Morgunblaðið - 06.11.1973, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÖVEMBER 1973
13
Góðaksturskeppni
í Stykkishólmi
að máli, til þess að flækja
deilurnar. Það var Karli I ólán,
að hann kaus að ríkja fyrir milli-
göngu fulltrúa, sem hataðir voru
og fyrirlitnir. Aðferðir hans
vöktu mönnum gremju. Hann
efaði hollustu manna of fljótt og
lýsti þá 'full “snemma ævarandi
óvini sína, sem báru fram tíma-
bundna gagnrýni á hendur hon-
um. Hann sannfærði menn einnig
um, að honum væri ekki
treystandi.
Þannig hratt hann frá sér mörg-
um, sem ella hefðu stutt hann.
Hann ætlaðist til of mikils af al-
mennri virðingu manna fyriremb
ætti hans. Hann áleit, að óvinir
sinir myndu beygja sig, ef hann
stæði nógu fastur fyrir, þar sem
þeir hefðu ekki fordæmi annars
og væru lítt hrifnir af öfgafullum
aðgerðum. I upphafi var ekki
óskiljanlegt, að hann skyldi gera
ráð fyrir og eitt sinn munaði litlu,
að þeir gæfust upp.
Utanaðkom andiáhrif
sem réðu úrslitum
Það var haustið 1641. Konungur
hafði þá losað sig við hina
óvinsælu ráðherra sina. Skipa-
auraskatturinn var dauður og
grafinn. Sjálfur hafði hann
dregið sig í hlé um nokkurra
mánaðaskeið, dvaldist f Skotlandi
og hafði þar hljótt um sig.
En svo kom hann til London og
fann þar fyrir fólk, sem var orðið
dauðleitt á þingdeilum. Þess
vegna greip hann til þess ráðs að
virða að vettugi og beina máli sin
beint til þjóðarinnar.
Með leikni og þolinmæði hefði
hann ef til vill getað komizt að
samkomulagi við andstæðinga
sina og þannig komið í veg fyrir
tveggja áratuga ringulreið.
Hann hefði jafnvel getað látið
andstæðinga sína ganga of langt
og síðan fært sér í nyt andúð
þjóðarinnar á þeim — eins og
sonur hans Karl II gerði fjörutiu
árum siðar.
Hugsanlega tekst Nixon forseta
það, sem Karli I mistókst — ef
hann sýnir leikni og þolinmæði,
ef andstæðingum hans verða á
mistök og engin skyndileg vanda-
mál eyðileggja andrúmsloftið og
aðferðirnar, sem beitt verður til
að komast að samkomulagi.
Þetta siðasta atriði skiptir
miklu máli, því það var skyndi-
legt utanaðsteðjandi vandamál,
sem öllu breytti í Elnglandi.
Meðan Karl I var að reyna að
hagnýta sér aðstæðurnar heima
fyrir, brauzt út uppreisn I
Irlandi. Til þess að mæta því
neyðarástandi, þurfti sterka
stjórn í Englandi; stjórn, sem gat
safnað liði og farið i styjöld. En
hvernig var hægt að treysta þess-
um þjóðhöfðingja fyrir slíku
valdi, þegar svona var komið?
Enska þingið komst í óþolandi
aðstöðu, sem að lokum breytti
timabundinni, leysanlegri
stjórnarskrárdeilu í pólitíska
byltingu, sem enginn óskaði eftir.
Hver getur spáð um þau áhrif,
sem alvarlegt vandamál á sviði
utanrikismála gæti haft á
núverandi ástand í Bandarikjun-
um? Sem stendur er sterkasta
vörn forsetans hvernig hann
hefur haldið á utanríkismálunum.
Hinar fjarlægu flækjur Water-
gatemálsins virðast — sérstaklega
í augum útlendinga — litlu
skipta, þegar þær eru bornar
saman við stefnumörkun, sem
kann að tryggja frið i heiminum.
I milliríkjaviðskiptum hafa
stjórnir alltaf forskot. Þau eru of
viðkvæm til þess að láta þau I
hendur reynslulausra manna.
Jafnvel stefna Karls I var betri
en stefna þeirra, sem gagnrýndu
hann, — þeir hefðu flækt
England í þrjátíu ára stríð. Vafa-
laust fannst öllum útlendingum
skipaauradeilurnar fáránlegar á
þeim tíma, sem Eiiglendingar
sameinaðir hefðu getað verið
verulegt afl f Evrópu.
En það er ekki útlendinga að
kveða upp dóm í slíkum málum.
Sérhver þjóð er eini dómarinn
þegar um frelsi hennar og lýð-
réttindi er að tefla og þeirra eini
vörður.
Stykkishólmi, 29. október
SlÐASTLIÐINN sunnudag, 28.
október fór fram f Stykkishólmi
góðaksturskeppni á vegum Bind-
indisfélags ökumanna og klúbbs-
ins öruggur akstur I Stykkis-
hólmi og Grundarfirði. Umsjón
með keppni þessari hafði Sveinn
Skúlason frá B.F.Ö. Vmsar
þrautir voru lagðar fyrir kepp-
endur og voru alls 14, sem
kepptu, því ekki reyndist unnt að
taka fleiri. Bestum árangri náði
Skúli Ingvarsson, en hann hlaut
1. verðlaun, sem var farandbikar,
auk þess hlaut hann minni silfur-
bikar til eignar. 2. verðlaun hlaut
Þór Sigurðsson, báðir Stykkis-
hólmi, og 3. verðlaun hlaut
Gunnar Kristjánsson, Grundar-
firði.
A eftir keppninni fór fram aðal-
fundur klúbbsins. A fundinum
mættu Baldvin Þ. Kristjánsson,
Pétur Kristjánsson og Öskar Öla-
son yf irl ögregluþ jó nn. Flutti
hann erindi um akstur og um-
ferðarmál og sýndi myndir af um-
ferð i Reykjavik og skýrði ýms
umferðarvandamál fyrir fundar-
mönnum. Baldvin flutti einnigær-
indi um umferðarmál og hvernig
mætti draga úr umferðarslysum
og sýndi mynd af umferð og
slysum á hraðbrautum í Banda-
rfkjunum. Einnig voru veitt verð-
laun fyrir öruggan akstur i 5, 10
og 20 ár og hlutu það 19 aðilar.
I stjórn klúbbsins voru kjörnir:
Þorvarður Guðmundsson, Stykk-
ishólmi, Sigurður Agústsson s.st.
og Guðni Hallgrimsson Grundar-
firði. Kaffiveitingar voru fram
bornar og fundarmenn voru um
50.
A fundi þessum urðu miklar
umræður um vegamál sýslunnar
og kom fram að mikilla úrbóta er
þörf viða á vegum i sýslunni. Sér-
staklega var bent á veginn frá
Kerlingarfjalli niður undir Stykk-
ishólm, sem þarf að endurbyggja
á mörgum köflum og taka af
verstu beygjurnar.
Á þessum fundi var mættur Sig-
urður Sigurgeirsson, vélsm.
Stykkishólmi, en hann á ökuskir-
teini nr. 2 i Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu og var sá fyrsti
er lauk bilstjóraprófi hér í sýslu
og fyrsti sem kom með bifreið
skráða inn i héraðið. Hafði um
skeið bifreiðastöð og áætlunar-
ferðir milli Stykkishólms og
Borgarness i félagi við Lárus
Rögnvaldsson. Sgurður er nú 70
ára að aldri og enn ekur hann
sinni bifreið.
Mikil og almenn ánægja var
yfir þessari góðaksturskeppni og
fylgdist f jöldi fólks með henni. Er
ekki ef amál að hún hafði mikið að
segja og væri nauðsyn að koma á
fleiri slikum keppnum úti um
land allt.
— Fréttaritari.
Styðja sam-
komulagstil-
raunirnar
A fundi bæjarstjórnar Kopa-
vogs, sem haldinn var föstudag-
inn 26. október s.l. var eftirfar-
andi ályktun samþykkt sam-
hljöða, með öllum greiddum at-
kvæðum:
„Fundur haldinn í bæjarstjórn
Kópavogs þann 26. október 1973,
samþykkir að lýsa yfir fullum
stuðningi við tilraunir rikisstjóm-
arinnar til að ná samkomulagi við
Breta um bráðabirgðalausn fisk-
veiðideilunnar á grundvelli til-
lagna forsætisráðherra.
Jafnframt leggur bæjarstjómin
áherzlu á, að ekki verði hvikað
um fulla lögsögu íslendinga
sjálfra innan 50 mflna mark-
anna.“
TISSOT
PR516 GL
SVISSNESK UR
í GÆÐAFLOKKI
ÞÉR GETIÐ VALIÐ
UM UPPTREKT,
SJÁLFVINDUR,
MEÐ DAGATALI
OG JAFNVEL
DAGANÖFNUM.
AÐALATRIÐIÐ ER
AÐ VELJA RÉTT.
BIÐJIÐ ÚRSMIÐ YÐAR
UM TISSOT
PINGOUIN
GARN
CLASSIQUE CRYLOR er komið aftur.
*
HELENA RUBINSTEIN
snyrtisérfræðingur, Doreen
Swain, veitir ráðleggingar og
gefur þeim viðskiptavinum er
þess óska ókeypis andlitssnyrt-
ingu í verzlun vorri, eftir hádegi,
miðvikudaginn 7. nóv.
WieimidL
snyrtivöruverzlun,
Álfheimum 74.
(G LÆ S I BÆ).
Framvegis eru ráöningar eftirtalinna
hljómsveita eingöngu sem hér segir-.
mTTTTTT7
c/o Sigurjón Sighvatsson © 40842
Björgvin Halldórsson ® 50699
c/o Gunnlaugur Melsted © 43842
(fyrir hádegi)
HUÓNAR
c/o Guömundur Júlíusson ©92-2717
PELICAN
c/o Pétur Kristjánsson © 37688
ROOF TOPS
c/o Guömundur Haukur © 15158
eða:
Ráðningastofa Hljómlistarmanna
Laufásvegi 40 sími 20255
opið kl. 2—5 3 M'-
|
verzl. HOF
Þingholtsstræti 1.