Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1973
11
SCANDYNA
Nú er stund mikilla freistinga runnin, því hér kynnum við
hljómtækjasamstæðu, sem segir jafnvel átta (við vonum,
að þú hafir lesið síðustu sjónvarpstækja auglýsinguna okk-
ar). SCANDYNA 2000 útvarpsmagnarinn er vandað og full-
komið tæki. Viðtækið er með langbylgju, miðbylgju og fimm-
skiptri FM-stereo-bylgju. Útgangsstyrkur magnarans er 2x40
músík-wött (2x25 sinus-wött). Bjögun hans er minni en 1%
við hámarksútgangsstyrk, og tíðnissviðið er 20—20.000 rið.
SCANDYNA 2000 fullnægir í öllu tilliti vel þeim kröfum, sem
gerðar eru með gæðastaðlinum DIN 45.500, nema hvað
verðið er fulllágt, eða kr. 32.590,00 (sambærilegur útvarps-
magnari fæst almennt vart fyrir minna en 40—50.000,00).
Plötuspilarinn, SCANDYNA 1400, er heldur ekki dónalegur.
Hann hefur 2x16 póla mótor, og er það einhver fullkomnasti
plötuspilaramótor, sem framleiddur hefur verið. Armurinn
er heldur ekki af lakara tagi, því hann er af gerðinni ORTO-
FON AS 212, og er SCANDYNA 1400 eini fjöldaframleiddi
NESCO HF
LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI SJÓNVARPS-, ÚTVARPS- OG HLJÓMTÆKJA.
LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 19150 - 19192
2000 & CO.
plötuspilarinn, sem hefur þennan frábæra og viðurkennda
arm. SCANDYNA 1400 fullnægir ýmist þeim kröfum, sem
gerðar eru með gæðastaðlinum DIN 45.507 eða DIN 45.539,
og eru þeir plötuspilaraframleiðendur fáir, sem státað geta
af slíkri tæknilegri fullkomnun. Þeir, sem kunna skil á plötu-
spilurum vita, að spiiari í þessum gæðaflokki kostar yfirleitt
um 40—50.000,00, og enn komum við mönnum að óvörum,
því SCANDYNA 1400 kostar ekki nema kr. 28.540,00 með
ORTOFON F-15-0 „pick-up“i. Um SCANDYNA hátalarana
þarf ekki að fjölyrða, því þeir eru nú mest seldu hátalararnir
austan Atlantshafs ála. Kemur hér enn til tæknileg fullkomn-
un og ótrúlega hagstætt verð. Með SCANDYNA 2000 má
nota SCANDYNA A-30, sem flytja allt að 100 wöttum og
kosta kr. 13.400,00 stykkið, A-20, sem flytja allt að 60 wött-
um og kosta kr. 9.350,00 stykkið og M-5, sem flytur allt að
25 wöttum og kostar kr. 6.490,00 stykkið. — Þess vegna
köllum við SCANDYNA 2000 & Co. freistinguna miklu!