Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 1
48 SIÐUR
271. tbl. 60. árg.
SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1973
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fréttamenn í
þjónustu CIA
Washington, 1. des. AP.
BANDARÍSKA blaðiS The
Washington Star -News sagði frá
því í dag og kvaðst hafa eftir
áreiðanlegum og áb.vrgum
heimildum. að meira en þrjár
tylftir bandarískra hlaðamanna
erlendis væru cinnig njósnarar
fyrir bandarísku leyniþjónustuna
CIA
Sagði blaðið, að flestir þeirra
fréttamanna. sem væru í þjónustu
CIA, hefðu blaðamennsku
ekki að aðalstarfi, heldur
skrifuðu þeir einstakar greinar í
áveðin blöð. Blaðið sagði, að flest-
ir þessara manna væru bandarísk-
ir ríkisborgarar.
Þá sagði Star-News, að í frétta-
mannanjósnara hópnum væru
einnig fáeinir, en þó naumast
fleiri en fimm, sem hefðu blaða-
mennsku að aðalstarfi.
Blaðið ságði, að fundizt hefðu
nöfn um fjörtíu fréttamanna,
lausráðinna og fastra starfs-
manna i skjölum CIA, þegar
William Colby, yfirmaður leyni-
þjónustunnar krafðist endurskoð-
unar á ýmsum málum CIA fyrir
tveimur mánuðum. Blaðið sagði,
að heimildamaður þess hefði
harðneitað að gefa upp nöfn
nokkurra þessara umræddu
fréttamanna. Tveir þessara
manna vinna fyrir CIA með
vitund yfirboðara sinna, en ydir-
leitt er yfirmönnum á blöðunum
ekki kunnugt um aukastarf
fréttamannsins.
Kissinger fer til Kairó
Feisal til Moskvu?
Kaíró og Beirút,
1. desember, AP.
KAÍRO-BL AÐIÐ A1 Ahram,
málgagn stjórnar Egyptalands,
skýrði frá því í dag, að Ilenry
Kissinger utanríkisráðherra
Bandaríkjanna hefði ákveðið að
snúa aftur lil landanna fyrir
botni Miðjarðarhafsins næstu
daga, til að skýra betur afstöðu
Bandarikjastjórnar til ýmissa
otriöa í vopnahléssamkomulag-
inu milli Araba og Israela.
Viðræðurnar um samninginn
eru nú komnar í strand og
Egyptar lýstu því yfir á fimmtu-
dag, að þeir myndu ekki senda
aftur fulltrúa til viðræðna við full
trúa Israela. Þá höfðu verið
haldnir 10 slíkir fundir. Að sögn
A1 Ahrams var ástæðan fyrir
ákvörðun Egypta sú, að þeir
hefðu verið orðnir vonlausir um,
að hægt yrði að ná samkomulagi
um, að ísraelar drægju herlið sitt
til baka til víglínanna eins og þær
voru 22. október, er vopnahlés-
ályktun Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna var samþykkt. Sagði
blaðið, að hugsanlegt væri, að
Egyptar færu fram á sérstakan
fund i Öiyggisráðinu til að kæra
Israela fyrir að fara undan í
flæmingi f samningaviðræðum, til
að vinna tíma. Skýrði blaðið frá
því, að spenna við vopnahléslín-
una hefði aukist mjög undan-
farna daga.
Ben-Gurion
lézt í gær
Tel Aviv, 1. desember, AP.
DAVID Ben-Gurion stofn-
Monte Carlo-
kappakstrinum
aflýst í ár
Monte Carlo, 1. des. — NTB.
HINNI heimsfrægu Monte
Carlo-kappaksturskeppni hef-
ur nú verið aflýst. Aðstand-
endur kcppninnar tilkynntu f
dag, að þeir hefðu verið til-
neyddir til þess arna vegna
áætlana fröasku stjórnarinnar
um bensínsparnað. Kapp-
aksturskeppnin hefði átt að
byrja I janúar næstkomandi,
en gert er ráð fyrir, að keppn-
in árið 1975 verði haldin.
andi og fyrrum forsætis-
ráðherra tsraels lézt í Tel
Hashomersjúkrahúsinu í
Tel Aviv í morgun, 87 ára
að aldri.
Hann fékk heilablóðfall 18.
nóvember sl. og hékk þá líf hans á
bláþræði f nokkra sólarhringa, en
svo skánaði Ifðan hans aftur.
Skömmu síðar versnaði honum
aftur, hann féll í mók og læknar
sögðu, að aðcins væri spurning
um tfma hvenær hann létist.
Fjölskylda Ben-Gurions og nán-
ustu vinir voru við dánarbcð
hans.
Ben-Gurion lét af embætti for-
sætis 'ðherra fyrir 10 árum og
dró sig algerlega I hlé árið 1970.
Sjá grein á bls. 3 um Ben-Gurion
og ævi hans.
Dagblaðið A1 Siyssah í Kuwait
skýrði frá þvi í dag, að Feisal
konungur Saudi-Arabíu myndi
halda til Moskvu til viðræðna við
sovézka ráðamenn innan tveggja
Ford sver
eiðinn á
fimmtudag
Washington, 1. desember —
NTB.
GERALD FORD mun á
fimmtudag sverja em-
bættiseið sinn sem næsti
varaforseti Bandaríkjanna
ef svo fer sem horfir, að
fulltrúadeild Bandaríkja-
þings muni samþykkja út-
nefningu hans fyrir þann
tíma. Öldungadeildin
hefur þegar samþykkt
hana með 92 atkvæðum
gegn 3, og er þess vænzt, að
fulltrúadeildin muni
einnig samþykkja hana
meðmiklum meirihluta.
vikna. Sagði blaðið, að til að
undirbúa þetta, hefði Feisal
sleppt úr haldi um 1800 póli-
tiskum föngum, sem flestir eru
sagðir kommúnistar. Kommún-
ismi er bannaður i Saudi-Arabiu,
engin stjórnmálatengsl eru milli
Sovétríkjanna og landsins. Hins
vegar vakti það mikla athygli á
dögunum, er Feisal sendi heilla-
óskaskeyti til Podgornys forseta
Sovétríkjanna í tilefni afmælis
októberbyltingarinnar.
Guðmundur
efstur í
Chicago
Chicago, 1. desember.
Einkaskeyti til Mbl. frá AP.
GUÐMUNDUR Sigurjónsson
og Andrew Soltis frá New
York eru efstir og jafnir á
alþjóðlega skákmótinu f
Chicago eftir tvær umferðir
með tvo vinninga.
Næstir og jafnir eru James
Tarjan og Norman Weistein,
báðir bandarískir meistarar,
og Nikolo Karaklajik frá Júgó-
slavíu, sem er alþjóðlegur
meistari, með VA vinning.
Strax í upphafi skákmótsins,
sem alls verður 11 umferðir,
gerðust óvæntir hlutir, þegar
stórmeistarinn Duncan Suttles
frá Kanada tapaði tvívegis, þ.e.
fyrir Soltis og Karaklajic. Auk
Júgóslavans eru Guðmundur
Sigurjónsson og Zonko Vran-
esic frá Kanada alþjóðlegir
meistarar á þessu móti.
FAÐIR GETTYS
GREIÐIRGJALDH)
Róm, 1. desember, AP-NTB.
J. PAUL Getty jr., faðir hins 17
ára gamla Paul Gettys III, lýsti
því vfir í London I dag, að hann
væri reiðubúinn til að greiða
lausnarfé það, sem krafizt er af
þeim, sem segjast hafa rænt pilt-
inuin. Talið er að ræningjarnir
hafi lækkað gjaldið úr 3,4 millj-
ónum dollara niður í eina
milljón. Fulltrúi fjölskyldunnar
er kominn til Rómar til þess að ná
sambandi við ræningjana.
Móðir piltsins, Gail Harris,
sagði í Róm í dag, að samninga-
umleitanirnar við ræníngjana
væru á mjög viðkvæmu stigi og
fór þess á leit við fjölmiðla að þeir
blönduðu sér ekki frekar I málið.
Iíingað til hefur afi piltsins,
milljónamæringurinn Paul Gettj’,
ekki viljað greiða lausnargjaldið
af ótta við, að það myndi stofna
öðrum barnabörnum hans i
hættu. Einnig var lengi framan af
talið, að ránið væri sviðsett af
piltinum sjálfum.
Hollendíngar
að beygia sig
neita
Brussel, 1. desember, AP.
RUDOLPH Lubbers efnahags-
málaráðherra Hollands lýsti því
yfir í dag í viðræðum við Yamini
oliumálaráðherra Saudi-Arabiu I
Briissel, að Arabaþjóðirnar
þyrftu ekki að gera sér neinar
gyllivonir uin, að Hollendingar
breyttu afstöðu sinni og gæfu út
sérstaka stuðningsyfirlýsingu við
málstað Araba.
Lubbers skýrði einnig frá því,
að siðar i þessum mánuði myndu
hefjast viðræður milli Hol-
lendingaog Bandaríkjamanna um
olíukaup frá Bandarikjunum.
Lubbers sagði á fundi með
fréttamönnum i dag, að Araba-
þjóðirnar seldu „vinveittum þjóð-
um, eins og Bretum og Frökkum,
eðlilegt magn af olíu.
„Vinveittar" þjóðir eru þær, sem
selja Aröbum vopn og styðja
kröfu þeirra um, að ísraelar skili
aftur öllum herteknu svæð-
unum,“ sagði Lubbers.
Lubbers sagði, að Hollendingar
litu á sig sem Iiluta af EBE, en
Arabar litu á Ilolland sem sér-
stakan aðila. Hollendingar gætu
ekki gefið út sérstaka yfirlýsingu
til að þóknast Aröbum. Þeir hefðu
staðið að EBE-samþykktinni og
myndu ekki hvika frá henni til að
fá keypta olíu.