er inn dulrænum sögum og frásögnum af þjóðhátt- um og lýsingum á siðum og venj- um í trúarlífi, heimilishaldi og atvinnugreinum. Sögunni erskipt í fjögur tímabil, sem ná samtals yfir 220 ár, kaflar sögunnar heita: Rismál, Stórstraumur, Öldufaldur og Fallaskipti. í ritdómi, sem Þorsteinn Jósepsson skrifaði í Alþýðublaðið er skáldsagan kom fyrst út 1949 og birtur er á kápu, segir hann, að höfundur hafi ritað söguna næstu sumur á undan, en muni hafa undirbúið efni og skapað á all- löngum tíma: „Skáldsaga þessi er sérkennileg að ýmsu, máli og stíl og byggingu. Fylgir og í bókarlok ættbogi Kirkjubæjarmanna, og svo sennileg er öll bygging sög- unnar og frásagnarmátinn, að manni finnst miklu fremur, sem um sé að ræða ævisögur fólks, sem hefur lifað, heldur en uppdiktaðar persónur,“ segir Þor- steinn Jósepsson. Þess má geta, að Útnesjamenn komu fyrst út í byrjun október 1949 og seldist upp í þeim sama mánuði. 2. útgáfa sögunnar kom út 4. desember og var uppseld 16. sama mánaðar. Má af því marka þær vinsældir, sem þessi ættar- saga séra Jóns hlaut þegar í upp- hafi. Bókin er skreytt af Tryggva Magnússyni, listmálara, sem hefur gert teikningar að upphafsstöfum í byrjun hvers kaf la, eða lýst þá líkt og oft má sjá I fornum handritum. Höfundur hefur helgað útgáfuna minningu fósturforeldra sinna, Hildar Jónsdóttur Thorarensen og Ketils Ketilssonar, óðalsbónda og útvegsmanns í Kotvogi í Höfnum, og á nokkrum blaðsíðum aftast i bókinni skýrir hann frá því, hvernig skáldverkið varð til og heitir sá kafli Örfáir Útnesja- lyklar. Hann segir þar m.a.i „Ég skrifaði Útnesjamenn i þeim höfuðtilgangi, að lýsa þjóðhátt- um, einkum á Suðurnesjum á tímum hinnar gömlu útgerðar, sem stóð í mestum blóma frá 1850—1900. A þeim timum voru teinahringar og áttahringar hin stóru skip á vetrarvertíðum ... Vogurinn í sögunni er Kotvogur; Kirkjubær er Kirkjuvogur; Sandar eru Bátsendar; Tangar eru Stafnes hið forna sýslumanns- setur Gullbringusýslu; og Útsalir eru prestssetrið Hvalsnes, þar sem sóknarprestar Hafnarmanna sátu samfleyttfrá 1370—1811. Kotvogurinn var æskuheimili mitt, þessi þjóðkunna útvegsjörð hins gamla tíma. Kotvogsbærinn var geysilegur að stærð, alls 16 hús og mörg þeirra stór. Á árun- um kringum 1870 voru gerð þar út frá heimilinu 3 stórskip á vetrarvertíðum — 2 teinahringar með 38 sjómönnum og átta- hringur með 12 manns. Það eru 50 sjómenn alls. Þar við bætist heimilisfólkið, 6 vinnukonur, 3 hlutakonur og 4 vinnumenn. Hjónin og börnin, 8 manns og stórskipasmiður, er var fastur heimilismaður. Svo fjölmennt var þarna fyrir 100 árum.“ Þessi þriðja útgáfa Útnesja- manna er gefin út á forlagi Nesja- útgáfunnar. Bókin, sem er 416 bls., er prentuð í prentsmiðjunni Odda h/f, Önnur rit eftir þennan sama höfund eru Rauðskinna I- XII (1929-1961), Sjómennska og sjávarstörf, Sjósókn, Marína (í tveimur útgáfum) og Rauðskinna hin nýrri og aukin, 3 bindi 1971. Framhaldsstefna í eignardómsmáli — vegna Þórisvatns og Holtamannaafréttar I NÝJASTA tölublaði Lögbirt- ingablaðsins er birt framhalds- stefna í eignardómsmálinu, sem höfðað var með opinberri stefnu í ág. 1971 til viðurkenningar á eignarrétti ríkisins að Þórisvatni og Holtamannaafrétti og há- lendissvæðinu þar upp af, sem til forna var nefnt Þjórsártungur. Hafa Landmælingar ríkisins nú markað á uppdrátt landsvæðin, sem um er að ræða, og er hann birtur í Lögbirtingablaðinu í formi framhaldsstefnu, til glöggv- unar og skýringar á dómkröfum málsins. Er samkvæmt þessu stefnt hverjum þeim, sem kynnu að telja til réttar gagnvart land- svæðunum, að mæta fyrir auka- dómþingi Rangárvallasýslu á Hvolsvelli 12. janúar nk. vegna málsins. Setudómari í málinu er Guðmundur Jónsson, borgardóm- ari. Reglum um möskvastærð þorskaneta breytt Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um möskvastærð og útbúnað þorsk- fiskneta. Eins og nafnið ber með sér tekur reglugerðin til neta, sem notuð eru til veiða á hvers kyns þorskfiskum, svo sem þorski, ýsu og ufsa. Samkvæmt þessari nýju reglu- gerð verður aðalreglan sú, að lág- marksmöskvastærð þorskfiskneta skal vera 7 þumlungar svo sem verið hefur frá því í júlí 1972. Hins vegar eru nú gerðar breyt- ingar á undanþáguákvæði frá þessari aðalreglu. Áður var heimilt að nota allt árið á svæðinu fyrir Norðurlandi, frá Horni og austur að Digranesi, net með möskva allt niður i 5!4 þumlung, en annars staðar var ekki um að ræða neina undanþágu frá 7 þumlunga reglunni. Þessu hefur nú verið breytt þannig, að undan- þága til að nota 5V4 þumlunga möskva gildir fyrir allt landið, en aðeins á tímabilinu frá 1. júlí til 31. desember. Heiðurinn af þessum sérkennilega kjðt sem er úr bláu og hvftu krepefni, á Guðrún Guðmundsdóttir. I piisinu eru 18dúkar. Sýningarstúlkan er Elisabet Guðmundsdótt- ir. Reykvíska hausttízkan 1973 Um þessar mundir eru liðin 30 ár frá stofnun Félags kjólameistara. t tilefni afmælisins heldur félagið tfzkusýningu f Súlnasal Hótel Sögu n.k. fimmtudagskvöld. Sýndir verða rúmlega 30 kjólar, sem allir eru sérstaklega saumaðir fyrir þetta tækifæri. 14 kjólameistarar eiga kjóla i sýningunni. Bergljót ólafsdóttir, formaður félagsins, lét svo ummælt á blaðamannafundi nýlega, að svo skemmtilega vildi til, að tfzkunni nú svipaði mjög til tfzku ársins 1943, þegar félagið var stofnað. Sýningarstúlkurnar, sem eru úr Mddelsamtökunum, bera skartgripi, sem smfðaðir eru hjá Gulli og silfri, en þar á meðal er skartgripasamstæða — hálsmen, hringur og eyrnalokkar, — smfðuðúr hvftu og rauðu gulli, og sett perlum og demöntum. Hér sýnir Astrid Kofoed-Hansen sfða dragt frá Sigrfði Bjarnadóttur. Efnið er handofið úr fslenzkri u II. Það er f sauðalitum, og er handbróderað með leggingum og perlum. Gfgja Hermannsdóttir sýnir hér kjól úr gulu, indversku silki frá Einhildi Alexandersdóttur. Eins og sjá má, er sniðið einfalt, en afar g læsilegt. Hér er Henný Hermannsdóttir f epla- grænum samkvæmiskjól úr hýjalfni, eða „chiffoni", eins og það heitir á máli fagmanna. Kjóllinn er frá Dýr- leifu Armann. Þessi búningur er úr skærgrænu og fjólubláu satfni, og er >aust slá yfir sjálfum kjólnum, sem er mikið fleg- inn. Sýningarstúlka er Gfgja Her- mannsdóttir. Hinn hvíti galdur Ný bók eftir Olaf Tryggvason Út er komin ný bók eftir Ölaf Tryggvason og nefnist hún Hinn hviti galdur. Undirfyrirsagnir eru: Atburðir úr æviferli höfund- arins, Frásagnir af staðreyndum, gæddar lífsmætti lifandi reynslu, þar sem tveir heimar eru í eðli sínu ein óskipt heild. Ólafur Tryggvason, höfundur þessarar bókar, er landskunnur fyrir dulrænar frásagnir sinar og huglækningar og er m.a. um þær fjallað í bók þessari. I formála segir höfundur, að hann hafi ekki hugsað til þess að skrifa fleiri bækur, þegar hann hafði sent frá sér síðustu bókina Dulrænir áfangar. En vegna þess, hve góðar viðtökur sú bók hlaut ásamt öðrum ritverkum Ölafs hefur hann nú bætt við þessari 6. bók sinni. Höfundur segir, að til- gangur bókarinnar og ætlunar- verk sé „að vekja menn til um- hugsunar á þvf, hvar þeir eru staddir, hve mikla fegurð og far- sæld jarðlífið hefur að bjóða, ef menn ganga að því sem daglegu skyldustarfi að hreinsa hugarfar sitt.“ Hann segir ennfremur að kominn sé tími til „að veita þvi verðuga athygli, að maðurinn er gæddur sköpunarvizku og sköp- unarmætti til þess að byggja upp bæði hina einstaklingsbundnu og alheimslegu tilveru" enda kemst hann svo að orði i einum þátta sinna: „Vísindin eru að risa upp frá dauðum“ — og að sálfræðin sé að eignast sál. Hann segir enn- fremur: „Þessi bók, eins og fyrri bækur mínar, fjallar um andleg viðfangsefni. Þessi viðfangsefni eiga tilvist sína bæði i ríki þessa heims og annars, og eru þess vegna sann-jarðræn, þvi ætti maðurinn ekki hlutdeild í ríki af öðrum heimi en þessum, væri ekkert jarðriki til. I bók þessari er sagt frá fleiri furðulegum atburðum en í fyrri bókum mínum, atburðum, sem ég hef sjálfur lifað, og eru meðal þeirra andlegu atburða, er öðlast stöðugt vaxandi hlutdeild i sannri menningu.. . Þessar víðfeðmu og að nokkru leyti viðkvæmu frásagnir eru eðli- legt svar við þeim bjarta skiln- ingi, er bækur mínar hafa mætt. Bók þessi er að efni til kveðja min og þakkir til allra þeirra, sem tekið hafa bókum minum báðum höndum, sent mér alúðarþakkir og ómetanlegan vinarhug. Efni bókarinnar er að hálfu leyti frásagnir af staðreyndum, gæddar lffsmætti lifandi reynslu, þar sem tveir heimar eru i eðli sinu ein óskipt heild.“ Hinn hvíti galdur er 191 bls., og er bókin gefin út af Skuggsjá. A kápu segir, að stöðugt vaxandi hópur manna hafi svipað lífsvið- horf og Ölafur Tiyggvason. „Lífs- viðhorf, sem byggt er á sálrænum staðreyndum, þar sem innri rök tilverunnar eru þau sannindi, sem ein veita lífsnautn, þar sem góðvildin gengur í fararbroddi, þar sem mannkærleikurinr. ræður ríkjum."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.