Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1973 45 ákvebinn litastofn svo miklu meiri. málningt MÍMÍIÍMM Jón Asgeirsson skrifar um tónlisk Messíos MIKIÐ vatn hefur runnið til sjávar, síðan Messias var fyrst fluttur hér á landi, fyrir þrjátíu og þremur árum, nánar tiltekið 8. des. 1940. Segja má að slíkt til- tæki, að uppfæra svo stórt verk, væri á þeim tíma nær ófram- kvæmanlegt, til þyrfti meiri en litla bjartsýni. Á þeim tima var ekki til hljómsveit, þjálfaðir söngvarar eða starfandi kór, er leyst gæti þetta verkefni svo vel væri. Dr. Urbancic vann það ótrú lega verk og jók okkur íslending- um sjálfstraust, svo siðan hefur linnulaust verið sótt á brattann. Þeir, sem fylgzt hafa með þróun söngmála hér á landi, muna tímana tvenna. Á móti algjöru þekkingarleysi á raddbeitingu og ólæsi á ritmál tónlistarinnar höf- um við nú á að skipa nokkuð stórum hópi þjálfaðs fólks. Þar sem nú dr. Róbert A. Ottosson stendur á stjórnpallinum, með stóran og vel undirbúinn kór, góða einsöngvara og samstillta hljómsveit og flytur áheyrendum tónboðskap Hándels, með ógleym- anlegum glæsibrag, rifjast upp, að sá árangur, sem náðst hefur á undanförnum árum er að miklu leyti verk Róberts, sem aldrei hef- ur gefizt upp, dregið okkur ís- lendinga áeftir sér upp brattann. Messias er svo margþætt verk, að engin leið er að gera því skil í stuttu máli. Efnið er grundvallað á þrá manna eftir bræðralagi og kærleika, Messiasi, er leysa átti mennina undan ánauð haturs og mannvonzku, sem við smáðum og krossfestum, en hefur sætt oss við Guð. „Þvf sjá, e'g segi yður leyndardóm: Vér sofum ekki all ir, en munum umbreytast allir, og f skyndi eins og deplað sé brá, er lúðurinn þýtur. Heyr, lúðurinn gnýr; hinir dauðu rísa upp, óforgengilegir, og vér munum umbreytast.“ Það er að mínu mati óþarft að ræða um einstök tilvik i þessari uppfærslu sem i heild var ótrú- lega glæsileg. Sérstaklega var frammistaða kórsins góð, svo að jafna má við það bezta, sem undir- ritaður þekkir af erlendum upp- færzlum, t.d. í kaflanum Barn er oss fætt. Allur söngur kórsins var svo léttur og skýr og taktfastur, að af bar. I sambandi við frammi- stöðu kórsins má geta þess, að hann er nú miklu meir en áður skipaður ungu fólki, sem gefur honum mjúka en að vísu veikari áferð. Það er tónlistarunnendum fyrirheit um glæsta framtíð söngs á íslandi, þrátt fyrir rikjandi aðdáenda MARGFALDAR I I „ míkr af ó nsme kk “ popptónlistar. Hljómsveitin var góð, sýndi sína beztu hlið, t.d. í Pastoral- kaflanum. Jón Sigurðsson trompettleikari lék einleik í kafl- anum Heyr, lúðurinn gnýr, og man undirritaður ekki eftir því að hafa heyrt þetta betur spilað. Frammistaða einsöngvara var ágæt, þó sumstaðar gætti óstyrks, t.d. í upphafi lokakaflans. Við ís- lendingar eigum orðið á að skipa harðsnúnu liði einsöngvara, sem nauðsynlegt er að hlúa betur að og skapa tækifæri til að fást við þroskandi verkefni svo söng- menning okkar megi ef last. Þessi uppfærsla ersönnun þess,. að þróun tónlistar hér á landi sé á réttri leið, en þó varla nema i höfuðstaðnum. Rétt væri að athuga þeirrar ánægju að hlusta á góða tónlist, gætu þeir orðið söng- fólki úti á landi menntun og hvatning. Að lokum; hamingjuósk og þakkir til Róberts A. Ottóssonar. Jón Ásgeirsson. Tola- gjafir Jðlaskðrnlr komnir Margar gerðir af drengja- og telpnaskóm. Verð kr. 1.995,— og 1.793.— Skóverzlun Péturs Andréssonar, Laugavegi 17 Skóverzlun Framnesvegi 2 Sími 17345 Sendum gegn póstkröfu. íl iL#\r skór AUSTURSTRÆTI 14 LAUGAVEGI66 KRAKKAR KRAKKAR VIÐ ERUM KOMIN í BÆIIMN OG BÚUM EINS OG ALLTAF ÁÐUR HJÁ: LJOS & ORKA Sudurlandsbraut 12 sími 84488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.