Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.12.1973, Blaðsíða 5
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1972 5 Þórður Halldórsson frá Dagverðará Mannleg náltúra unflir iökii Loftur Guðmundsson færði í letur. Ragnar Kjartansson myndskreytti. Refaskyttan, listmálarinn, skáldið og sagna- þulurinn, Þórður frá Dagverðará, fer á kostum er hann lýsir hinum fjölmörgu, litríku hliðum mannlegrar náttúru undir Jökli í samfylgd Lofts Guðmundssonar og Ragnars Kjartanssonar. Fyrir atbeina þeirra kynnast lesendur sérkenni- legu mannlífi og sérstæðum manni, jafn bein- skeyttum á tvífætta sem ferfætta refi. Lelösögn tn llfs án ötla Fjórða bók Norman Vincent Peale í þýðingu Baldvins Þ. Kristjánssonar. Bækur N. V. Peale hafa verið gefnar út i milljónum eintaka um víða veröld og haldizt á metsölubókalistanum árum saman. Hann er helzti brautryðjandi fyrir nýjum, kristnum lífs- stíl. Að þetta nýja vísindalega trúarviðhorf hafi margt að kenna nútímamönnum á atómöld, kemur augljósast fram í gengi fyrri rita hans, bókanna VÖRÐUÐ LEIÐ TIL LÍFSHAMINGJU, LIFÐU LÍFINU LIFANDI OG SJÁLFSSTJÓRN í STORMVIÐRUM LÍFSINS Brjóstblrta og náungakærlelkur Torfi á Þorsteini RE 21 segir frá sitthverju til sjós og lands, beggja vegna réttvísinnar. Torfi heldur áfram sögu sinni, þar sem henni lauk i fyrri bók hans, KLÁRIR í BÁTANA. Torfi hefur lifað langt og sögulegt tímabil i íslenzkum sjávarútvegi og hefur frá mörgu að segja, tæpitungulaust, þar á meðal kynnum sinum af „þjóðaríþróttinni", smyglinu. Torfi hefur alltaf komið til dyranna eins og hann er klæddur og hér bregður hann ekki þeim vana sínum. Ráðskona öskast I svelt má hafa með sér barn Onnur bók Snjólaugar Bragadóttur frá Skáldalæk. I fyrra sendi hin unga skáldkona frá sér fyrstu bók sina, sem hún nefndi NÆTURSTAÐUR. Bókin vakti talsverða athygli og einnig sú yfirlýsing hennar að hún skrifaði fyrir venjulegt fólk. Hvort sem það hefur nú verið „venjulegt" eða „óvenjulegt" fólk sem keypti bók hennar, þá er hitt víst, að hún hlaut hinar beztu viðtökur og án efa mun þessi bók gera það einnig ti I í SNJÓLAUG BRAGADOTTIR trð Skáldalæk Ráðskona óskastísveit má hafa með sér barn Svaðliför lll Slkllevlar COLIN FORBES beitir þeirri leikni, sem aflaði sögu hans, STOÐUGT j SKOTMÁLI, frábærra vinsælda. Björn Jónsson þýddi Bandamenn undirbúa innrás á Sikiley. Fjórir menn fá það hlutverk að eyðileggja stóra lestarferju fyrir Þjóðverjum Þeir verða að leita á náðir mafíunnar. Það ber margt við og þre- menningarnir lenda i bráðri lifshættu hvað eftir annað Sagan, sem styðzt við raunverulega atburði, gerizt öll á einum viðburðarikum sólar- hring. Þrautgóðlr á raunastund Fimmta bindi björgunar- og sjóslysasögu íslands eftir Steinar J. Lúðvíksson. Þetta bindi nær yfir árin 1 953-—1958 og með útkomu þess hafa verið raktir atburðir áranna frá 1928, þegar Slysavarnafélag íslands var stofnað, eða 30 ára saga. Ýmsir minnisstæðir atburðir skeðu á árunum '53 — '58, t.d. strand togaranna Jóns Baldvinssonar, Egils rauða, Goðaness og King Sol. Fjöldi mynda er í bókinni, en forsíðumyndin er af sögulegum róðri úr Þykkvabænum. Sýður á keipum Guðjón Vigfússon, skipstjóri á Akraborginni, segir frá siglingum sinum og veraldarvolki og misjöfnu mannlífi heima og erlendis. Guðjón Vigfússon er mörgum kunnur. Fáir íslenzkir skipstjórar hafa skilað fleiri farþeg- um á fljótandi fjöl. Guðjón ólst upp í blárri fátækt og gerðist farmaður, sem sigldi í áratugi um heimsins höf. Af því er litrík saga og margslungin, sem Guðjón segir tæpitungu- laust. Það sýður á keipum og engin hætta að lesandanum leiðist lesturinn. Jónalan Llvlngslon Mávur eftir Richard Bach í þýðingu Hjartar Páls- sonar, Ijósmyndir eftir Russell Munson. „Jónatan er frelsistákn, sigur andans yfir efninu. Um leið er hann lofsöngur um einstakl- ingshyggju, dýrkun hins einstæða og dirfsku- fulla, þess, sem fer ekki alfaraleið". „Hann er í senn fugl og mávur, tákn endalausrar leitar" „Þessi bók hefur þegar öðlast verðskuldaðan þegnþátt i þeim yndislega törfaheimi, þar sem LITLI PRINSINN eftir St. Exupéry ræður ríkjum". Stungið niðw stílvopni .GunnarBeni’diktsson ..DrMtiiu. miuuöí ril liinr v(ur liftna <la*¥ op uiinniíl ■nmin* (% uuSlofo*. StunglÖ nlður stllvopnl Gunnar Benediktsson, „DROTTINS SMURÐI TIL GRUNDARÞINGA", litur yfir liðna daga og minnist manna og málefna. Presturinn, byltingaforinginn, kennarinn og fræðimaðurinn, Gunnar Benediktsson, minnist áranna írá 1 920. Á þeirri hálfu öld var hann allt í einu í senn, farandprédikari blóðrauðs bolsé- visma, kaupamaður, verkamaður á eyrinni, leikstjóri, rithöfundur og ritstjóri Nýja dag- blaðsins Það gustaði um Gunnará yngri árum en um minningar hans leikur mildur haustblær, þar sem þjóðskörungarnir eru leiddir fram á sjónarsviðið. Smyglarl Guðs eftir bróður Andrew i þýðingu Sigurlaugar Árnadóttur. Þetta er sérstæð og spennandi saga af ævin- týramanninum Andrew, sem unnið hefur að útbreiðslu orðs Guðs í öllum kommúnista- rikjunum. Hann kemur biblíunni yfir víggirt landamæri framhjá vopnuðum vörðum og prédikar í „neðanjarðar"-söfnuðum. Saga Andrews er saga af stöðugum hætturr. er urðu á vegi þess manns, sem leitaði þeirra í þágu Krists. Hún hefur orðið alþjóðleg metsölubók. BiEniiEs im MEÐ GODUM BOKUM Örn og Örlygur, Vesturgötu 42, Sími: 25722 h*****dbá^db*******A«l I I I I I ■ I I I l l ■■ i i i i »—I I i «- *.... ifc *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.