Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1973 3 Ben Gurion og Ólafur Thors Að Ben-Gimon látnum DAVÍÐ Ben-Gurion var forsætisráðherra Israels frá stofnun ríkisins árið 1948 til ársins 1963, að einu ári undanskildu. Hann var sá maður, sem mest áhrif hafði á uppbyggingu þess ríkis, og má þakka honum ákaflega mikið af þeim geysilegu framförum, sem orðið hafa frá stofnun þessa örsamáa ríkis fyrir tuttugu og fimm árum. Hann var lengstum umdeildur maður og ekki að allra skapi, en stjórnvizku hans og greind treystist enginn til að draga í efa og hvers manns hugljúfi varð hann þeim, sem honum kynntust. Ben-Gurion kom í heimsókn til íslands árið 1962, ásamt konu sinni, og tókust þá góð vináttutengsl milli hans og þáverandi forsætisráðherra, Ólafs Thors, og margoft kom fram hlýr hugur Ben-Gurions til íslands og íslendinga. Að heimsókn hans til íslands verður vikið síðar í þessari grein. Uppruni hans og uppvöxtur Hann var fæddur 16. október árið 1886 i Plonsk, smáþorpi í hinum rússneska hluta Fo'llands, um það bil 45 mílur frá Varsjá. Ættarnafnið var Green, en hann breytti þvt f Ben-Gurion, sem er hebreskt, skömmu eftir að hann settist að í ísrael. Nokkrir ættliðir forfeðra hans höfðu átt heima í Plomsk, en afi hans og faðir voru mikilsvirtir menningarfrömuðir. Faðir Davíðs helgaði sig Zionistahreyfingunni, sem þá var ný af nálinni, og lét kenna börnum sínum hebresku ungum. Ben-Gurion sagði ein- hverju sinni, að faðir hans hefði kennt honum að unna Gyðinga- þjóðinni og herbreskri tungu. Davíð þótti vel gefinn, og hann var ekki nema 14 ára gamall, þegar hann stofnaði félag til að útbreiða hebresku og menningu Gyðinga meðal unglinga. Síðar fór hann til náms í Varsjá og 1903 gekk hann í félag zionista og sósialista. Vann hann mikið fyrir málstað þeirra hreyfinga og talaði oft á fundum. Sumarið 1906 fór Ben-Gurion að heiman í hópi brautryðjenda til að heimsækja land feðra sinna og undirbúa jarðveginn fyrir stofnun samveldis Gyðinga. Hann fór í heimildarleysi 1 land í Jaffa og vann þar í fyrsta landbúnaðar- héraði Gyðinga. Hann tók þátt i starfi sósíaliskra zionista og varð viðurkenndur áhrifamaður og mælskusnillingur. Haustið eftir fluttist hann i afskekktan smábæ og skipulagði varnir land- nemanna gegn ræningjum, sem herjuðu á svæðið. Árið 1910bauðst honum sæti í ritnefnd fyrsta hebreska sósialistablaðsins í Jerúsalem. Hann markaði stefnu fyrir hreyfingu Gyðingaverkamanna, sameiningu Gyðingabyggða í Palestinu og sjálfsstjórn þeirra. Uppbyggingarstarfinu haldið fram Vorið 1912 hélt hann til Konstantinopel að læra lögfræði, en þremur árum síðar var hann, ásamt öðrum, gerður brottrækur og tyrkneski landstjórinn lét þau orð falla, að þeir mættu áldrei stíga þar á land. Var þeim borið á brýn að æsa til uppreisnar. Nú var haldið til Bandaríkjanna og með honum var Ben Zvi. Þeir stofnuðu þar hreyfingu til að koma á landnámi í Gyðingalandi og Gyðingaher til að berjast með Bandamönnum. Skömmu siðar kvæntist Ben-Gurion Paulu Menweiss. Ben-Guron gekk í nýstofnaða Gyðingarherdeild eftir að Banda- ríkin fóru í stríðið og með henni komst hann til Egyptalands árið 1918. En eftir heimkomuna hófst nýr þáttur í starfinu. Þá laut Palestina brezkri umboðsstjórn. Fyrsta takmark hans var sameining verkalýðshreyfingar- innar. Stofnaði hann samband og varð aðalritari þess og undir stjórn hans vann sambandið að Iaunabótum og bættum vinnu- skilyrðum og undirbjó grund- völlinn að stofnun þjóðarheimilis Gyðinga. Árið 1930 runnu svo saman tveir helztu verkalýðsflokkarnir, og stofnaður var Mapiflokkurinn, þ.e. Verkamannaflokkur Israels. Frá 1920 var Ben-Gurion leiðtogi zionistahreyfingarinnar og 1933, þegar Verkamannaf lokkurinn hafði unnið um helming þingsæta á 18. Gyðingaráðstefnunni, varð hann félagi í stjórn samtakanna og tveimur árum síðar formaður. Ben-Gurion vann ótrauður að landbúnaðar- og iðnaðarmálum. Enda þótt hann skipulegði varnir Gyðinga gegn síendurteknum árásum Araba var hann andvigur almennum hefndarráðstöfunum gegn óvopnuðum Aröbum. Árið 1936ræddihann viðbrezka stjórnarnefnd, sem rannsakaði hið alvarlega ástand, sem hlauzt af æsingi og uppþotum Araba. Féllst hann á tillögu nefndarinn- ar um skiptingu landsins. Þremur árum síðar sótti hann ráðstefnu í London til að ræða vandamál Pal- estinu. Hann varð og leiðtogi í baráttu Gyðinga gegn tillögum Breta 1939, þar sem takmarkaður er innflutningur Gyðinga til Pal- estínu, svo og voru hömlur settar á jarðakaup þeirra. Þegar Bretar fóru I striðið gegn Þjóðverjum buðu Palestínu-Gyð- ingar Bretum fram alla aðstoð sína. Þá lýsti Ben-Gurion því yfir, að þeir mundu berjast i styrjöld- inni, eins og áðurnefndar tillögur Breta hefðu aldrei komið fram, en þeir myndu síðan berjast gegn tillögunum eins og engin styrjöld væri. Þegar á leið sannfærðist Ben- Gurion um, að brezka umboðs- stjórnin væri dauðadæmd, og á ráðstefnu zionista i New York 1942 gekkst hann fyrir samþykkt ályktunar um að krefjast þess, að Palestina yrði samveldi Gyðinga. Ben-Gurion fór til Bandaríkj- anna að styrjöldinni lokinni og kynnti málstað Gyðinga, safnaði fé til vopnakaupa og reyndi að halda uppi skeleggum málflutn- ingi fyrir því, að Gyðingar fengju að endurheimta það land, sem þeir höfðu frá aldaöðli talið sig eiga tilkall til. Hinn 29. nóvember 1946 sam- þykkti Allsherjarþingið ályktun um skiptingu landsins, og hófust þá þegar árásir Araba og annarra á Gyðingabyggðir. Gaf Ben-Gur- ion sig allan að varnarmálum af alþekktri elju. Hann varð leiðtogi stjórnarvalda allra Gyðinga og þannig raunverulega forsætis- og varnarmálaráðherra hins væntan- lega ríkis. Og þegar Ísraelsríki var stofnað 14. maf 1948 varð hann yfirmaður bráðabirgða- stjórnarinnar. Síðan gegndi hann embætti for- sætis ogvarnarmálaráðherraeins og áður hefur verið að vikið, og sömuleiðis var hann foringi stærsta stjörnmálaflokks lands- ins. Hann sýndi fádæma dugnað í því, hvernig rækta mætti upp Negveveyðimörkina, og náðist af því starfi ötrúlegur árangur. Á alþjóðavettvangi leiddi hann jafnan athygli manna að mikil- vægi sjálfstæðis undirokaðra þjóða í Afríku og Asíu og hversu áríðandi væri að bæta hag þeirra, heilbrigðismál og menntamál, og hann hvatti til, að efnaðri þjóðir réttu þeim bróðurhönd. Sjálft var ísrael einnig aflögufært til handa þessum þjóðum, og því þykir mörgum, sem þeir gjaldi illa skuld sína, er þær slita nú hver af annarri stjórnmálasambandi við ísraela og styðja málstað Araba. íslandsheimsókn Ben-Gurions Davíð Ben-Gurion og Paula kona hans komu í heimsókn til íslands í september 1962, og var Ólafur Thors forsætisráðherra gestgjafi þeirra hjóna. Þau dvöldu hér í nokkra daga, skoð- uðu ýmsa merkisstaði í borginni, meðal annars háskólann og Þjóð- minjasafnið, og fóru í ferð til Þingvalla. í Þjóðminjasafninu vöktu orðPaulu verulega athygli, er hún lét í ljós efa á því, að krossfesting Krists hefði nokkru sinni farið fram. Ben-Gurion lét í ljós mikla þekkingu á íslandi og íslenzkum málefnum f þessari heimsókn, og, eins og áður er sagt, myndaðist hið ágætasta vin- áttusamband milli hans og ýmissa íslenzkra forystumanna og þá al- veg sérstaklega milli hans og Ólafs Thors. í viðtali við fréttamann Morgunblaðsins meðan á íslands- dvölinni stóð, tjáði Ben-Gurion sig mjög afdráttarlaust um af- stöðu sina til Arabaríkjanna og skoðanir sínar á leiðtogum Araba- ríkjanna þá. Hann gaf yfir- lýsingu, sem á sínum tima vakti heimsathygli, er hann sagði blaða- manni Morgunblaðsins, að hann væri reiðubúinn að hitta Nasser að máli, hvenær sem væri, og sagði að slíkar viðræður myndu leiða til betri skilnings þjóðanna tveggja. Þar var einnig vikið að eldflaugunum, sem Egyptar höfðu þá komið sér upp, og um það sag li Ben-Gurion: „Þeir hafa fengið þýzka sérfræðinga til að smfða þær fyrir sig. Það er alvar- legt mál, en vonandi finnum við einhverja leið til að sigrast á þess- ari nýju hættu.“ Ilann bætti við: „Arabar standa okkur að baki. Þeir þurfa að menntast og þroskast og að því mun koma, að þeir sjá svart á hvftu, að það sem gildir er ekki her og styrjöld; heldur friður. Við munum öðlast frið, en ég veit því miður ekki fyrir víst, hvað dag það verður." Ben-Guron lét í ljós þá skoðun Framhald á bls. 46 ALUR FARA í FERD MED ÚTSÝN ENN SEM FYRR ÓDVRAST TIL: london 8 dagar Flugfar Glstlng Morgunverður kr. 15.900.- 19.800.- Brottfðr á hverjum laugardegt Glasgow 4 dagar Flugfar iilstlng Morgunverður og kvöidverður Kynnlsferð o.u. Kr. 13.500.- Brottför annan hvern föstudag. Kaupmannahöfn ÓDVR HÓPFERÐ 7.-14. DESEMRER FLUGFAR BÁÐAR LEIÐIR GÓÐ HÓTELGISTING MORGUNVERÐUR GRIPIÐ TÆKIFÆRID ADEINS KR.1D.000. UM JÓLIN: ÓDÝRAR HÓPFERÐIR til Kaupmannahafnar 20. og 21. DESEMBER. Kanarfeyjar Hópferðir beint eða um London/ Kaupmannahöfn Flugfarseðlar HVERT SEM FERÐINNI ER HEIT- IÐ — ALLIR FLUGFARSEÐLAR FYRIR EINSTAKLINGA, HÓPA EÐA FÉLAGASAMTÖK MEÐ BEZTU KJÖRUM OG HINNI VIÐ- URKENNDU ÚTSÝNARÞJÓN- USTU Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17 (Silla og Valda) Síinar 26611 —20100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.