Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1973 19 Lárus Oskarsson rœðir við Hrafn Gunnlaugsson Ástarlióð og djöflar Hrafn Cí unnlaugsson t*r f iRÍpi þokktustu un^skálda hér á landi Kr madurinn þó okki síður rómaður fyrir ahsúrda og matthil/.ka kímniqáfu sína, en aharlegri skáldskap, scm þó hefur hirzt vítt og breitt í aðskfljan- legum málj'öí'num og menningartól- um. Hrafn stundar um þessar niundir nám í leikiistarfræðum við hinn kunna skóla Dramatiska Instituet í Stokkhólmi, en gefur út nú fyrir jólin hvorki meira né minna en tvær hæk- ur, — „Astarljóð" hjá Hel^afelli, ok stutta skáldsögu, „Djöflana“, hjá Al- menna bókafélaginu. — I fyrstu átti ljöðabókin að heita „Ó lifi þú forseti vor á Bessastöðum". Sfðar komu önnur nöfn upp á teninginn, eins og „Óslökkt kalk“, „Óp veiði- bjöllunnar", „Kristnihald undir Jökli“ eða „Kvöldstund í Græn- metisverzlun Ríkisins". Ég bar þessi bókaheiti undir vin minn Þórð Breiðfjörð, en hann benti mér á nokkrar mikilvægar grund- vallarstaðreyndir, sem rétt væri að taka tillit til; að forsetar halda ekki hirðskáld nú til dags, að nöfnin væru full látlaus og gæfu of mikið upp um innihald bókar- innar, að búið væri að nota sum þeirra, og að ástæðulaust væri með öllu að varpa skugga á verk annarra höfunda, með þvi að taka upp nöfn, sem þeir hefðu þegar gefið bókum sínum. Ég féll því frá þessum nafngiftum fyrir for- tölur Þórðar. Það var Hrafn Gunnlaugsson, sem lét þessi orð falla, þegar við spjölluðum saman í tilefni tveggja bóka, sem hann sendir á markaðinn fyrir jólin. . • LJÓÐIÐ Sp.vrill: Eru öll ljdðin í „Ástar- ljóðum“ ástarljóð? Hrafn: Það fér ef tir því hvað mað- ur kallar ástarljdð. Þau eru ekki öll ort til kvenna, en ég held að sá, sem hefur ekki þjáðst vegna ást- arinnar geti naurhast ort. Ástin — ástarljóðið, er æðra stig einmana- leika. Líttu á ljóð eins og Ferða- lok Jónasar, eða sonnettu Petrarka — þessi ljóð eru lof- söngvar til ástarinnarsprottnir úr einmana þjáningu vegna hennar. Ljóðið á rætur sínar i þjáning- unni. Það er að segja, innri átök- um, örvæntingu. Ljóðið miðlar reynslu og tilfinningum, en er samtímis órökrétt og á ekkert skylt við kalda skynsemi. — Hvert ljóð hefur sinn meðgöngutima og útheimtir sinar fæðingahríðir, — en fæðingin sjálf; sköpunin, inn- blásturinn, þegar ljóðið lítur dagsins ljds á pappírnum, er ölv- un sterkari hverri nautn. Innst inni öfunda ég konuna af þVf að geta borið barn og upplifað sköp- unarverkið s.iálft i fæðingunni. Fæðing lífsins er mikilvægasta listaverk allra listaverka. Kannski er það einmitt þetta tóm og magnleysi karlmannsins gegn sköpuninni, sem birtist í þrot- lausri listsköpun hans gegnum söguna. Spyrill: Áttu við að karlmaðurinn sé hæfari til listsköpunar en kon- an? Hrafn: Það er auðvelt að misskilja þessa hugdettu. Það er ekkert vafamál, að konan og karl- maðurinn hafa jafna hæfileika til listrænnar sköpunar frá náttúr- unnar hendi. Munurinn er bara sá, að í gegnum söguna, hefur konan lifað sköpunina í barns- burðinum og verið bundin við uppeldi ungviðisins, en,ég hef ekki fregnað af neinum karl- manni sem hefur tekið létta sóttina. Hins vegar eru nýir þjóð- félagshættir að breyta hlutverki konunnar. Það verður æ al- gengara að konur kasti barneign- um fyrir róða og gefi sig óskiptar að atvinnulífinu. Spyrill: Þú segir, að ljóðið eigi ekkert skylt við kalda skynsemi, áttu við að raunveruleikinn sé skáldinu einskis virði? Hrafn: Langt frá því. Yrkisefnið er alltaf sprottið úr veruleikan- um, en ljóðið umturnar reglum veruleikans. Kenningar og lfking- ar forns og nýs kveðskapar eru oftast óraunVerulegar og órök- réttar. Sumir menn líta á sig sem boðbera ákveðinna hugmynda- kerfa og kalla sig skáld, en það þarf meira til en mærð predikar- ans. Gott skáld boðar hugsanir sinar með meðulum hins óum- ræðilega. Líttu á jafn stórkostlegt ljóð og „Ský i buxum" eftir bylt- ingarskáldið Mayakowskij. • ANDLEGT FYLLIRI Sp.vrill: Hvert er þjóðfélagslegt hlutverk skáldsins? Hrafn: Forngríski heimspeking- urinn Platon vísar skáldinu burt úr velferðarríki sínu. Ilann áleit skáldin þjóðfélagslega hættuleg, því þau drægju dár að siðunum, hylltu lífsnautnirnar, eignuðu guðunum mannlega bresti og gerðu gys að dáðum feðranna. Skáldskapurinn var í augum Plato „guðdómleg ölvun án rök- réttrar hugsunar eða skynsemi". Hann dáði fegurð og snilld skáld- ^kaparins, en áleit hann þeim mun hættulegri fyrir æskuna. Ég held að Platon hafi séð af ótrú- legri skarpskyggni inn í innstu fylgsn ljóðsins, þegar hann talar um „guðdómlega ölvun án rök- réttrar hugsunar eða skynsemi“ þó ég sé siður en svo sammála niðurstöðunni, sem hann dregur af þessu.Það er gömul og ný saga að skáld lenda sífellt i útistöðum við ríkjandi þjóðfélagsástand og stjórnvöld. Nærtækustu dæmin eru skáld rússneska sæluríkisins og byltingarskáldin í Suður- Ameríku. — En i sambandi við hugsun Plato.þá dettur mér í hug eitt merkasta ljóðskáld Frakka, Arthur Rimbaud, faðir nútíma- ljósins. Hann setti ungur fram þá skoðun, „að skáldið öðlaðist inn- sæi með stöðugum og hiklausum ruglingi skilningarvitanna". Ljóð- ið var eins konar særing að áliti Rimbaud, og til drekka af seyðnum, var skálið ,, að gangast undir hverja tegun ástar, þjáning- ar og brjálsemi“ af ráðnum hug. Ut frá þessu hlýtur skáldið að yrkja i blóra við hverdagslega skynsemi og rökrétta hugsun, því hinu óumræðilega verður ekki náð með aðferðum þess rökrétta og ræða. Mikil lisl er tengsl mannsandans við guðdóminn, hið óumræðilega. Ég held, að sá, sem gefur sig listinni af lífi og sál, verði að hafna öllu öðru. Huldu- konan er kröfuhörð og krefst fullrar trúmennsku. Skáldið verð- ur að brjóta allar brýr að baki sér af ráðnum hug. Spyrill: Hvað felst í þvi, að skáld- ið verði að brjöta allar brýr að baki sér? Hrafn: Skáldið verður að segja sig úr lögum við mannlegt samfé- lagaðvissumarki.og taka á sig úr lögum við mannlegt samfélag að vissu marki, og taka á sig stimpil, sem erfitt er að losna við. Spyrill: ErJistsköpun ekki hugs- anleg, án þess að listamaðurinn taki þetta afgerandi skref? Hrafn: Jú, en hún verður fálm- kenndari og háð höppum og glöppum. Spyrill: Hefur þú sjálfur gefið þig skáldskapnum á vald að fullu í eitt skipti fyrir öll? Hrafn: Nei, ég á auðvelt með að viðurkenna að ég hef ekki þorað, ég segi þorað, ég segi þorað — að gefa mig krafti sköpunarinnar á vald af heilum hug. Slík ákvörðun er bara tekin einu sinni, síðan verð- ur ekki aftur snúið. Ég hef fundið til þeirrar gleði og ölvunar sem býr í þessum krafti, en hann skelfir mig um leið. Ég bý hvorki yfir þroska né viljastyrk til að færa þessa sjálfsfórn, en hvað framtíðin ber í skauti sínu veit hamingjan ein. • HUGMYNDAFRÆÐI OG PÖLITÍK Spyrill: Ert þú pólitískur? Hrafn: Ég trúi ekki á neina póli- tiska hugmyndafræði sem slíka. Fyrir mér er pólitik vandamál lið- andi stundar. Ég tek afstöðu til hver máls eftir beztu samvizku. en á enga ,, patentlausn". Verk mín fjalla um íslenzk örlög, þar sem ekki gengur að heimfæra al- heimsteoriur eins og kapitalisma og kommúnisma. Ég trúi á lýð- ræðið, þrátt fyrir alla þess þver- bresti. Óhugnanlegastur finnst mér vöxtur ríkisbáknsins og skrif- stofuvaldisins, sem er á góðri leið með að drekkja einstaklingnum. Mannlegt samfélag má aldrei verða þannig, að fólk verði eins og búfénaður á beit. Auðvitað á Sláttur og sút — eftir Hrafn Gunnlaugsson Heimskir góna búðargluggarnir út f sumarið. Ég brosi vandlega við kunningjum < og geri mér dælt við götuna. Alltaf jafn sjálfumglaður. 1 hagstæðum jakka og burstuðum skóm meðslangur af bröndurum upp á vasann. Þá brýt ég sjálfan mig á þér eins og blindskeri f götunni. Þú kemur mér í opna skjöldu og nfstir sakieysislegum augum f hjarta mitt. Eitt andartak; þú og ég er allt f einu álappalegur njóli. Svo kinka ég flóttalega kolli og flýti mér niður asnalega götuna. (Urbókinni Astarljóð. Utg. Helgafell 1973). Hrafn að vinnu f Dramatiska Institutet. heildin að ganga fyrir, en slíkt má ekki gerast þannig að allir verði steyptir í sama mótið. Þensla rfkis- báknsins og ríkissósíalisminn eru í mfnum augum mara, sem hverj- um sjálfstæðum manni ber skylda til að vinna á móti. Ég trúi og treysti takmarkalaust á manninn. Eða eins og trimmarinn sagði: Kjölfesta frjálshyggju er trúin á manninn. — Ibns vegar set ég ekki fyrir mig þó að fólk hafi aðrar pólitfskar skoðanir en ég. Ég á auðvelt með að vinna með fólki, sem er á annarri línu, slíkt víkkar bara sjóndeildarhringinn og eykur .sjónmálið. Sum erlend uppáhaldsskáld mfn voru komm- únisar, fyrir mig gildir það einu, ljóð þeirra eru ekki síðri þess vegna. Ilafi einstaklingar mann- legar taugar, eigi þeir til velvilja gagnvart lífinu. þá skulu hurðir skella nálægt hælum, en ekki á fingrum. • FYSIK Spyrill: Þú munt farinn að hlaupa fram og aftur um Stokk- hólm til heilsubótar? Hrafn: Já, égtrimma. Spyrill: Þú ert sem sé kominn meiri fvsikina? Hrafn: Patafysikin er fræðigrein fræðigreinanna, vfsindi vísind- anna og hugsanakerfi hugsana- kerfanna. Hún er engri heim- speki lík og samt rúmast allar heimspekistefnur innan vébanda hennar hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Helzti fyrirrennari patafysikurinnar var ítalski list- málarinn Leonardo da Vinci.Hann lagði grundvöllinn að patafysik- inni í síðasta ritverki sinu, Profetior, sem er patafysisk hug- leiðing um alheiminn. En sá, sem mótaði hugmyndakerfið sem spakvizku, var franska skáldið Al- fred Jarry. Samkvæmt skýringu Jarry er Þpatafysikin vísindi, sem fást við hið einangraða og einstæða; vísindi und- antekningarinnar, sem ganga út frá því, að öll fyrirbrigði séu imd- antekningar frá reglu, sem er ekki til. Reglan er undantekning frá reglunni, og alheimurinn undantekning frá sjálfum sér. Sá, sem leggur stund á patafysik, verður að temja sér þann hugs- unargátt, að aðeins hið einangr- aða og óútskýranlega sé áhuga- vert, því það, sem er hægt að útskýra, glatar gildi sfnu um lefð og það hefur verið útskýrt. Venju- leg vfsindi fást við hið almenna og eru því almenn í sjálfu sér, en patafysikin er sér á báti; einstæð. — Annars get ég bent þeim, sem vilja kynna sér efnið nánar, á Collége de Pataphysiq, semstarfar af krafti í París og gefur út tíma- ritið, Subsida Pataphysica. Ilelztu talsmenn stefnunnar á síðustu árum eru skáld eins og t.d., Rene Clair, Boris Vian, Eugéne Iones- oo, Jacques Prévert, Jean Ferry og Stefan Themerson. • RITVERKIN Þar sem tilefni þessa viðtals voru bækur Hrafns, þótti mértil- hlýðilegt að spyrja nánar út i þær. Hrafn: Ég er persónulega á móti því að rithöfundar skýri verk sin. Verkin eiga að standa fyrir sinu, hjálparlaust. Hrafn vildi ekki með nokkru móti ræða um bækur sínar í smá- atriðum, en spyrillinn getur þó látið nokkur hernaðarleyndamál leka út: ljóðabókinni Ástafljóð skiptist i þrjá kafla. I fyrsta kafl- anum er kveðskapur frá menntaskólaárum Hrafns, og ber hann nafnið, I skóla, Kafli tvö er ljóðaflokkurinn, Ástarljóð til litlu reiðu sólarinnar minnar, sem fluttur var af hl jómsveitinni Nátt- úru i Sjónvarpinu hér um árið við tónlist Atla Hei'hús Sveinssonar. Síðasti kaflinn ber nafnið, Rauðir sniglar, og hefur hrafn skýrt þau ljöð, „sem tilraunir með þanþol orðsins“ og “persónulegar úlfa- kreppur". Skáldsagan Djöflarnir er byggð upp á hraðri frásögn og spennu. Maður gæti kannski sagt, að hún sé sálfræðilegur „þriller" með ivafi, sem gerist i héraðslæknis- sagnaumhverfi“ (Ég bar þessa skilgreiningu ekki undir höfund- inn!) Þegar spakvitrir menn ræða um bókmenntir, komast þeir iðu- lega að þeirri niðurstöðu, að höf- undur sá, sem ertil umræðu, hafi orðið fyrir áhrifum frá öðrum höfundum. Þegar ég las Ijóðabók Hrafns, tók ég eftir því, að þar er að finna tvö ljóð, sem eru skirð í höfuðið á rithöfundum. Ljóðin heita, Baudelaire og Dagur Sig- urðarson. Ég bað Hrafn um skýr- ingu á þessu. Hrafn: Hvað Degi viðvíkur, þá hefur hann á vissan hátt sérstöðu meðal fslenzkra nútimaskálda. Ilann er sannur bóhem og hefur gefið sig að huldukonunni i eitt skipti fyrir öll, án þess að krefjast neins að launum nema listarinn- ar. Franska skáldið Charles Baudelaire er það skáld, sem hef- ur hrifið mig mest; hann hefur virkað á mig eins og katalysator. Ég vildi gjarnan gera hugsun hans að minni: „Ekkert listaverk er sannara og göfugra, en það listaverk, sem er aðeins orðið til vegna sköpunnargleðinnar." Að lokum spyr ég Ilrafn hvort hann sé með nýtt verk i deiglunni. Hrafn: Pfslarsaga sira Jóns þum- als Magnússonar prests á Eyri við Skutulsfjörð hefur lengi átt at- h.vgli mána. Ég hef gert uppkast að leikriti og kvikmyndahandriti eftir sögu klerks, en hvort ég full- vinn þessi handrit veit ég ekki. Kannski rennur þetta út í sand- inn, en þá er bara að halda áfram að rnoka í sandinum. LÓ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.