Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1973 ^ 22-0*22* RAUÐARÁRSTIG 31 V______________/ BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL '«‘24460 í HVERJUM BÍL PIOMEER ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI 18 SENDUM 1^186060 SAFNAST ÞEGAR /// . • SAMAN «<EMUR § SAMVINNUBANKINN \\ GUNNARJÓNSSON lögmaður lögglltur dómtúlkur og skjala- þýðandi i frönsku Grettisgata 19a — Sími 26613. SKILTI Á GRAFREITI OG KROSSA Flosprent s.f. Nýlendugötu 14, símj 1 6480 RAGNAR JÓNSSON, hæstaréttarlögmaður, GÚSTAF Þ. TRYGGVASON, lööfræðinaur, Hverfisgötu 14 sími 17752. Lögfræðistörf og eignaumsýsla MORCUNBLAÐSHUSINU Við gluggann ar r w . | TBjggj eftir sr. Arelina Nielssznv i Mil á mil ljón lión ofa 4 c Eitt furðulegasta og þó um leið undursamlegasta fyrir- brigði í kirkju- og menningar- lífi íslendinga eru kirkjubygg- ingar og aðstaðan til þeirra nú á dögum. Landið mátti heita kirkju- laust alla leið til 1930 miðað við hinar mörgu og fornu kirkjur annarra þjóða, ef miðað er við húsakost. Ekkert efni, hæfilegt til að þola tímans tönn, gat heitið til í landinu. Kirkjuhúsin flest úr mold og grjóti með timburþili, þegar bezt lét. Fá slíkra húsa urðu meira en aldargömul og þurfti þó mikla viðgerð og um- önnun til að vera nothæf, svo köld og rök, sem þau voru. Hina síðustu áratugi hefur í þessu sem öðru orðið mikil breyting. Allír telja sjálfsagt, að kirkjur séu nú bjartar og hlýjar, en urn leið stílfögur, list- ræn og hagkvæm hús til starfa. Slík hús verða því að sjálfsögðu mjög dýr í byggingu, ekki sízt hér í Reykjavíkurborg. En hér er kirkjub.vggingarþörfin mest, þar eð borgin hefur þotið upp að mannfjölda eins og gull- grafarabær hina síðustu ára- tugi og þanið sig út um holt og hæðir. En þá ber svo við, að ekki gilda sömu lög um kirkjubygg- ingarnar og önnur hús til menningar og framfara að fé- lagslegu takmarki. Skólar og hæli eru að sjálf- sögðu reist að mestu eða öllu fyrir framlag úr opinberum sjóðum og til þeirra veitt rífleg lán, og er það vel. En kirkju sína eiga söfnuðir að byggja, hvort sem þeir eru fámennir eða fjölmennir, fávísir eðafjöl- vitrir, framsýnir eða skamm- sýnir. Ahugi og skilningur á svo há- leitu menningarhlutverki, sem kirkjur eiga að sinna, er mjög takmarkaður. Venjulega aðeins örfáar manneskjur, sem hafa náð þeim þroska að skilja svo göfugt og fjarlægt markmið, einkum í fjöldanum, þar sem óteljandi önnur verkefni kalla að. Samt skal að sjálfsögðu þakk- að, að fyrir nokkrum árum var stofnaður á Islandi kirkjubygg- ingasjóður, með nokkru fram- lagi, árlega, kannski ein milljón króna eða svo, nú um 4 millj. til allra kirkjubygginga á landinu. Enn má geta þess, að biskups- embættið ræður yfir dálitlum fjármunum til lána úr sjó&i, sem er að mestú gjafir til Strandakirkju. Ennfremur hefur Rejkja- víkurborg lagt fram árlega um nær '20 ára skeið fyrst eina milljón, en nú orðið tvær millj- ónir króna árlega til kirkju- bygginga i borginni. Þótt slíkt verði ekki fullþakkað, geta allir séð, hve langt það dregur fyrir þá geysiþörf, sem borgin býr við á þessu sviði, þar sem aðeins tvær kirkjur voru fyrir 25 árum eða svo, en nú eru margar í smíðum og þörf á miklu fleiri. En ekkí lætur áhugafólkið þessa erfiðleika á sig fá. Til- tölulega örfáar manneskjur í hverjum söfnuði, oftast undir forystu og við hvatningu presta, sem eru þar með að koma upp þaki yfir starf sitt, sem stofnað er til ,,á götunni", ganga fram með fádæma dugn- aði, fórnfýsi og forsjá. Og satt að segja vinnur þetta fólk frá- bært menningarafrek, sem framtiðin mun lengi minnast sem tákns um þá menningu í trú og Iist, sem nú ríkir hjá þjóðinni. Fólksfjöldi safnaðanna segir hér ekki neitt. Hin svonefndu sóknargjöld duga nú orðið naumast eða alls ekki fyrir dag- legum og árlegum starfsrekstri, sem kallaður er kirkjuhald, sem víðast verður að vera „undir jökli“ löngu liðinna hefða. Sem sérstakt dæmi um dugn- að og framsýni, þar sem lögð er fram milljón á milljón ofan, má benda á Langholtskirkju hér í Reykjavík. Þar sem allt til 1957 var aðeins holt og auðn er nú safn- aðarheimili og menningarmið- stöð, sem einnig er notað sem kirkja, skuldlaust hús. Þetta er nú þegar bygging upp á tugi milljóna, og mjög hagkvæm á allan hátt til allra félagsstarfa. En kirkjuhúsið sjálft er þó ekki enn risið af grunni. Samt er grunnurinn kominn fyrir tveim árum. Þá lagði kvenfélag safnaðarins heila milljón og bræðrafélagið hálfa milljón til framkvæmda. Nú hefur bygginganefnd kirkjunnar með Vilhjálm Bjarnason forstjóra, sem hefur alla tíð verið formaður nefnd- arinnar, nú i tuttugu ár, en það er aldur safnaðaiúns, keypt efni til næsta áfanga, það er til að steypa upp útveggi kirkjunnar. Járn og viður til framkvæmda er komið á staðinn og greitt að fullu. Búið er að ráða bygginga- meistara til verksins og verið að hefjast handa. Og hvaðan koma pening- arnir? Kvenfélagið kemur enn með milljón og bræðrafélagið aðra milljón, hálfa strax, hálfa síðar á árinu, milljón á milljón ofan. En nú skulu engir halda, að þeir og þær, sem vinna i þessum félögum sé fjölmennur hópur, kannski einn af hundraði þessa safnaðar. En spurningin verður því þessi: Hvar eru hinir99? Hvers vegna kemur ekki fólkið, fjöld- inn — hinir 99 af hundraði, sem eftir eru, til að flýta nú fyrir og koma þessu í verk, ein- mitt árið 1974, þjóðhátfðarárið? Hvert sóknarbarn þyrfti aðeins að leggja fram 2000 krónur til að fullgjöra kirkjuna. Slík upp- hæð er nú ekkert fágæti nú á dögum, en getur verið og orðið ágæti, ef sameinaðar hendur leggja fram í sameinuðu hlut- verki, til að ljúka göfugu hlut- verki. Hér með er skorað á fólkið — sóknarbörn að vera með, hver eftir sinni aðstöðu, sínum krafti og efnum. Hvilfkum firnum gætu slík félög sem starfa hér og í öðrum ungurn og kirkjulausum söfn- uðum varið til líknar- og menn- ingarmála, ef ekki væri hin þunga kvöð til kirkjubygginga á þeim hvílandi? Það væri glæsilegt. Og þessu þarf að breyta. Skólar og kirkjur ættu að vera undir svipuðum lögum um starfsaðstöðu og húsnæði á þessu landi. Munum, að menning á ís- landi væri á lágu stigi, ef hún hefði ekki drukkið af andlegum lffslindum kirkjunnar og legið við hennar móðurbrjóst. Þau væru þá fá handritin, sem við hefðum af að státa, svo að eitthvað sé nefnt. Samtaka nú við þessar bygg- ingar, sem eiga að veita and- legri iðju skjól um ókomnar aldir. Upp með Langholts- kirkju, upp með Hallgríms- kirkju. Þarna vantar aðeins herzlumuninn og samtaka afl að settu marki. „Hvað má höndin ein og ein? AUir leggi saman." D qqe BRIDGEFELAG kvenna Eltir 3 kvöld, 12 umferðir, eru eftirtaldar konur efstar í tvímenningskeppninni: A-riðill: Elín Jónsdóttir— Rósa Þorsteinsdóttir 1012 Ingunn Bernburg — Gunnþórunn Erlingsdöttir 959 Steinumm Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 934 Laufey Arndals — Kristfn Karlsdóttir — Lóa Kristjánsdóttir 978 Sólveig Kristjánsdóttir — Sigríður Ólafsdóttir 946 Viktoría Ketilsdóttir 968 Unnur Jónsdóttir — Sigríður Ólafsdóttir 946 Margrét Asgeirsdóttir — Kristín Kristjánsdóttir 933 Meðalskor: 864 stig. x x x x Asa Jóhannsdóttir 933 Halla Bergþórsdóttir — Ktistjana Steingrímsd. 921 B-riðill: Þetrfna Færseth — Sigríður Bjarnadóttir 1101 Að þremur umferðum loknum í Butlerkeppni Bridge- félags Reykjavíkur hafa feðg- arnir Lárus Hermannsson og Ólafur Lárusson tekið foryst- una. Röð og stig efstu manna er nú þessi: TÍU vinsadustu lögin á íslandi þessa vikuna, samkvæmt útreikn- ingum þáttarins „Tíu á toppnum": 1 (1) Candygirl ..............................Pal Brothers 2 (6) Broken down angel...........................Nazareth 3 (3) Sorrow .................................David Bowie 4 (2) Daydreamer .............................David Cassidy 5 (4) I shall sing ...........................Art Garfunkel 6 (7) Are you loncsome tonight ...............Donn.v Osmond 7 (8) Photograph .............................RingoStarr 8 (-) My music ...........................I»S8ins & Messina Lárus Hermannsson og Ólafur Lárusson 309 Hermann Lárusson og Sverrir Ármannsson 304 Ásmundur Pálsson og Stefán Guðjohnsen 297 Vilhjálmur Pálsson og Sigfús Þórðarson 295 Ililmar Guðmundsson og Jakob Bjarnason 295 Anton Valgarðsson og Sigtryggur Sigurðsson 294 Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson 292 Guðlaugur Jóhannsson og ÖmArnþórsson 292 Gunnar Guðmundsson og Öm Guðmundsson 288 Hörður Arnþórsson og Þórarinn Sigþórsson 284 Næsta umferð verður spiluð i Domus Medica n.k. miðviku- dagskvöld kl. 20. FRA BRIDGEFELAGINU ÁSUNUM, KOPAVOGI Urslit 5. umferðar sveitakeppn- innar urðu þessi: Sveit Jóns vann sveit Vilhjálms 20:0 Sveit Þcrsteins vann sveit Eyjólfs 15:5 Sveit Lárusarvann sveit Baldurs 20:0 Sveit Einars vann sveit Kritjáns 20:0 Sveit Hrólfs vann sveit Guðmundar 12:8 Röð efstu svéita er nú þessi: Sveit Jóns Andréssonar 83 stig Sveit Þorsteins Jónss. 78 stig Sveit Vilhj. Þórssonar 69 stig 6. umferð verður spiluð á mánudaginn kemur, en siðan verður gert hlé á sveitakeppn- inni. Firmakeppni félagsins verður spiluð sunnudaginn 9. og mánudaginn 10. des. n.k. A.G.R. 9 (-) Igot a name .................................JimCroce 10 (9) Whyme ...............................Kris Kristofferson Af listanum féllu finim lög: My friend Stan — Slade (5) (hafði verið sex vikur á listanum), Drifty away — Dobie Gray (10), Mind games — John Lennon (-), Farewell Andromeda — Johh Denver (-) og Mamy blue — Stories (-)■ Nýju lögin fimm eru: 11 Sweet Desiree .....................................Family 12 Leave me alone (Ruby Red Dress) ..............Ilelen Reddy 13 Knockin’ on heaven’s door........................Bob Dyian 14 Muscleof love ................................Alice Cooper 15 Just you and me...................................Chicago Um listann er í sjálfu sér fátl að segja 1 þetta skiptið, annað en það, að Ijóst er, að Jim Croce hefði getaö orðið stórstjarna, ef liann hefði lifað lengur, og lag Dylans er úr kvikmyndinni „Pat Gari'tt og Billy the Kid“, þar sem Dylan fór með lítið hlUIverk, sitt fyrsta í kvikmynd, en hins vegar var Kris Kristofferson I aðalhlutverki 1 myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.