Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1973 1H Þútur í skóginum Eftir Kenneth Graheme 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS Ekki hafði hann farið langt, þegar hann kom auga á rauð og græn ljós í útjaðri bæjarins og vélardynkir bárust honum til eyrna. „Þarna var ég heppinn," hugsaði hann. „Ekkert kemur sér betur fyrir mig núna en rekast á járnbrautarstöð og þannig í sveit setta, að ég þarf ekki að ganga gegnum bæinn í þessari „múnderingu", sem gerir síður en svo að auka sjálfsvirðinguna.“ Hann gekk inn á stöðina, skoðaði lestaráætlanirn- ar og sá þar, að ein lestin átti leið í áttina heim til hans og hún átti að leggja af stað innan hálftíma. „Enn er heppnin með mér,“ sagði froskur við sjálfan sig og fór til að kaupa sér farmiða. Hann nefndi nafnið á stöðinni, sem hann vissi, að var ekki langt frá Glæsihöll og þreifaði ósjálfrátt eftir peningunum f vestisvasanum, eða þar sem vestisvasinn átti að vera. En þá var kjóllinn væni, sem hafði dugað honum svo vel fram að þessú, alvarlegur þrándur í götu. Það var sama, hvernig hann fálmaði og togaði og reif. Fleira fólk safnaðist í biðröðina við farmiðasöluna og fór að láta í ljós óþolinmæði og viðhafa ögrandi orðbragð. Og loksins . . . loksins . .. varð kjóllinn að láta í minni pokann, en viti menn — þar sem vestisvasinn átti að vera, var enginn vasi, ekkert vesti og því síður nokkrir pen- ingar. Sér til mikillar skelfingar mundi hann nú, að hann hafði gleymt bæði jakkanum og yestinu í fanga- klefanum og um leið vasabókinni, peningunum, lykl- unum, eldspýtunum og blýantinum . . . öllu, sem gerir lífið þess virði að því sé lifað, öllu, sem aðgreinir margravasadýrið, kórónu sköpunarverks- ins, frá einsvasa eða vasalausu fyrirbrigðunum, sem hoppa og skoppa um í grandaleysi sínu allsendis óhæf til þátttöku í baráttunni miklu. Hann gerði eina örvæntingarfulla lokatilraun til að útkljá málið, tók upp heldri-manna fas og raddblæ og sagði: „Heyrið þér mig, ég sé að ég hef gleymt peningaveskinu mínu heima. Vilduð þér gera svo vel að afhenda mér farmiðann. Ég sendi yður svo pen- ingana strax í fyrramálið. Ég er vel þekktur um þessar slóðir.“ GAMLA LESTIN Pétur litli fór í skemmtilega ferð meS gömlu járnbrautarlest- inni með pabba sfnum og mömmu. Lestin gefur frá sér ótal gufuský og Pétur litli skemmtir sér við að telja þau. Hversu mörg heldurðu að skýin séu? Reyndu að telja þau, og sjá hvort þú kemst að sömu niðurstöðu og Pétur litli. •ý>isnjn3 njiofs — JEAs eunnLAuoiACACRmirunou Þeir Ilrafn sóttust nieðan og Þorkcll svarti, frændi Gunn- laugs, og féll Þorkcll fyrir Hrafni og lét Iff sitt, og allir féllu förunautar þeirra að lykt- um. Og þá börðust þeir tveir með stórum höggum og örugg- um atgangi, er hvor veitti öðr- um, og sóttust einart f ákafa. Gunnlaugur hafði þá sverðið Aðalráðsnaut, og var það hið bezta vopn. Gunnlaugur hjó þá um sfðir til Hrafns mikið högg með sverðinu og undan Hrafní fótinn; Hrafn féll þó eigi að heldur og hnekkti þá að stofni einum og studdi þar á stúfin- um. Þá mælti Gunnlaugur: „Nú ertu óvfgur," segir hann, „og vil ég eigi lengur berjast við þig, örkumlaðan mann," Hrafn svaraði: „Svo er það,“ segir hann, „að mjög hefir á leikizt minn hluta, en þó m.vndi mér enn vel duga, ef ég fengi að drekka nokkuð.“ Gunnlaugur ir hann, „ef ég færi þér vatn í hjálmi mfnum." Hrafn svarar: „Eigi mun ég svfkja þig, “ segir hann. Sfðan gekk Gunnlaugur til lækjar eins og sótti f hjálm- inum og færði Hrafni; en hann seildist f mót hinni vinstri hendinni, en hjó f höfuð Gunn- laugi með sverðinu hinni hægri hendi, og varð það allmikið sár. Þá mælti Gunnlaugur: „Illa sveikstu mig nú, og ódrengi- lega fór þér, þar sem ég trúði þér.“ Hrafn svarar: ,4>att er það,“ segir hann, „en það gekk mér til þess, að ég ann þér eigi faðmlagsins Helgu hinnar fögru.“ Og þá börðust þeir enn i ákafa, en svo lauk að lyktum, að Gunnlaugur bar af Hrafni, og lét Hrafn þar Iff sitt. Þá gengu fram leiðtogar jarlsins og bundu höfuðsárið Gunn- laugs; hann sat þá meðan og kvað þá vfsu þessa: Oss gekk mætr á móti mótrunnar í dyn spjóta, hríðgervandi hjörva, Hrafn framliga jafnan; hér varð mörg í morgin malmflaug of Gunnlaugi, hergerðandi, á Hörða, hring þollr, nesi Dinga. (Hrafn, hinn snjalli bardaga- maður, gekk jafnan hraustlega f ram á móti mér f bardaganum; hér, á Dinganesi Hörða, flugu vopnin þétt umhverfis Gunn- laug f morgun, hervörður (herskái maður). Sfðan bjuggu þeir um dauða menn og færðu Gunnlaug á hest sinn eftir það og komust með hann allt ofan f Lifangur; og þar lá hann þrjár nætur og fékk alla þjónustu af presti og andaðist sfðan og var þar jarð- aður að kirkju. öllum þótti mikill skaði að um hvorn- tveggja þeirra, Gunnlaug og Hrafn, með þeim atburðum, sem varð um líflát þeirra. XIII. kapftuli. Og um sumarið, áður þessi tfðindi spurðust út hingað til íslands, þá dreymdi Illuga svarta, og var hann þá heima á Gilsbakka; honum þótti Gunn- laugur að sér koma f svefnin- um, og var blóðugur mjög og kvað vfsu þessa fyrir honum f svefninum. Illugi mundi vfs- una, er hann vaknaði, og kvað sfðan fyrir öðrum: flí<6ímofgunkQffiAu * %ro'tAi — Hver fjárinn. Er ekki t.vggigúmmf á brúninni. %(\ — Æ,æ mamma litla. Það tek- ur því ekki að gráta. Víð get- um alltaf búið til annaðegg. Maður nokkur v. r á gangi f miðbænum en þi rf.1 að komast inn á Vitastfg. Hann vék sér að næsta manni og sagði: — Fyrirgefið. Geturðu sagt mér hvar Vitastfgur er, Jón? — Hvernig vitið þér að ég heiti Jón? — Ja, ég gizkaði nú bara á það, þvf það eru svo margir Jónar hér f Reykjavfk. — Fyrst þér getið gizkað á hvað ég heiti, þá hljótið þér að geta fundið Vitastiginn sjálfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.