Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1973 Vinnuslys VINNUSLYS varð við hús við RJúpnafell f Breiðholti um kl. 16 á laugardag. Eigendur hússins voru að ganga frá holræsisbrunni, er einn þeirra, 22 ára gamall, varð með höfuðið á milli efri brúnar brunnrörsins og gröfuarmsins, sem notaður var við að hífa brunn- rörið. Mun maðurinn hafa kjálkabrotnað. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). Harkaleg árás Þjóðviljans á forsætisráðherra HARKALEGAR persónulegar árásir á Ólaf Jóhannesson, for- sætisráðherra, birtust í forystu- greinum Þjóðviljans sl. laugar- dag og sunnudag, þar sem veitzt var að forsætisráðherra vegna stjórnar hans á landhelgisgæzl- unni og meðferðar hans á samn- ingaviðræðum við Breta. Arásir af þessu tagi á forsætisráðherra hafa ekki birzt f þessu málgagni rfkisstjórnarinnar fyrr en nú. I forystugrein Þjóðviljans sl. laugardag er vikið að ummælum Ólafs Jóhannessonar f viðtali við Þjóðviljann um landhelgisgæzl- una og störf hennar eftir að brezki flotinn fór út fyrir 50 míl- urnar en í einu slíku viðtali hafði ráðherrann sagt, að það „væri bara bull“, að um breytt viðhorf væri að ræða hjá gæzlunni. Síðan minnir Þjóðviljinn á frásagnir af veiðum brezkra togara fyrir vestan og segir: „En yfirlýsingar ráðherrans frá 2. og 5. október sýna svo sem hér hefur verið rakið, að langur er húsavegur ráð- herrans til landhelgisgæzlunnar . . . Er ekki kominn tími til að ýta við herra Pétri Sigurðssyni, sjó- liðsforingja, yfirmanni land- helgisgæzlunnar en undirmanni Ólafs Jóhannessonar? Er ekki rétt að það komi í dagsljósið hver það er, sem bullar?" í forystugrein Þjóðviljans sl. sunnudag er svo ráðizt enn harka- legar að forsætisráðherra. Þar segir: „Það- vakti furðu ærið margra að Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra lýsti því yfir á blaðamannafundi með innlendum og erlendum fréttamönnum strax þann 19. október, að hann vildi fyrir sitt leyti fallast á þann sam- komuiagsgrundvöll óbreyttan, er Bretar buðu á lokastigi viðræðn- anna í London. Sú yfirlýsing for- sætisráðherra var nánast undar- leg m.a. með tilliti til þess, að samkvæmt prentaðri skýrslu um Póstmennimir enn í gæzluvarðhaldi RANNSÖKN er haldið áfram á hvarfi ábyrgðarpósts f aðalpóst- húsinu f Reykjavfk að undan- förnu, sem skýrt var frá f Mbl. fyrir helgina, en ekkert nýtt hefur komið fram f þvf máli, sem unnt er að skýra frá. Tveir póst- menn sitja enn f gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Að sögn Arna Þórs Jónssonar, póstvarstjóra, fór að bera á þvi fyrrihluta sumars, að ábyrgðar- bréf glötuðust, í óeðlilega ríkum mæli, og síðan ágerðist þetta og var þá óskað eftir, að rannsóknar- lögreglan kannaði málið. Bréf þau, sem glötuðust, væru bæði bréf, sem fara áttu til útlanda, og bréf, sem voru frá útlöndum til Sjómenn segja upp samningum SJÓMANNASAMBAND Islands hefur nú sagt upp samningum fyrir togara- og bátasjómenn frá og með næstu áramótum, og Farmanna- og fiskimannasam- bandið hefur einnig sagt upp samningum en nokkru fyrr. Farmanna- og fiskimannasam- bandið hefur þegar sent inn sfnar kröfur, en gert er ráð fyrir að gengið verði frá kröfum togara- og bátasjómanna um miðjan mánuðinn. íslenzkra viðtakenda. Sagði Árni Þór, að sum af bréfunum kynnu að hafa glatazt hér heima og önnur erlendis, en ekki hefði ennþá, hvorki hér né erlendis, fengist skýring á hvarfi bréfanna. Árni sagði, að frá innihaldi bréfanna, sem - glötuðust, væri ekki unnt að skýra, þar sem það væri algerlega einkamál sendendanna, og sú vitneskja, sem þeir hefðu látið póst- þjónustunni í té þar að lútandi vegna rannsóknarinnar, væri algert trúnaðarmál. Ekki er óheimilt að senda peninga í ábyrgðarpósti en það er hins vegar óheimilt í almennum pósti. Póstþjónustan greiðir 1465 kr. í bætur fyrir ábyrgðarbréf, sem glatast, en Arni sagði, að í þessu máli gætu bótagreiðslur farið eftir viðbrögðum sendendanna og yrði það dóm- stólanna að fjalla um þá hlið máls- ins. Ární kvað það geta hent, að ábyrgðarbréf glötuðust, af ýms- um ástæðum, t.d. hefði viljað bera á erfiðleikum í sambandi við póst- sendingar til svonefndra van- þróaðra landa. En ef bera færi á óeðlilega miklu hvarfi, væri strax leitað aðstoðar rannsóknar- lögreglunnar til að upplýsa það. Rannsóknir á málum eins og þessu væru þó afskaplega erfiðar og umfangsmiklar. Dóms að vænta á næstu 3mánuðum Lundúnaviðræðurnar hafði Ólaf- ur Jóhannesson ekki sagt annað um tilboðið í London en það, að hann skyldi „taka tilboð þetta með sér til íslands og leggja það fyrir ríkisstjórnina". Það er full ástæða til að menn velti því fyrir sér, hvers vegna Ólafur Jóhannes- son gaf þá yfirlýsingu aðeins 3 dögum eftir heimkomuna og án samráðs við samráðherra sína, að hann gæti fyrir sitt leyti fallizt á brezka tilboðið óbreytt, tilboð, sem hann hafði tekið að sér að leggja fyrir ríkisstjórn íslands og lýst yfir, að hann væri óbundinn af. Hitt liggur svo auðvitað i augum uppi, að eftir yfirlýsingu fslenzka forsætisráðherrans um sitt persónulega samþykki hlaut það að vera ærið veik von að hægt yrði að fá Breta til að fallast á einhverjar lagfæringar, enda þótt sjálfsagt væri að reyna það til þrautar . . . Það hefur verið sagt, að Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra hafi sýnt mikla „dirfsku" í samningunum við Breta og má það e.t.v. til sanns vegar færa, en ,,dirfskan“ ein út af fyrir sig á ekki hrifningu skilið, heldur hljóta menn að spyrja að leikslokum. Þjóðviljinn efast ekki um að Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra telur sig gera rétt, en við erum honum ósammála í veigamiklum atriðum." Menn taki'eftir, að það er mál- gagn Lúðviks Jósepssonar, sem þannig skrifar. — í skaðabóta- máli Mrs. Paul’s Kitchens gegn SIS MÁL bandaríska fyrirtækisins Mrs. Paul’s Kitchens gegn Sam- bandi fsi. samvinnufélaga og dótturfyrirtæki þess, Icelandic Product í Ilarrisbourg hefur nú verið dómtekið f héraði í Carlysle f Cumberlandhéraði. Sem kunn- ugt er, stefnir bandarfska fyrir- tækið Sambandinu fyrir meint samningsrof og fyrir brot á hringamyndunarlöggjöfinni, og er þetta eitt stærsta skaðabóta- mál, er fslenzkt fyrirtæki hefur lent f. Krefst bandarfska fyrir- tækið skaðabóta að upphæð rúm- lega 700 milljónir króna. Fulltrúar Sambandsins og lög- fræðingur fóru vestur um haf í sl. viku og var málið þá tekið fyrir í Carlysle. Þar leiddu aðilar fram vitni sín en síðan var það tekið til dóms. Að sögn Jóns Finnssonar, lögfræðings Sambandsins, er það einungis sá hluti stefnunnar, er snertir meint samningsrof, sem tekinn verður fyrir i Carlysle. Sagði Jón, að enda þótt málið hefði nú verið dómtekið, þá væri það ennþá að nokkru leyti opið, þannig að aðilar geta enn laet fram ýmis skjöl er málið varða Taldi Jón sennilegt, að uppkvaðn- ing dóms gæti dregizt í eina 2—3 mánuði. í þessu máli er það einn héraðsdómari, líkt og við eigum að venjast hérlendis, sem um mál- ið fjallar en ekki kviðdómur. Hinn angi stefnunar, þ.e. hvað lýtur að meintu broti á hringa- mundunarlöggjöfinni.er hins veg- ar ekki á dagskrá eins og er held- ur er það háð fyrir alríkisdómstóli f Philadelphiu, og verður væntan- lega ekki tekið fyrir fyrr en niðurstaða liggur fyrir í Carlysle- málinu. Sinfóníu- tónleikar í Keflavík SINFÓNlHLJÓMSVEIT íslands mun leika í Félagsbíói í Keflavík n.k. fimmtudagskvöld, kl. 21, á vegum Tónlistarfélags Kefla- víkur. Á tónleikaskránni eru verk eftir Mozart, Brahms, Handel, Haidmayer, Strauss og Arna Thorsteinsson. Stjórnandi er Páll P. Pálsson. Þriðju reglulegu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir 1. nóv. sl. Stjórnandi var finnski hljómsveitarstjórinn Okko Kamu, en einleikari á lágfiðlu var Walt- er Trampler. Bókin um Ragnheiði komin í verzlanir BÓKAUTGAFAN Skuggsjá hóf í gær dreifingu f bókabúðir á fyrra bindi bókarinnar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, sem skrifuð er eftir miðilssambandi Guðrúnar Sigurðardóttur á Akureyri. Að sögn Olivers Steins, útgefanda bókarinnar, er eftirspurn eftir bókinni svo mikil, að önnur prentun bókarinnar er þegar haf- in og verður tilbúin I næstu viku. Sagði Oliver að Ijóst væri, að fyrsta prentun eða alls um 4 þús- FISKIÞING HÓFST í GÆR 32. FISKIÞING var sett í gær- morgun. Þetta er fyrsta reglulega fiskiþingið, sem kemur saman eftir að lögum Fiskifélagsins var breytt á síðasta ári, en þá átti sér stað fjölgun þeirra samtaka og hagsmunahópa, sem aðild eiga að Fiskifélaginu. Fiskiþing sitja nú fulltrúar allra helztu samtaka sjómanna, útvegsmanna og fiskvinnslusam- taka. und eintök yrðu uppseld fyrir þann tfma. Stefán Eiríksson hefur ritað bókina eftir segulböndum þeim, sem námu frásagnir sögumanna eftir miðilssambandi Guðrúnar. Sverrir Pálsson bjó handritið til prentunar. Stefán Eiríksson skrifar for- mála fyrir bókinni og segir þar m.a.: „Bókin er orðin til með ein- stæðum hætti, og hef ég engar spurnir haft af því, að slíkt verk hafi verið unnið með sama hætti fyrr.“ I lok formálans segir Stefán: „Sannleikurinn um líf Ragn- heiðar Brynjólfsdóttur er festur á blöð þessarar bókar og aðgengi- legur hverjum, sem leitar hans. Þar með hefur hún fengið frið. Hún er laus úr viðjum sinna eigin og annarra mistaka. Ég þakka öllum, sem á ein- hvern hátt hafa unnið að undir- búningi og útgáfu bókarinnar. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið að vera þátttakandi í að segja þann sannleika, sem hún flytur." Fyrra bindið er 344 blaðsíður að stærð. Skuggsjá annaðist setn- ingu og prentun, en Bókbindar- inn bókbandið. Rutt á fjallvegum og vegir vel f ærir SEINNI partinn f gær mátti heita fært um alla helztu þjóðvegi landsins. Fjallvegir höfðu þá verið ruddir en vfða var nokkur Gísli Guðmundsson látinn AÐF ARARNÓTT mánudags lézt i Reykjavík Gfsli Guðmundsson, al- þingismaður, tæpra 70 ára að aldri. Gísli var fæddur á Hóli á Langa- nesi 2. desember 1903, en foreldr- ar hans voru hjónin Guðmundur Gunnarsson bóndi þar og Kristín Gísladóttir. Gfsli var ritstjóri Tfmans 1930 — 40, en ritstjóri Nýja dagblaðs- ins var hann á árunum 1934—36. Hann varþingmaður Norður-Þing eyinga 1934—45 og 1949—59 og þingmaður Norðurlandskjördæm- is eystra sfðan. Hann var kvæntur Margréti Gunnarsdóttur. Eysteinn Jónsson, forseti sam- einaðs alþingis minntist Gísla á sameinuðu þingi í gær. (Sjá nán- ar á þingsíðu). hálka og vegir þannig viðsjár- verðir. 1 gærmorgun var byrjað að ryðja snjó af fjallvegum á Vest- fjörðum, sem tepptust, er hrið gekk yfir um helgina, og var því lokið seinni partinn. Eins sjóaði f Mánárskriðum á Siglufjarðarleið og í Ólafsfjarðarmúla, en báðar þessar leiðir voru hreinsaðar í gær. Að öðru leyti var fært um allt Norðurland, allt norður að Raufarhöfn og þaðan austur til Vopnafjarðar. Vel fært var austur á fjörðum. Að visu lokuðust Fjarðarheiði og Oddsskarð vegna snjóa en í gær var þar orðið vel fært. Hins vegar varvíða mikil hálka á Austfjörðunum allt suður að Lónsheiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.