Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1973 7 Kvikmyndir Eftír Bjöm Vigni Sígurpálsson Þríhyrndar amorsglettur UM þessar mundir er verið að sýna Le Genou de Claire sem mánudagsmynd í Háskólabíói. Fyrr í þessum þætti var víst gefið fyrirheit um að f jalla of- urlítið um Eric Rohmer höfund þessarar myndar, þegar þar að kæmi og sú stund verður að teljast runnin upp, svo viðeig- andi er að láta verða af efndum. Síðar i vetur fáum við að sjá enn eina mynd Rohmers — L’Amour, I’Aprés-Midi, og hafa þá allar fjórar helztu myndir hans verið teknar til sýninga hérlendis. Rohmerteflir í öllum þessum myndum fram hinum sígilda þríhyrningi kynjanna — karl- manni og tveimur konum, og ur i franskri kvikmyndaum- ræðu á okkar dögum. Vafalaust veldur þar mestu um, að Rohm- er er borgaralega þenkjandi á sama tíma og mjög róttækir vindar blása í þarlendu kvik- myndalífi. Samt nýtur Rohmer virðingar langt út yfir öll póli- tisk endamörk, því að list hans verður ekki kæfð í myrkrinu. Sjálfur hefur hann heldur ol og Godard, sem eiga þess kost að fá framleiðanda að myndum sinum og frá því í maí 1968 eru það, sem kunnugt er, aðeins hinir tveir fyrstnefndu, sem hafa notfært sér það,“ seg- ir Rohmer ennfremur. „Sjálfur hef ég enga þörf fyrir að gera margar myndir, eins og t.d. Bergman og Godard á tímabili. Ég geri aðeins myndir endrum og eins og gef mér þá góðan tíma fyrir hverja þeirra. í nokkur ár hef égunnið talsvert fyrir sjónvarpið og haft mikla ánægju af.“ Rohmer hefur ætíð átt i erfið- leikum með að fjármagna myndir sinar. La Collection- Jéróme og hnén hennar Klöru. lýsir áhrifum amorsgletta á hagi þátttakanda. Þetta sama stef er mynstur allra mynda hans, en það birtist i ýmsum tilbrigðum. Allar eiga þær það þó sammerkt, að i þeim er það karlmaðurinn, sem stendur frammi fyrir freistingu, kannski væri nær sanni að segja ögrun eða ertingu — án þess að stíga nokkru sinni spor- ið að fullu. Siðgæðisvitund hans aftrar honum jafnan frá því að leiðast til óskírlífis, hvort heldur það er nú gagn- vart innri manni eða konunni, sem hann hefur heitið tryggð- um. Þess vegna eru myndir hans stundum taldar rammkat- ólskar, en sjálfur kallar Rohm- er þær „contes moraux", eða „móralskar” frásagnir og það er ætlun hans, að þær verði sex í allt. Inntak söguþráðar mynd- anna er miklu fremur að finna f ítarlegum samtölum en mynd- rænni atburðarrás. Eins og fram kemur hér að ofan hafa nú fjórar „contes moraux” séð dagsins ljós — f yrst La Collectionneuse, þá Ma Nuit Chez Maud, Le Genou de Claire og L’Amour, l’Aprés- Midi. Nú hafa þær þrjár fyrst- nefndu verið sýndar hér og hin fjórða vonandi áður en langt um líður. Mikill kostur er, að myndirnar skuli koma hér til sýninga á réttri aldursröð, þannig að áhorfendum gefst tækifæri til að skoða í sam- hengi, hvernig Rohmer vinnur úr þessu viðfangsefni. Einhverjum kann þó að finn- ast það einum of mikið af því góða að gera sex myndir um eitt og sama efnið. Rohmer er þó ekki sama sinnis. „1 stað þess að komast að því eftir sex myndir, að maður hefur fjallað um sama efnið í beim öllum, valdi ég mér þetta efni strax í upphafi. Með því móti gefst mér i reynd meira frelsi til að brjóta það til mergjar, og sér- staklega vakir fyrir mér að skapa djúpt og nátengt sam- band milli persónanna og að- stæðnanna, er myndin lýsir. Á þetta hefur mér einatt fundizt mikið skorta f kvikmyndum." Rohmer hefur, líkt og Robert Bresson, verið mjög einangrað- aldrei staðið í pólitísku skít- kasti, og til marks um það næg- ir að minna á viðfelldna lýsingu hans á marxistanum í Ma Nuit Chez Maud. Gagnstætt því, sem á við um Bresson, hefur Rohmer ekki alltaf verið utangarðs í franskri kvikmyndaumræðu. Áður en hann hóf feril sinn innan kvik- myndanna var hann virtur bók- menntafræðari og hann telur sjálfur, að líta megi á myndir hans sem bókmenntalegs eðlis. „Þær eru fullmótaðar áður en takan hefst, nefnilega í hand- riti, sem líta má á sem ofurlít- inn vísi að bókmenntaverki.” Rohmer fór fljótlega á sjötta áratugnum að fást við að skrifa kvikmyndagagnrýni og árið 1957 varð hann einn af ritstjór- um franska kvikmyndatímarits- ins Cahier de Cinema. Sarna ár gaf hann einnig út — ásamt Claude Chabrol — merka bók um Alfred Hitchcock, eitt helzta eftirlæti þeirra Cahier- manna. Hann var ritstjóri tíma ritsins allt til 1963 eða á þeim tfma, er nýja bylgjan hófst og komst í hávegu. Rohmer fékk fljótlega á sig orð fyrir að vera nokkuð hægri sinnaður gagn- rýnandi, og sú skoðun átti síðar eftir að fá byr undir báða vængi, þegar róttækir gagnrýn- endur náðu undirtökunum á ritstjórn tímaritsins. Mun Rohmer núeigafáaformælend- ur á síðumþess fræga tímarits. „Cahier var f þá daga mun opnara en þ að er nú á dögum,” ^egir Rohmer, „ekki sízt fyrir þa sök, hversu ólíkar skoðanir okkar voru innbyrðis. Það var einungis óþolandi framleiðslu- aðstaða, sem batt okkur saman, og þegar við höfðum knúið fram ódýrari f ramleiðsluað- ferðir var ekki nema eðlilegt, að við fjarlægðumst að nýju.“ Flestir þeirra, sem unnu við Cahier á þessum tíma, fengu síðar tækifæri til kvikmynda- gerðar, fæstir gerðu þó nema eina mynd. „Núna eru það raunar aðeins Truffaut, Chabr- neuse kostaði hann sjálfur með greiðslum þeim, er hann fékk frá sjónvarpinu, og Ma Muit Chez Maud var gerð að mestu fyrir tilstilli Truffaut, sem hef- ur sterk ítök í peningaheimin- um franska. Sú mynd fékk nægilega góðar viðtökur til að Rohmer hefur ekki þurft að bera kvíðboga út af kostnaði tveggja siðustu mynda sinna. Þá er ef til vill orðið tíma- bært að vikja fáeinum orðum að mánudagsmyndinni — Le Genou de Claire. Rohmer bygg- ir myndina upp i dagbókar- formi með glöggum kaflaskipt- um milli daga og ætlast til, að svo sé litið á, að myndin sé í verunni minnisblöð Auroru, rithöfundarins, sem fær Jéröme til að gerast tilrauna- dýr fyrir sig svo henni takist að ljúka við söguna sína. (Það má raunar geta þess hér, að Aurora heitir í rauninni Aurora Cornu og errithöfundur). Rohmer segir, að með þessari mynd vaki fyrst og fremst fyrir honum að sýna þversögnina, sem býr í flestum mönnum — milli þess að þrá eitthvað cg komast yfir eitthvað. Hann vill halda því fram, að tilgangur þrárinnar sé ekki endilega að eignast, komast yfir eitthvað. Hann segist til dæmis ekki vera viss um, að hinn venjulegi mað- ur yrði nokkuð ánægðari, þótt hann kæmist yfir eitthvað af stúlkum þeim, sem blásnar eru út á síðum vikublaðanna. „Ég tel, að til sé sú gerð konu, sem maðurinn njóti bezt meðþví að horfa á hana, og svo sé til önnur gerð konu, sem maðurinn njóti bezt með því að snerta,” segir hann. „Öllum skynjunum mannsins verður ekki gert til hæfis á sama hátt, og þversögn- in verður enn augljósari nú en nokkru sinni áður, þegar hin sýnilega (visual) kynerting er orðin svo almenn, sem raun ber vitni." I þessu ljósi hygg ég að skoða beri Le Genou de Claire — kvikmynd, sem enginn kvik- myndaunnandi skyldi látafram hjá sér fara. ATVINNA Ungur reglusamur maður óskar eftir þrifalegri vinnu Hefur bilpróf Upplýsingar í síma 40620. vw Til sölu eldri gerð af Volkswag- en Skoðaður í góðu lagi Uppl í síma 21019 GLÆSILEGUR BRÚÐARKJÓLL til sölu stærð 38—42. Upp- lýsingar í síma 51 563 og 53307. ÍBÚÐ ÓSKAST. Hjón, sem eru að flytjast til íslands, óska eftir 3ja — 4ra herb íbúð sem fyrst. Vinsaml hringið í síma 35067 CITROÉN ANNI 8 STATION Til sölu Citroén Anni 8 Station bill árgerð 19 70 i mjög góðu lagi, ekinn 56 000 km Mjög spar- neytinn Upplýsingar i sima 41- 664 I REYRÐA PERLUGARNIÐ KOMIÐ bakkabandajárnin komin, klukku- strengjajárn, ný sending Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut UNG STÚLKA óskar eftir kvöldvinnu strax. Vön afg.v. lu Allt kemur til greina Upplýs. igar í síma 86304. VORUM AÐ TAKA UPP Sérlega fallegar gjafavörur tilbúna dúka, löbera og púða i antikstíl Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabra ut OPEL STATION 1900 4ra dyra árgerð 1969 til sölu Fallegur og góður bíll. Snjódekk Cover á sætum. Upplýsingar i sima 24945 ANTIK Sófasett i sérflokki, borðstofuborð og stólar, armstólar, ruggustóll, borðklukkur, skrifborð, skatthol o.fl. ANTIK HÚSGÖGN, Vesturgötu 3, simi 251 60. KEFLAVÍK — SUÐURNES. Gardínuefni í miklu úrvali Getum enn tekið í saum fyrir jól Verzl Sigríðar Skúladóttur, Túngötu 12, Keflavík STÚLKA ÓSKAST til aðstoðar í bakarii. Þarf að geta skrifað nótur Sími 33435 KEFLAVÍK — SUÐURNES. Kjólaefni, buxnaefni, satín, blússu- efni nýkomin. Verzl. Sigríðar Skúladóttur, Túngötu 12. Keflavík LEIKJATEPPIN með bílabrautum, sem fengust i Litlaskógi, fást nú á Nökkvavogi 54 Opið frá kl 13—20 simi 34391 Sendum gegn póstkröfu HANOMAG sendihópferðabifreið til sölu Góður bill Stöðvarleyfi kemur til greina á sendibílastöð Upp- lýsingar i sima 25889 TILSÖLU Taunus St 12 M, 15 M vél árg 1970 Góður, mjög vel með farinn Uppl i sima 71072 TILSÖLU Skoda Combi árg '71 Mjög góður bill á hagstæðu verði Uppl i sima 51558 TILSÖLU Ford Cortina 1600, 4ra dyra árg 1972 Mjög vel með fárinn Einn eigandi Uppl i sima 82287 ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu frá áramótum Uppl. f sfma 71073. DÚKAEFNI við postulin, dúkaefni við keramik, straufri dúkaefni sem henta með og án útsaums Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut ANTIK Til sölu vandaður og fallegur stofuskápur Upplýsingar í sima 17368 VIÐGERÐIR Tek að mér réttingar og almennar boddíviðgerðir Upplýsingar i síma 33248 og 41756 HAFNARFJÖRÐUR — ÍBÚÐ Barnlaus hjón, reglusöm og umgengnisgóð vantar 2ja — 3ja herb ibúð i Hafnarfirði. Vinsam- legast hafið samband í sima 52985 PEUGEOT 204 STATION ÁRG. 1972 mjög vel með farinn til sölu Ekinn 15.000 km. Hvitur með rauðum sætum. Sem ný nagladekk. Góð lánakjör. Simi 81661. HESTAMENN Okkur vantar pláss, sem fyrst, fyrir 2 tamda hesta Upplýsingar i sima 41731. GRINDVfKINGAR Mislitu siðu drengjanærbuxurnar komnar aftur Margar gerðir af sokkum, húfum og vettlingum ÖGN, Heiðahrauni 45. Grindavik. HEIÐRUÐU LESENDUR! Tökum að okkur úrbeiningar á öllu kjöti fyrir verzlanir og heimili og göngum frá því i neytenda- pakkningar Sækjum, sendum Sími 72475 — 84923 GRINDVÍKINGAR Vorum að fá margar gerðir af , barnasmekkbuxum og peysum. ÖGN, Heiðahrauni 45. Grindavik TILSÖLU Til sölu borðstofuborð stærð 85x118. Ennfremur Hansa — skrifborð Rafmagnsgítar Framus, litið notaður, kassi fylgir. Simi 50899 GRINDVIKINGAR Sængurgjafir og ýmis konar gjafa- vörur i miklu úrvali ÖGN, Heiðahrauni 45. Grindavik Bezt að auglýsa í MORGVNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.