Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1973
Fatahreinsunarvél
óskast til kaups og önnur tæki, sem notuð eru við
fatahreinsun og pressun Sími 33082.
Bileigendur!
NotiÓ undraefniÓ
Vx6
á geymi yðarcadmium
efnið heldur geyminum
eins og nýjum fæst hjá
benzínstöðvum.
NÝTT - NÝTT FRÁ ÍTALÍU
Ullarpeysur, angorapeysur, útsaumaðir bolir, skyrtu-
blússur margar gerðir.
GLUGGINN,
Laugavegi 49.
Elnbýllshús tll leigu
í Fossvogshverfi ásamt bílskúr. Húsið erm.a. tværstofur,
hol, hhúsbóndaherbergi og þrjú svefnherbergi. Leigutími
er tvö ár. Laus í byrjun janúar. Tilboð sendist Mbl. fyrir 8.
des. n.k merkt: 1 422.
Ódýru karlmannafötin.
Ódýru terylenebuxurnar.
Ódýru kuldaúlpurnar
á börn og fullorðna.
ANDRES
Skólavörðustíg 22.
Simi 1 8250.
Lögtak
í Selfosshreppi
Með úrskurði sýslumanns Árnessýslu dagsett 27.
nóvember 1973 var gefin út lögtaksheimild fyrir eftir-
töldum gjöldum til Selfosshrepps þ.e. útsvörum, kirkju-
garðsgjöldum, aðstöðugjöldum, viðlagagjöldum og
fasteignagjöldum álögðum árið 1973. Að 8 dögum
liðnum frá birtingu auglýsingu þessarar munu hefjast
lögtök til ínnheimtu gjaldanna.
Sveitarstjóri Selfosshrepps.
r
„Osagðir hlutir um
skáldið á Þröm”
— Ben Gurion
Framhald af bls. 3.
sfna, að Nasser pæri mikilhæfast-
ur Arabaleiðtoga og hæfur í sínu
starfi. ,,Hann skilur samt ekki
mikilvægi mannlegs frelsis og
mannlegrar reisnar. Og hann
trúir á einræði, treystir á her. Við
ísraelar trúum því aftur á móti,
að bezt sé, að fólk velji sjálft og
hafni; að það sé frjálst og geti
óhindrað samið sín eigin lög; að
fólkið ráði sér sjálft, en sé ekki
þvingað.. . Þetta skilur Nasser
því miður ekki ennþá... “
Óhætt er að segja, eftir blaða-
frásögnum frá þessum tíma að
dæma, að koma þeirra hjónanna
vakti mikla ángæju hér á landi og
þau unnu hug og hjarta fólks með
hlýju og jákvæðu viðmóti. Þau
minntust sérstaklega þess, að ís-
land hafði greitt atkvæði með
stofnun israelsríkis við atkvæða-
greiðsluna hjá S.Þ. og í þeirri
heimsókn kom ljóslega fram, að
forystumenn beggja ríkjanna
voru áfjáðir í að auka samskipti
ríkjanna eftir föngum, enda hef-
ur sú orðið raunin á.
Sfðustu árin
Ben-Gurion sagði af sér sem for-
sætisráðherra um miðjan júní
árið 1963 og eftir það settist hann
að á samyrkjubúi í Negeveyði-
mörkinni, þar sem hann fékkst
við ritstörf og fræðimennsku og
einnig vann hann við að kenna
innflytjendum, sem komu til ísra-
els. í júlf 1965 sagði hann sig úr
Mapiaflokknum, þeim er hann
hafði stýrt í 35 ár, og þremur
vikum síðar samþykkti flokksráð-
ið að reka hani formlega úr
flokknum, svo og sex þingmenn
aðra, sem fylgdu honum að mál-
um. Ben-Gurion tilkynnti, að
hann myndi stofna nýjan flokk,
en í fyrstu var reynt að miðla
málunum og korna á sáttum, en
allt kom fyrir ekki. I nokkur ár til
viðbótar sat hann þó á þingi.
Þegar Ben Gurion varð áttræð-
ur, árið 1966, sýndu ísraelar hon-
um glögglega, að þeir höfðu ekki
gleymt sínum gamla eldheita for-
ystumanni um áratugi, og á þeim
degi var honum margvíslegur
sómi sýndur, enda þótt ýmsir þá-
verandi forystumenn kæmu ekki
í afmælisveizluna.
Mörgum þótti síðustu ár þessa
gamla leiðtoga Ísraelsríkis átak-
anleg, hvar hann bjó nánast í póli-
tískri einangrun f ellinni. Sérstak-
lega, þegar þess er gætt, að fyrstu
ár þessarar einangrunar var það
áreiðanléga andstætt vilja hans
að geta ekki framar haft áhrif á
stjórn landsins.
Þó er ekki vafi á því, að til
síðustu stundar fylgdist Ben-Gur
ion eins vel og honum var unnt
með framvindu mála, enda þótt
hann hefði sig lítt í frammi. Ilann
hélt kröftum sínum furðuvel,
enda þótt rifja megi upp, að hann
veiktist skömmu fyrir áttræðisaf-
mæli sitt 1966 og bjuggust þá
margir við, að hann væri að gefa
upp öndina. En hann sté upp af
sóttarsænginni heill, og eftir það
var heilsa hans allgóð fram til
þess síðasta.
Með Davfð Ben-Guron er
horfinn af sjónarsviðinu litríkur
stjórnmálamaður, meðal þeirra
fremstu á þessari öld, að flestra
dómi, harðskeyttur ogóvæginn.ef
honum bauð svo við að horfa, en
vitur maður og ósvikinn hug-
sjóna- og baráttumaður, Og mikill
mannvinur.
KOMIN er út hjá bókaforlaginu
Skuggsjá hókin „Ósagðir hlutir
um skáldið á Þröm“ eftir Gunnar
M. Magnúss. Þar er rekinn fer-
ill Magnúsar Ilj. Magnússonar,
en svo sem kunnugt er, varð um-
hverfi hans og ævi Halldóri
Laxness meðal annars efni í
söguna um Ólaf Kárason Ljósvík-
ing, „Heimsljós“.
í þessari bók eru áður óprentað-
ar frásagnir frá samtíð Magnúsar
A MEÐAN fæturnir bera mig eft-
ir J.M. Bauer i íslenzkri þýðingu
Þórunnar Jónsdóttur. Bauer
skráði þessa frásögn eftir þýzkum
liðsforingja, Forrell að nafni, sem
var tekinn til fanga í Rússlandi í
lok síðari heimsstyrjaldarinnar.
Hann var dæmdur til 25 ára
þrælkunarvinnu í hinum hræði-
legu blýnámum NA-Sfberíu. Hon-
KOMIN er ný bók eftir Magnús
Gíslason, Ur vesturbyggðum
Barðastrandarsýslu.
Höfundur segir m.a. í formála:
„Það, sem hér er sagt frá, hefur
flest gerzt á fyrstu áratugum
þessarar aldar, og má segja, að
þetta sé nokkur spegilmynd af
því, er frásagnarvert þótti á þess-
um tíma úr daglegu lifi manna
þarna í sveitum, og sem fyrir bar
yfirnáttúrulegu. — Hér er
brugðið upp skyndimyndum af
nokkrum sérkennilegum mönn-
um, eins og þeir hafa verið
geymdir í frásögnum manna á
milli. Þessir menn voru allir
uppúrstandandi á sinn sérstaka
hátt, en hafa ekki áður verið fest-
ir á pappír, og hcfðu því verið
Á brún hengiflugsins
A BRÚN hengiflugsins heitir
nýjasta bók hins kunna höfundar
Morris L. West. Aður hafa komið
eftir hann fjórar bækur í
fslenzkri þýðingu, Gullog sandur,
Babelsturninn, 1 Fótspor fiski-
mannsins og Málsvari myrkra-
höfðingjans.
Á brún hengiflugsins fjallar um
ævintýralegan feril blaðamanns,
sem er að basla við að ná í stóru
fréttina, sem á að verða kórónan á
lífsstarfinu. Málið er ekkert smá-
mál og varðar örlög heilla þjóða.
Mörg ljón reynast á veginum og
ekki allir jafn hrifnir af snuðri
blaðamannsins. Kvenfólkið
kemur einnig nokkuð við sögu og
gerir raunar óþægilegt strik í
reikninginn.
Útgefandi er Ægisútgáfan og
þýðinguna annaðist Alfheiður
Kjartansdóttir.
og sagt frá kynnum hans af
merku og sérkennilegu fólki.
Magnús Hj. Magnússon var al-
þýðuskáld og afkastamikill á sviði
ritstarfa, sem sjá má af því, að rit
hans í Landsbókasafni eru yfir
4000 blaðsíður skrifaðar, að því er
segir í bók Gunnars.
Bókin er 207 bls. með nafna-
skrá. Setning og prentun var unn-
in hjá Skuggsjá. Bókfell hf.
annaðist bókband og hlífðarkápu
hannaði Atli Már.
um tókst að flýja úr fangabúðun-
um, en leiðin, sem hann varð að
fara, lá yfir þvera Síberíu og að
landamærum Tyrklands. Mann-
raunir hans og lífsreynsla á þess-
um ótrúlega flótta ganga mjög
nærri honum.
Bókin er 219 blaðsíður. Útgef-
andi: Kvöldvökuútgáfan. Prent-
un: Prentverk Akraness. Bók-
band: Nýja bókbandið, Rvk.
gleymdir að skömmum tíma liðn-
um, ef ekki hefði verið skráð eftir
þeim, er nú kunna frá að segja.“
Bókin er 208 bls. að stærð.
Útgefandi er Skuggsjá.
Jólasýning
1 Lista-
safni ASÍ
LISTASAFN ASl opnaði sérstaka
jólasýningu í sýningarsölum
safnsins að Laugavegi 31 föstu-
daginn 30. nóvember sl.
Á sýningunni eru verk eftir
eftirtalda listamenn: Ásgrím
Jónsson, Gunnlaug Scheving,
Jóhannes S. Kjarval, Snorra Arin-
bjarnar, Kristján Davíðsson, Þor-
vald Skúlason, Nínu Tryggva-
dóttir, Jón Stefánsson, Braga
Ásgeirsson, Einar G. Baldvinsson,
Karl Kvaran og Jóhann Briem. Þá
er ein grafíkmynd eftir franska
myndlistarmanninn Vincent Gay-
et. Jólasýningin vei-ður opin kl.
15—18 alla daga nema laugar-
daga, og mun hún standa allt
fram undir jól.
„Á færi-
bandi ör-
laganna”
A meðan fæturnir bera mig
Ný bók frá Kvöldvökuútgáfunni
Ur vesturbyggðum
Barðastrandarsýslu
Endurminningar Friðriks
Guðmundssonar komnar út
SlOARA bindi endurniinninga
Friðriks Guðniundssonar frá
Syðra-Lðni er koniið út, en fyrra
bindið kom út á s.l. ári. Friðrik
bjó á Syðra-Lóni í 22 ár, en flull-
ist þá vestur um haf. Hann skrif-
aði endurminningar sfnar á
gamals aldri og þá orðinn blind-
ur.
1 þessu síðara bindi heldur höf-
undur áfram að rekja minningar
sínar úr heimahögum og ferðalög-
um víða um land. Greinir hann
þar frá mörgu nafnkenndu fólki,
eins og í fyrra bindinu. I seinni
hluta bókarinnar vikur hann
síðan að dvöl sinni í Vesturheimi.
„Höfundur býr yfir mikilli frá-
sagnargleði og skrifar kjarnmikið
og gott mál,“ segir á kápusíðu.
Gils Guðmundsson hefur séð
um útgáfuna, en úlgefandi er
Víkurútgáfan.
KOMIN er út ný skáldsaga eftir
Halldór Stefánsson, „A færibandi
örlaganna". Liðin er ellefu ár frá
því síðasta bók Ilalldórs kom út,
en hann er nú á 81. aldursári.
Á kápusíðu segir, að í sögunni
kynnist lesandi fólki, sem á í
höggi við aðsteðjandi vgndamál
reykvíkskrar verkantannafjöl-
skyldu, firringu og loks uppgjöf
eiginmannsins. Þá er það kyn-
slóðabilið milli foreldra og dóttur,
sem vefst í villu i leit sinni að
áttum í tilverunni. „En i þessum
vanda miðjum stendur húsmóðir-
in eins og óbifanlegt bjarg, ein af
þessum persónum Halldórs, sem
lesandinn gjörþekkir að bókarlok-
um.“
Heimskringla gefur bókina út.