Morgunblaðið - 02.12.1973, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 02.12.1973, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1973 43 MAIGRET OG SKIPSTJÓRINN Framhaldssagan eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi Lögreglumaðurinn, sem hafði verið sendur frá Groningen, tal- aði dálítið striða frönsku. Þetta var hár og ljöshærður ungur mað- ur, virtist dálítið þurr á manninn, en reyndist hinn alþýðlegasti. Hann lagði oft áherzlu á orð sín með smáhöfuðhneigingu og sagði: Þér skiljið þetta vfst . . . eða við getum víst verið sammála um . . . Raunar gaf Maigret honum ekki færi á að leggja ýkja mikið til málanna. — Þar sem þér hafið verið með þetta mál á yðar könnu I sex daga hafið þér sjálfsagt gengið tir skugga um alla tima? — Hvaðatíma meinið þér? — Það væri til dæmis fróðlegt að fá að vita, hvað sá myrti notaði margar mfnútur til að fylgja ung- frú Beetje heim og hvað tók hann langan tíma að hjóla heimleiðis aftur... Bíðið aðeins. Mér leikur einnig hugur á þvi að vita, hvað klukkan var, þegar Beetje kom heim, og þar sem faðir hennar vakti eftir henni hlýtur hann að geta sagt okkur það. Auk þess væri ekki úr vegi að fá að vita, hvenær Cor kom aftur til skóla- skipsins, þar hlýtur að hafa verið vaktmaður, sem gæti sagt til um það. Lögreglumaðurinn varð dálitið gremjulegur á svipinn, en svo reis hann upp, eins og hann hefði fengið hugdettu, gekk út í eitt hornið á herberginu og kom aftur með mjög óhreina derhúfu. Svo sagði hann óþarflega seinmæltur: — Við höfum haft upp á eiganda þessarar húfu, en eins og þér kannsi vitið lá hún í bað- kerinu.. . Það er maður, sem við köllum Baesen...Á frönsku myndi það vera eins konar le patron... Ekki var á Maigret að sjá, hvort hann hlustaði á það, sem mað- urinn sagði. — Við höfum ekki tekið hann fastan, að sumu leyti vegna þess, að við vildum reyna að fylgjast með ferðum hans, og einnig vegna þess, að hann er mjög vin- sæll hér. Vitið þér hvar mynni Ems er? Þegar út á Norðursjóinn er komið eru nokkrar sandeyjar um það bil tiu sjómílur héðan, og á flóðinu fara sumar næstum alveg á kaf. Ein þessara eyja heitir Workum. Þar hefur maður setzt að ásamt fjölskyldu sinni og hann hefur fengið þá grillu, að hann ætli að stunda þar kvikf jár- rækt. Það er Baesen. Honum tókst að fá rfkisstyrk, þvi að hann á einnig að hafa eftirlit með ljós- bauju. Auk þess var hann skipaður borgarstjóri á Workum, þar sem ekki búa aðrir en hann og hans fjölskylda! Hann á vél- knúinn seglbát og fer á honum milli eyjarinnarog Delfzijl. Maigret bærði ekki á sér. Lögreglumaðurinn deplaði augunum vandræðalega. — Hann er furðufugl! Hann er er um sextugt og eitilharður i skapi. Hann á þrjá syni, sem allir eru sjóræningjar, ekki betri hon- um. Því að þér skiljið.. . ja, það ætti kannski ekki að minnast á það. En þér vitið ef til vill, að Delfzijl fær megnið af sínu timbri f rá Finnlandi og Riga... Bátarnir, sem koma með það hingað, hafa hluta þess á þilfari og það er fest með sérstökum keðjum. En ef hætta er á ferðum þá hafa skip stjórarnir fyrirmæli um að höggva á keðjurnar og láta þilfarsfarminn fara fyrir borð, svo að báturinn sökkvi ekki. Skiljið þér, hvað ég er að far? Ekki var hægt að segja, að áhuginn ljómaði af Maigret langarleiðir. — Baesen er ræksni.. . og hann þekkir alla skipstjórana, sem koma hingað, svo að hann hefur fengið þá til að makka rétt... Þeg- ar þeir nálgast eyjuna hans, f inna þeir sér iðulega átyllu til að höggva á eitthvað af keðjunum, svo að nokkur tonn af timbri fara í hafið og á flóðinu berst það upp á eyjuna hans I Workum. Strand- góss. . . Skiljið þér? Baesen deilir gróðanum með skipstjórun- um... Og það er sem sagt húfan hans, sem fannst f bað- karinu... Það er aðeins einn hængur á þessu. Hann reykir aðeins pípu. En það er alls ekki víst, að hann hafi verið einn.. . — Og er þetta alit og sumt? — Nei. Eitt er enn. Popinga hefur — eða réttara sagt hann hafði — sambönd út um hvippinn og hvappinn og fyrir hálfum mánuði var hann skipaður finnsk- ur ræðismaður í Delfzijl... Ljóshærði ungi maðurinn tók andköf af einskærri hreykni yfir afrekum sinum. — Hvar var bátur Baesens nóttina sem morðið var framið? I Delfzijl... hann lá við bryggjuna rétt hjá lóninu... Sem sagt aðeins I fimm hundruð metra fjarlægð frá húsinu.. . Maigret tróð í pípu, gekk fram og aftur og leit áhugalaus á nokkrar skýrslur, sem hann botnaði ekki minnstu vitund í. — Þið hafið sem sagt ekki komizt að neinu fleiru? spurði hann og setti hendur í vasa. Honum kom ekki á óvart, að sjá unga hollenzka lögreglumanninn setja dreyrrauðan. — Vissuð þér þetta allt? Svo var eins og hann áttaði sig. — En alveg rétt. ..Þér hafið verið hér í Delfzijl f allan dag. Hann var augsýnilega dálítið vandræðalegur. — Ég veit ekki, hvað þessi framburður, sem ég segi yður frá nú, er mikilvægur... Það var á fjórða degi frá morðinu.. .Þá kom frú Popinga hingað. Hún sagði mér, að hún hefði ráðfært sig við prestinn um, hvort hún ætti að ræða þetta við mig. Þér hafið komið inn í húsið?...Nú, ekki það. Ég skal láta yður fá teikningu.. . — Þökk fyrir, e'g er þegar komin meðeina, sagði Maigret og dró teikningar Duclos upp úr vasanum. Hollendingurinn varð hálf kindarlegur, en hélt þó áfram: — Henni varð litið út um gluggann. . eftir að þau tvö, Conrad og stúlkan, höfðu hjólað af stað. Skömmu seinna kom maður hennar hjólandi einn aftur, en andartaki síðar sá hún glytta i hjól Beetje í um það bil hundrað metra fjarlægð.. . — Það er að segja, eftir að Conrad Popinga hafði fylgt Beetje heim, þá kom hún ein hjólandi í áttina að húsi Popinga! Hvað segir hún við því! — Ilver? • — U nga stúlkan. — Enn hefur hún ekkert sagt. Ég hef sem sé ekki yfirheyrt hana. Þetta er mjög alvarlegt mál. Þér hafði kannski látið yður detta það í hug: Afbrýðisemi. Skiljið þér mig? Liewens er í bæjar- stjórninni. .. — Hvað var klukkan, þegar Cor kom aftur til skólaskipsins? — Já, bíðum nú við. Það höfð- um við hérna...Hún var fimm mínúturyfir tólf. — Og hvenær var hleypt af? — Fimm mfnútur fyrir tólf... En svo er það derhúfan og vindlastubburinn. — Hafði hann hjól? — Hér eiga allir hjól. Það er svo hentugt. Ég á sjálfur hjól. .. En þetta kvöld var hann ekki með hjól. — Hefur byssan verið rannsökuð? — Já. Það var byssa, sem Conrad Popinga átti. Hún var alltaf hlaðin sex skotum og lá i náttborðsskúffunni hans. . . — Of af hve löngu færi var skotið... ? — Sennilega af sex metra færi. Það er einmitt fjarlægðin úr bað- herbergisglugganum.. . og það er mjög trúlegt, að skotið hafi verið þaðan. Auðvitað vitum við það ekki fyrir víst, því að það er hugsanlegt, að Popinga hafi beygt sig niður, þegar hann var að koma hjólinu fyrir... en svo er það nú þessi húfa... og ekki megið þér gleyma vindlastubbnum! — Ég gef ekki baun f>rir vindlastubbinn! tautaði Maigret lágt. Svo sagði hann: ' — . Velvakandi svarer I slma 10- | 100 kl. 10.30—11.30. frá ‘ mánudafli tU föstudafls. 0 Velmegunar- dásvefninn Ingjaldur Tómasson, Austurbrún 4, skrifar: „Ég varð dálítið undrandi þegar ég hlustaði á „rabbið“ i útvarp- inu, er talið barst að hinni um- deildu sögu, sem Olga G. Árna- dóttir hefur þýtt úr sænsku og lesið upp í barnatíma útvarpsins. Sérstaklega fannst mér það furðulegt að heyra fullyrðingu hins ágæta útvarpsmanns um ágæti sögunnar og skaðleysi hennar á barnauppeldið. Hann sagði eitthvað á þá leið, að sagan gæti ekki skaðað börnin, þar sem þau væru flest í skóla á þessum tíma, og hlustuðu þess vegna ekki á söguna. Samkvæmt þessu væri snjallt að fella barnatlmann nið- ur, ef það er rétt, að ekkert barn hlusti á hann. Það er vafalaust, að þessi óhugnanlega saga er lesin I þeirri trú, að margar saklausar barnssál1 ir hlusti, því að hún er eitthvert mesta áróðursplagg og illgresis- sáning, sem kommúnistar hafa re.vnt að konta inn í huga óþrosk- aðra barna. Þessi sáningarhérferð gengur bara feti lengra í þessu en venjulegt er í fjölmiðlum, skól- um, leikhúsum, kvikmyndum og víðar. Það er aðeins þegar kommúnist- ar koma fram ógrímuklæddir, að almenningur hrekkur upp af sin- um velmegunar-dásvefni. Það ef hins vegar fullvfst, að þetta held- ur áfram í auknurn ma-'ú. ef okkar þjóð vaknar ekki fljötlega af lífs gæðasvefninum og fylkir sér gegn sósíal- og kommaliðinu, sem er á góðri leið með að sligriða efnahag fólksins rneð skattaráni og mesta dýrtíðarflöði, sem þekkzt hefur. Um þessi mál mætti skrifa Ianga blaðagrein eða jafnvel bók, en þessi skammtur af sannleika verður að nægja að sinni. Ingjaldur Töniasson." 0 Þakkirtil útvarpsins Ilelga Olafsdóttir, Kleppsvegi 40, Reykjavík, skrif- ar: „Kæri Velvakandi. Enn eitt bréf um útvarpið. Mig langar til að koma á framfæri þakklæti fyrir búnáðarþættina hans Gísla Kristjánssonar. Mér finnast þeir vera einhver bezti tengiliðnrinn við hinar dreífðu b.vggðir landsins, st'in völ er á. Þeir gefa okkur gleggri innsýn í líf fólksins á viðkomandi stiiðum en langir f.vrirlestrar myndu gera. Það er oft fundið að því, að stjórnandinn tali of niikið sjálfur. Það kann vel að vera í sumum tilfellum, — við vitum, að hinn gullni meðalvegur er vandratað- ur, en nteð tali sinu kernur stjörn- andinn þeim, sem hann talar við, oft að efninu og það er líka kost- ur. Annað kentur mér i hug; skyldi það vera tilviljun, hvað þetta fólk, sem hann talar við úti á landi, talaroft fallegt mál? Þættir Vilhelms G. Kristinsson- ar, „Strjálbýli-þéttbýli", voru ágætir, en þar urðu venjulega fyr- ir svörum sveitarstjörar og bæjar- stjórar — ntér fannst vanta hinn almenna þorpsbúa, Væri ekki hægt að kveðja dyra hjá Jóni Jónssyni og konu hans til að fá hugmynd um dagíega lifið á við- komandi stað? Það gætu varla orðið dýrir þættir. Ekkert dýrt „stúdió", en slíkt skilst mér að sé kostur hvað snertir okkar staur- blanka hljöðvarp. En í fáum orðum sagt, ég er að þakka útvarpinu. Það er um ef þagað yfir þvi, sem gott er. Ilelga Olafsdötlir." 0 Orðalag á sjónvarpsaug- lýsingum Ilólnifrfðiir Gestsdóttii. Sunnubrtmt S, Kópavogi. skrifar: „Kæri Velvakandi. Tvær auglýsingar, sem verið hafa í sjónvarpinu undanfarnar vikur hafa orðið mér tilefni bréfs þessa. Önnur auglýsingin er augljös- lega ensk að uppruna en með ís- lenzku tali og er þýðingin afar slæm. Þar segir m.a.: „Þarna í horninu var afi gamli vanur að taka bað (he used to take a bath). Á fslénzku er talað um að baða sig eða fara í bað. Hin auglýsingin er þannig orð- uð, að kaupmaður, sem ætlar sér að auglýsa vöru siria verður óvart til þess að ófrægja hana og bein- línis vara fólk við að kaupa hana. Þar segir kona frá þvi, að mað- urinn sinn sé hreint ekki mönn- um sinnandi eftir að hann fékk hljómburöartækin sín. Af hverju er maðurinn ekki mönnutn sinn- andi? Fékk hann göjluð eða ónvt tæki? Svo mun varla vera, heldur er sennilega um hugsanaskekkju auglýsandans að ræða. Þarna hefði átt að segja, að maðurinn væri frá sér numinn af hrifningu, eða þvi um likt. Ég tel þessi dænii sanna, að sjónvarpinu væri full þörf á því að hafa í sinni þjónustu smekkvis- an kunnáttumann á íslenzkt ntál, sent annaðist prófarkalestur aug- lýsinga. Ka'ini þá vart til þess. að svo fáránlega orðaðar auglýsingar heyrðust í sjónvarpinu. Hölnifríður Gestsdóttir." 0 Sala og dreifing á því, sem gefið er út af hinu opinbera Ölafur Giiðilllindsson. As- garði, ísafirði, skrifar: „Atvinnufyrirtæki og einstakl- ingar þurfa iðulega að nota ýmsar útgáfur ríkis og rikisfyrirtækja, svo sem : Tollskrá. ibúðarskrár, fasteignamat, hagtiðindi, skrá unt sendiráð og ræðismenn, sérprent- uð lög og reglugerðir, stjórnar- skrá o.fl. o.fl. Öll rit, sem gefin eru út af ríkis- stofnunum og rikingu ættu að vera fáanleg i öllum bökabúðum hvar sem er á landinu. Ættu þær að láta þeim, er þess óska, i té lista um öll þessi rit og.verð á þeim. Núverandi tilhögun á dreifíngu og sölu þessara rvta, hjá hinum og öðrum stofnunum í Reykjavík, er óviðunándi og óhepþileg. bæði f’yrir ríkið og þegnana. Fyrst þarf t.d. að leita uppi hja hvaða stofn- un það, sem á þarf að halda er að finna. Er þess að vænta, að þessari þunglamalegu og óhentugu að- ferð verði breytt á þann veg, sem hér er bent á. Olafur Guðimiiidsson.” I I I I I I I I I I I I I I I I I I I 1 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I ! I Samtök sykur- sjúkra selja jólakort EINS og áður hefur komið fram í fjölmiðlum, líður að því lang- þráða takmarki sykursjúkra, að göngudeild fyrir þá verði opnuð í Landspitalanum. Af þessu tilefni hafa Samtök sykursjúkra ákveðið að safna fé til kaupa á þýðingarmiklum tækj- um á deildina. í þessu augnamiði seija þau nú jólakort og jólapappir. Ennfremur er öll fjárhagsað- stoð frá fyrirtækjum og ein- staklingum vel þegin. Allar gjafir til samtakanna eru frádráttarbærar við skattframtöl gefenda. Jólabasar í Keflavík í SUMAR stofnuðu eiginkonur félaga björgunarsveitarinnar Stakks, Keflavík-Njarðvík, með sér klúbb, sem hefur það mark- mið að aðstoða við fjáröflun til starfsemi sveitarinnar. Björg- unarsveitin, sem varð fimm ára á þessu ári, hefur komið sér upp fullkomnum útbúnaði til björgunarstarfa og vinnur nú að innréttingu húss, sem hún hefur keypt undir starfsemi sina. Til alls þessa þarf mikið fé. Klúbbkonur hafa frá stofnun klúbbsins komið saman eitt kvöld f viku og búið til skemmtilega muni á jólabasar, sem haldinn verður í Tjarnarlundi i Keflavík i dag sunnudag kl. 2. Auk muna, sem klúbbkonur hafa framleitt, verða á Basarnum nokkrir munir, sem aðrir vel- unnarar björgunarsveitarinnar hafagefið. Stjórn kvennaklúbbs björgunarsveitarinnar Stakks skipa: Formaður: Hulda Guðráðs- dóttir. Varaformaður: Elín Guðnadótt- ir Ritari: Hallfriður Ingólfsdóttir Gjaldkeri: Sólveig Þórðardóttir. Misskilning- ur leiðréttur í SAMTALJ við Steinar J. Lúð- vfksson rithöfund, i Morgunblað- inu i gær, gætti nokkurs misskiln- ings varðandi framhald þessa viðamikla bókaflokks. I biaðinu sagði, að „þetta bindi er hið siðasta i bili“ og svo framvegis. Síðar segir raunar i sömu grein, að útgefendurnir hafi það í athug- un að rekja sig aftur í timann, og ekki þyki rétt að fara nær sam- tímanum. Hið síðara er rétt, en hið f.vrra ekki. Útgefendurnir hafa þegar hafið undirbúning að skráningu atburða fyrir 1928 og eru allar likur á, að því verki verði lokið í tæka tið fyrir útgáfu 1974, auk þess sem i undirbúningi er sérstakt ritverk í þessum sama bókaflokki, sem verður tilbúið til útgáfu á næsta ári, en um efni þeirrar bókar er ekki hægt að gefa nánari upplýsingar að sinni. Félagsmenn í Slysavarnafélagi Islands eru rnargir áskrifendur að bókaflokknum. Fjölmargir þeirra hafa í dag haft samband við útgáf- una og látið i ljös óánægju með þær fréttir, að útgáfa hans félli niður að sinni. Af þeim ástæðum þykir mér rétt að leiðrétta þennan misskilning og vil taka það skýrt fram, að sjötta bindi björgunar- og sjóslysasögu Islands, ÞRAUTGÓÐIR A RAUNASTUND, mun koma út árið 1974. Örlygur Hálfdánarson. .....v

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.