Morgunblaðið - 06.11.1973, Side 18

Morgunblaðið - 06.11.1973, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1973 Oddur Olafsson um læknadeildarmálið: Fjöldatakmörkun er algjört neyðarúrræði 1 UPPHAFI fundar f efri deild Alþingis i gær kvaddi Oddur Ólafsson (S) sér hijóðs utan dag- skrár og gerði að umtalsefni mál- efni iæknanema við Háskóla ts- lands og þær ráðagerðir, sem nú eru uppi af hálfu iæknadeildar að takmarka aðgang að námi við deildina. Sagði Oddur, að fjölda- takmörkun væri algjört neyðarúr- ræði, væri vonandi, að ráðherra fyndi önnur ráð til að leysa að- kallandi vandamál iæknadeildar. Athygli vakti, að Bjarni Guðna- son (ut. fl.) kvaddi sér litlu sfðar hljóðs utan dagskrár f neðri deild þingsins um þetta sama mál og munu þess fá dæmi, að sama mál- ið komi með þessum hætti á dag- skrá f báðum deildum þingsins sama daginn. Þurfti Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráð- herra að endurtaka í neðri deild ræðu þá, er hann hafði flutt f efri deildinni. Oddur Ólafsson sagði, að um- ræður um ástandið i læknamálum landsmanna væru ekki nýjar af nálinni á Alþingi. í umræðum um málið fyrir nokkrum árum hefði komið í Ijös, að fjölga þyrfti í læknastétt til að viðunandi ástand næðist í heilbrigðismálunum, einkum í strjálbýlinu. Sú gleði- lega þróun hefði orðið undanfarin tvö ár, að aðsókn í læknanámið hefði aukist verulega. Þá hefði hins vegar brugðið svo við, að læknadeildin væri algjörlega van- búin að taka við þessari fjölgun, vegna þess hversu fé skorti frá ríkinu bæði til byggingarfram- kvæmda og reksturs. Oddur sagði, að fyrst hefði verið teiknuð bygging fyrir læknadeildina árið 1958, en ekk- ert orðið af framkvæmdum enn- þá. Á undanförnum árum hefði þ. á m. verið ráðist í byggingar yfir lagadeild, verkfræði- og raunvís- indadeild og byggingu yfir nátt- úrugripasafn. Taldi hann ófært, að við svo búið stæði miklu leng- ur. Oddur Ölafsson vitnaði til sam- þykktar, sem háskólaráð gerði á fundi sínum 1. nóvember sl. og óskaði eftir svörum menntamála- ráðherra við því, hvað fyrirhugað væri að gera í málinu og hverja afstöðu hann hefði til hugmynda ráðsins. Þá óskaði hann einnig eftir svörum ráðherra um, hvers vegna bygging á læknadeildar- húsi hefði verið vanrækt svo, að deildin væri nú hornreka, svo og hvers vegna hefði verið neitað um bráðnauðsynlegar rekstrarfjár- veitingar til deildarinnar. Magnús Torfi Ólafsson mennta- málaráðherra sagði það skoðun sína, að fjöldatakmörkun, eins og sú, sem nú væri ráðgerð í lækna- deild, væri algjörlega óviðunandi. Var á ráðherranum að skilja, að ekki mundi koma til slíkrar tak- mörkunar. Gerði ráðherra grein fyrir þeim bráðabirgðaráðstöfunum, sem gerðar hafa verið undan farin tvö ár til að mæta þörfum deildarinn- ar. Kom þar fram, að leigt hefur verið húsnæði á tveimur stöð- um í borginni, að Ármúla 30 og Grensásvegi 12. Kvað ráðherra vonir hafa staðið til, að þetta mundi duga, þar til bygging læknadeildarhúss yrði að v’ru- leika. Nú væri á hinn bóginn ljóst, að þörf væri enn frekari bráða- birgðaráðstafana, einkum vegna þess, að aðsóknin i deildina hefði orðið meiri en búist var við. í samþykkt háskólaráðs frá 1. nóv. er m.a. lagt til, að hinn bráði húsnæðisskortur pre- og para- kliniskra greina verði leystur með verksmiðjuframleiddum eininga- húsum, sem notuð verði sem rannsóknastofur og kennsluhús- næði fyrir áðurnefndar greinar, þannig að þeim séu sköpuð nokk- ur þróunarskilyrði og kennurum greinanna starfsaðstaða á meðan undirbúningur og framkvæmdir nýbygginga standa yfir. Nauðsyn- legt sé að taka í notkun fyrsta húsrými af þessu tagi fyrir rann- sóknastarfsemi og kennslu haust- ið 1974. Ráðherra sagðist ekki hafa VEITT voru i neðri deild í gær afbrigði frá þingsköpum til að taka frumvarp um breytingu á háskólalögum til 1. umræðu. Er í frumvarpi þessu gert ráð fyrir, að fjöldi kjörmann við rektorskjör úr röðum stúdenta verði aukinn til samræmis við þá fjölgun, sem orðið hefur frá 1969 á öðrum kjörmönnum við kjörið. Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu og sagði, að 1969, þegar núgildandi há- skólalög voru afgreidd, hefði verið gert ráð fyrir, að fulltrúar stúdenta færu með um 16% atkvæða við rektors- kjör. Vegna f jölgunar á föstum kennurum háskólans síðan þá bæri nú að fjölga kjörmönnum stúdenta, til þess að hlutfallið héldist óbreytt, en eins og kunnugt væri hefðu allir fast- heyrt þessar hugmyndir áður, en taldi þær athyglisverðar og þess virði að kanna þær nánar. Eins og áður greinir kvaddi Bjami Guðnason sér einnig hljóðs um þetta sama mál utan dagskrár í neðri deild. Var ræða Bjarna efnislega svipuð ræðu Odds i efri deildinni. Einnig tók Stefán Gunnlaugsson (A) til máls í neðri deild og tók mjög í sama streng og þeir Oddur og Bjami, að vinda þyrfti bráðan bug að þvi að gera varanlegar ráðstafanir í Iæknamálum. ráðnir kennarar háskólans at- kvæðisrétt við rektorskjör. Fjölgun kennaranna hefði orð- ið það ör, að ef lögunum yrði ekki breytt I framangreinda átt nú, hefðu stúdentarnir að- eins 10% af atkvaeðamagninu. i frumvarpinu er gert ráð fyrir, að kjörmenn stúdent- anna verði fulltrúar þeirra í háskólaráði, tveir fulltrúar þeirra á fundum hverrar há- skóladeildar og námsbrautar í almennum þjóðfélagsfræðum, svo og formaður og varafor- maður stúdentaráðs. Sagði ráð- herra, að með þessari fjölgun á kjörmönnum stúdentanna yrði hlutfallið sem næst 16% á ný. Eins og kunnugt er, hefur Magnús Már Lárusson háskóla- rektor sagt starfi sinu lausu og standa þvf rektorskosningar fyrir dyrum innan skamms. Fjölgun kjör- manna stúdenta við rektorskjör Gísli Guðmunds- son látinn EINS OG fram hefur komið í fréttum lést Gísli Guðmunds- son, alþingismaður, í fyrrinótt. Á fundi sameinaðs þings i gær flutti forseti, Eysteinn Jónsson, eftirfarandi minningarorð um hinn látna þingmann. „I morgun barst sú harma- fregn, að Gisli Guðmundsson alþingismaður væri látinn, tæp- lega sjötugur að aldri. Hann hafði að undanförnu átt við mikla vanheilsu að stríða, kom af þeim ástæðum ekki til þings i haust og andaðist síðastliðna nótt. Gísli Guðmundsson var fædd- ur 2. desember 1903 á Hóli á Langanesi. Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi þar Gunnarsson bónda á Djúpalæk Péturssonar og kona hans Kristín Gfsladóttir bónda í Kverkártungu í Skeggjastaða- hreppi Árnasonar. Hann hóf nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri haustið 1919 og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1921. Veturinn 1923—1924 var hann í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi utanskóla 1926. Nám í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands stundaði hann á árunum 1926—1929 og fór sfðan hálfs árs námsferð um Norðurlönd, Þýzkaland, Sviss og ftalíu 1929. Jafnframt námi var hann barna- og unglinga- kennari á Langanesi öðru hverju 1921—1925. Þing- skrifari var hann á Alþingi 1928 og 1929, stundakennari við Samvinnuskólann 1928—1929 og 1930—1934, skólastjóri í for- föllum 1930—31. Hann var rit- stj. Ingólfs 1929—1930 ritstjóri Tímans 1930—1940 og jafn- framt ritstjóri Nýja dagblaðs- ins 1934—1936. Alþingismaður Norður-Þingeyinga var hann 1934—1945 og 1949—1959, síðan alþingismaður Norður- landskjördæmis eystra, sat á 41 þingi alls. Gísli Guðmundsson var kjörinn til ýmissa annarra trúnaðarstarfa en hér hafa ver ið talin. Hann var í miðstjórn Framsóknarflokksins 1933— 1946 og frá 1950, í fulltrúaráði Utvegsbanka Islands 1936— 1957 og í bankaráði Utvegs- bankans frá 1957. Hann átti sæti 1936—1938 í stjórn- skipaðri nefnd, er samdi frum- varp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur og var kosinn 1937 í milliþinganefnd til að gera tillögur um hlutdeildar- og arð- skiptifyrirkomulag í atvinnu- rekstri. I stjórn Skuldaskila- sjóðs útvegsmanna var hann 1949—1951, í bankamálanefnd 1951— 1954, i fjárhagsráði 1952— 1953, í endurskoðunar- nefnd almannatryggingalaga 1954—1956, f byggðajafnvægis- nefnd 1954—1956, var for- maður atvinnutækjanefndar 1956—1961 og formaður stað- setningarnefndar ríkisstofnana 1958—1960. Hann var forseti Rfmnafélagsins 1961—1965 og í stjórn Hins íslenska þjóðvina- félags frá 1962. Gisli Guðmundsson ólst upp við sveitastörf og hélt alla ævi nánum tengslum við æsku- stöðvar sínar, átti síðustu árin heimili á föðurleifð sinni og dvaldist þar löngum, þegar færi gafst vegna starfa þeirra, sem hann hlaut að vinna annars staðar. Hann var vel að sér um sögu þjóðarinnar og atvinnu- hætti til lands og sjávar, ritfær og málhagur. Auk fjölmargra greina í blöðum og tímaritum liggja eftir hann frumsamin rit og þýðingar erlendra bóka. Gísli Guðmundsson var hæg- látur og hlédrægur, en áhuginn var mikill. Hann átti um nokkurt skeið við heilsuleysi að stríða, en víðtæk þekking hans á landshögum, glöggskyggni og gjörhygli leiddu til þess, að til hans var leitað til ráðuneytis og forustu um marga mikilvæga þætti þjóðmála. Gfsli Guðmundsson var samvinnu- þýður og tillögugóður f sam- starfi innan þings og utan, fastur fyrir og fylginn sér i baráttu fyrir hugðarmálum sfn- um, þrautseigur og úrræða- góður í hverri raun. GIsli Guðmundsson var langa hríð einn af áhrifamestu stjórn- málamönnum landsins. Störf hans á sviði löggjafar og þjóð- mála marka víða spor. Lengst mun þó Gísla Guðmundssonar verða minnzt fyrir þrautseiga og hetjulega baráttu hans og forustu innan þings og utan fyrir ráðstöfunum til þess að vinna að jafnvægi f byggð landsins, semnúorðiðásterkan hljómgrunn með þjóðinni. Hik- laust má fullyrða, að enginn einstaklingur á jafnríkan þátt og hann f þeim heillavænlegu breytingum, sem nú eru að verða almennt á viðhorfi til þeirra mála. Ég vil biðja háttvirta alþingismenn að minnast Gfsla Guðmundssonar með þvf að rísa úr sætum. AIÞinCI Orlofsgreiðslur til skólafólks PÉTUR Sigurðsson (S) hefur flutt á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á oflofslög- um, þar sem gert er ráð fyrir, að skólafólki, sem stundar nám við viðurkennda skóla verði heimilt að taka allt orlof sitt utan orlofstímabilsins. í upphafi greinargerðarinn- segir svo: ..Fyrir nokkru leituðu all- ■argir nemendur Stýrimanna- skólans í Reykjavfk til Sjó- mannafélags Reykjavfkur og báðu um ráðleggingar og hjálp, eftir að hafa fengið þau svör hjá framkvæmdaaðila orlofslaganna (Pósti og síma), að ekki væri hægt að verða við óskum þeirra um greiðslu áunnins orlofsfjár á tímabilinu frá 16. september til 1. maí. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur óskað eftir því við mig að flytja frv. þetta. I hinni nýju löggjöf um orlof, sem hér er gerð till. um, að breyting verði gerð á, og í reglugerð um orlof (nr. 150 21. júní 1972) eru engin sérstök ákvæði um skólafólk. Þegar þess er gætt, að vinnu- afl þessa fólks, bæði stúlkna og pilta, hefur um langt árabil verið þýðingarmikil driffjöður allra helstu framleiðsluat- vinnuvega þjóðarinnar, virðist hér um yfirsjón að ræða. Ekki ætla ég að ásaka höfunda frv. þar um, miklu frekar okkur alþingismenn, sem höfðum frv. til meðferðar í báðum deildum Alþingis.“ Hring- vegur um Vest- firði FRAM er komið á Alþingi frum- varp til laga um happdrættislán rfkissjóðs til að fullgera Djúpveg og opna þannig hringveg um Vestfirði. Er f frumvarpinu lagt til, að happdrættisskuldabréf að fjárhæð 60 milljónir króna skuli gefin út f þessu skyni fyrir mars- lok 1974. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Hanniba! Valdimars- son (SFV), en auk hans eru flutn- ingsmenn þeir Karvel Pálmason (SFV) og Matthfas Bjarnason (S). I greinargerðinni segir m.a.: „Vegagerð ríkisins hefur gert lauslega áætlun um, að vanta muni um 55 milljónir króna til að fullgera Djúpveg, þegar unnið hefur verið fyrir þær 50 milljónir, sem á vegaáælun eru til þeirrar vegagerðar. En á þessu hausti hefur þegar verið unnið fyrir nokkurn hluta þeirrar upphæðar. Með frumvarpi þessu er lagt til, að brennandi áhugi Vestfirðinga á því, að þessari langþráðu vega- gerð verði lokið, skuli hagnýttur á þann hátt, að ríkissjóður gefi út til sölu innanlands happdrættis- skuldabréf að upphæð 60 milljón- ir króna.og skuli þannig aflað fjár til lokaáfangans í Djúpvegi og opnunar hringvegar um Vest- firöi. Hér er, eins og menn sjá, farið inn á nákvæmlega sömu braut um fjáröflun og farin var til úrslita- átaksins um opnun hringvegar um landið."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.