Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 25
MOKCUNBKAÐIÐ, SUNNUDAC.UK 2. DKSKMBKK 197.1
25
Árni Óla 85 ára
ÁRNI Öla ritstjóri er hálfníræður
í dag. Ilann er elzti blaðamaður
landsins og hefur lengstum
starfað við Morgunblaðið, hóf
starf sitt hjá blaðinu um svipað
leyti og það kom fvrst út fyrir 60
árum. Árni Ola hefur að vonum
ritað fjölda greina í Morgunblaðið
og er öllum hnútum kunnugur í
blaðamennsku, en kunnastar eru
greinar, sem hann ritaði f Lesbók
Morgunblaðsins, sem hann rit-
stýrði um árabil, eins og kunnugt
er. Um skeið var Ámi Ola einnig
auglýsingastjöri Morgunblaðsins
og hefur þvi víða komið við í sögu
islenzkrar blaðamennsku.
Ámi Ola hvarf um stundar-
sakir frá blaðamennsku og segir
Valtýr Stefánsson frá því í fröð-
legri og skemmtilegri afmælis-
grein um Áma Öla sjötugan, með
hverjum hætti Ámi Ola kom
aftur á Morgunblaðið Valtýr
segir: ,,En það man ég meðan ég
Iifi, þegar ég fyrsta skipti orðaði
það við Ama, hvort hann mundi
ekki vera til með að gerast aftur
starfsmaður Morgunblaðsins
1925, en hann hafði þá f nokkur
ár sinnt öðrum störfum en blaða-
mennsku.
Urhellisrigning var af suð-
vestri, er við mættumst á Lækjar-
torgi, þá voru komin út nokkur
blöð af Lesbók, svo mörg, að mér
var ljóst, að þarna þyrfti einhvern
liðtækan mann til að lyfta undir
með þeim fáu starfsmönnum, er
þar voru fyrir. Jáyrði hans við
spurningu minni bjargaði framtíð
Lesbókarinnar."
Og Valtýr Stefánsson segirenn-
fremur í þessará afmælisgrein:
„Frá því við Jón Kjartansson
tókutn við ritstjórn Morgunblaðs-
ins L apríl 1924, hefur Árni Ola
lengstum verið samstarfsmaður
minn, ómetanlegur á ýmsa lund,
er mér óhætt að fullyrða.
Við höfðum efnt til vikuútgáf-
unnar Lesbókar í október árið
1925, en að sjálfsögðu var allt í
övissu um framlíð þessarar út-
gáfu fyrstu vikurnar. Þess vegna
þorðum við ekki fyrst í stað að
hafa svo mikið sem almennilegt
blaðsíðutal til þess að forðast allt,
sem gæti talizt fyrirheit um
varanlegt framhald þeirrar út-
gáfu.
En Lesbókin reyndist hnykkur
fyrir útgáfu Morgunblaðsins, sem
betur fór. Engum einum manni er
meira að þakka velgengni Les-
bókarinnar en Áma Ola með
sinum óbilandi áhuga og óbrigð-
ulu hugkvæmni."
Ámi Óla er fæddur2. des. 1888,
að Víkingavatni i Keldulnerfi i
Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar
hans voru Óli Jón Kristjánsson
smiður og Ixindi og kona haris,
Hölmfríður Þórarinsdóttir, áC.i'á-
síðu. Árni Ola ólst upp í föðurhús-
um, en för síðan í Verzlunarsköla
Islands og lauk þaðan pröfi vorið
1910. Ilann var innanbúðarmaður
hjá B.II. Bjarnason i Reykjavík
næstu þrjú ár, en réðst síðan að
Morgunblaðinu 1913, eins og fyrr
getur.
Sigurður Bjarnason segir í
gi-ein um Ama Ola hálfáltræðan,
að um hann hafi verið sagt „að
hann sé fyrsti blaðamaður
íslands. Honum var ætlað það
fyrstum manna að fást við al-
menna fréttaöflun og blaða-
mennsku. Áður höfðu blaðamenn
fyrst og fremst verið pölitískir
ritstjórar, sem önnuðust jafnhliða
stjórnmálaskrif og fréttaöflun
fyrir blöð sín." Sfðan bendir
Sigurður á, að Árni Óla „hóf störf
sin við Morgunblaðið áður en það
byrjaði að koma út. Hann vann
með þeim Vilhjálmi Finsen og
Ólafi Björnssyni að því að undir-
búa útkomu fyrsta tölublaðsins."
Á það er óþarfi að benda, að
þær greinar Áma Öla, sem mesta
athygli hafa vakið, fjalla um varð-
veizlu þjóðlegs fröðleiks, og hefur
hann einkum lagt stund á að varð-
veita gamlan fróðleik um Keykja-
vík. Ilann hefur skrifað mikinn
fjölda greina, bæði um þau efni
og önnur, og hafa margar þeirra
birzt í bókum hans, en Arni Ola er
einn afkastamesti rithöfundur
landsins, eins og kunnugt er, og
hefur gefið út fjölda bóka. Enn
situr hann, hálfníræður, með
fulla heilsu og fleygan hug og
skrifar bæði í sína gömlu Lesbök
og annars staðar. Vekja bækur
hans og greinar ávallt athygli og
engin hætta á, að bækur Árna Öla
týnist í bökafkíðinu fyrir jólin.
Ámi Öla hefur m.a. skrifað bók
um starf sitt hjá Morgunblaðinu,
og nefnist hún „Erill og ferill
blaðamanns".
I þessari bók ritar hann at-
hyglisverðan formála, þar sem
liann fjallar um blaðamennskuna,
bendtr á, að hlutverk blaða-
mannsins sé merkilegt og vanda-
samt ,,og á honum hvíli'r þung
ábyrgðbæði gagnvart sjálfum sér
og lesendum. Venjulega er starf
hans fremur vanþakklátt og skipt-
ir þá mestu máli, að hann hafi
sjálfur góða samvizku.
Starf hans er þjónusta við land
og þjóð. Þess vegna er æðsta
skylda hans að vera sannorður í
fréttaflutningi. Ilann þarf þvf að
fylgjast sem allra bezt með öllu,
er gerist. Hann á að vera boðberi
menningar, kynna mörgum nýja
vakningu, hvar sem hún skýtur
upp kollinum, segja frá nýjum
vísindalegum afrekum og aukinni
þekkingu, framförum og viðskipt-
unt þjöða um allan heirn. En til
þess að geta rækt þá skyldu,
verður ltann að lesa mikið, læra
sjálfur, áður en hann getur frætt
aðra." Árni Öla bendir jafnframt
á það, að blöðin eigi að vera
verndarar eigin þjóðmenningar
og fella við hana það bezta, sem
hægt er að fá frá öðrum þjöðum.
eins og hann kemst að orði. Eins
og Árni Öla veit manna bezt.
hefur það einnig verið markmið
Morgunblaðsins og stefna og
kannski er sú staðreynd nærtæk-
asta skýringin á því, hve lengi
leiðir Morgunblaðsins og Áma
Óla hafa legið saman. En einmitt
vegna þessarar skoðunar, eða öllu
heldur hugarfars. hefur Arni Óla
ávallt verið hlaði sínu styrkur og
ómetanlegur starfskraftur.
Ami Öla kvæntist tvisvar og
Framhald á bls. 36
gkki höfð í tvennu eða þrennu lagi
eins og nú er. Er hugsunin þá sú, að
þeir, sem ekki hafa svo háar tekjur,
að þeir geti nýtt persónufrádrátt,
fái endurgreiðslu að þvf marki."
Þetta voru þau sjónarmið, sem
formaður Sjálfstæðisflokksins
hefur sett fram um skattamálin
nýlega, en fagna ber því, að almennt
er nú viðurkennt, að sjálfstæðis-
menn höfðu á réttu að standa, er
þeir gagnrýndu skatlabreytingar
vinstri stjórnarinnar veturinn 1972
og almennur vilji er nú fyrir þvf að
bre.vta skattalögunum á ný, enda
þótt eftir sé að sjá, hvort vinstri
stjórnin ber gæfu til að gera þar á
gagngerar breytingar, sem að gagni
koma.
Hitaveita
og orkuskortur
Um fátt er meira rætt um þessar
mundir en orkuskortinn í heimin-
um og til hvaðaráða þjóðir á Vestur-
löndum geta gripið til þess að verða
óháðari olíukaupum frá Arabalönd-
um, sem beita olíunni nú í vaxandi
mæli sem vopni í baráttunni gegn
Israel og leitast við að kúga Vestur-
Evrópuþjóðir til fylgis við sig með
því að draga úr olíusölu til þeirra.
Fáar þjóðir eru betur staddar f þess-
um efnum en við tslendingar, sem
búum yfir miklum ónotuðum orku-
lindum í fallvötnunum og jarðhitan-
um.
t ljósi þeirra viðhorfa, sem nú eru
i heintinum f orkttmálum, hefði
mátt ætla, að vinstri stjórnin vildi
nokkuð á sig leggja til þess að greiða
fyrir hagnýtingu jarðhita til húsa-
hitunar, ekki sizt þegar í ljós kemur,
að i því felst veruleg kjarabót til
handa hverjum einasta launþega.
En atburðir síðustu vikna hafa sýnt,
að ríkisstjórnin er ákaflega skamm-
sýn í þessurn efnum, svo ekki sé
meira sagt.
Samningur sá, sem Reykjavíkur-
borg hefur gert við Kópavog og
Ilafnarfjörð um lagningu hitaveitu í
þessum sveitarfélögum og mun
væntanlega gera við Garðahrepp, er
hagkvæmur fyrir báða aðila. Með
þvf að fá stærra markaðssvæði
munu Reykvíkingar njóta 12%
lægri hitunarkostnaðar á árinu 1977
en ella yrði. Á hinn bóginn munu
f b ú ar n ágr a nn asvei t a rf élaga nn a,
um 25000 manns, að nokkrum árum
liðnum aðeins þurfa að borga í
hitunarkostnað 27% af því, sem
þeir verða að borga með oliu-
kyndingu.
En forsenda þess, að hitaveita
Reykjavíkur geti ráðizt f auknar
framkvæmdir, er sú, að hún skili
7% arði. Þess vegna var óskað eftir
því i ágústmánuði s.I., að gjaldskrá
Iiitaveitunnar yrði hækkuð um
12%. Þessari ösk neitaði ríkis-
stjórnin hinn 8. nóv. s.I. og bar þvi
fyrir sig, að slík hækkun á gjaldskrá
mundi valda hækkun á kaupgjalds-
vfsitölu. Þá kom f Ijös sú firra, að í
vísitölugrundvellinum er aðeins
tekið tillit til hitunarkostnaðar með
hitun í Reykjavík. Enda þótt olía
margfaldist f verði og hitunar-
kostnaður íbúa í nágrannasveitar-
félögum Reykjavíkur þar með,
hefur það engin áhrif á vísitöluna
og launþegar f Kópavogi og Hafnar-
firði fá slíka hækkun ekki bætta í
kaupgjaldsvfsitölu.
í ítarlegri ræðu um málefni
Reykjavíkurborgar á aðalfundi
landsmálafélagsins Varðar fyrir
skömmu, gerði Birgir Isl. Gunnars-
son borgarstjóri síðustu atburði f
þessu máli að umtalsefni og sagði:
„Nú fyrir helgina barst hins vegar
nýtt svar frá iðnaðarráðherra, þar
sent hann gat þess, að vegna
umræðna í ríkisstjórninni um orku-
skort og olíuskort í heiminum. hefði
ríkisstjórnin samþykkt að heimila
þessa 12% hækkun. Þessu bréfi
fylgdi hins vegar skiíýrði og dóna-
legar athugasemdir í garð Reykja-
víkurborgar svo að einsdæmi er um
framkomu ráðherra eða ríkis-
stjórnar í garð eins sveitarfélags.
Þetta bréf barst, einmitt þegar
umræður stóðu í borgarráði um
hitaveituna, rekstursspá hennar
fyrir 1974 og framkvæmdakqstnað
og það lá þá fyrir, að Ilitaveitan
mundi þurfa á meiri hækkun að
ræða en nam þessum 12til þess að
ná arðseminni 1974, svo og til þess
að nokkurt vit vari f því að leggja f
jafn umfangsmiklar framkvæmdir
með miklum lántökum og
samningarnir við nágrannasveitar-
félögin gera ráð fyrir. Ilver niður-
staða borgarráðs verður i þeim
umræðum, skal ég ekki um spá. Það
eru möguleikar að ná þessari
arðsemi á ýmsan hátt, t.d. með. því
að skipta verðhækkunum tvisvar
yfir árið. Það er t.d. minni hækkun
nú og aftur þá tr.vggingu fyrir
hækkun á miðju ári, en að sjálf-
sögðu munuin við snúa okkur til
rikisstjórnarinnar með það. Kemur
þá til með að reyna á, hvort ríkis-
stjörnin hefur í alvöru áhuga á því
að hraða framkvæmdum við lögn
hitaveitu C nágrannasveitarfélögin
og viðbótarbyggð í Reykjavik eins
og hún vill vera að láta í orði
kveðnu. Ég minnist þess ekki að
hafa orðið vitni að jafn miklum
valdahroka hjá nokkrum islenzkum
ráðamanni, eins og fram hefur
komið hjá iðnaðarráðherra í máli
þessu."
Hagnýting
jarðhitans
Einmitt vegna þeirrar tregðu
rikisstjórnarinnar að gera nauðsyn-
legar ráðstafanir í því skyni að hag-
nýta jarðlátann, þegar svo alvar-
legar horfur eru í orkumálum
heimsins. flut.tu niu þingmenn
Sjálfstæðisflokksins undir forystu
Matthfasar A. Mathiesen fyrir
nokkru þiiigsályktunartillögu á
Alþingi þess efnis, að hraða verði
„skipulegri athugun á því, hvar hag-
kvæmast er að nýta jarðhita í stað
olíu til húsahítunar og gera sem
skjótast ráðstafanir til nýtingar
hans í þessu skyni. Þá ályktar
Alþingi að skora á ríkisstjórnina að
gera hið bráðasta allar nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess að hraða
þeim hitaveituframkvæmdum. sem
undirbúnar liafa verið."
I greinargerð fyrir þings-
ályktunartillögu þessari kemur
fram. að á næsta ári muni hitaveitan
spara Reykvíkinguin um 1565
tnilljónir króna eða 50 þús.. kr. á
hverja fjögurra manna fjölskyldu í
borginni. Nú eru uppí ráðagerðir
um hitaveitulagningu í Kópavog.
Garðahrepp og Hafnarfjörð og enn-
frennir hafa sveitarfélögin á Suður-
nesjum hafið undirbúning að hita-
veitulagningu þar. Þess er því að
vænta. að frumkvæði og forysta
sjálfstæðismanna i borgarstjörn
Reykjavíkur, i bæjarstjiirnum
nágrannasveitarfélagatina og á
Alþingi. nnini hafa þau áhrif. að
ríkisstjórnin hverfi frá tregðu-
stefnu sinni í þessum mál-
um og leggi sitt lóð á vogarskál-
arnar til þess, að jarðhitinn verði
hagnýttur ölluin landsmönnum lil
h agsböta.