Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.11.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1973 31 Mest þjónustuaukning yið Breið holt í nýju leiðakerfi hjá SVR Frá afmælisþingi BFÖ. Bindindisfélag ökumanna 20 ára LEIÐIR 11 6 og 12 breytast smávægilega hjá Strætisvögnum Reykjavíkur um leið og ýmsar aðrar breytingar ganga I gildi 10. nóv. n.k. Leið 1 tengist leið 3 á Rauðarárstfg og einnig nær hún til fólks neðst I Hlíðunum. Leið 6 breytist þannig, að hún lengist vegna byggðarinnar við Sogaveg og nær núaðóslandi þarsem leið 7 hefur einnig endastöð. Leið 12, sem nú ekur um Bústaðaveg og Grensásveg, ekur eftir breytinguna rakleitt á Miklu- braut til að flýta för þeirra vegna, sem Iengsta leið hafa. Á blaðamannafundi með Eíríki Asgeirssyni forstjdra SVR kom það fram, að sú nýbreytni verður í þessum umbótum varðandi leið 3 og 4, að þar verða þriggja tíma áætlanir í stað tveggja. A báðum leiðunum frá kl. 1—7 verður ekið á 12 mfn. fresti í stað 15 áður, en á morgnana gilda 15 mínúturnar. Þannig er bætt inn vögnum á leið- um 3 og 4, en aðal þjónustu- aukningin á sér stað i Breiðholti III., sem nú byggist mjög ört. Þar munu vagnarnir aka eftir breytinguna á 15 mín. fresti í stað 30 og munu fjórir vagnar aka þá leið í stað tveggja fram tii kl. 19 á kvöldin. Leið 7 verður ekin á 20 min. fresti í stað 30 áður, en þess ber að geta að allar tímaáætlanir SVR breytast 10. nóv. þótt ekki breytist þær allar um sama tima- mismun. SVR hefur látið gera sérstakar leiðabækur og kort, sem verða til sölu í öllum söluturnum og í bæki- stöðvum SVR á Hlemmi og Lækjartorgi. Kostar bókin 10 kr. en kortið 15 kr. Eiríkur Asgeirsson tók það — Kissinger Framhald af bls. 1 endurreist réttinda Palestínu- manna. Houari Boumedinne Alsírforseti kom til Saudi-Arabíu í dag á ferðalagi sínu um Arabalönd. Moammar Gaddafy, þjóðarleið- togi Libýu. hefur verið í Irak og Sýrlandi. Sovézki aðstoðarutan- rikisráðherrann Vassili Kuznet- sov hefur verið í Damaskus um helgina. í London er haft eftir góðum heimildum, að Rússar hafi þegar bætt Egyptum og Sýrlendingum upp hergagnatjónið í stríðinu og auk þess sent fullkomnari vopn. Margir sovézkir ráðunautar eru komnir til Egyptalands og Sýr- Framhald af bls. 32 sætisráðherra hefði borið ein- hvern árangur. Flokksr áðsf undur Alþýðubandalagsins Fundur flokksráðs Alþýðu- bandalagsins hófst á föstudags- kvöld og lauk síðari hluta sunnu- dags. Miklar umræður urðu á fundinum og skiptust fundar- menn i þrjá hópa í afstöðu til stjórnarsamstarfsins, eins og nú er komið. Einn hópurinn hélt fram þeirri skoðun að Alþýðu- bandalagið ætti nú þegar að rjúfa stjórnarsamstarfið vegna landhelgismálsins. Annar hópurinn var þeirrar skoðunar, að Alþýðubandalagið ætti að láta landhelgissamningana við Breta yfir sig ganga og láta reyna á það, hvort hægt væri að ná einhverj- um árangri í þvf að koma varnar- liðinu úr landi en rjúfa samstarf stjórnarflokkanna, ef það tækist ekki. Þriðji hópurinn mun hins vegar hafa haldið fram þvi sjónar- miði, að hvað sem það kostaði ætti Alþýðubandalagið að reyna að halda stjórnarsamstarfinu út kjörtímabilið vegna annarra málefna. Þeir Lúðvík Jósepsson og Ragnar Arnalds munu báðir hafa lagt á það áherzlu, að stjórnar- fram, að leiðakerfi væri aldrei fullunnið og stöðugt væri unnið að breytingum og endurbótum, en Einar B. Pálsson verkfræðingur annast athuganir fyrir SVR. Hér fer á eftir fréttatilkynning frá SVR: Frá og með 10. nóv. 1973 hefst akstur á strætisvagnaleiðum um kl. 06.45 í stað 06.50 áður. Fyrstu ferðir á morgnana færast þvf fram á flestum leiðum, en mis- munandi mikið eftir atvikum. Leið 1 breytist þannig, að ekið verður um Rauðarárstíg, Miklu- braut, og Snorrabraut i stað Gunnarsbrautar og Flókagötu áður. Leið 3 er þegar breytt á Seltjarnamesi vegna breytinga á gatnakerfi. Þar er ekið um Norðurströnd í stað þess kafla á Nesvegi, sem lagður hefur verið j niður. Milli klukkan 13 og 19 á virkum dögum verður ferðum fjölgað þannig að 12 mfnútur verða milli ferðaí stað 15 áður. Leið 4. Ferðum er fjölgað milli kl. 13 og 19 á virkum dögum og verða nú með 12 mín. millibili i stað 15 mínútna áður. Leið 6 er breytt vegna aukinnar byggðar við austurenda Sogal- vegar og Bústaðavegar. Endastöð verður á mótum Bústaðavegar og Óslands. Leiðin liggur þá Sogaveg á enda og síðan spölkorn vestur Bústaða- veg á Óslandi. Þar er snúið við og sama leið ekin til baka. Leið 8 beygir nú af Laugavegi norður Kringlumýrarbraut I stað Laugarnesvegar, sem búið er að slíta sundur. Leið 9 liggur á sama hátt um lands til að fylgjast með víg- búnaðinum. I Amman varaði Hussein konungur við því í dag að ef Arab ar fengju ekki aftur svæði sem voru tekin 1967, í væntanlegum samningaumleitunum, gæti ann- að stríð brotizt út. Beirút-blaðið A1 Anwer segir, að Sadat hafi sagt Rússum, að Arabar byrji nýtt stríð ef Israelsmenn hörfi ekki til vopnahléslfnunnar frá 22. okt í Kafró er haft eftir sænskum friðargæzlumönnum SÞ í Ismaila, að skipzt hafi verið á skotum við Súezskurð i 35 mínútur I gær. Finnskur varðflokkur við E1 Shat andspænis bænum bænum Súez varð fyrir 45 mínútna skothrfð, ísraelsks stórskotaliðs og 15 mínútna loftárás sprengjuflug véla ísraelsmanna, á föstudaginn. samstarfinu yrði haldið áfram en Magnús Kjartansson verið þeirrar skoðunar, að því bæri að slita nú. Niðurstaða mikilla umræðna varð sú, að stjórnarsamstarfinu skyldi haldið áfram og það, sem vafa- laust hefur ráðið mestu um það er ótti Alþýðubandalagsins við langvarandi eyðimerkurgöngu utan stjórnar, ef flokkurinn gengur út úr ríkisstjórninni nú. Miðstjórnarfundur hefur verið ákveðinn i Alþýðubandalaginu n.k. miðvikudagskvöld en flokks- ráðsfundurinn fól framkvæmda- stjórn og þingflokki að marka endanlega afstöðu til samnings- uppkastsins við Breta. Má því samkvæmt þessu gera ráð fyrir, að Alþýðubandalagið taki ákvörðun um að standa að samningum á þeim grundvelli, sem fyrir liggur. Afsagnarhótun Magnúsar Kjartanssonar Eins og Morgunblaðið skýrði frá sl. sunnudag, hefur Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, hafnað þeirri kröfu Magnúsar Kjartanssonar, að hann taki þátt í samningaviðræðum við Banda- ríkjamenn um miðjan nóvember. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hefur Magnús Kjartansson Kringlumýrarbraut upp á Lauga- veg. Leið 7. Ferðum er fjölgað á kvöldin og á helgidögum, þannig að millibil milli ferða verður þá 20 mínútur í stað 30 mfnútna nú. Leið 12 verður breytt þannig að frá Grensásstöð verður ekið aust- ur Miklubraut og nýja veginn í átt að Breiðholti í stað Grensásvegar og Bústaðavegar áður. Ferðum verður fjölgað á þessari leið, þannig að nú verða 15 mín. milli ferða á virkum dögum en 20 mín. á kvöldin og á helgidögum í stað 30 mínútna nú. Nýtt nafn: HLEMMUR — VESTURBERG. Nýjar mínútuáætlanir hafa verið gerðar fyrir allar leiðir. Til þess liggja einkum eftirtaldar ástæður: a. Breyttur byrjunartími á morgnana skv. framansögðu. b. Aukin áhersla er lögð á að fólk geti notað strætisvagnana til að fara til vinnu viðsvegar í borg- inni. c. Lengdir sumra leiða breytast nú og þar með ferðatíminn. d. Aukin ferðatíðni á sumum leiðum. e. Leitast er við að haga tfma- setningu þannig, að skipta megi um leiðir á ýmsum stöðum án mikilla tafa. Leiðir af því, að sé tímaáætlun einnar leiðar breytt, getur þurft að breyta tímaáætlun- um annarra. — 4ra milljón króna sekt Framhald af bls. 15 eftir, þá hefur hún jafnframt varað bílstjóra við því, að þeir geti átt von á því að vera stöðv- aðir eftir hvern hálfan km, sem þeir hafa ekið. Þetta akstursbann hollenzkra stjórnvalda er hluti af heildar- aðgerðum, sem ætlað er að draga úr olíunotkun sem nemur 10%. Hollenzku olíu- félögin telja, að bannið kunni að geta leitt til um 15% sparn- aðar í benzínnotkun. Tilskipunin um bannið var gefin út minna en tveimur sólarhringum eftir að útvarps- stöðin Riyadh hafði tilkynnt um útflutningsbann Saudi Arabíu á olíu til Hollands fyrir um það bil viku síðan, en um 30% alls olfuinnflutnings Hol- lendinga koma frá Arabalönd- unum átta. lagt á það rika áherzlu síðustu daga að fá skýr svör frá utanrfkis- ráðherra um þetta efni og taldi iðnaðarráðherra það vera for- sendu þess, að Alþýðubandalagic gæti tekið afstöðu til þess, hvort það stæði að samningsgerðinni við Breta eða ekki. Eftir að nei- kvætt svar Einars Agústssonar lá fyrir, mun Magnús Kjartansson hafa haft við orð að segja af sér ráðherraembætti en jafnframt látið í það skína, að hann gæti hugsað sér að styðja ríkis- stjórnina áfram, sem óbreyttur þingmaður. Viðbrögð formanns Alþýðubandalagsins við þessum ummælum voru hins vegar skilin á þann veg, að hann, Ragnar Arn- alds, væri reiðubúinn til þess að taka að sér þetta ráðherra- embætti og dró þá iðnaðarráð- herra mjög í land. A flokksráðs- fundinum á laugardag komu svo fram áskoranir á Magnús Kjartansson um að sitja áfram í ríkisstjórninni og kvaðst hann mundu gera það. Alþýðubanda- lagsmenn leggja hins vegar áfram á það megináherzlu að fá fulltrúa á samningafundunum með Bandaríkjamönnum og er ekki enn útséð um, hvernig þessari deilu lyktar. Stóriðjustefnan gagnrýnd í umræðum á flokksráðsfundin- Bindindisfélag ökumanna er 20 ára um þessar mundir, en það var stofnað í Revkjavfk sumarið 1953. Stofnfélagar voru þá 16, en félagar þess eru nú 800. Forset* félagsins er nú Helgi Hannesson, deildarstjóri f Reykjavfk. Félagið hefur frá upphafi reynt að útvega félögum sínum ódýrari bifreiðatryggingar en almennt fást á markaðnum. Hinn 17. ág. 1960 stofnaði félagið trygginga- — Samdráttur Framhald af bls. 16. hluta af f járfestingum á undan- förnum árum og fyrirtæki f þessum greinum eiga erfitt með að afla nauðsynlegs fjár- magns til að auka framleiðsl- una og mæta vaxandi eftir- spurn. Kostnaðurinn við að auka framleiðsluna er tilfinn- anlegur hjá flestum fyrirtækj- um. Þess vegna er takmarkaður áhugi á uppbyggingu og útlit fyrir samdrátt, þótt mótsagna- kennt sé, þar sem góðar horfur eru á vexti umræddra fyrir- tækja ef fjármagn er fyrir hendi. — Nixon Framhald af bls. 1 lokið; blöðin sýni stillingu í skrif- um um málið. Gurney hefur verið traustasti stuðningsmaður Nixon f Water- gate-nefndinni. Tímaritið Time bættist í dag í hóp þeirra fjölmiðla, sem hafa krafizt þess, að Nixon segi af sér. Mörg traust stuðningsblöð repú- blikana hafa tekið undir kröfuna, meðal annars Denorver Post. um á sunnudag urðu miklar umræður um stefnu Magnúsar Kjartanssonar í stóriðjumálum. Var hún harðlega gagnrýnd af mörgum fundarmönnum með Jónas Arnason í fara'rbroddi og var iðnaðarráðherra sakaður um að hafa svikið öll fyrri loforð en tekið upp stefnu viðreisnar- stjórnarinnar í stóriðjumálum. Sagt er, að ráðherrann hafi ger- samlega misst stjórn á skapi sínu undir þessum umræðum en í fundarlok komu fram tillögur, sem atkvæði voru greidd um. Tillaga, sem studdi sjónarmið iðnaðarráðherra i stóriðjumálum var samþykkt og hlaut 3/5 at- kvæða en um 2/5 fundarmanna voru andvigir stefnu ráðherrans í stóriðjumálum. Flokksstjórnarfundur SFV. Flokksstjórn Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna kom saman til fundar sl. laugardag. Á fundi þessum var samþykkt ályktun þar sem segir, að fundurinn vilji „að fengnum upp- lýsingum um gang landhelgis- málsins lýsa yfir fyllsta trausti á ráðherra SFV fyrir afstöðu f málinu og felur þeim ásamt þingflokki SFV að vinna áfram að lausn málsins í sama anda og hingað til.“ félagið Abyrgð h.f. — trygginga- félag bindindismanna á Islandi. Hefur starfsemi Ábyrgðar vaxið með hverju ári og er félagið að sögn talsmanna BFÖ talandi vott- ur um að bindindisstarfsemin geti bæði verið vígð hugsjón og áþreifanleika. Arlegur þáttur í starfsemi fé- lagsins er góðaksturskeppni og var fyrsta keppnin haldin fyrir 18 árum, 7 sinnum í Reykjavík, en 11 sinnum úti á landi. Nixon forseti erþó staðráðinn í því að sitja áfram f embætti og halda baráttunni áfram, að sögn blaðafulltrúa hans. — Færeyjaveiðar Framhald af bls. 1 eigenda segja, að fulltrúar Fær- eyja og Danmerkur í samnings- viðræðum hafi sjálfir ákveðið, hvaða svæði skulu lokuð og hve- nær og þeir hafi séð svo um, að lokun þeirra kæmi heim og saman við beztu veiðitímana. Aætla togaramenn, að veiðar Breta við Færeyjar muni hrapa niður i 12.000 lestir á ári, verði samkomu lagið staðfest. Þeir bæta því við í málaleitun sinni, að þeir líti á svæðalokanirn- ar við Færeyjar sem dulbúna til- raun til að koma þar á fimmtiu sjómflna f iskveiðilögsögu. — Olíu- framleiðslan Framhald af bls. 1 þangað og þar með svipt landið 65 — 70% af eðlilegum olíuinnflutn- ingi. Jafnframt hefur talsvert olíumagn verið flutt um Holland til Vestur-Þýzkalands og Belgíu og mun sölubannið til Hollands því fyrr að sfðar koma niður á þeim ríkjum, að óbreyttum að- stæðum. Haft er fyrir satt, að stjórn Vestur-Þýzkalands hafi til reiðu neyðaráætlun um orkuskömmtun, ef hennar gerist þörf. Bretar virð- ast hinsvegar ekki óttast takmörk- un olíusölu, að því er fregnir það- an herma. Akvörðunin um takmörkun olíuframleiðslunnar var tekin i gærkveldi á fundi olíumálaráð- herra tíu Arabaríkja, þ.e. Saudi Arabíu, Kuwait, Irak, Sýrlands, Abu Dhabi, Qatar, . Zahrain, Egyptalands Libýu og Alsír. Jafn- framt tilkynntu þeir, að fram- leiðslan yrði aftur minnkuð um 5% í desember, tekið yrði fyrir olíusölu til landa, sem fjandsam- leg væru i Aröbum . í deilum þeirra við Israel en vinveitt ríki myndu áfram fá þá olíu, sem þau þyrftu. Olíumálaráðherrar Alsir og Saudi Arabíu fara innan tíðar í ferðalag til Vesturlanda til þess að skýra sjónarmið Araba og er talið, að þeir muni þá ganga úr skugga um hvaða þjóðir séu þeim vinveittar og hverjar ekki. Þykir ekki ljóst, að sögn NTB, hvernig Arabar ætla að sjá vinum sfnum fyrir oliu — jafnframt því að minnka framleiðsluna um 25% nema þeir telji þær þjóðir einar vinveittar, sem sýni stuðing sinn afdráttarlaust í verki. — Sitja áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.